Morgunblaðið - 16.04.2021, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.04.2021, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2021 Evrópudeild UEFA Átta liða úrslit, seinni leikir: Manchester United – Granada ............... 2:0 _ Man. Utd áfram, 4:0 samanlagt. Slavia Prag – Arsenal .............................. 0:4 _ Arsenal áfram, 5:1 samanlagt. Roma – Ajax.............................................. 1:1 _ Roma áfram, 3:2 samanlagt. Villarreal – Dinamo Zagreb .................... 2:1 _ Villarreal áfram, 3:1 samanlagt. _ Í undanúrslitum leikur Manchester Unit- ed við Roma og Arsenal við Villarreal. Danmörk Bikarkeppnin, undanúrslit, seinni leikir: SönderjyskE – Midtjylland..................... 3:1 - Mikael Anderson lék fyrstu 67 mínút- urnar með Midtjylland. _ SönderjyskE í úrslit, 3:2 samanlagt. Randers – AGF......................................... 1:1 - Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 64 mínúturnar með AGF. _ Randers í úrslit, 3:1 samanlagt. Rúmenía Meistarakeppnin: CFR Cluj – FCSB ............................ (víti) 4:1 - Rúnar Már Sigurjónsson kom inn á hjá CFR á 83. mínútu. England B-deild: Rotherham – Coventry............................ 0:1 Staðan: Norwich 41 27 9 5 65:28 90 Watford 41 24 10 7 59:27 82 Swansea 41 22 9 10 50:31 75 Brentford 40 20 13 7 71:40 73 Bournemouth 41 20 11 10 66:40 71 Barnsley 41 21 8 12 54:44 71 Reading 41 19 9 13 56:45 66 Cardiff 41 16 11 14 57:45 59 Millwall 41 14 16 11 41:40 58 Middlesbrough 41 16 9 16 48:45 57 QPR 41 15 11 15 48:50 56 Stoke 41 14 13 14 45:46 55 Luton 40 15 8 17 35:46 53 Bristol City 41 15 5 21 40:55 50 Nottingham F. 41 12 13 16 34:39 49 Preston 41 14 6 21 41:55 48 Blackburn 41 12 11 18 52:47 47 Coventry 41 11 12 18 37:56 45 Birmingham 41 11 12 18 31:50 45 Huddersfield 41 11 11 19 43:62 44 Derby 41 11 10 20 30:46 43 Rotherham 39 11 6 22 41:53 39 Sheffield Wed. 41 11 8 22 34:54 35 Wycombe 41 8 9 24 30:64 33 Bandaríkin Deildabikarinn, austurriðill: Orlando Pride – Sky Blue....................... 0:1 - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék ekki með Orlando vegna landsliðsferðarinnar. 4.$--3795.$ Þýskaland Essen – Flensburg............................... 28:29 - Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Flensburg. Kiel – Bergischer................................. 33:30 - Arnór Þór Gunnarsson skoraði 8 mörk fyrir Bergischer. Leipzig – Balingen .............................. 26:18 - Oddur Gretarsson skoraði eitt mark fyr- ir Balingen. Ludwigshafen – Stuttgart.................. 28:24 - Viggó Kristjánsson skoraði 4 mörk fyrir Stuttgart. Staðan: Flensburg 40, Kiel 39, RN Löwen 38, Magdeburg 36, Göppingen 33, Füchse Berlín 29, Wetzlar 28, Bergischer 27, Mel- sungen 25, Leipzig 25, Lemgo 24, Erlangen 22, Stuttgart 21, Hannover-Burgdorf 18, Minden 16, Balingen 15, Ludwigshafen 13, Nordhorn 12, Essen 11, Coburg 8. Vináttulandsleikir kvenna Holland – Brasilía................................. 19:25 Danmörk – Spánn................................. 30:26 %$.62)0-# Spánn Manresa – Zaragoza ........................... 92:82 - Tryggvi Snær Hlinason skoraði tvö stig fyrir Zaragoza og tók sex fráköst á 18 mín- útum. Litháen Siaulai – Lietkabelis............................ 97:87 - Elvar Már Friðriksson skoraði 23 stig fyrir Siauliai, átti 11 stoðsendingar og tók tvö fráköst á 36 mínútum. NBA-deildin Minnesota – Milwaukee ................... 