Morgunblaðið - 14.04.2021, Síða 23

Morgunblaðið - 14.04.2021, Síða 23
LANDSLIÐIÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu skoraði sitt fyrsta mark undir stjórn Þorsteins Halldórssonar þegar liðið gerði 1:1-jafntefli gegn Ítalíu í vináttulandsleik í Flórens á Ítalíu í gær. Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en þetta var annar leikur liðanna á fjór- um dögum. Fyrri leik liðanna á laug- ardaginn síðasta lauk með 1:0-sigri ítalska liðsins þar sem Arianna Ca- ruso skoraði sigurmark leiksins á 72. mínútu. Ítalska liðið komst yfir strax á 1. mínútu í gær en þar var á ferðinni Valentina Giacinti eftir laglegan und- irbúning Valentinu Bergamaschi. Bergamaschi átti þá sendingu fyrir markið frá hægri sem varnarmenn ís- lenska liðsins misreiknuðu og Giacinti skoraði með viðstöðulausu skoti úr markteignum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir jafn- aði metin fyrir íslenska liðið á 40. mínútu eftir mjög góða sókn þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir gerði vel í að vinna boltann djúpt á vallarhelm- ingi Ítala. Gunnhildur sendi boltann fyrir markið á Berglindi Björgu Þorvalds- dóttur sem reyndi að leika á varn- armenn Ítala. Boltinn hrökk til Sveindísar Jane Jónsdóttur sem lagði hann snyrtilega út fyrir teiginn á Karólínu Leu sem hamraði boltann upp í samskeytin. Margt sem gekk upp Þorsteinn Halldórsson gerði sjö breytingar á byrjunarliði sínu frá 1:0- tapinu gegn ítalska liðinu á laug- ardaginn síðasta og það tók íslenska liðið tíma að samstilla sig. Liðið fékk blauta tusku í andlitið strax á upphafsmínútunum en þrátt fyrir það tókst liðinu að vinna sig vel inn í leikinn. Á sama tíma fengu Ítalir ekki mörg opin marktækifæri en þeirra besta færi í leiknum kom eftir aukaspyrnu frá hægri þar sem varnarmenn Ís- lands gleymdu sér í dekkningunni. Þá fékk íslenska liðið nokkur ágæt- isfæri til þess að skora og Berglind Björg Þorvaldsdóttir fékk það besta í fyrri hálfleik þegar Sveindís Jane sendi hana í gegn en skot hennar fór beint á Lauru Giuliani í marki ítalska liðsins. Elín Metta var rétt búin að tryggja Íslandi sigur undir lokin þeg- ar Giuliani varði hörkuskot hennar í horn. Íslenska liðið gerði vel í að halda boltanum innan liðsins en varnarlínan hefði þó mátt sýna meira hugrekki og reyna að koma boltanum oftar inn á miðsvæðið þegar Ítalir reyndu að há- pressa íslenska liðið. „Mér fannst margt í þessari ferð ganga vel upp,“ sagði Þorsteinn Hall- dórsson á Teams-fjarfundi með blaðamönnum eftir leikinn. „Við náðum að innprenta ákveðna hluti í leikmannahópinn og ég er sátt- ur við það. Þetta er enginn tikitaka- bolti sem ég vil spila. Við þurfum að halda honum þegar við getum það og verjast þegar við erum ekki með hann. Það fer alltaf lengri tími í að búa til sóknarleik en varnarleik. Við gerum okkur grein fyrir því að við erum ekki að fara að vera ein- hverjir töframenn hérna sem var aldrei ætlunin. Heilt yfir er ég bara sáttur við þessa tvo leiki og ferðina,“ bætti Þorsteinn við. Það var margt jákvætt í leik liðsins og liðið er klárlega á réttri leið. Alex- andra Jóhannsdóttir, Karólína Lea og Sveindís Jane gefa liðinu ótrúlega mikið enda eru þær allar góðar í að halda bolta á meðan liðið getur fært sig ofar á völlinn. Á sama tíma virðast margir ungir leikmenn vera nær liðinu en oft áður eins og t.d. Áslaug Munda Gunn- laugsdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Guðný Árnadóttir. Eldri leikmenn þurfa því að vera á tánum ætli þeir sér að halda sæti sínu í næstu undankeppni HM og auðvitað í lokakeppni EM sem fram fer á Eng- landi næsta sumar. Hinar yngri minntu á sig - Ísland og Ítalía skildu jöfn í öðrum vináttulandsleik þjóðanna á fjórum dögum - Eldri leikmenn liðsins þurfa að vera á tánum ætli þeir sér að halda sæti sínu Ljósmynd/@azzurri Jafntefli Miðvörðurinn trausti Glódís Perla Viggósdóttir á ferðinni í Flórens á Ítalíu en þar gerði Ísland jafntefli gegn Ítalíu í gær. ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2021 Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu verður í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlana fyrir lokakeppni EM sem fram fer á Englandi sum- arið 2022. Varð þetta endanlega ljóst þegar úrslit réðust í umspili fyrir loka- keppnipna í gærkvöldi. Sá möguleiki var fyrir hendi að Ísland myndi hafna í þriðja styrk- leikaflokki. Til þess hefði Tékk- land þurft að komast áfram úr um- spili gegn Sviss. Eftir mikla spennu hafði Sviss hins vegar bet- ur en liðin þurftu að útkljá málið í vítaspyrnukeppni eftir að hafa gert jafntefli í báðum umspilsleikj- unum. Sviss fer því á EM eins og Norð- ur-Írland sem vann Úkraínu 2:0 í gær og samanlagt 4:1. Fyrr í gær tryggðu Rússar sér sæti á EM með 1:0 sigri gegn Portúgal. Þessar þrjár þjóðir voru því síðastar til að tryggja sér sæti í lokakeppninni og tvær þeirra eru í fjórða styrk- leikaflokki eins og Ísland. 