Morgunblaðið - 16.04.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2021
ÚRVAL AF LJÓSUM
FRÁ BELID
www.rafkaup.is
„Veðrið í dag verður kannski ekkert spennandi en vonandi
þokkalegt,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lög-
reglunni á Suðurnesjum. Gert er ráð fyrir því að gossvæðið
verði opnað á hádegi í dag og verði opið til miðnættis.
Gunnar segir í samtali við Morgunblaðið að það hafi sýnt sig
að rétt var að hafa gossvæðið lokað í gær. Sjálfvirk veðurstöð á
Fagradalsfjalli hafi sýnt að 20 metrar voru á sekúndu og 41 í
vindhviðum með rigningu. „Við lásum rétt í stjörnurnar þar.
Það er alltaf smá áhætta tekin með því að loka fram í tímann en
við þekkjum nú hvernig íslensk veðrátta er.“
Aðspurður segir Gunnar að hann hafi ekki upplýsingar um
það að nokkur hafi farið á gossvæðið í gær ef frá er skilið að
björgunarsveitarbíll var sendur þangað til að kanna aðstæður
fyrir lögreglu. „Ég held ekki einu sinni að vísindamennirnir hafi
vogað sér þangað.“
Talsverður fjöldi fólks var hins vegar við gosstöðvarnar á
miðvikudagskvöldið þegar myndin hér að ofan var tekin. Taln-
ing á stikaðri leið þangað sýndi að ríflega þúsund manns börðu
gosið augum þann daginn.
Fram kom á vef Veðurstofunnar í gær að frá því að ný gosop
mynduðust á þriðjudaginn sé hægt að tala um að kvika komi nú
upp á átta stöðum við Fagradalsfjall. Hraun hefur runnið frá
nýjustu opunum yfir nýja gönguslóðann – gönguleið A – en það
gerðist síðdegis á miðvikudag. hdm@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Sjónarspil Talsverður fjöldi var við gosstöðvarnar á miðvikudagskvöld þegar þessi mynd var tekin. Lokað var í gær vegna veðurs en útlit er skaplegt fyrir daginn í dag.
Vitlaust veður hélt öllum frá gosinu
- Vindstyrkur fór í 41 metra á sekúndu á gossvæðinu í gær - Opnað verður að nýju á hádegi í dag
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Í sumaráætlun Baldurs er gert ráð
fyrir að siglt verði einu sinni á dag
á milli Stykkishólms og Brjánslækj-
ar með viðkomu í Flatey á báðum
leiðum. Að sögn Gunnlaugs Grett-
issonar, framkvæmdastjóra Sæ-
ferða, er sá fyrirvari við þessa áætl-
un að viðbótarframlag fáist frá
ríkinu.
Gunnlaugur segir að í fyrra hafi
Sæferðir fengið um 13 milljónir á
mánuði yfir sumarmánuðina þrjá úr
neyðarsjóði á vegum stjórnvalda,
alls um 39 milljónir, til að tryggja
þessar mikilvægu samgöngur á tím-
um kórónuveirufaraldursins. Sam-
kvæmt fjárlögum fá Sæferðir 270
milljónir á ári vegna siglinga yfir
Breiðafjörð og gildir samningurinn
frá byrjun september til maíloka ár
hvert en enginn samningur er um
siglingar Baldurs yfir sumartímann.
Í eðlilegu árferði eins og 2019 og ár-
in þar á undan hafi verið farnar
tvær ferðir á dag yfir sumartímann.
Aðstæður gerbreyttar
Með kórónuveirufaraldrinum hafi
aðstæður í rekstrinum gerbreyst og
erlendir ferðamenn nánast horfið úr
farþegahópnum. Fyrirtækið hafi því
þurft á þessu framlagi að halda í
fyrra til að geta sinnt þessum sigl-
ingum, en hafi ekki nýtt önnur úr-
ræði stjórnvalda sem í boði hafi ver-
ið vegna faraldursins.
Gunnlaugur segir að ekki sé búið
að semja fyrir sumarið, en segist
skynja góðan hug og skilning á mál-
inu. „Niðurstaðan hefur afgerandi
áhrif á það hvað við getum gert.
Verði ástandið svipað í sumar og
það var á síðasta ári er viðbótar-
framlag alger forsenda þess að
hægt verði að vera með eins miklar
siglingar og nú eru ráðgerðar. Við
gætum trúlega verið með einhverj-
ar siglingar í Flatey, en það hefði
þá mikil áhrif á Vestfirði og fjölda
ferðamanna þangað. Ef útlit væri
fyrir að hér fylltist allt af túristum
myndum við ekki leita eftir viðbót-
arframlagi,“ segir Gunnlaugur.
Særún leysir af
Baldur fer í slipp í næsta mánuði
og leysir tvíbytnan Særún skipið af
í tvær vikur frá 2. maí. Ráðgert er
að sigla til Flateyjar 3-4 sinnum í
viku þennan tíma. Er Baldur bilaði
á miðju síðasta sumri hljóp Særún
einnig í skarðið og þá var í einhver
skipti siglt til Brjánslækjar og er sá
möguleiki líka núna fyrir hendi ef
með þarf.
Sæferðir leita eftir
viðbótarframlagi
- Ráðgera eina ferð á dag yfir Breiðafjörð