Morgunblaðið - 14.04.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 14.04.2021, Síða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2021 ✝ Jóhanna Svav- arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 21. júní 1940. Hún lést á Landspítalanum 3. apríl 2021. Foreldrar hennar voru Svavar Sig- urðsson, f. 10. maí 1912, d. 25. júlí 1976, og Ingibjörg Ágústa Kolbeins- dóttir, f. 26. ágúst 1915, d. 15. júní 1998. Systkini Jóhönnu voru Aðal- heiður Sigríður Svavarsdóttir, f. 1. febrúar 1937, d. 25. október 2013, Sigfús Kristinn Svav- arsson, f. 23. mars 1944, d. 20. september 2011, og Kristín Svav- og Remí Þór, f. 9. desember 2019. 2) Viðar Rúnar, f. 2. ágúst 1967, en hann er kvæntur Gerði Ísberg, f. 27. maí 1967. Jóhanna fæddist í Reykjavík og ólst upp við Hverfisgötu þar sem hún gekk í Miðbæjarskól- ann, gagnfræðaskólann við Lind- argötu og svo í verknámsdeild við Brautarholt. Hún vann við skógrækt, ýmis afgreiðslustörf og á tilraunastöðinni að Keldum. Árið 1963 fluttu Geir og Jóhanna til Noregs þar sem Hildigunnur fæddist. Þau fluttu aftur heim 1965. Eftir heimkomuna starfaði hún um hríð á tilraunastöðunni að Keldum en hóf síðar störf á rannsóknarstöð Hjartaverndar. Síðustu starfsárin vann hún á skrifstofu þjónustuíbúða aldr- aðra við Lönguhlíð. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 14. apríl 2021. Vegna fjöldatakmarkana verða einungis fjölskylda og nán- ir vinir viðstödd athöfnina. arsdóttir, f. 30. ágúst 1947. Hinn 28. desem- ber 1963 giftist Jó- hanna Geir Svav- arssyni, f. 16. janúar 1940, d. 29. ágúst 2020, og eign- uðust þau tvö börn: 1) Hildigunnur Geirsdóttir, f. 6 nóv- ember 1964, og gift- ist hún Alberti Guð- brandssyni, f. 8. október 1965, og eiga þau tvö börn, Daníel Frey, f. 19. apríl 1989, og Brynju Dís, f. 4. mars 1992. Daníel er kvæntur Guðnýju Stefánsdóttur, f. 8. október 1988 og eiga þau tvö börn, Elvar Leó, f. 24. apríl 2014, Elsku mamma, það er ótrúlegt að þú sért farin frá okkur líka, svona stuttu eftir að pabbi fór. Það er þó huggun að vita að hann tók á móti þér. Þið fylgdust að allt lífið, pabbi fæddist nokkrum mánuðum á undan, og hann fór héðan nokkr- um mánuðum á undan þér. Það er langt síðan ég heyrði ykkur tala um að þið vilduð finna ykkur stað til að verja ævikvöldinu á. Stað þar sem stutt væri í alla þjónustu og yrði auðveldara fyrir þig að vera ein. Það var einhvern veginn eins og þið vissuð það alltaf að það yrðir þú sem færir á eftir. Við systkinin vorum einstak- lega lánsöm að fá þig sem mömmu. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur, verndaðir og studdir, en á sama tíma kenndir þú okkur þau góðu gildi að vera umhyggju- söm, nærgætin og samviskusöm gagnvart samferðafólki okkar. Þú vildir aldrei taka of mikið pláss og alls ekki krefjast mikils. Þið pabbi voruð alltaf til taks fyrir alla í kringum ykkur og þótti það meira en sjálfsagt að hjálpa til. Við systkinin nutum góðs af því marg- oft og ekki síður barnabörnin. Þú varst mjög skapandi og hafð- ir gott auga fyrir fallegum hlutum. Þér tókst alltaf að skapa fallegt og notalegt heimili fyrir þig og fjöl- skylduna. Það segir mikið til um hve gott andrúmsloft þér tókst að skapa, að við systkinin völdum heldur á unglingsárunum að vera heima á föstudags- og