Morgunblaðið - 14.04.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 14.04.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2021 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Passamyndir Tímapantanir í síma 568 0150 eða á rut@rut.is Tryggjum tveggja metra fjarlægð og gætum ítrustu ráðstafana Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Eldfjallagas frá gosinu í Holuhrauni 2014-2015 leiddi til umtalsverðrar aukningar öndunarfærasjúkdóma á Reykjavíkursvæðinu meðan meng- unar frá gosinu gætti. Þetta kemur fram í nýrri fræðigrein í Nature Communications. Dr. Evgenia Ily- inskaya, dósent í eldfjallafræði við Leeds-háskóla á Englandi er aðal- höfundur ásamt Hanne Krage Carl- sen. Í kynningu á vef Háskólans í Leeds segir m.a. að niðurstöðurnar geti haft áhrif á aðgerðir til verndar heilsu 800 milljóna manna sem búa nálægt virkum eldfjöllum. „Það voru gefnar út viðvaranir vegna gasmengunar, aðallega brennisteindíoxíðs (SO2), meðan á Holuhraunsgosinu stóð. Sama er gert nú vegna gossins í Fagradals- fjalli. Gasið barst til Reykjavíkur og þá mældist aukning á öndunarfæra- sjúkdómum eins og komið hefur fram í annarri grein,“ sagði Ev- genia. „Þetta gas barst nokkrum sinnum til Evrópu og kom svo aftur til Íslands. Það var ekki gert ráð fyr- ir því í spám og viðvörunum um mengun. Við sýnum fram á það að þessi „ósýnilega“ mengun sem spár gerðu ekki ráð fyrir olli líka aukn- ingu öndunarfærasjúkdóma.“ Evgenia sagði að með tímanum umbreytist gasið í gosmekkinum í agnir og að gamall mökkur innihaldi meira af ögnum en gasi. Í ögnunum er mikið af súlfati, brennisteinssýru og ýmsum málmum, m.a. þung- málmum. „Það er ekki vitað hvort það er efnasamsetningin eða agn- irnar sjálfar sem valda auknum heilsuvandamálum. Agnirnar eru svo smáar að þær komast djúpt ofan í öndunarfærin. Við vitum að heilsu- vandamál geta aukist þegar ögnun- um fjölgar en það er ekki vitað ná- kvæmlega hvað veldur því,“ sagði Evgenia. Eldra fólk og börn viðkvæmust Aukning öndunarfærasjúkdóma vegna eldfjallagassins sást helst hjá fólki eldra en 65 ára og börnum und- ir 18 ára aldri. Astmasjúklingar fundu fyrir menguninni og aukning varð í sölu astmalyfja meðan meng- unin var til staðar. „Mér finnst ég hafa lært af þessu að gasmengunarspár þurfa að ná yf- ir lengri tímabil, ekki bara fyrstu 3-4 klukkutímana frá því gasið kemur upp. Spásvæðið þarf að vera nógu stórt og spátíminn nógu langur til að hægt sé að sjá hvort mengunin hangi enn í loftinu nokkrum dögum eftir að hún kom upp,“ sagði Ev- genia. Hún sagði að eftir gosið í Holuhrauni hafi Veðurstofan stækk- að spásvæði vegna gasmengunar frá eldfjöllum. Þannig er nú hægt að fylgjast með gosmekkinum fara til Evrópu og koma aftur, geri hann það. Eldgosið í Fagradalsfjalli er mun minna en eldgosið í Holuhrauni en miklu nær byggð. Evgenia sagði að þess hafi ekki orðið vart enn sem komið er að mökkurinn frá Fagra- dalsfjalli hangi jafn lengi í loftinu og mökkurinn frá Holuhrauni gerði enda gasmengunin miklu minni í Fagradalsfjallsgosinu. Reynslan frá Holuhraunsgosinu sýni að viðvaranir geri gagn. Þegar ekki voru sendar út viðvaranir mældust meiri heilsuáhrif af gos- menguninni en ella. Því er ráðlegt að fylgjast með og fara eftir viðvörun- um sem gefnar eru út. - Mengun frá Holuhraunsgosinu 2014-2015 leiddi til aukinna öndunarfærasjúkdóma - Gosmökkurinn fór til Evrópu og kom svo aftur til baka - Skynsamlegt að fylgjast með og fara eftir viðvörunum Eldfjallagasið hafði áhrif á heilsu Morgunblaðið/RAX Holuhraun Þar losnuðu um 11 millj- ónir tonna af brennisteinsdíoxíði. Karítas Ríkharðsdóttir Sigurður Bogi Sævarsson Skiptar skoðanir eru um þær hug- myndir Dags B. Eggertssonar borg- arstjóra að lækka hámarkshraða á götum Reykjavíkur úr 50 km í 30 km á nagladekkja- tímanum frá 1. nóvember til 15. apríl í því skyni að draga úr svif- ryksmengun. Tal- ið er að þessar ráðstafanir geti dregið úr svif- ryksmagni um allt að 40%, en andmælendur segja að taka þurfi fleiri þætti inn í breytuna. Óraunsæ rómantík, sagði Run- ólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, um þetta mál í samtali við mbl.is í gær. „Inn í þessa nálgun vantar hvaða áhrif þetta hefði á líf borgara. Hvað kosta til dæmis tafir á þjónustu þessi fyrirtæki? Þá fækkar sam- verustundum fjölskyldna ef á að draga annan umferðarhraða í borg- inni niður í 30 kílómetra á klukku- stund,“ segir Runólfur Ólafsson, for- maður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, í samtali við mbl.is í gærdag. Heilsuspillandi efni Þyngd bíla hefur mikil áhrif á ástand gatnakerfisins, eins og Ólöf Kristjánsdóttir, byggingaverkfræð- ingur og sviðsstjóri samgangna hjá Mannviti, bendir á í samtali við Morgunblaðið í gær. „Sambandið á milli þyngdar ökutækis og áhrifa þess á slit gatna hefur lengi verið þekkt. Talað er um að einn stór vöru- bíll orsaki slit á vegum á við 10.000 fólksbíla. „Þrátt fyrir ýmsar aðgerðir til að draga úr svifryksmengun frá malbiki eins og minni notkun nagla- dekkja og slitþolnara malbik, þá er hlutfall svifryksins í andrúmsloftinu að mælast nokkuð hátt. Full ástæða er til að þess að leita áfram leiða til að takmarka slit á malbiki, sem inni- heldur mörg heilsuspillandi efni,“ segir Ólöf. 60% bíla á negldum dekkjum Í greiningu á samsetningu svif- ryks við Miklubraut árið 2007 kom fram að malbik var tæplega 50% af svifrykinu. Fleiri rannsóknir hafa leitt það sama í ljós. „Uppruna svifryks má að mestu rekja til fylliefna í malbiki og ljóst er að notkun nagladekkja eykur svif- ryksmyndun verulega. Útblástur og slit dekkja og bremsa er minnihluti svifryksins. Stærsti hlutinn kemur beint af sliti malbiks vegna bíla- umferðar. Slíkt leiðir til þess að heildarmagn svifryks eykst jafnan með meiri hraða,“ segir Ólöf og bætir jafnframt við að hugmyndir um lækkun hámarkshraða séu að auki mikilvægt umferðaröryggismál. Mikið annríki er á dekkjaverk- stæðum þessa dagana, enda frestur til hjólbarðaskipta að renna út. Arn- ar Tryggvason, stöðvarstjóri hjá N1 á Réttarhálsi í Reykjavík, telur að um 60% bíla sem þangað er komið með séu á negldum dekkjum. Þetta hlutfall sé þó breytilegt milli vetra og ráðist af tíðarfari. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skipt um dekk Dekkjaskipti eru farin af stað enda nagladekkja mun síður þörf í borginni þegar vetri fer að ljúka. Svifrykið eykst jafnan með meiri ökuhraða - Ræða hugmyndir borgarstjóra - Þyngd bíla hefur áhrif Ólöf Kristjánsdóttir Gunnhildur Sif Oddsdóttir gunnhildursif@mbl.is Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við mbl.is í gær, að beðið verði með að bólusetja með Janssen-bóluefninu þar til frekari upplýsingar berist um hvað sé í gangi. Eins og mbl.is greindi frá í gær hefur lyfjaeftirlit Bandaríkjanna mælt með því að notkun bóluefnis Janssen við Covid-19 verði tíma- bundið hætt meðan rannsakað verð- ur hvort bóluefnið tengist blóðtöpp- um meðal yngra fólks. 2.400 skammtar af bóluefninu eru væntanlegir til landsins í dag. „Það er kannski erfitt að segja ná- kvæmlega hvaða áhrif þetta hefur, þetta er fyrst og fremst tímabundið meðan menn eru að fá meiri gögn og sjá hvernig staðan er út frá þessum aðgerðum og þessum viðvörunum frá Bandaríkjunum,“ segir Þórólfur og bætir við: „Hvort það verður eitt- hvað til frambúðar eða eitthvað tímabundið það treysti ég mér ekki til að segja. Áhrifin fara alfarið eftir því hvort þetta verði eitthvað til langframa eða hvort þetta verði í stuttan tíma.“ Gæti sett strik í reikninginn Þórólfur bendir á að ef dreifing- unni verði einungis seinkað um stutt- an tíma verði áhrifin ekki svo mikil. „En ef menn fara eitthvað að stoppa þetta til lengri tíma þá mun það setja strik í reikninginn hjá okk- ur. Ef niðurstaðan verður sú að það verður ekki ráðlagt að nota bóluefnið þá náttúrulega setur það stórt strik í reikninginn.“ »11 Bíða með að nota bóluefni Janssen - Kanna mögulegar aukaverkanir Morgunblaðið/Eggert Covid-19 Þórólfur vill bíða frekari gagna um mögulegar aukaverkanir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.