Morgunblaðið - 16.04.2021, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2021
✝
Halldór Jörgen
Gunnarsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 7.
október 1965. Hann
lést 2. apríl 2021.
Foreldrar hans:
Jóhanna Andersen,
f. 9. febrúar 1938,
d. 2. júní 2016 og
Gunnar Hall-
dórsson, f. 9. janúar
1940, þau slitu sam-
vistum. Saman eignuðust þau
fjögur börn: 1) Guðrún Ágústa,
f. 13. febrúar 1959, d. 13. apríl
1964, 2) óskírð, f. 21. júlí 1960, d.
1984. Börn þeirra: Erla Rut,
Halldór Breki og Eldey Inga. 2)
Gunnar Ásgeir, f. 21. júní 1993,
kærasta hans er Kolbrún Marín
Wolfram, f. 6. mars 1998. 3)
Hjörtur Ingi, f. 15. desember
1999, kærasta hans er Ída María
Halldórsdóttir, f. 26. júlí 2000.
Halldór útskrifaðist frá Stýri-
mannaskólanum í Vestmanna-
eyjum og átti sjómennskan hug
hans allan alveg frá barnæsku.
Árið 2004 lendir Halldór í slysi á
sjó sem hafði þær afleiðingar að
hann gat ekki stundað sjó-
mennsku lengur. Hann kláraði
stúdentspróf frá Framhalds-
skólanum í Vestmannaeyjum ár-
ið 2004. Fjölskyldan fluttist á
Bifröst þar sem Halldór útskrif-
aðist sem viðskiptalögfræðingur
árið 2007. Halldór og fjölskylda
fluttu til Spánar þar sem Hall-
dór lærði spænsku við háskól-
ann í Alicante. Árið 2008 út-
skrifaðist Halldór með
meistaragráðu í skattalögfræði
frá Háskólanum á Bifröst. Fjöl-
skyldan hefur búið í Hafnarfirði
sl. ár. Halldór lagði mikinn
metnað í að fylgja börnunum
sínum á alla íþróttaviðburði og
þegar barnabörnin bættust við í
hópinn þá varð hann þeirra
helsti stuðningsmaður. Hann sá
um að keyra á æfingar og að-
stoðaði þau með heimalærdóm-
inn.
Útför Halldórs fer fram í dag,
föstudaginn 16. apríl, frá Víði-
staðakirkju kl. 13. Í ljósi að-
stæðna verða eingöngu nánustu
aðstandendur en útförinni verð-
ur streymt á heimasíðu Víði-
staðakirkju.
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat/
21. júlí 1960, 3)
Helgi Þór, f. 6. maí
1962, kvæntur Auð-
björgu Svövu
Björgvinsdóttur, f.
8. september 1959.
Seinni eiginkona
Gunnars er Valdís
Magnúsdóttir, f. 25.
ágúst 1954.
Halldór kvæntist
1. júlí 1989 Jó-
hönnu Ingu Hjart-
ardóttur, f. 1. júlí 1966. Börn
þeirra eru: 1) Margrét Rut, f. 14.
apríl 1988, maki Viktor Ingi
Ingibergsson, f. 15. október
Elsku hjartans Halldór minn,
ég elska þig fyrir að hafa gefið
mér elsku börnin okkar. Þrjár
heilbrigðar manneskjur, svo
flott, dugleg og fylgin sér.
Þú varst mér allt, enda vorum
við búin að vera gift í bráðum 32
ár og saman í 35 það er hell-
ingur.
Elsku ástin mín, ég sit hér og
hugsa um allt það fallega sem þú
gafst mér og hvað við gerðum
saman. Við elskuðum að vera
saman á Spáni. Þar leið þér allt-
af vel, þar var lífið okkar full-
komið í alla staði. Ferðin þegar
við fórum með strákunum okkar
þegar ég var 50 ára var full-
komin. Ferðin með Margréti
Rut, Bróa, Erlu Rut, Halldóri
Breka og Eldeyju Ingu, þá
þriggja mánaða, þessi ferð var
fullkomin.
Þú elskaðir að hafa okkur öll í
kringum þig, vildir alltaf fá að
vita hvað börnin okkar voru að
gera, passaðir þig samt á því að
vera ekki of spurull (eins og ég).
Ég veit að þú elskaðir það samt
því ég var forvitin um allt þeirra
og þar fékkst þú fréttirnar því
þú varst maður fárra orða og
fékkst þá fréttir frá mér.