laugardags- kvöldum en að vera úti með vinum. Það voru margar góðar hefðir sem þú komst á, sem við höfum haldið í. Ein er t.d. að laga heitt súkkulaði og smyrja brauð á jóla- dagsmorgni. Þessi hefð var til um- ræðu á kennarastofu grunnskóla Hveragerðis þegar börnin voru spurð að því hvað væri það besta við jólin. Þá höfðu bæði barnabörn- in þín svarað, hvort í sinni stofu, því sama. „Að vakna á jóladagsmorgun við ilm af heitu súkkulaði og smurðu brauði, og að finna fyrir kyrrðinni sem fylgir eftir erilinn sem skapast oft fyrir jólin.“ Takk fyrir þetta elsku mamma! Þakklæti var ein af þínum góðu dyggðum. Þú hafðir oft orð á því hve heppin þið pabbi væruð þegar þið þurftuð á einhverri þjónustu eða hjálp að halda. Í veikindum ykkar pabba síðasta árið heyrðum við þig aldrei tala um ósanngirni eða af biturð út í hvernig komið væri, heldur var þér efst í huga þakklæti til alls þess góða fólks sem var ykkur til aðstoðar. Það lýsir umhyggjusemi þinni vel að síðustu nóttina sem þú gast talað við okkur og áttir svo erfitt með að anda, hafðir þú meiri áhyggjur af að við Brynja misstum nætursvefn en ástandinu á þér. Þegar við á skírdag opnuðum lít- il páskaegg eftir matinn, ein af góðu hefðunum þínum, og lásum málshættina upphátt kom í ljós að þinn var einstaklega viðeigandi. „Allir vilja eldast, en enginn vill verða gamall.“ Það má segja að það hafi verið lífið þitt í hnotskurn. Þú varst ein- staklega glæsileg kona allt þitt líf. Síðustu tvær vikurnar hafðir þú á orði að þú værir orðin gömul, eitt- hvað sem við höfðum aldrei heyrt þig segja fyrr. Þú varðir því rúmum 80 árum í að eldast og tveimur vik- um í að vera gömul. Hvíl í friði elsku mamma og takk fyrir allt. Þín dóttir, Hildigunnur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Í dag kveðjum við Jóhönnu Svavarsdóttur eða Jonnu eins og hún var ávallt kölluð. Jonna háði stranga baráttu við sjúkdóm sem sótti hana heim og lagði að velli. Þegar sorgin ber að dyrum er margs að minnast og margs að sakna. Jonna var einstök mann- eskja sem stóð sig vel í lífsins verkefnum. Hún sinnti fjölskyldu sinni og heimili af ást og alúð og atvinnu af samviskusemi og dugn- aði. Jonna var einstaklega um- hyggjusöm, alltaf reiðubúin til að rétta hjálparhönd og veitti enda- lausan stuðning. Hún gerði yfir- leitt lítið úr því sem hún gerði og krafðist einskis. Það var ánægjulegt að um- gangast Jonnu, hún var hrein og bein í samskiptum og ávallt tilbúin að gleðjast með öðrum. Þegar gesti bar að garði voru móttökur góðar, fallega lagt á borð og biðu börn jafnt sem fullorðnir eftir dásamlegu kleinunum hennar. Jonna var gift Geir Svavars- syni, móðurbróður mínum, sem lést 29. ágúst sl. Geir var öllum mikill harmdauði og er hans einn- ig sárt saknað. Jonna og Geir voru einstaklega samhent hjón. Þau áttu fallegt heimili, sinntu fjöl- skyldu sinni vel og voru einstak- lega hjálpsöm bæði tvö, gjafmild og hlý. Samvinna Jonnu og Geirs var einstök og það var fallegt að verða vitni að þeim kærleika sem ávallt ríkti á milli þeirra. Það er margs að minnast og fyrir svo margt að þakka þegar lit- ið er yfir farinn veg. Á þessum tímamótum er efst í okkar huga öll sú umhyggja, hlýja og hjálpsemi sem þau hjónin sýndu Svövu, móð- ur minni, sem í mörg ár hefur glímt við óminni sitt. Þau