Morgunblaðið - 16.04.2021, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2021
Samfylkingin hefur ekki klofnaðformlega en þegar horft er til
frétta síðustu vikna er ljóst að mik-
ill klofningur er innan flokksins þó
að hann hafi ekki leitt til stofnunar
annars flokks. Í gær sagði Pétur G.
Markan, fyrrver-
andi varaþingmað-
ur, sig úr flokknum
með þeim orðum að
Samfylkingin hefði
„breyst frá því að
vera breiðfylking
yfir í pólitískt jað-
arsamfélag vina“.
Fyrr á árinu sagði Birgir Dýrfjörð
sig úr valnefnd flokksins vegna
vals á lista eftir að honum ofbauð
bolabrögð og leynimakk gegn
þingmanninum Ágústi Ólafi Ágúts-
syni, sem flokksforystan hefur
ákveðið að fái ekki að bjóða sig
fram aftur.
- - -
Í febrúar sagði varaþingmað-urinn Jóhanna Vigdís Guð-
mundsdóttir sig úr flokknum. Hún
gagnrýndi einnig hvernig staðið
var að vali á lista flokksins í
Reykjavík.
- - -
Þá gerðist það í liðinni viku aðframkvæmdastjóri flokksins,
Karen Kjartansdóttir, sagði upp.
Hún var, líkt og Birgir var vegna
starfa sinna í valnefndinni, bundin
trúnaði um starfslokin og vildi því
ekki tjá sig um þau þegar mbl.is
leitaði skýringa. Þó kom fram að
hugmyndir hennar og nýkjörins
formanns framkvæmdastjórnar,
Kjartans Valgarðssonar, væru of
ólíkar til að þau gætu unnið sam-
an.
- - -
Fyrir nokkrum árum munaðisáralitlu að Samfylkingin
hyrfi af þingi. Hún slapp fyrir horn
og fékk nýjan formann sem hefði
mátt ætla að vildi umfram annað
treysta flokkinn í sessi. Þess í stað
hafa nú farið fram hreinsanir. Er
það rétta leiðin til að mynda breið-
fylkingu jafnaðarmanna?
Logi Einarsson
Klofin Samfylking
STAKSTEINAR
Sérgreinalæknar hafa fengið fjöl-
margar verðlagshækkanir frá því
síðasti samningur þeirra við Sjúkra-
tryggingar Íslands var gerður. Yfir-
lýsingar formanns Læknafélags
Reykjavíkur um annað standast því
ekki skoðun að því er fram kom í
yfirlýsingu frá Maríu Heimisdóttur,
forstjóra SÍ, í gær.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra hefur kynnt áform um
breytingu á reglugerð um endur-
greiðslu kostnaðar vegna þjónustu
sjálfstætt starfandi sérgreinalækna
sem starfa án samnings við SÍ. Felur
breytingin m.a. í sér að sjúklingar
þeirra lækna sem rukka aukakostn-
að samkvæmt gjaldskrá muni ekki
njóta kostnaðarþátttöku SÍ.
Í yfirlýsingu SÍ kemur fram að
greiðslur ríkisins til sérgreinalækna
hafi fylgt verðlagsþróun til ársins
2021 frá árslokum 2018, þegar síð-
asti samningur féll úr gildi. „Allan
samningstímann var gjaldskrá
samningsins verðbætt tvisvar á ári
og eftir að hann rann út hefur gjald-
skráin áfram verið verðbætt, allt
fram til ársins 2021, bæði með tilliti
til launaþróunar og þróunar
rekstrarkostnaðar,“ segir þar.
Enn fremur er rakið að strax eftir
að síðasti samningur rann út, í árs-
byrjun 2019, hafi farið að bera á því
að sérgreinalæknar innheimtu auka-
gjöld af sjúklingum umfram það sem
þeim ber að greiða samkvæmt gjald-
skrá hins opinbera. „Þessi aukagjöld
hafa farið vaxandi á síðustu tveimur
árum og eru langt umfram verðlags-
þróun. Sérgreinalæknar hafa ekki
birt nein gögn sem sýna fram á að
aukagjöldin tengist hækkunum á
kostnaði þeirra umfram verðlag.“
Aukagjöld umfram verðlagsþróun
- Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir sérgreinalækna hafa fengið hækkanir
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Spennan hefur verið að magnast í
vikunni og miðasalan aukist sam-
fara því. Ég veit ekki hversu marg-
ir miðar munu seljast á endanum
en miðað við þá gríðarlegu sölu sem
var í gær og
fyrradag er ljóst
að það verður
horft á tónleik-
ana á fjölmörgum
heimilum,“ segir
Ísleifur Þórhalls-
son, tónleikahald-
ari hjá Senu live.
Stórtónleikar í
tilefni sjötugs-
afmælis Björg-
vins Halldórs-
sonar fara fram í Borgarleikhúsinu
í kvöld og verða þeir aðgengilegir í
gegnum myndlykla Símans og í
netstreymi. Jólagestir Björgvins og
Þorláksmessutónleikar Bubba
Morthens voru sendir út með þess-
um hætti og þóttu heppnast framar
vonum. Ísleifur segir aðspurður að
tónleikahaldararnir skynji að lands-
menn séu búnir að læra á streymis-
tónleika og kunni vel að meta form-
ið.
„Björgvin ætlar að halda partí
með þjóðinni í kvöld klukkan átta.
Þetta verður heimilisleg og notaleg
stemning með góðum gestum; frá-
bæru bandi, bakraddasöngv-
urunum Eyfa, Regínu Ósk og Frið-
riki Ómari og gestasöngvurunum
KK, GDRN, Jóhönnu Guðrúnu og
Svölu og Krumma. Þá fengum við
nokkra þjóðþekkta einstaklinga til
að spjalla við okkur um Björgvin
og sýnum upptökur af þeim við-
tölum,“ segir Ísleifur en meðal
þeirra eru Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra, Helgi Björns og
Diddú.
Ísleifur segir að Björgvin muni
fara yfir ótrúlegan hálfrar aldar
feril sinn í tali og tónum en auk
þess verður allskonar myndefni
sýnt. Hann segir aðspurður að ekki
hafi reynst erfitt að velja og hafna
efni fyrir tónleikana, samstarfið við
Björgvin hafi verið gott eins og áð-
ur. „Við höfum byggt upp náið
traust á 14 árum. Samstarf okkar
byrjaði reyndar á eftirminnilegan
hátt. Það fyrsta sem hann sagði við
mig á fyrsta fundi okkar var:
„Hver ert þú, af hverju ertu hérna,
ég á engar plötur með þér.“ Eftir
það hefur samband okkar verið
yndislegt,“ segir Ísleifur og hlær.
Ógleymanleg byrjun
á samstarfi við Bó
- Sjötugsafmæli fagnað með stórtónleikum
Björgvin
Halldórsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/