105:130 Charlotte – Cleveland ........................ 90:103 Philadelphia – Brooklyn .................. 123:117 Toronto – San Antonio ..................... 117:112 Detroit – LA Clippers ........................ 98:100 Chicago – Orlando ............................ 106:115 New Orleans – New York................ 106:116 Houston – Indiana............................ 124:132 Oklahoma City – Golden State........ 109:147 Memphis – Dallas ............................. 113:114 Denver – Miami ................................ 123:106 Sacramento – Washington............... 111:123 4"5'*2)0-# HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Leikirnir mikilvægu gegn Slóveníu í undankeppni HM kvenna í hand- knattleik eru nú handan við hornið. Á morgun mætast Slóvenía og Ís- land í Slóveníu og aftur á Ásvöllum í Hafnarfirði á miðvikudaginn. Leik- irnir hafa mikla þýðingu því liðið sem sigrar tekur þátt í lokakeppni HM á Spáni í desember en liðið sem tapar er úr leik. Nokkuð er um liðið síðan kvenna- landsliðið lék á stórmóti og gerði það síðast á EM árið 2012. Ísland hefur einu sinni komist á HM kvenna en það var í Brasilíu árið 2011. Þá gekk íslenska liðinu vel og komst í 16-liða úrslit. Lagði til að mynda Svart- fjallaland að velli sem sumarið eftir lék til úrslita á Ólympíuleikunum í London. „Við erum orðnar mjög spenntar fyrir leiknum. Æfingaálagið undan- farið hefur verið mikið og við erum bara spenntar fyrir því að mæta Slóveníu. Það verður áhugavert að sjá hvar við stöndum gagnvart Slóv- eníu og við ætlum okkur góð úrslit eftir leikina tvo,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir þegar Morgunblaðið tók hana tali á landsliðsæfingu á mið- vikudaginn. Eins og fram hefur kom- ið hefur íslenska liðið fengið ágætan tíma til að stilla strengina. Fyrst lék liðið þrjá leiki í forkeppninni á dög- unum en þeir fóru fram í Norður- Makedóníu. Í framhaldinu hefur lið- ið getað æft saman hérlendis á und- anþágu frá yfirvöldum. Segja má að sá tími sem liðið hefur haft hafi kom- ið sér vel því á síðustu árum hefur liðið leikið fáa landsleiki, meðal ann- ars vegna heimsfaraldursins. „Við höfum eytt svipuðum tíma í vörn og sókn í undirbúningnum fyrir leikina. Við vorum mjög óheppnar í síðasta verkefni að missa bæði Stein- unni [Björnsdóttur] og Sunnu [Jóns- dóttur]. Það var í raun ömurlegt því þær eru frábærir reyndir leikmenn og einnig góðar fyrir hópinn. Við höf- um æft á hverju einustu æfingu hvernig best sé fyrir okkur að spila í miðri vörninni. Við þurftum að finna einhverjar sem gætu hlaupið í skarð- ið en ég hef engar áhyggjur af því að það takist ekki,“ sagði Ragnheiður en Steinunn og Sunna léku báðir í miðri vörninni eða sem þristar eins og það er gjarnan kallað á hand- boltamáli. Góðar skyttur hjá Slóvenum Slóvenía hefur verið á uppleið og hefur liðið komist í lokakeppni á síð- ustu fimm stórmótum. Hefur liðið hafnað þrívegis í 14. sæti, einu sinni í 13. sæti og einu sinni í 16. sæti á stórmótunum frá árinu 2016. Liðinu hefur því ekki tekist að vera á meðal allra bestu liðanna en nokkrir leik- menn liðsins leika á hinn bóginn með sumum af bestu félagsliðunum. „Við höfum stúderað þær mjög mikið síðustu daga hvort sem það er á vídeófundum eða á æfingum. Úti- línan hjá þeim er mjög góð og þær sem spila fyrir utan hjá þeim eru all- ar í toppliðum í Meistaradeildinni. Þetta er flott lið með mjög góða leik- menn. Þær geta hins vegar átt