Morgunblaðið - 14.04.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.04.2021, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2021 - heimili, hönnun, tíska og samkvæmislífið Lífstílsvefurinn okkar - fylgt landsmönnum í 10 ár SMARTLAND MÖRTUMARÍU Vertu með á nótunum 60 ÁRA Guðmundur Óli Gunnarsson er hljómsveitarstjóri að mennt frá Tónlistarháskólanum í Utrecht í Hol- landi og hefur starfað mest við hljóm- sveitarstjórn. Hann var fyrsti að- alstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem var stofnuð 1993 og stjórnaði henni til 23 ára. Hann stjórn- ar ennþá Kammerkór Norðurlands þótt hann búi núna á Selfossi, en kórinn gaf út þriðja hljómdiskinn síðastliðið haust í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá útkomu ljóðabókarinnar Svartar fjaðrir eftir Davíð Stefánsson. Á plöt- unni eru lög sem samin hafa verið við ljóðin í bókinni, bæði gömul og ný. „Í dag eru ekki kjöraðstæður fyrir þá sem lifa af tónlistarverkefnum svo ég hef verið meira í kennslu þennan veturinn en alla jafna,“ en Guðmundur Óli kennir á píanó, tónfræði og stjórnar hljómsveitum við Tónlistarskólann í Kópavogi og Tónlistarskóla Árnesinga. Guðmundur Óli vinnur nú að því að koma á laggirnar Sinfóníuhljómsveit Suðurlands. „Við vorum með skóla- tónleika í haust, náðum að lauma okkur milli Covid-bylgna, og svo er búið að ráða okkur til að spila á Oddahátíð sem verður haldin í júlí í sumar.“ Búið er leggja fjármagn í að koma í gagnið Menningarsal Suðurlands svo það verður hægt að halda tónleika í honum á næsta ári eða því þar næsta en salurinn er hluti af byggingu Hótels Suðurlands. „En grundvallarhugsunin varðandi hljómsveitina er að hún sé fyrir allt Suðurland og komi sem víðast fram, allt frá Þorlákshöfn til Hafnar.“ Eiginkona Guðmundar Óla er Margrét Blöndal, f. 1961, fjölmiðlakona. Börn Guðmundar eru Hrafnhildur Marta sellóleikari, f. 1991, Melkorka María húsa- smiður, f. 1994, og Álfgrímur Gunnar, stúdent í Kaupmannahöfn, f. 1998. Stjúp- dætur Guðmundar eru Sigyn Blöndal fjölmiðlakona, f. 1982, og Sara Hjördís Blöndal leikmynda- og búningahönnuður, f. 1989. Barnabörnin eru orðin sjö. Guðmundur Óli Gunnarsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Loksins er allt komið í þann farveg sem þú vildir og þú sérð árangur erfiðis þíns. 20. apríl - 20. maí + Naut Fjölskyldan er hornsteinninn hvort heldur er í gleði eða sorg. Reyndu að halda í við aðstreymið þótt þú vandir þig. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þér tekst einkar vel þessa stund- ina að bæta fjárhag þinn í gegnum vini og kunningja. En leitaðu ekki langt yfir skammt; svörin finnurðu innra með þér. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þótt þú sinnir nú mikilvægu ábyrgðarstarfi er óþarfi að taka sjálfan sig of hátíðlega. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Kátínan hefur ráðið ríkjum hjá þér um tíma og engin ástæða til annars en að halda henni við. Hvernig þú skreytir þig ræður því hvernig þér líður þegar þú mætir veröldinni. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þér finnst þú til í hvað sem er og ættir að láta það eftir þér að reyna á dirfsku þína og hugkvæmni. Kannski verð- ur undarleg eða óvenjuleg manneskja á vegi þínum. 23. sept. - 22. okt. k Vog Að einbeita sér að einhverju öðru en ást eða skorti á ást er litið með velþóknun. Leyfðu vinum þínum að umvefja þig kær- leika nú. