Morgunblaðið - 16.04.2021, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 16.04.2021, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2021 ✝ Eggert Berg- sveinsson fædd- ist 15. ágúst 1956 á Steðja í Reykholts- dalshreppi. Hann lést á Landspít- alanum Hringbraut þann 7. apríl 2021. Foreldrar hans voru Elías Berg- sveinn Jóhannsson, f. 31. júlí 1915 í Húnavatnssýslu, d. 18. desember 2006, og Anna Eggertsdóttir, f. 25. febrúar 1930 1959 á Bíldudal. Anna og Eggert kynntust 1977 og giftu sig 29. september 2015. Börn þeirra eru Anna Elsa Eggertsdóttir, f. 22. október 1983, maki Arilíus Borg- fjörð Kristjánsson, f. 24. des. 1973, börn: Anna Jóna Odds- dóttir, f. 2. nóvember 2005, Mán- ey Líf Arilíusardóttir, f. 28. ágúst 2009, og Eggert Borgfjörð Arilí- usarson, f. 5. október 2012, Stef- án Jóhann Eggertsson, f. 8. ágúst 1991, og Marinó Eggertsson, f. 5. september 1997. Útför Eggerts verður gerð frá Digraneskirkju í dag, 16. apríl 2021, og hefst athöfnin kl. 13. Streymt verður frá athöfninni á: http://streyma.is/streymi/ Hlekk á streymi má einnig finna á: https://www.mbl.is/andlat á Melum á Skarðs- strönd, d. 17. apríl 2006. Systkini hans eru Jóhann Berg- sveinsson, f. 22. febrúar 1950, Krist- mundur Berg- sveinsson, f. 8. jan- úar 1963, og Margrét Guðrún Bergsveinsdóttir, f. 25. desember 1965. Eftirlifandi eig- inkona Eggerts er Anna Þor- gerður Högnadóttir, f. 23. ágúst Elsku hjartans ástin mín, nú er komið að kveðjustund. Ég kveð þig með sorg og trega í hjarta mínu, ég mun ávallt minn- ast þín og muna allar góðu stund- irnar sem við áttum saman öll þessi ár. Ó, hvað ég mun sakna þess að fá morgunknúsið mitt og koss á kinn. Ég elska þig gullið mitt. Hvíl í friði elsku engillinn minn. Anna Þorgerður Högnadóttir. Elsku pabbi, það er svo ótrú- lega sárt og ósanngjarnt að þurfa að kveðja þig svona snemma. Þú hefur kennt mér svo ótalmargt og gert mig að þeim manni sem ég er í dag. Þú hefur alltaf verið mér til halds og trausts í öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur og þið mamma voruð alltaf mætt á völl- inn eldsnemma um helgar til þess að styðja mig í öllum þeim íþrótt- um sem voru í tísku hjá mér um tíma, sama þótt ég hafi verið alveg vonlaus í fótbolta. Veröldin er svo mikið fátækari án þín og skarðið sem þú skilur eftir þig verður aldrei fyllt. Þegar ég var lítill og meiddi mig varstu vanur að segja við mig: „Það grær áður en þú giftir þig.“ Ég veit fyrir víst að þessi sár munu aldrei gróa að fullu en allar minningarnar sem við eig- um saman og skemmilegu sögurn- ar sem þú skilur eftir þig munu veita mér örlitla hlýju í hjarta. Það er mér mikill heiður og sönn ánægja að vera þeirra forréttinda njótandi að fá að kalla þig pabba minn og mun ég segja mínum börnum og barnabörnum stoltur frá því hversu mikill öðlingur afi þeirra var. Ég heiti því að halda minningu þinni á lofti svo lengi sem ég lifi. Þar til næst elsku pabbi. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Marinó Eggertsson. Í orðabók er orðið „hetja“ skil- greint sem hraustmenni og af- reksmaður. Það var pabbi minn í orðsins fyllstu merkingu. Í þau 30 ár sem ég fékk með honum var hann hetjan mín, fyrirmynd og kennari. Í yfir 30 ár starfaði pabbi hjá Íslyft sem vélvirki og það var nán- ast ekkert sem hann gat ekki lag- að og gefið nýtt líf. Ég fékk þann heiður að fá að starfa með honum í yfir sjö ár og á þeim tíma lærði ég mikið af hon- um um lífið, tilveruna og viðgerðir. Hann var nautsterkur eins og hann lýsti sjálfur og af þeim ófáu sjómönnum sem ég skoraði á hann í sigraði hann alla og sagði: „Þetta kemur næst hjá þér.