sína slæmu daga og vonandi náum við að stríða þeim,“ sagði Ragnheiður og telur að mikilvægt verði fyrir ís- lenska liðið að temja sér þolinmæði í vörninni. „Þær geta spilað hratt og vilja keyra á andstæðingana. Þær eru með góðar skyttur sem geta allar skotið fyrir utan og eiga til dæmis tvær mjög góðar örvhentar skyttur. En á sama tíma er sóknarleikurinn hjá þeim agaður og við þurfum því að vera þolinmóðar í vörninni,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir sem skoraði níu mörk í leikjunum þremur gegn Norður-Makedóníu, Grikklandi og Litháen í forkeppninni á dögunum. Góðar skyttur og agaður sóknarleikur - Landsliðskonurnar hafa skoðað lið Slóveníu vel - Leikið á morgun Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Að Varmá Ragnheiður gerir styrktaræfingar með ketilbjöllu á æfingunni. Elvar Már Friðriksson landsliðs- maður í körfuknattleik átti enn einn stórleikinn með Siauliai í gær þegar liðið vann sinn fjórða leik í röð í litháísku A-deildinni. Siauliai sigraði Lietkabelis á heimavelli, 97:87, og Elvar var í stóru hlut- verki. Hann var stigahæstur allra á vellinum með 23 stig og auk þess með langflestar stoðsendingar, 11 talsins, ásamt því að taka tvö frá- köst. Þá spilaði hann mest allra, í rúmar 36 mínútur af 40, og var með flest framlagsstig í báðum liðum, eða 29. Stórleikur Elvars og enn einn sigur Ljósmynd/Sveinn Helgason Litháen Elvar Már Friðriksson er lykilmaður hjá liði Siauliai. Handknattleiksmaðurinn Árni Bragi Eyjólfsson mun leika með Aftureldingu á ný á næsta keppn- istímabili eftir að hafa spilað með KA í vetur og með Kolding í Dan- mörku tímabilið þar á undan. Árni Bragi, sem er langmarkahæsti leik- maður KA í Olísdeild karla í vetur með 84 mörk í 14 leikjum, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Aftureldingu og tekur hann gildi í sumar. Árni lék með Aftur- eldingu um árabil og var m.a. markahæsti leikmaður liðsins vet- urinn 2017-18. Árni aftur til Aftureldingar Ljósmynd/Þórir Tryggvason Flytur Árni Bragi Eyjólfsson er markahæstur hjá KA í vetur. Ensku liðin Arsenal og Manchester United komust á sannfærandi hátt í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta í gærkvöld og eru þar með skrefinu nær því að vinna sér sæti í Meistaradeildinni. Sigurlið Evrópu- deildarinnar kemst í Meistaradeild- ina og það er nánast eina von Arsen- al um þátttöku í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili. Arsenal var í erfiðri stöðu eftir jafntefli, 1:1, við Slavia Prag á heimavelli en fór hinsvegar á kost- um í tékknesku höfuðborginni í gær- kvöld. Skytturnar voru komnar í 3:0 eftir 24 mínútur og voru ekki í vand- ræðum eftir það. Alexandre Lacaz- ette skoraði tvö markanna, Nikolas Pépé og Bukayo Saka eitt hvor. Arsenal mætir Villarreal sem vann Dinamo Zagreb 2:1 og sam- anlagt 3:1. Manchester United fylgdi eftir 2:0-sigri gegn Granada á Spáni með öðrum 2:0-sigri á Old Trafford. Ed- inson Cavani gerði út um einvígið með laglegu marki strax á 6. mínútu og Spánverjarnir gerðu sjálfsmark undir lokin. United mætir Roma sem lagði Ajax 3:2 samanlagt eftir 1:1-jafntefli í Róm. Edin Dzeko jafnaði og tryggði Roma áframhald í keppn- inni. vs@mbl.is AFP Stórsigur Leikmenn Arsenal fagna Alexandre Lacazette (annar frá vinstri) sem skoraði tvö marka enska liðsins í Prag í gærkvöld. Verður enskur úrslitaleikur? - Arsenal vann stórsigur í Prag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.