Árið 2002 þegar þú slasaðist
og gast ekki haldið áfram að
stunda sjóinn. Það var þér erfitt
og þú saknaðir þess alltaf að
komast ekki á sjóinn. En þú
gafst ekki upp, skráðir þig í
framhaldsskólann og kláraðir
stúdentsprófið með stæl. Þú
varst mjög stoltur þegar þú
dimmiteraðir í sæðisfrumubún-
ingi með útskriftarsystkinum
þínum.
Heimilið okkar var eins og
kaffihús, til okkar voru vinir
okkar alltaf velkomnir og það
var alltaf gaman. Besta lýsingin
var þegar Margrét Rut sagði hér
um daginn að þegar hún ung-
lingurinn kom niður að borða
var oft einhver við eldhúsborðið
að spjalla við okkur.
Við bjuggum á Bifröst árin
2004-2007, það voru yndisleg ár,
þar fengum við margar perlur á
perlufestina okkar sem vini. Það
var svo gaman að fylgjast með
því hvernig þú náðir að tengjast
krökkunum í skólanum. Þið
hjálpuðuð hvert öðru og við vor-
um alltaf elsta fólkið á svæðinu
og við elskuðum það. Það var
alltaf líf og fjör í litla Urðar-
kotinu okkar.
Svo fluttum við til Spánar og
vorum þar í eitt ár. Þetta ár var
dásamlegt, svo gaman að vera
saman og skoða allt sem okkur
langaði til að skoða. Þú elskaðir
að fá fólkið okkar í heimsókn til
Spánar, þá voru veislur á hverju
kvöldi og aldrei fékkstu leiða á
því að sýna þeim það sem okkur
fannst fallegast í nærumhverfinu
okkar.
Eftir Spánardvölina fluttum
við til Hafnarfjarðar og þar leið
okkur vel. Við vorum nálægt
fólkinu okkar sem gaf okkur
mikið. En ég fann oft hvað þú
saknaðir þess að fá sjóarana í
heimsókn frá Eyjum.
Ég ætla að hugsa um sam-
band okkar með kærleika. Síð-
ustu 10 ár hafa oft reynst okkur
mjög erfið en einhvern veginn
höfum við stillt saman strengi.
Ferðin okkar til Spánar 2019 þar
sem þér leið svo vel og minn-
ingar frá þessum tíma ylja mér.
Þegar við komum heim þá horfði
ég oft á dökka skýið koma eins
og dalalæða sem kom hægt og
rólega yfir veika kroppinn þinn.
Elsku ástin mín, ég elskaði þig
eins og þú varst og ég elskaði
þig fyrir góðu stundirnar okkar,
fyrir börnin okkar og barnabörn-
in.
Þú þarft ekki, ástin mín, að
hafa áhyggjur af mér, ég mun
standa mig. Ég mun minnast þín
og segja börnunum og barna-
börnunum okkar hvað þú varst
góður maður og með fallega
nærveru og hvað þú elskaðir
okkur öll mikið og hvað þú varst
ótrúlega stoltur af okkur öllum.
Ég elska þig.
Þín
Jóhanna Inga.
Elsku pabbi!
Mikið ofboðslega er sárt og
erfitt að sætta sig við að þú sért
farinn frá okkur. Hjartað mitt
grætur stanslaust. Takk fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig,
Bróa og elsku afabörnin þín.
Það sem hjartað þitt stækkaði
mikið þegar við Brói eignuðumst
frumburðinn okkar og þú fékkst
afatitilinn, þú rifnaðir næstum úr
stolti. Svo ungur afi, aðeins 43
ára gamall. Erla Rut og Halldór
Breki, afagimsteinarnir þínir,
gráta og spyrja hver eigi að
hjálpa þeim að læra, skutla þeim
á æfingar og allt það góða sem
afi gerði fyrir þau.
Eldey Inga, elsku afarósin þín
til þriggja ára, spyr um afa Hall-
dór. Þú varst okkar besti vinur.
Ég lofa þér því pabbi að ég mun
tala um þig og minnast þín dag-
lega. Ég hjálpa þeim að læra
eins vel og ég get, elsku pabbi.
Námið og íþróttir skiptu þig svo
miklu máli og ég skil það svo vel
og ætla að gera mitt besta í öllu
sem ég geri.
Þú varst svo stoltur af okkur
öllum, hélst okkur systkinunum
vel upplýstum hverju um annað.
Það var alltaf svo gott að tala
við þig um allt og leita ráða. Þú
áttir svör við öllu, sama hvað það
var.
Pabbi, pabbi minn er farinn
frá okkur og hjartað mitt er í
molum. Lífið verður aldrei eins
án þín. Ég lofa þér því að passa
mömmu.