“ Stefán Jóhann Eggertsson. Elsku besti pabbi minn. Ég varla trúi því að þú sért far- inn langt fyrir aldur fram en því miður gera veikindi ekki boð á undan sér. Þú varst og ert heimsins besti pabbi og afi. Mér finnst ég sú allra heppnasta að hafa fengið þig sem pabba enda algjör pabbastelpa. Það var ansi margt sem við bröll- uðum saman og margar minning- ar til, eins og þegar við fórum í bíl- túr, þá var farið í næstu sjoppu og keypt kók og Prins Póló. Ein af mörgum góðum minningum. Þú varst og ert heimsins besti pabbi og afi, ljúfur, góður, falleg sál og bara sá allra besti. Ég er ansi stolt að vera dóttir þín. Hann pabbi var góður maður, vildi öllum vel og var alltaf tilbúinn að rétta fram hjálp- arhönd. Svona var hann pabbi minn, ljúfur og góður maður sem elskaði og hugsaði vel um sitt fólk. Elsku pabbi, takk fyrir allt og ég lofa að hugsa vel um ættbálk- inn þinn. Megi guð og englar geyma þig. Elska þig svo mikið. Þín Anna Elsa. Þótt döpur sé nú sálin þó mörg hér renni tárin mikla hlýju enn ég finn þú verður alltaf pabbi minn (Heba Dögg Jónsdóttir) Anna Elsa Eggertsdóttir. Eggert minn, það þykir mér af- ar miður og ósanngjarnt að kveðja þig svona snöggt og snemma. Eldri bræður ættu aldrei að fylgja sínum yngri bræðrum til grafar, það er eitthvað rangt og hreinlega stórskrýtið við það. Eitt veit ég fyrir víst, að þín verður sárt sakn- að, ekki bara af mér og mínum, heldur víðar. Það var ekki nema 6 ára aldursmunur á milli okkar tveggja, þess vegna man ég varla eftir mér nema með þig með mér í för. Þær eru ófáar æskuminning- arnar úr sveitinni okkar fögru að Steðja. Þar ólumst við upp og öll okkar fjölskylda á sínar rætur að rekja þangað. Þegar við urðum eldri fórum við systkinin að byggja okkur sumarhús á fallegu æskuslóðunum. Ekki vantaði dugnaðinn í þér elsku bróðir við að hjálpa okkur við allt tilfallandi sem að því stóð. Þú varst svo mik- ill bílakall og ef það þurfti að kíkja undir húdd eða skoða gang í bíl var alltaf hægt að treysta á þína hjálp. Þú gafst þér líka alltaf tíma til að hjálpa strákunum okkar í öllu bílastússi og varst svo snið- ugur og úrræðagóður kennari enda lærðu Svenni minn og Maggi mikið af þér sem þeir munu búa að alla ævi og ég er þér þakklátur fyrir það. Eggert minn, þú varst góðmennskan uppmáluð, það var ekki til í þér óþolinmæði eða stress. Þú hafðir svo hlýja og örugga nærveru og gast talað við alla og það var gagnkvæmt. Við bræðurnir áttum svo sannarlega marga góða tíma saman. Bæði hér um árið í Klúbbnum góða og svo voru það öll ferðalögin sem við lögðum í saman, bæði hér innan- lands og frábærar ferðir erlendis. Við Súsanna munum svo sannar- lega sakna þess að ferðast með þér en nú ertu lagður af stað í ferðalagið langa sem við getum ekki fylgt þér í og við kveðjumst að sinni. Elsku bróðir, mágur og frændi, að lokum þar til við hitt- umst á ný segjum við söngur og hestar eins og við gerðum ávallt í okkar ferðalögum. Jóhann Bergsveinsson og Súsanna María Magnúsdóttir. Eggert Bergsveinsson ✝ Kolbrún Garð- arsdóttir fædd- ist í Hafnarfirði 26. júní 1958. Hún lést 3. apríl 2021 á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut. For- eldrar hennar voru Garðar Finn- bogason, f. 29. des. 1932, d. 13. des. 2013, og Gréta Kristjánsdóttir (Grethe Bogel- und Rasmussen), f. 31. mars 1937, d. 24. mars 1987. Systkini: Linda, f. 1959, Krist- ján, f. 1961, d. 1961, Karl Krist- ján, f. 1963, Hjörtur Preben, f. Alma Margrét Karn, f. 14. nóv. 2015; b) Steinar Björgvin Karn, f. 9. apríl 2018. 