hjónin höfðu alltaf fastar heimsóknir til móður minnar í viku hverri og þegar þau birtust voru þau sem frelsandi englar og gleðin sem þau færðu móður minni var svo tær og falleg. Það var sérstakt samband milli þeirra systkina, Geirs og mömmu, og Jonna studdi við þeirra samband með sinni hlýju. Sumt fólk snertir líf okkar og hverfur á braut. Það dvelur um stund og skilur eftir sig spor í hjarta okkar svo við verðum aldrei söm og áður. Það voru forréttindi að eiga vináttu Jonnu og Geirs og nú ríkir hjá okkur mikill tómleiki þegar þau bæði eru fallin frá. Við erum þakklát fyrir þær minningar sem við eigum um þessi heiðurs- hjón og minnumst þeirra með ást og virðingu. Við þökkum Jonnu okkar fyrir samfylgdina og vottum Viðari og Gerðu, Hildigunni, Albert og börnunum okkar innilegustu sam- úð. Ásdís Gígja, Sigurgeir og synir. Það er skammt stórra högga á milli. Jonna vinkona mín til 72 ára kveður nú þessa jarðvist, en Geir eiginmaður hennar lést í ágúst á síðastliðnu ári. Þau voru afar sam- rýnd, unnu hlutina saman og kveðja nú með stuttu millibili. Við Jonna vorum átta ára þegar við kynntumst. Við vorum skóla- systur og yfirleitt samferða í skól- ann og aftur heim. Við brölluðum ýmislegt saman og alltaf var gam- an hjá okkur og mikið hlegið. Við söfnuðum servíettum og leikara- myndum, lékum með dúkkulísur, fórum í París og lékum hina ýmsu boltaleiki. Við vorum báðar svo heppnar að eiga yngri systkin. Meðan við vorum að alast upp voru ekki sím- ar í hverju húsi en stutt var á milli heimila okkar Jonnu. Til að koma skilaboðum á milli skrifuðum við litla miða og létum yngri systkin okkar hlaupa með á milli húsa. Ég man að á einum miðanum stóð til dæmis Máttu koma í bíó klukkan 3? Árin liðu og önnur verkefni tóku við af leikaramyndasöfnun og boltaleikjum, svo sem hjóna- bandið og barneignir. Þrátt fyrir það hélst þessi sterka vinátta milli okkar og alltaf var Jonna trygg, traust og hjálpsöm. Vináttan sem við áttum er ómetanleg og er ég mjög þakklát að hafa átt Jonnu að sem vinkonu. Jonna var glæsileg kona, há- vaxin og samsvaraði sér vel. Hún var með þetta fallega þykka rauða hár sem eftir var tekið. Samveru- stundirnar okkar voru alltaf skemmtilegar og oft þurfti ekki nema lítið til að valda hláturköst- um sem erfitt var að stoppa. Jonna sá vel um heimili sitt. Hún hafði gaman af fallegum hlut- um og þótti gaman að ýmiss konar tónlist. Einnig var hún mjög myndarleg í höndum, saumaði og prjónaði. Við áttum margar góðar sam- verustundir í gegnum lífið. Farnar voru margar skemmtilegar ferðir, við gengum um landið okkar og skoðuðum ýmsa staði, svo sem Vestmannaeyjar, Ásbyrgi og Þórsmörk. Oft var dvalið í sum- arhúsum og góður matur borðað- ur að loknu heitu og góðu potta- baði. Ég finn fyrir miklum söknuði eftir lát Jonnu minnar en eftir sitja góðar minningar. Börnum og fjölskyldu Jonnu sendum við hjónin okkar dýpstu samúðarkveðjur. Minningin um Jonnu vinkonu mun lifa. Kristjana R. Birgis. Á innan við ári hafa þau sam- hentu hjón Jóhanna Svavarsdótt- ir, f. 21. júní 1940, og Geir Svav- arsson, f. 16. jan. 1940, látist. Hann lést 29. ágúst 2020 en hún þann 3. apríl sl. Samhent til enda. Við byrjuðum að hittast öðru hvoru að kvöldlagi með handa- vinnuna heima hjá hver annarri þegar við vorum í sumarvinnu hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvogi. Síðan teygðist á lopan- um, þráðurinn hélt og við erum nú búnar að halda hópinn í yfir 60 ár. Einhverjar heltust úr lestinni á langri leið en kjarninn var eftir og hefur haldið vel saman. Eins og gengur og gerist hjá góðum saumaklúbbum voru hald- in haust og vorpartý og einnig sumarbústaðaferðir og þá fengu karlarnir og stundum börnin að vera með. Í janúar, fyrir rétt rúmu ári, hittumst við í Saumaklúbbnum okkar og áttum skemmtilegt kvöld saman. Við vorum þá búnar að taka karlana okkar inn í hóp- inn. Einn okkar hafði forskot í aldri og var kominn á níræðis- aldurinn en aðrir nálguðust hann óðfluga. Geir reið á vaðið og varð átt- ræður í janúar 2020. Skömmu eft- ir samkvæmið greindist hann með krabbamein sem svo ágerðist og hann lést 29. ágúst 2020. Jonna varð áttræð 21. júní 2020 og um það leyti greinist hún líka með krabbamein. Um tíma voru þau bæði inniliggjandi á Landspít- alanum. Lengi héldum við í vonina um að hún kæmist yfir meinið en það náði yfirhöndinni og hún lést þann 3. apríl sl. Við áttum góða stund saman tveimur dögum áður en hún lést og ég gerði ráð fyrir að við gætum endurtekið leikinn og hist aftur en það fór á annan veg. Ég sakna þeirra beggja svo sann- arlega. Við Jonna vorum oft samferða í saumaklúbbana. Hún keyrði ekki bíl svo það lá beint við að ég kippti henni með. Enda vorum við þre- menningar og því náskyldar og maður hugsar um sína. Við lentum stundum á villigötum þegar ein- hverjar úr klúbbnum skiptu um heimilisfang en alltaf náðum við réttri lendingu að lokum. Þessar villuferðir okkar gáfu bara lífinu lit og léttu lundina. Við höfum brallað margt gegn- um tíðina sem ekki verður tíundað hér en allar stundir okkar hafa einkennst af gleði og skemmtileg- heitum. Með þessum fátæklegu minn- ingarorðum færi ég kveðjur og þakkir frá saumaklúbbnum. Við vottum afkomendum þeirra hjón- anna innilega samúð og óskum þeim alls góðs á þessum erfiðu tímum og í framtíðinni. Vilhelmína Þórdís Salbergsdóttir (Villa). Við Jonna töluðum saman á miðvikudag fyrir páska þegar ég var á leið úr bænum og þá sagði Jonna mér hversu alvarleg veik- indin væru orðin. Hún var svo glöð að vera komin heim af sjúkrahúsinu og að Hildigunnur og dóttir hennar Brynja væru komnar til að sjá um sig en fjöl- skylda Hildigunnar býr í Noregi. Viðar hafði sinnt mömmu sinni einstaklega vel mánuðinn á sjúkrahúsinu og farið til hennar hvern dag. Það var Jonnu líkt að gleðjast yfir því góða en vera ekki að velta sér upp úr að ekkert væri hægt að gera við veikind- unum. Við ákváðum að ég kæmi til hennar í kaffi strax eftir páska og við ættum gæðastund. En hún lést þremur dögum seinna áður en páskahátíðin gekk í garð. Jonna var hávaxin og falleg kona, afar heilsteypt og glaðsinna. Það var reisn yfir henni. Hún var mikill vinur vina sinna og svo góð manneskja. Við kynntumst ung- ar í Noregi þegar mennirnir okk- ar voru þar við nám. Jóhanna Svavarsdóttir og Geir Svavars- son giftust ung og eignuðust Hildigunni í Noregi og Viðar eftir heimkomu. Þau voru meðvituð um sitt barnalán og áttu sterkt samband við börnin og seinna barnabörnin. Í Noregi vorum við þröngi vinahópurinn eiginlega fjölskylda hvert annars ekki síst á jólum og stórhátíðum og pöss- uðum fyrir hvert annað ef svo bar undir. Minningarnar þaðan eru allar mjög ljúfar. Eftir heimkom- una héldum við mörg vel saman en með tímanum vorum við, Jonna og Geir og Adda og Stebbi, þétt vinagrúppa sem hittist mik- ið, ferðaðist saman, hélt matar- boð og við fylgdumst vel með fjöl- skyldum hvert annars. Þær stækkuðu með tímanum, áhuga- mál breyttust og samverustund- um fækkaði en alltaf var jafn gott þegar eitthvað leiddi okkur sam- an. Það var svo gaman þegar Jonna og Geir fluttu í Kópavog fyrir fáum árum og við áttum samverustund hjá þeim í nýja staðnum sem var í göngufæri við okkur. Bjartar áætlanir gerðar um útivist og hitting en lífið breyttist. Síðasta hálfa annað ár varð þeim mjög erfitt vegna veik- inda Geirs og skömmu eftir að hann veiktist kom upp mein hjá Jonnu. Við kvöddum Geir í byrj- un september og nú sjö mánuð- um seinna er Jonna farin. Ég er mjög þakklát fyrir áralöng kynni okkar hjóna og mér þykir vænt um þá góðu vináttu sem ég fann alltaf hjá Jonnu. Það var óhjá- kvæmilegt þegar við áttum gæðastund að endurupplifun yrði á vikuferð okkar sexmenninga til New York. Við reyndum að skoða allt sem markvert var í borginni og fórum á frægar söngleikjasýn- ingar og óperu. Allskonar uppá- komur urðu sem allar eru um- vafðar gleði og gríni í minningunni. Það var gaman að fylgjast náið að á lífsbrautinni í svo mörg ár og gott hvað vináttan er umvafin hlýju. Við Sverrir vottum Hildigunni, Viðari og öðr- um í fjölskyldunni innilega sam- úð á kveðjustund. Blessuð sé minning góðrar og sterkrar konu. Takk fyrir allt, Jonna. Jóhanna Svavarsdóttir Elskulegi maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi TRAUSTI Ó. LÁRUSSON, f.v. framkvæmdarstjóri lést á Líknardeild Landspítalans 12. apríl. Í ljósi Covid verður tilhögun jarðarfarar auglýst síðar. Hanna M. Kjeld Auður Traustadóttir Guðmundur Á. Tryggvason Anna Kristín Traustadóttir Sigrún Traustadóttir Elín Ósk Guðmundsdóttir Ómar Bendtsen Trausti Guðmundsson Ása Bergsdóttir Sandholt Svava Dís Guðmundsdóttir Friðjón Ástmundsson Bjarni Guðmundsson Vaka Dagsdóttir og langafabörn Elskuleg mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, SIGRÍÐUR VILMUNDARDÓTTIR frá Hjarðarbrekku, Grenigrund 14, Selfossi, lést fimmtudaginn 8. apríl á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi, Hellu. Elsie Júníus Runólfur Haraldsson Vilmundur Rúnar Ólafsson Helga Sigurðardóttir Svala Ólafsdóttir Svavar Jóhannesson Guðrún Bára Ólafsdóttir Árni Snævar Magnússon og fjölskyldur Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN BRYNJÓLFSDÓTTIR, lést á Landspítalanum 26. mars. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 16. apríl klukkan 15. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á https://youtu.be/hWYIZvSgPcc Brynjólfur Jónsson Dagný Guðnadóttir Þorlákur Jónsson Þorgerður Jónsdóttir Sigurjón Björnsson Jón Erlingur Jónsson Anna Stefánsdóttir Þuríður Jónsdóttir Atli Ingólfsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar okkar kæru SIGRÍÐAR BENEDIKTSDÓTTUR frá Efra-Núpi, Miðfirði, V-Hún. Sérstakar þakkir fá Jóna Jónsdóttir, vinkona Siggu, fyrir elsku hennar og einstaka umhyggju, og starfsfólk Hrafnistu í Reykjavík fyrir hlýhug og alúð við umönnun hennar. Aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.