Morgunblaðið - 16.04.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.04.2021, Qupperneq 4
„Það hefur ekki komið fram ósk um það, að þeir Pútín og Biden gætu hist hér á leiðtogafundi, en við Ís- lendingar erum auðvitað alltaf boðnir og búnir til þess að greiða fyrir samtali stórveldanna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík- isráðherra í samtali við Morgun- blaðið. Tilefnið er frétt rússnesku ríkis- fréttastofunnar Spútnik, þar sem þessum möguleika var hreyft. Rétt er að minnast þess að talsmaður Vladímírs Pútíns nefndi Reykjavík sem mögulegan fundarstað þeirra Leiðtogafundur í Reykjavík ekki í kortunum Pútíns og Trumps árið 2018, með vísan til Reykjavíkurfundar Reag- ans og Gorbatsjovs árið 1986. Vangavelturnar má að nokkru rekja til orða talsmanns rússneska utanríkisráðherrans Sergeis Lavr- ovs í gær, en þar sagði að Rússar vonuðust til þess að geta sótt ráð- herrafund norðurskautsráðsins, sem fram fer hér á landi í maí, með öðrum hætti en rafrænum. Bæði Lavrov og Antony Blinken, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, hefur verið boðið til fundarins, en hvor- ugur sagt af eða á um þátttöku. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2021 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jón Atli Benediktsson, rektor Há- skóla Íslands, segir óvíst hvort stjórnsýsluein- ingar skólans geti flutt aftur á fyrri stað fyrir haustið. Vegna vatnstjóns í Gimli og víðar í háskólanum, eftir að kaldavatns- lögn við Suður- götu fór í sundur 21. janúar, þurfti að flytja starf- semina tímabundið. Jón Atli segir dómkvadda mats- menn vera enn að störfum. „Það liggur á að ljúka þessari vinnu og að tjónvaldar sýni því skilning. Þessi bið hefur leitt til þess að við getum ekki hafist almennilega handa við að lagfæra,“ segir Jón Atli um stöðu málsins. Tjón varð í nokkrum bygg- ingum háskólans en fram kom í Morgunblaðinu 12. febrúar að sam- kvæmt heimildum blaðsins væri það vel á annan milljarð króna. Að sögn Jóns Atla gæti farið svo að stjórnsýslueiningarnar fari aftur á fyrri stað upp úr áramótum. Reynt verði að tryggja að kennslurými komist aftur í notkun í haust en það sé heldur ekki öruggt. Hann segir mögulega deilt um hver beri ábyrgð á vatnslekanum og hvort hún liggi hjá Veitum, ráðgjöf- um, verktökum og svo framvegis. „Gagnvart okkur er það ekki aðal- málið heldur að við fáum okkar tjón bætt og að það verði ekki frekari bið,“ segir Jón Atli Benediktsson. Bið eftir mati tefur fyrir endurbyggingu háskólans Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stórtjón Leki í Háskóla Íslands. - Rektor segir óvíst hvenær starfsemi kemst á fyrri stað Jón Atli Benediktsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lögreglustjórinn á höfuðborgar- svæðinu hefur ekki fengið erindi um ákvörðun Reykjavíkurborgar um áætlun um lækkun hámarkshraða á götum borgarinnar. Sú breyting varð með nýjum umferðarlögum árið 2019 að veghaldari, í þessu tilviki Reykja- víkurborg, ákveður hámarkshraða að höfðu samráði við lögregluna, og aug- lýsir breytinguna. Áður ákvað lög- reglustjóri hraðann og auglýsti. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti í fyrradag nýja áætlun um hámarks- hraða á götum borgarinnar. Með henni verða nær allar götur með 40 km hámarkshraða eða lægri. Þarf að þvinga hraðann niður Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan veiti umsögn um áform borgarinnar þegar áform borgarinnar og rök fyrir þeim berast. Ekki sé hægt að tjá sig um málið fyrr. Hann bendir á að lögreglan hafi ekki gert athugasemdir við lækkun hámarkshraða á einhverjum safnveg- um í 40 kílómetra á klukkustund og flest hverfi borgarinnar séu komin með 30 km hámarkshraða. Spurður um möguleika lögregl- unnar til að hafa eftirlit með að há- markshraði sé virtur segir Guð- brandur ljóst að ekki sé hægt að hafa eftirlit alla daga ársins. Ef færa eigi hámarkshraða niður fyrir 50 km þurfi oft að þvinga hann niður með þreng- ingum, hraðahindrunum eða öðrum hraðalækkandi aðgerðum. Endurmat hjá Vegagerðinni Vegagerðin rekur stofnvegi, meðal annars í Reykjavík, og ákveður há- markshraða á þeim, með sama hætti og borgin ákveður hámarkshraða á borgargötum. Hraðinn er ákveðinn út frá virkni vegar, hlutverki hans og umhverfi. Hann er nú frá 80 km og niður í 30 km og á það síðarnefnda við sérstaka hættustaði eða kafla við erf- iðar aðstæður. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að ekki sé nein umræða um lækkun hámarks- hraða. Hins vegar sé starfandi vinnu- hópur sem fari almennt yfir þessi mál og endurmat. Hún segir ekki hægt að útiloka að breytingar verði í einstaka tilvikum. Nefnir hún að hámarkshraði hafi verið lækkaður á Breiðholts- braut, vegna aðstæðna þar. Áður hafi hraðinn á Hringbraut verið lækkaður. Borgin ákveður hámarkshraða á borgargötum - Vinnuhópur Vegagerðarinnar fer yfir reglur um hraða á stofnvegum Morgunblaðið/Rósa Braga Hofsvallagata Mikið var fram- kvæmt til að draga úr hraða. Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Tveir liggja inni á sjúkrahúsi með Covid-19 sjúkdóminn, þar af annar á gjörgæslu og er í öndunarvél. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upp- lýsingafundi almannavarna í gær. Einstaklingurinn sem nú liggur inni á gjörgæsludeild Landspítalans kom hingað til lands í flugi þar sem milli- lenda þurfti á Íslandi vegna veikinda hans. Um er að ræða einstakling á sjötugsaldri. Uppsafnaðar innlagnir á gjör- gæslu eru nú orðnar 54 frá byrjun faraldursins. Veiran enn til staðar Sem fyrr fór Þórólfur yfir stöðuna á faraldrinum á fundinum. Ekkert innanlandssmit greindist í fyrradag, úr tæplega þúsund sýnum, og tóku tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum gildi í gær. „Við höfum verið að sjá nokkurn fjölda greinast innanlands á hverjum degi. Sem betur fer hafa flestir verið í sóttkví við greiningu, en þó nokkrir utan sóttkvíar,“ sagði Þórólfur. „Þetta sýnir að veiran er ennþá til staðar í samfélaginu,“ bætti hann svo við og hvatti fólk svo til gleyma ekki persónubundnum sóttvörnum. Eitt smit greindist á þriðjudaginn og þrjú, á þremur stöðum á landinu, á mánudaginn. Ekki farið eftir leiðbeiningum í sóttkví Frá því að hertar aðgerðir tóku gildi fyrir um þremur vikum hafa 90 greinst innanlands, þar af voru um 70% í sóttkví. Öll smitin voru af mismunandi undirtegundum hins svokallaða breska afbrigðis Covid-19 sem öll má rekja til landamæranna „og í flestum tilvikum til þess að fólk hefur ekki í sóttkví farið eftir þeim leiðbeining- um sem eru í gildi“, sagði Þórólfur. Spurt var út í bólusetningu fólks sem hefur fengið Covid-19-sjúkdóm- inn, í ljósi þess að ekki liggur fyrir hversu lengi mótefni endist í líkam- ananum. Þórólfur svaraði því að í forgangi væri fólk sem ekki hefði fengið Covid-19. Það gæti þó farið svo að bólusetja þyrfti þau sem hafa fengið sjúkdóminn en beðið sé niður- staðna í því. „Það er mjög sjaldgæft, afskap- lega sjaldgæft, að fólk sem hefur fengið Covid fái aðra sýkingu,“ svar- aði Þórólfur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Búist til bólusetningar Áfram verður bólusett í Laugardalshöllinni til að hefta útbreiðslu faraldursins hér á landi. Tveir á sjúkrahúsi, annar í öndunarvél - Veiran enn úti í samfélaginu - Ekkert smit í fyrradag Embætti landlæknis í Noregi (FHI) hefur lagt til að notkun bóluefnis frá AstraZeneca gegn kórónuveirunni verði hætt að fullu vegna „mjög alvarlegra“ aukaverkana sem bóluefnið veldur. Norsk stjórnvöld telja hins vegar ekki nægilegan grundvöll til þess að hætta notkuninni og bíða ítarlegri greiningar sérfræðinga. „Ég hef áhyggjur af alvar- legum aukaverkunum sem tengjast bóluefninu. Ég hef líka áhyggjur af frestun bólusetn- ingar og hvaða afleiðingar það kann að hafa. […] Ríkisstjórnin telur því að við höfum ekki nægjanlega góðan grundvöll núna til að taka endanlega ákvörðun,“ sagði Bent Høie heilbrigðisráðherra Noregs á blaðamannafundi í gær. Mæla gegn AstraZeneca AUKAVERKANIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.