3) Edda María, f. 28. mars 1991. M.: Birkir Þór Heimisson, f. 11. júní 1988. Þeirra börn: a) Maídís María, f. 14. apríl 2013; b) Benedikt Hólm, f. 22. febrúar 2018. Kolbrún giftist ung eigin- manni sínum og áttu þau heimili sitt alla tíð í Reykjavík, lengst af í eigin íbúð í Seláshverfi. Hún starfaði nær samfellt hjá Ála- fossi/Ístex. Árið 2006 eignaðist hún með eiginmanni sínum sum- arbústað í Kerhrauni í Gríms- nesi. Útför Kolbrúnar verður frá Árbæjarkirkju í dag, 16. apríl 2021, kl. 13. Streymt verður frá athöfninni: https://youtu.be/G0H2Ipc8VuA Hlekk á streymi má einnig finna á: https://www.mbl.is/andlat 1967. Kolbrún giftist 16. júní 1976 Kjartani Jónassyni, f. 1955, og eignuðust þau þrjú börn. Þau eru: 1) Garðar Hólm, fæddur 12. febrúar 1978. K.: Sigrún Guðnadóttir, fædd 9. júlí 1979. Þeirra börn: a) Emma Kol- brún, f. 12. apríl 2004; b) Guðni Dagur, f. 29. mars 2006; c) Markús Kjartan, f. 8. sept. 2014. 2) Elvar Steinn, f. 16. nóv. 1986. K.: Leonie Maria Karn, f. 31. júlí 1987. Þeirra börn: a) Elsku Kolla mín, kveðjustund- in er erfið. Efst í huga mér er þakklæti fyrir vináttuna og sökn- uður. Við áttum eftir að gera svo margt saman vinkonurnar eða ömmurnar eins og við kölluðum hópinn okkar. Við kynntumst á Raufarhöfn ungar stúlkur, en þar vorum við báðar í sumarvinnu í frystihúsinu, þú í verbúðinni með vinkonum þínum úr Hafnarfirði en ég hjá afa og ömmu í Sjón- arhóli. Ég sótti til ykkar í verbúð- ina því þar var alltaf gaman hjá okkur stelpunum. Alltaf nóg að bralla og endalaust hægt að spjalla. Áfram héldum við saman í gegnum lífið því ég kynnti þig fyrir Kjartani bróður mínum sem síðan varð eiginmaður þinn. Fjöl- skyldan var þinn fjársjóður og þú ávallt stolt af þínum börnum og barnabörnum. Þegar við Ragnar byrjuðum búskap í Álftahólum leið ekki á löngu áður en þið voruð einnig komin í blokkina og við gátum hjálpast að með börnin, Eddu Rún okkar og Garðar Hólm ykk- ar. Ferðalög norður og sumarbú- staðaferðir voru einnig í uppá- haldi og hópurinn ykkar stækkaði, Elvar Steinn og Edda María bættust við barnalán ykk- ar hjóna. Þú vannst hjá Álafossi, síðar Ístex við spuna á lopa og varst ávallt mikil handavinnu- kona. Ég fór í kennslu í grunn- skóla og síðar skólastjórnun. Við áttum ávallt okkar góðu stundir saman með fjölskyldum og saumaklúbbnum okkar, ömmun- um. Fórum í yndislega ferð sam- an ömmurnar til Hönnu vinkonu okkar sem býr í Svíþjóð og þá var nú mikið spjallað um börn og buru, lífið og tilveruna. Þú varst ætíð ljúf og hógvær, föst fyrir og stolt af þínu fólki. En síðustu ár hafa verið erfið barátta við erfiðan sjúkdóm. Ekki kvart- aðir þú heldur tókst á við þín veikindi með sömu hógværð og önnur verkefni sem þér voru falin á lífsleiðinni. Ég minnist síðustu samveru hjá okkur ömmum þann 18. mars síðastliðinn þar sem við ræddum börnin okkar, barnabörnin og hvað fram undan væri hjá okkur vinkonum á þessu aldursskeiði tímamóta hjá okkur. Þú varst glöð og glíman við krabbameinið virtist vera á réttri leið. En fljótt skipast veður í lofti, kæra vin- kona, og komið er að kveðju- stund. Við eigum yndislegar minningar sem fylla huga okkar, hlýja hjörtum og geymast um dýrmæta vinkonu sem sárt er að kveðja svo fljótt. Við Ragnar sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar, elsku Kjartan, Garðar, Elvar, Edda María og fjölskyld- ur. Megi minningarnar um elsku Kollu veita ykkur styrk á erfiðum tíma. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Soffía Jónasdóttir. Kolbrún Garðarsdóttir ✝ Ásgerður Jó- hanna Guð- bjartsdóttir fæddist 11. maí 1929 á Efri- Húsum í Önundar- firði. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð 5. apríl 2021. Foreldrar Ás- gerðar voru hjónin Guðbjartur Sig- urður Guðjónsson, f. 2. febrúar 1904, d. 10. febrúar 1992, og Petrína Friðrikka Ás- geirsdóttir, f. 6. júní 1904, d. 16. ágúst 1992. Ásgerður ólst upp í stórum systkinahópi þar sem systkinin voru 13. Ásgerður eign- aðist tólf börn, þau eru: Elín Halldóra, Erla Petrína, Guð- björn, Elsa, Heið- björg Hulda, Guð- bjartur, Aldís, Erla Berit, Aldís Drífa, Gunnþór Georg, Ingunn Lind og Karen Eva. Barna- börn hennar eru 25 og barna- barnabörnin 37. Ásgerður starfaði lengst af sem verkakona. Útförin fer fram í Garða- kirkju í dag, 16. apríl 2021, klukkan 15. Nú er elsku móðir mín horfin á braut. Hún skilur eftir mikið tómarúm í hjarta mínu. Ég lærði margt gott af henni í sambandi við fjármál, að nýta hlutina vel og eyða ekki um efni fram. Ég á eftir að sakna þess að geta hringt í hana á leiðinni heim úr vinnunni en ég hef gert það í mörg ár. Við horfðum líka oft saman á fótbolta- leiki en hún fylgdist vel með því. Við fórum saman til Noregs að heimsækja Erlu Berit og var það eftirminnileg ferð og hún hafði mjög gaman af því. Við vorum mjög góðir vinir þótt við værum ekki alltaf sammála. Ég sakna hennar mikið, en á margar góðar minningar sem munu ylja mér um ókomin ár. Hvíl í friði. Þinn sonur, Gunnþór. Elsku mamma mín. Nú er komið að kveðjustund- inni. Þótt maður viti að hverju stefnir kemur það alltaf á óvart þegar kallið kemur. Ég kynntist þér ekki fyrr en um fermingarald- ur, en við náðum strax vel saman og vorum í góðu sambandi alla tíð. Lífið var þér ekki auðvelt og þú varst ekki allra, en þú mildaðist með árunum. Fortíðina vildir þú lítið ræða, en við vitum að það var erfitt. En þú barðist áfram, stóðst á eigin fótum – eignaðist þína eig- in íbúð – varst alger nagli. Ég á margar góðar minningar frá sam- veru okkar í sumarbústaðnum, ferðalögum og fjölskylduboðum. Þetta eru góðar minningar sem munu lifa um ókomin ár. Ég á eftir að sakna þess að hringja í þig og spjalla, þú varst mjög fróð og hafðir sterkar skoðanir á öllu. Nú er komið að leiðarlokum. Ég kveð þig með söknuði, en góð- ar minningar lifa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Þín dóttir Erla. Ásgerður Jóhanna Guðbjartsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar Elskuleg móðir okkar, GUÐFINNA JENSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 31. mars. Útförin hefur þegar farið fram. Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð og vinarhug. Sigríður, Ágústa, Sólveig og María Hjaltadætur Elskuleg dóttir mín, systir okkar, stjúpsystir og mágkona, HALLVEIG FRÓÐADÓTTIR, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju laugardaginn 17. apríl klukkan 15. Athöfninni verður streymt. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið og Ljósið. Fyrir hönd aðstandenda, Hólmfríður Kofoed-Hansen Ragna Fróðadóttir og fjölskylda Björn Fróðason Lovísa V. Bryngeirsdóttir Hólmfríður Fróðadóttir Ingólfur Þorsteinsson Þorbjörg Kristinsdóttir Hanna Valdís Þorsteinsdóttir Sheer El-Showk Sambýlismaður minn, faðir okkar og bróðir, RAGNAR ALEXANDER ÞÓRSSON, Selfossi, lést á heimili sínu sunnudaginn 11. apríl. Daiga Jirjena Guðmundur Andri Ragnarsson Helga María Ragnarsdóttir Júlía Sif Liljudóttir Nína Þórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.