Þú ert líka gimsteinninn minn.
Sjáumst aftur seinna.
Þín
Margrét Rut.
Besti vinur minn lést 2. apríl
sl. Pabbi minn sem var bara
fimmtíu og fimm ára. Hann var
besti pabbi í heiminum. Hann
reyndi að gera allt fyrir alla.
Þótt hann gæti það ekki þá
reyndi hann eins og hann gat.
Pabbi var fyrirmyndin mín í því
að vera pabbi. Þegar ég eignast
börn þá ætla ég að verða eins
góður pabbi og þú varst. Börnin
mín munu fá að heyra allt sem
afi Halldór var bestur í og heyra
allar góðu sögurnar af honum.
Minningin hans mun vera með
okkur alltaf. Hann verður alltaf
hjá okkur.
Síðasta skiptið sem ég talaði
við pabba þá var hann að
skamma mig fyrir að vera að
þessu röfli um meistararitgerð-
ina mína og hann hvatti mig
áfram. Það var alltaf best að
hringja í pabba og pústa aðeins.
Ég veit að hann á eftir að lesa
hana þar sem hann er núna.
Hann sá alltaf um að stappa í
mig stálinu. Það var líka lang-
best að hringja í pabba og tala
um allar íþróttir heimsins. Ræða
málin aðeins, hversu fáránlega
góður Hjörtur bróðir var í leikn-
um um kvöldið eða spjalla um
leik okkar manna í Liverpool.
Við áttum alltaf eftir að fara á
Anfield saman, en þegar ég fer
verður hann hjá mér allan tím-
ann. Það er pottþétt.
Það var alltaf best að koma
heim til mömmu og pabba þar
sem pabbi sat í sófanum og
horfði á allar þær íþróttir sem
sýndar eru, skipti þar engu máli
hvaða íþrótt. Horft var á allar
íþróttir og það helst á hæstu
stillingu, mömmu til mikillar
gleði!
Ég á eftir að sakna þess að
geta ekki hringt í þig og spyrja
hvort þú viljir ekki bjóða mér og
Kolbrúnu í mat. Hann vildi helst
alltaf hafa allt fólkið sitt hjá sér
og helst að elda fyrir okkur öll.
Þótt hann borðaði sjaldan með
okkur, því hann var alltaf búinn
að borða áður en allir settust til
borðs.
Þegar ég fór í Lýðháskóla í
Danmörku fór pabbi með mig út,
hann vildi ekki að ég færi einn.
Hann sat stoltur með mér í flug-
vélinni, ég var 21 árs, hann skil-
aði mér í skólann og flaug svo til
baka. Hann var bara passa upp á
strákinn sinn sem hefði líklegast
endað í Austur-Evrópu ef pabbi
hefði ekki komið með. Þannig
maður var pabbi minn, hann var
bestur.
Ég elska þig pabbi og mun ég
passa upp á mömmu, Margréti
og Hjört núna. Ég mun láta í
mér heyra úr stúkunni. Ég mun
stappa í mömmu stálinu. Ég
mun flytja Margréti og Bróa inn
í nýja húsið, ég mun hjálpa Erlu,
Halldóri Breka og Eldeyju að
læra alveg eins og þú gerðir. Ég
mun passa þau öll. Við ætlum að
muna eftir góðu stundunum sem
við áttum öll saman og minnast
þeirra með hlýju.
Bið að heilsa ömmu Andersen
og öllum hinum þegar þú hittir
þau loksins. Veit að þér mun líða
betur hjá þeim núna og þið pass-
ið okkur. Elska þig.
Þinn
Gunnar Ásgeir.
Takk pabbi fyrir að vera besti
vinur minn í öll þessi ár. Flestir
klukkutímar lífs míns hafa farið
fram með þig hjá mér eða að
fylgjast með mér á einn eða ann-
an hátt og fyrir það er ég þakk-
látur. Eins og þegar við bjugg-
um á Spáni og þú sóttir mig á
vespunni í skólann og komst með
mér á allar fótboltaæfingarnar.
Okkur fannst oft ógeðslega gam-
an að hlæja að því þegar ég var
á fótboltaæfingu og þú alltaf
með vatnsflösku handa mér og
ég og Hector komum til þín,
Hector bað um sopa og kláraði
allt úr flöskunni. Það sem við
höfum oft hlegið þegar við rifj-
uðum upp þessa sögu.
Takk pabbi fyrir að vera alltaf
stuðningsmaður númer eitt. Ég
á eftir að sakna þess gífurlega
að heyra ekki í djúpu röddinni
hvar sem ég er að keppa. Erfitt
verður að koma heim eftir leiki.
