Morgunblaðið - 16.04.2021, Side 2

Morgunblaðið - 16.04.2021, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2021 Körfuboltaspjöld og standar SAN Jose 59.900 SAN Diego 75.500 Seattle 24.500 Atlanta 8.550 Boston 18.100 Denver 6.990 Síðumúli 35 (gengið inn að aftanverðu) 108 Reykjavík - S. 568 3920 - Opið 11.00-18.00 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Gunnlaugur Snær Ólafsson Karítas Ríkharðsdóttir Jónas Haraldsson, sem nú sætir far- banni til Kína eftir að hafa verið settur á svartan lista kínverskra stjórnvalda, er eini Íslendingurinn sem er á umræddum lista. Hann segir sér hafa verið tjáð að tilefnið hafi verið skrif hans í Morgunblaðið. „Það kom okkur mjög á óvart að þetta skyldi beinast gegn íslenskum ríkisborgara sem var einungis að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til málfrelsis. Það er óviðunandi að hann skuli sæta slíkri meðferð,“ hafði mbl.is eftir Guðlaugi Þór Þórð- arsyni utanríkisráðherra í gær. Hann kveðst ekki hafa verið upp- lýstur um aðrar ástæður en þær að maðurinn hafi skrifað á neikvæðan hátt um Kína í Morgunblaðið. „Þetta kom öllum í opna skjöldu,“ segir Guðlaugur Þór sem kveðst ekki vita nokkuð um það hvort fleiri Íslend- ingar kunni að verða settir á svartan lista kínverskra yfirvalda. Versnandi samskipti Kína hefur í auknum mæli sætt sértækum þvingunaraðgerðum, sér- staklega vegna framkomu kín- verskra yfirvalda í garð Úígúra í Xinjiang í vesturhluta Kína. Að minnsta kosti 120 þúsund þeirra og mögulega fleiri en milljón Úígúrar hafa verið vistaðir í „endurmennt- unarbúðum“ sem lýst hefur verið sem menningarlegu þjóðarmorði. Evrópusambandið, Bandaríkin, Bretland og Kanada kynntu 22. mars samstilltar þvingunaraðgerðir gegn Kína sem ná til ellefu einstak- linga og fjögurra fyrirtækja sem tal- in eru eiga þátt í meðferð kínverskra yfirvalda á Úígúrum. Þessu svöruðu kínversk stjórnvöld með því að beita eigin þvingunaraðgerðum. Hinn 30. mars tilkynntu norsk stjórnvöld að þau hefðu ákveðið að þiggja boð um þátttöku í aðgerðum Evrópusam- bandsins. Guðlaugur Þór staðfestir að til standi að Ísland taki þátt í þessum þvingunaraðgerðum. „Við tilkynnt- um ríkisstjórninni og utanríkismála- nefnd Alþingis það 30. mars,“ segir Guðlaugur. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, kveðst styðja áform ráðherra. „Ég tel auðvitað rétt að Ísland taki þátt með öðrum þjóðum í að berj- ast gegn þessu ofbeldi sem al- mennir borgarar í Kína verða fyrir af hálfu þar- lendra stjórn- valda.“ Þá segir hún brýnt að ekki sé gripið til aðgerða nema að vel at- huguðu máli og væntir Sigríður þess að það verði gert í þessu tilfelli gagnvart Kína. Það sem koma skal Það er hins vegar ekki einungis staða Úígúra sem hefur sett svip á samskipti Vesturlanda við Kína þar sem samkeppni stórveldanna hefur farið harðnandi á undanförnum ár- um. Má þar meðal annars nefna til- raunir kínverska ríkisins til að leggja undir sig Suður-Kínahaf og aðgerðir í Hong Kong sem eru brot gegn alþjóðlegum skuldbindingum Kína. „Þetta er angi af versnandi sam- skiptum Vesturlanda og Kína og það mun í auknum mæli vera kallað eftir afstöðu íslenskra stjórnvalda á kom- andi árum,“ svarar Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, inntur álits á fyrirhuguðum þvingunaraðgerðum íslenskra yfirvalda. Morgunblaðið/Eggert Harðstjórn Ísland mun líklega taka þátt í aðgerðum vegna slæmrar meðferðar kínverskra stjórnvalda á Úígúrum. Þvingunaraðferðir Kína óviðunandi - Ísland taki þátt í alþjóðlegum aðgerðum gegn Kína Guðlaugur Þór Þórðarson Albert Jónsson Sigríður Á. Andersen Andrés Magnússon andres@mbl.is Alþingi samþykkti í gær frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á barnalögum, en samkvæmt þeim geta börn framvegis haft lögheimili hjá báðum foreldrum, þótt þeir búi ekki saman. Frumvarpið var samþykkt sam- hljóða með 59 atkvæðum, en fjórir þingmenn voru fjarstaddir. „Það eru fjölmargir foreldrar í ís- lensku samfélagi, sem ala upp börn sín í sátt, samlyndi og sameiningu, þótt þeir búi ekki lengur saman,“ segir Áslaug Arna í samtali við Morgunblaðið. „En þeir hafa rekist á þrösk- ulda kerfisins á ýmsum sviðum, sem getur ýtt undir allsendis óþarfan ágrein- ing með því að binda lögheimili barns hjá öðru hvoru foreldra.“ Jafnræði foreldra markmiðið Dómsmálaráðherra segir mark- mið breytingarinnar að koma á jafn- stöðu foreldra að þessu leyti í stað þess að heimili annars þeirra sé haft skör hærra. „Foreldrar sem kjósa að ala upp börn sín í góðri sátt á tveimur heim- ilum þurfa að búa við sambærileg skilyrði af hálfu hins opinbera,“ seg- ir Áslaug Arna. „Kerfið á að vera til fyrir fólk í margbreytilegum aðstæðum og tryggja rétt þess óháð því mynstri, sem fólk kýs að hafa á sambúð sinni og uppeldi barna sinna,“ segir Ás- laug Arna dómsmálaráðherra og undirstrikar að kerfið þurfi að laga sig að fólkinu, ekki öfugt. Tímarnir hafi um margt breyst. Hún telur ljóst að þetta fyrir- komulag stuðli að jafnari stöðu for- eldra, en það geri ráð fyrir að for- eldrar geti unnið saman í öllum málum er varða barnið, en hags- munir þess verða eftir sem áður í fyrirrúmi. „Samningur um skipta búsetu barns gerir því ríkar kröfur til for- eldra um samstarf, virðingu, tillits- semi og sveigjanleika,“ segir Áslaug Arna, en minnir jafnframt á að þótt tekið sé tillit til foreldra og að- stæðna þeirra sé barnið áfram í brennidepli. „Það þarf alltaf að gera það sem er barni fyrir bestu, það er auðvitað útgangspunkturinn.“ Barn getur óskað viðtals hjá sýslumanni Fleiri ákvæðum barnalaga var breytt í dag, þar á meðal að for- senda þess að foreldrar semji um sameiginlega forsjá sé að foreldrar geti unnið saman á fullnægjandi hátt og haft samráð um málefni barns. Þá er það nýmæli að barn geti haft frumkvæði að því að sýslumaður boði foreldra til samtals til að ræða fyrirkomulag forsjár, lögheimilis, búsetu og umgengni. Þá var breytt ákvæðum um framfærslu og meðlag, þar sem samningsfrelsi foreldra var aukið. Skipt lögheimili barna leyft í lögum - Breyting á barnalögum samþykkt samhljóða á Alþingi - Markmiðið jöfn staða heimila foreldra með sameiginlegt forræði - Hagsmunir barnsins áfram í fyrirrúmi - Jafn réttur óháð sambúð og uppeldi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) hafa lagt fram kvörtun á hendur ís- lenskum stjórnvöldum til Eftirlits- stofnunar EFTA, ESA, vegna ákvörðunar Al- þingis um að gjaldskrá Ís- landspósts skuli í meginatriðum vera hin sama um allt land. Það leiddi af þessari ákvörðun að Íslandspóstur fór að innheimta sama gjald fyrir allt að 10 kg sendingar um allt land frá og með 1. janúar 2020. Fram kemur í minnisblaði SVÞ vegna kvörtunarinnar að ofangreind ákvörðun hafi verið tekin vegna þess ákvæðis í lögum um póstþjónustu að alþjónustuveitandi – Íslandspóstur – skuli taka sömu gjöld um allt land fyrir alþjónustu. Þ.e.a.s. þá lág- markspóstþjónustu sem notendum skal standa til boða á jafnræðis- grundvelli. Fól í sér niðurgreiðslur Í minnisblaði SVÞ segir að sú stefna að innheimta sama gjald um allt land hafi komið hart niður á flutningafyrirtækjum úti á landi. Eftir gjaldskrárbreytingarnar hafi þau orðið undir í samkeppni við Ís- landspóst, en ríkið hafi í raun niður- greitt sendingar út á land. Í minnisblaði SVÞ er rifjuð upp lagabreyting í júlí 2019 sem leiddi til sama verðs um allt land. Farið gegn EES-samningnum „Í kvörtun SVÞ er því borið við að með tillögu meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, um breytingu á frumvarpi til laga um póstþjónustu, hafi verið farið gegn skilyrðum sem þurfa samkvæmt EES-skuldbindingum að vera upp- fyllt til að skikka megi alþjónustu- veitendur til að viðhafa eitt land-eitt verð. Það hafi meiri hlutinn gert með einfaldri vísun til jafnræðis- og byggðasjónarmiða sem ekki hafa nægileg tengsl við skilyrði um að slíkt fyrirkomulag sé nauðsynlegt í því skyni að tryggja landsmönnum rétt til þátttöku í lýðræðislegu sam- félagi,“ segir m.a. í minnisblaðinu. Benedikt S. Benediktsson, lög- fræðingur SVÞ, segir að ef niður- staða ESB verði sú sem samtökin vænti geti það haft afleiðingar. Meðal annars kunni að skapast álitamál um hvort ríkisframlag til póstsins á grundvelli þessara niður- greiðslna geti talist vera ólögmætur stuðningur í skilningi laga. Kæra niður- greiðslur til ESA - SVÞ kvarta undan Íslandspósti Benedikt S. Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.