1. styrkleikaflokkur: Holland Þýskaland England Frakkland 2. styrkleikaflokkur: Svíþjóð Spánn Noregur Ítalía 3. styrkleikaflokkur: Danmörk Belgía Sviss Austurríki 4. styrkleikaflokkur: ÍSLAND Rússland Finnland Norður-Írland Ísland í fjórða styrkleikaflokki fyrir EM kvenna Morgunblaðið/Kris Þjálfararnir Ásmundur Haraldsson (aðstoðarþjálfari) og Þorsteinn Halldórsson stýra liðinu á EM. 1:0 Valentina Giacinti 1. 1:1 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 40. MM Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir M Glódís Perla Viggósdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Karólína Lea Vilhljámsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir Gul spjöld: Engin. Dómari: Sabina Bolic, Króatíu. Áhorfendur: Engir. Lið Íslands: (4-3-3) Mark: Sandra ÍTALÍA – ÍSLAND 1:1 Sigurðardóttir. Vörn: Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Anna Björk Kristjáns- dóttir (Guðný Árnadóttir 46), Glódís Perla Viggósdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir (Áslaug Munda Gunn- laugsdóttir 70). Miðja: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Karitas Tómasdóttir 84), Alexandra Jóhannsdóttir. Sókn: Sveindís Jane Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Elín Metta Jen- sen 76), Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Agla María Albertsdóttir 70). _ Handknattleiksdeild Stjörnunnar sendi frá sér yfirlýsingu í dag sem varðar kærumál félagsins vegna huldumarks í leik Stjörnunnar og KA/ Þórs í Olísdeild kvenna hinn 13. febr- úar. „Grundvallarástæða þess að Stjarnan kærir framkvæmd þessa leiks er að það er okkar staðfasta trú að það sem gerist inni á vellinum og þau mörk sem þar eru skoruð eru það sem eigi að ráða úrslitum leikja en ekki það sem skráð er á leikskýrslu ef það er ekki í samræmi við það sem raunverulega gerðist,“ segir m.a. í til- kynningunni en hana má lesa í heild sinni á mbl.is/sport/handbolti. _ Stuðningsmenn Manchester City og Tottenham fá samtals 4.000 miða er liðin mætast á Wembley í úrslita- leik enska deildabikarsins í knatt- spyrnu 25. apríl. Starfsfólk í heilbrigð- isþjónustu og íbúar í grennd við Wembley fá hina 4.000 miðana sem í boði eru á leikinn og verða áhorfendur því alls 8.000. Stuðningsmennirnir taka próf heima hjá sér skömmu fyrir leik og síðan fara þeir aftur í skimun fimm dögum eftir leik. Enginn fær sæti í stúkunni án þess að vera með sönnun fyrir nei- kvæðu kórónuveiruprófi. _ Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik fyr- ir GOG frá Danmörku sem hafði betur gegn Wisla Plock frá Póllandi á heimavelli, 30:27, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik. Viktor varði 13 skot, þar af tvö víti, og var með 33 pró- senta markvörslu. Ýmir Örn Gíslason var í liði Rhein-Neckar Löwen sem tapaði 33:22 fyrir Medvedi í Rússlandi en á heimaleikinn til góða og stendur því ágætlega að vígi. _ Forráðamenn enska knattspyrnu- félagsins Manchester United hafa enn þá áhuga á enska sóknarmanninum Jadon Sancho samkvæmt Manchest- er Evening News. Sancho, sem er 21 árs, er samningsbundinn þýska félag- inu Borussia Dortmund til 2023. Er hann metinn á um 100 milljónir punda en United var ekki tilbúið að borga uppsett verð síðasta sumar. _ Stephen Curry fór á kostum þegar lið hans Golden State Warriors vann níu stiga sigur gegn Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfuknattleik í San Francisco aðfaranótt þriðjudags. Leiknum lauk með 116:107-sigri Gol- den Sate en Curry gerði sér lítið fyrir og skoraði 53 stig ásamt því að taka sex fráköst og gefa fjórar stoðsend- ingar. Með þessari frammistöðu varð hann stigahæsti leikmaður í sögu liðs- ins og hefur skorað samtals 17.818 stig á ferlinum. Fór hann upp fyrir Wilt Chamberlain sem skoraði 17.783 stig fyrir Warriors á sjö ára tímabili. Þá var liðið um tíma í Philadelphiu og fluttist til San Francisco. Sé ferli Wilt Chamberlain flett upp blasir ekki við Golden State Warriors heldur Phila- delphia Warriors og síðar San Francisco Warriors en íþróttalið í Bandaríkjunum eiga það til að flytja á milli borga eins og dæmin sýna ef talið sé að grasið sé grænna annars staðar. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.