Ég var vanur því að þú beiðst
eftir mér í sófanum, tilbúinn að
fara yfir leikinn með mér og
hrósa mér vel ef átti við en einn-
ig að spyrja af hverju það gekk
ekki nógu vel. Þér tókst samt
alltaf að sjá allt það góða. Ef ég
var ekki nógu sáttur, þá varstu
ekki lengi að snúa við blaðinu
hjá mér.
Fyrir mér er ég heppnasti
maður í heimi að hafa átt þig
sem pabba og er ég endalaust
þakklátur fyrir þau ár sem ég
fékk með þér. Takk pabbi fyrir
að sýna mér leiðir lífsins og gera
mig að þeim manni sem ég er í
dag. Ég mun halda áfram alla
daga að gera þig stoltan og
verða að þeim manni sem þú
óskaðir að ég yrði. Ég elska þig
og mun sakna þín alla daga. Þar
til næst, bless besti vinur minn
og pabbi minn.
Þinn
Hjörtur Ingi.
Ég var átta ára þegar Halldór
kom í Norðurvangsfjölskylduna
okkar. Jóhanna systir hafði farið
til Vestmannaeyja með nokkrar
flíkur í tösku og ætlaði aðeins að
skreppa á vertíð í tvær vikur. Á
þessum tveimur vikum kynntist
systir mín Halldóri sínum. Hún
tilkynnti mömmu og pabba það í
síma að hún kæmi ekki alveg
strax heim frá Eyjum, hún ætl-
aði að vinna lengur í fiskinum og
kynnast þessum peyja sem var
með strípur í hárinu.
Fyrstu jólin þeirra á Norð-
urvanginum, ég varð heldur bet-
ur montin þegar Halldór bættist
í hópinn. Ég sá það fljótt að ég
gat vafið honum um fingur mér.
Allt sem ég gerði og sagði var
fyndið og hann hló að öllu. Hvert
sem þau Jóhanna fóru, var ég
alltaf tekin með. Á hverju sumri
í nokkur ár fór ég til Vest-
mannaeyja og vann þar í ung-
lingavinnunni og þegar Margréti
Rut og Gunnar Ásgeir bættust í
hópinn passaði ég þau. Halldór
var mjög upptekinn af því að ég
væri að passa Jóhönnu á meðan
hann væri á sjónum. Eyjasumrin
voru dásamleg. Hann fór með
mig út um alla Eyju, í heimsókn
til vina þeirra, á Heiðarveginn
og til ömmu Andersen. Ég minn-
ist þess þegar við fórum á skot-
svæðið þar sem hann nýtti held-
ur betur áhugann minn á
umhverfinu og lét mig hlaupa út
um allt eftir tómum skothylkj-
um. Ég hlýddi einu og öllu, eins
og lítill veiðihundur, og var svo
stolt af því að fá að vera með
honum. Halldór kenndi mér að
spranga, þú getur ekki verið
ættuð frá Vestmannaeyjum og
kunna ekki að spranga, sagði
hann alltaf. Honum fannst frá-
bært þegar ég kom á haustin
þegar lundapysjurnar voru byrj-
aðar að koma. Jóhanna systir,
þessi kvöldsvæfa, var þá löngu
sofnuð en við og krakkarnir fór-
um að brasa að leita að lunda-
pysjum.
Þegar Baldur kom í lífið okk-
ar þá var Halldór mjög ánægður
með kærastavalið. Baldur þessi
mikli Liverpool-maður, alveg
eins og hann hefði valið hann
fyrir mig. Við Baldur nýttum frí-
tímana okkar til að skreppa til
Eyja og vera með þeim, hvort
sem það var um páska, á þrett-
ándanum eða á þjóðhátíð. Alltaf
vorum við velkomin, því fleiri því
betra. Enda var heimilið þeirra
alltaf fullt af vinum og vanda-
mönnum. Yndislegur tími. Þegar
fjölskyldan flutti til Spánar fór-
um við fjölskyldan með Andra
Frey þá þriggja ára í heimsókn.
Þar voru grillaðar stórsteikur á
hverju kvöldi, setið og spjallað
fram á rauðanótt. Tíminn leið
alltof hratt og við rifjuðum oft
upp samveruna okkar á Spáni.
Að hafa farið til Liverpool á
Anfield með þér og systkinunum
er dásamleg minning sem yljar
okkur núna. Það sem við
skemmtum okkur vel. Þið strák-
arnir í fréttamannastúkunni,
eins og lítil börn í tívolíi í bún-
ingsherberginu og brosið náði til
eyrnanna á vellinum. Þið töluðuð
um sigra ykkar manna og þið
voruð svo stoltir að vera þarna.