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Settu þig aftur í samband við einhvern eða eitthvað sem gegndi þýðing- armiklu hlutverki í þroska þínum. Mundu að samvinna getur einnig komið þér til góða. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú þarft að komast í smáfrí til að endurnýja sjálfan þig til sálar og líkama. Fyrirgefðu fólki og slakaðu á um leið og þú sýnir fólki að þér þykir vænt um það. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Til þín er litið um forustu og þú átt ekki annarra kosta völ en að axla þá ábyrgð. Taktu tíma til að einbeita þér og safna orku. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þið eigið mjög auðvelt með að leysa af hendi þau verkefni sem ykkur eru falin. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Látið það ekki á ykkur fá þó hlut- irnir gangi ekki upp. Leitaðu ráða hjá þér reyndari mönnum. félaginu og Landsbréfum var unnið brautryðjendastarf á fjármálamark- aðnum. Ýmsar nýjungar á sviði verð- bréfasjóða, hlutabréfasjóða, frjálsra lífeyrissjóða, hlutabréfaútboða og er- lendra verðbréfaviðskipta bera því vitni. Þá má ekki gleyma tímamóta- starfi Landsbréfa í verkefnafjár- mögnun lífeyrissjóða á Hvalfjarðar- göngunum.“ Samstarf Landsbréfa við alþjóðlega bandaríska sjóðastjórnunarfyrirtækið AllianceBernstein í New York varð til þess að AllianceBernstein bauð Gunn- ari Helga starf við að leiða innkomu sína á Norðurlöndunum. „Það varð úr og hætti ég störfum hjá Landsbanka- samstæðunni haustið 1999. Starfinu fylgdu krefjandi ferðalög og fjarvistir að heiman. Þetta gekk þó allt upp og lauk ég störfum hjá AllianceBernstein í árslok 2009, þess albúinn að hefja eftirlaunastörfin.“ En það átti ekki að gerast strax því að tæpum mánuði seinna var Gunnar Helgi beðinn að taka að sér for- mennsku í stjórn Landsbankans sem þá beið endurreisnar eftir fjármála- hrunið 2008. „Landsbankinn og ís- lenska hagkerfið voru þétt sam- tvinnuð rétt eftir fjármálahrunið og því var viðfangsefnið risavaxið og margslungið við fordæmalausar að- stæður. Þetta leystist þó farsællega en lykillinn var að mínu mati afar festingarfélagi Íslands, þá í fullu starfi sem framkvæmdastjóri. „Það gekk bærilega og var mér t.a.m. óvænt veitt viðurkenning 1985 frá Junior Cham- ber Íslandi sem Framúrskarandi ein- staklingur.“ Haustið 1989 færði Gunnar Helgi sig um set og tók við starfi forstjóra Landsbréfa, dótturfélags Landsbank- ans, sem þá hugðist hefja innreið sína á hin ýmsu svið verðbréfamarkaðar- ins. Síðar eða á árinu 1997 varð hann einnig framkvæmdastjóri nýs sjóða- stjórnarsviðs innan Landsbankans. „Á tíma mínum hjá Fjárfestingar- G unnar Helgi Hálfdanar- son fæddist 14. apríl 1951 í Reykjavík og bjó í foreldrahúsum lengst af í Holtunum. „Leiksvið mitt á uppeldisárunum var að mestu bundið við gamla Framvöllinn og næsta nágrenni Sjómannaskólans en að auki dvaldi ég níu sumur frá 5 ára aldri hjá móðursystur minni Elsu Guðbjörgu og hennar manni Jóni á Ketilsstöðum á Völlum við Egilsstaði. Alla mína æsku naut ég góðs atlætis þrátt fyrir lítil efni, borðaði fisk flesta daga og fékk gott andlegt fóður í Sunnudagaskólanum og KFUM. Dvöl mín fyrir austan stækkaði leiksviðið umtalsvert en sumardvölin þar reynd- ist mér afar þroskandi og eftir- minnileg.“ Gunnar Helgi gekk í Ísaksskóla, Æfingadeild Kennaraháskólans, Hlíðaskóla og varð stúdent frá Versl- unarskólanum 1972. Hann tók virkan þátt í félagslífinu í Verslunarskólanum og var m.a. forseti Nemendafélagsins 1969-70. Þá kynntist Gunnar Helgi æskuástinni sinni Gunnhildi J. Lýðs- dóttur á 1. des.-ballinu 1969 en þau giftu sig 1. desember fjórum árum síð- ar. Vorið 1976 lauk Gunnar Helgi námi við viðskiptadeild Háskóla Íslands. Starfsferillinn Eftir útskrift úr viðskiptadeildinni hóf Gunnar Helgi störf undir traustri leiðsögn hjá Hagvangi hf. við ýmis ráðgjafarstörf. Samtímis tók hann einnig þátt í brautryðjandastarfi hjá Fjárfestingarfélagi Íslands en á veg- um þess var stuttu síðar komið á skipulegum opinberum markaði fyrir íslensk ríkisskuldabréf og veðskulda- bréf. Í kjölfarið stóð Fjárfestingar- félagið einnig að stofnun Frjálsa líf- eyrissjóðsins, þess fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Árið 1981 hlaut Gunnar Helgi rausnarlegan heilsársnámsstyrk frá Rotary International. Styrkveitingin varð til þess að hann fór í 2ja ára meistaranám (MBA) við McMaster- háskólann í Kanada ásamt eiginkonu sinni og tveimur sonum. Að loknu framhaldsnáminu í júní 1983 hóf Gunnar Helgi aftur störf hjá Fjár- samhent bankaráð þess tíma svo og velheppnuð ráðning Steinþórs Páls- sonar sem bankastjóra en hann skilaði framúrskarandi starfi í þágu bankans og þjóðarinnar.“ Auk stjórnarformennsku í Lands- bankanum, sem lauk í apríl 2013, gegndi Gunnar Helgi stjórnarfor- mennsku í Háskólasjóði H/f Eim- skipafélags Íslands 2011-2013, var for- maður skólanefndar Verslunarskóla Íslands 1998-2006, sat í stjórn Verð- bréfaþings Íslands (forvera Kaup- hallar Íslands) og stjórn Samtaka verðbréfafyrirtækja frá stofnun til 1995 auk þess sem hann sat í fjölda annarra stjórna sjóða og félaga í gegnum tíðina. Gunnar Helgi sat auk þess í ýmsum nefndum er vörðuðu t.a.m. endur- skoðun húsbréfakerfisins, skipulagn- ingu löggildingarnáms verðbréfa- miðlara, undirbúning að stofnun Verðbréfþings Íslands og stofnun Við- skiptaháskólans í Reykjavík. Þá skrif- aði Gunnar Helgi fjölda greina um fjármál og kenndi á námskeiðum tengdum verðbréfamarkaðnum. Áhugamálin „Áhugamál okkar hjóna eru fjöl- mörg en við reynum þó að skipa heilsurækt í öndvegi enda er góð heilsa grunnurinn sem allt byggist á. Við hjónin stundum golf af krafti og förum til laxveiða reglulega auk þess sem ég fer árlega með sonunum þrem- ur í góðan veiðitúr á Norðaustur- landið. Við erum jafnframt svo lánsöm að eiga hlutdeild í landareign vestur á Snæfellsnesi þar sem við ásamt börn- um og barnabörnum getum stundað veiðar og golf eins og veður og árstíðir leyfa. Þá er ég í um fimm ólíkum hóp- um sem hittast reglulega á veturna. Hver hópur er með sína forsögu og viðfangsefni, t.d. brids, skák, stjórn- mál, efnahagsmál og mannrækt. Við hjónin höfum enn fremur alltaf notið þess að ferðast í tímans rás. Eft- ir að starfið hætti að þvælast fyrir mér höfum við víkkað sjóndeildarhringinn allhressilega og farið til ýmissa áhuga- verðra landa, m.a. í Asíu og S- Ameríku, landa sem við höfðum ekki pælt sérstaklega í áður, t.d. Mjanmar, S-Kóreu, Fídji-eyja og Kólumbíu.“ Gunnar Helgi Hálfdanarson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi forstjóri – 70 ára Í Mexíkó F.v.: Helgi, Vigdís Ósk, Lýður, Arnar Freyr, Gunnar Helgi, Heiðar Ingi, Gunnhildur, Gunnar Helgi yngri, Hálfdan, Ásgerður Sara, Þórhildur, Gunnhildur Lilja og Anna Katrín á Playa del Carmen um áramótin 2017/18. Frumkvöðulsstarf í fjármálum Í Bútan Hjónin við búddahofið Tiger’s Nest árið 2018. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.