Gamlárskvöldin hér eftir
verða öðruvísi, það verður skrýt-
ið að hafa þig ekki á þínum stað
hjá okkur. Maturinn var alltaf
„alveg meiriháttar“, nautalundin
hans Baldurs alveg upp á tíu og
sósan mín var sú allra besta og
þú sagðir oft í gríni að þú mynd-
ir vilja fá sósuna bara í glasi
næst.
Elsku Halldór, við munum
passa elsku Jóhönnu okkar og
alla fjölskylduna þína. Við vitum
að það kemur enginn í þinn stað,
en við skulum reyna okkar allra
besta.
Þín
Hjördís Ósk og Baldur Páll.
Það er alltaf erfitt að setjast
niður og skrifa minningargrein
um góða vini sem falla frá langt
fyrir aldur fram. En þá er alltaf
gott að ylja sér við góðu minn-
ingarnar og rifja þær upp.
Halldór og Jóhanna kona
hans hafa verið góðir vinir okkar
síðustu 25 ár. Við höfum ým-
islegt brallað, verið dugleg að
hittast og gera skemmtilega
hluti saman.
Við kynnumst fyrst í Vest-
mannaeyjum þar sem Halldór
ólst upp og fljótlega kom í ljós
að við áttum vel saman. Halldór
var mjög skemmtilegur maður,
fróður um marga hluti og gaman
að tala við hann. Honum þótti
einstaklega vænt um börnin sín,
Margréti Rut, Gunnar Ásgeir og
Hjört Inga, fylgdist mjög vel
með hvað þau voru að gera og
það leyndi sér ekki þegar hann
talaði um þau hversu mikils virði
þau voru honum og hversu stolt-
ur hann var af þeim.
Hann var mikill áhugamaður
um íþróttir, sérstaklega hand-
bolta, sem synir hans stunduðu
af krafti, og fótbolta, þar voru
ÍBV og Liverpool í uppáhaldi.
Þeir voru ófáir leikirnir sem við
horfðum á saman. Halldór mætti
á alla leiki hjá strákunum og
ekki fór á milli mála að hann var
á svæðinu. Hann var duglegur
að hvetja sitt lið og átti það líka
til að segja dómurunum aðeins
til ef honum fannst þeir ekki
standa sig.
Við bjuggum á Spáni á ár-
unum 2007-2008 og svo
skemmtilega vildi til að Halldór,
Jóhanna og synir bjuggu þar
líka á sama tíma. Við vorum
dugleg að eyða tíma saman og
eigum mikið af frábærum minn-
ingum sem aldrei gleymast. Af
mörgu er að taka, t.d. þegar þau
gleymdu afmæli, Big Mama-
kvöldinu og fjölmörgum kvöld-
verðum og stundum sem við átt-
um saman.
Halldór var mjög góður vinur
sem gaman var að umgangast,
hann var frábær fjölskyldufaðir
sem þótti einstaklega vænt um
konu sína, börn og barnabörnin
sem áttu hug hans allan.
Góður drengur er farinn allt
of snemma en vonandi líður þér
betur núna elsku vinur. Missir
fjölskyldunnar er mikill en það
er gott að ylja sér við þær
mörgu góðu minningar sem þau
eiga. Við biðjum góðan Guð að
styrkja þau öll á þessum erfiðu
tímum og munum við gera það
sem í okkar valdi stendur til að
reynast þeim vel.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Farðu í friði elsku vinur, kær-
ar þakkir fyrir allt.
Árni og Unnur.
Halldór Jörgen
Gunnarsson
Bróðir okkar og mágur,
STEINÞÓR KRISTJÁNSSON,
vörubílstjóri frá Geirakoti,
lést þriðjudaginn 13. apríl á Fossheimum
Selfossi.
Katrín Kristjánsdóttir
Sigrún Kristjánsdóttir Gunnar Kristmundsson
Ólafur Kristjánsson María Hauksdóttir
Elskuleg mamma okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
GERÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri,
lést á heimili sínu að kvöldi 12. apríl.
Útför hennar verður auglýst síðar.
Inga Steinlaug Guðmundsd. Einar Helgason
Þorgeir Axel Örlygsson
Hrefna Sigríður Örlygsdóttir
Aðalbjörg Kolfinna Örlygsd.
Soffía Örlygsdóttir Runólfur Þór Sigurðsson
Örn Örlygsson Fanney Gunnlaugsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn