Morgunblaðið - 16.04.2021, Page 27

Morgunblaðið - 16.04.2021, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2021 Allir leikmenn og þjálfarar þýska knattspyrnuliðsins Hertha Berlín eru komnir í fjórtán daga einangrun, frá og með deginum í dag. Félagið til- kynnti þetta á heimasíðu sinni í gær- kvöld. Á miðvikudag greindist Marvin Plattenhardt, leikmaður Herthu, með kórónuveiruna og í kjölfarið sömuleið- is þeir Pal Dardai knattspyrnustjóri, Admir Hamzagic aðstoðarþjálfari og sóknarmaðurinn Dodi Lukebakio. „Við neyðumst til að fara í fjórtán daga einangrun. Út frá heilbrigðissjón- armiði er það það eina rétta í stöð- unni,“ sagði Arne Friedrich íþrótta- stjóri félagsins á heimasíðunni. Á næstu tveimur vikum á Hertha að mæta Mainz, Freiburg og Schalke í þýsku 1. deildinni og félagið hefur ósk- að eftir því að þeim verði frestað. _ Íslandsmótið í körfuknattleik fer aftur af stað næsta miðvikudag, 21. apríl. Þá verður leikin heil umferð í úr- valsdeild kvenna, Dominos-deildinni. Dagana 22. og 23. apríl verður leikin umferð í úrvalsdeild karla, Dominos- deildinni. Sex umferðir eru eftir í báð- um deildum. Keppni í þeim á að ljúka 8. til 10. maí og þá tekur við úrslita- keppni um Íslandsmeistaratitlana. _ Íslandsmótið í handknattleik fer af stað sunnudaginn 25. apríl með tveim- ur frestuðum leikjum í úrvalsdeild karla, Olísdeildinni. Þar eru sjö um- ferðir eftir en samt verður ekki leikið þar á ný fyrr en 9. maí vegna lands- leikja. Keppni í deildinni lýkur ekki fyrr en 3. júní og þá er úrslitakeppnin eftir. Í úrvalsdeild kvenna, Olísdeildinni, eru hins vegar aðeins tvær umferðir eftir og þær verða leiknar laugardagana 1. og 8. maí. _ Þá er eftir að leika að nýju leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olísdeild kvenna en áfrýjunardómstóll HSÍ hef- ur vísað frá kröfu KA/Þórs um að úr- skurður dómstólsins þar að lútandi yrði gerður ógildur. Yfirlýsingar beggja félaga um málið er að finna á mbl.is/ sport/handbolti. _ Stefan Savic, svartfellskur varnar- maður í knattspyrnuliði Atlético Mad- rid, hefur verið úrskurðaður í fjögurra leikja bann í Evrópukepnpni af UEFA. Savic var rekinn af velli í leik liðsins við Chelsea í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í síðasta mánuði eftir gróft brot og sendi dómaranum rækilega tóninn á leið sinni af velli. _ Argentínumaðurinn Marcelo Bielsa, knattspyrnustjóri Leeds United, segir að fréttir um að hann sé í þann veginn að skrifa undir nýjan samning við fé- lagið til tveggja ára séu rangar. Arg- entínska blaðið La Nacion sagði í frétt að Bielsa og Leeds væru komin mjög nálægt samkomulagi. Bielsa tók við Leeds árið 2018 og kom liðinu upp í úrvalsdeildina síðasta sumar eftir sextán ára fjarveru þess það- an. Liðið er búið að festa sig vel í sessi um miðja deild í vet- ur. „Þessar upplýs- ingar eru rangar og óhætt að hunsa þær. Aðeins tveir aðilar, ég eða félagið, get- um skýrt frá þessu, við erum þeir einu sem vitum hvar málin standa. Ef einhverjar nýjar upplýsingar væru til staðar myndi ég skýra frá því,“ sagði Bielsa við BBC. Eitt ogannað VÍKINGUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Arnar Gunnlaugsson, þjálfari knatt- spyrnuliðs Víkings úr Reykjavík, er reynslunni ríkari eftir erfitt síðasta tímabil þar sem Víkingar, sem ætl- uðu sér að berjast um Íslandsmeist- aratitilinn, höfnuðu í tíunda og þriðja neðsta sæti úrvalsdeild- arinnar. Þjálfarinn framlengdi samning sinn í Víkinni um tvö ár í gær og er hann óuppsegjanlegur af beggja hálfu en Arnar, sem er 48 ára gam- all, tók við Víkingsliðinu eftir tíma- bilið 2018 og gerði það að bikar- meisturum sumarið 2019. „Ég er mjög sáttur með að vera búinn að skrifa undir nýjan samn- ing hérna í Víkinni,“ sagði Arnar í samtali við Morgunblaðið á blaða- mannafundi í Víkinni í gær. „Mér líður virkilega vel hérna og ég nýt mikils stuðnings, bæði frá stjórnarmeðlimum, leikmannaráði og stuðningsmönnum. Þegar and- rúmsloftið er svona gott á vinnu- staðnum er engin ástæða til þess að vera að breyta eitthvað til og þetta er líka ákveðin viðurkenning á mín- um störfum. Þeir eru ekki bara að taka einhverja áhættu með mig heldur er ég líka að taka áhættu á þeim sem klúbbi. Ég er ungur þjálfari og óreyndur ef svo má segja. Þetta er mitt þriðja ár sem aðalþjálfari og þetta er virkilega flókið starf. Það er margt sem þarf að læra, margar gildrur sem hægt er að falla í og það varð aðeins raunin í fyrra. Þetta er starf þar sem þú þarft stöðugt að vera að leita þér þekkingar svo þú verður ekki eftir á þannig að síðasta ár fer í reynslubankann og það er bara eitthvað sem ég ætla mér að læra af,“ bætti Arnar við. Enginn afsláttur gefinn Það var margt sem fór úrskeiðis í Víkinni á síðustu leiktíð en liðið vann aðeins þrjá leiki af átján. „Veturinn var frábær en svo kemur langt hlé vegna kórónuveiru- faraldursins í aðdraganda mótsins. Eftir á að hyggja þá gerðum við kannski ekki nóg í þeirri pásu og gáfum ákveðinn afslátt af æfingum. Núna var enginn afsláttur gefinn og við hlupum mun meira í þessu hléi en fyrir ári. Við vorum yfirlýsingaglaðir í fyrra, bæði vegna þess að okkur gekk virkilega vel á undirbúnings- tímabilinu, og eins af því að við vor- um með frábært lið í höndunum, sérstaklega byrjunarlið, og það var erfitt að finna annað lið með jafn sterkt byrjunarlið og okkar. Okkur gekk hins vegar illa að halda mönnum heilum, marga leiki í röð, og það kom upp ákveðinn óstöðugleiki. Við teljum okkur vera komna með betra jafnvægi í hópinn núna, með tilkomu Pablos Punyeds inn á miðsvæðið sem dæmi.“ Láta verkin tala En hver eru markmið Víkinga fyrir komandi keppnistímabil? „Maður er reynslunni ríkari frá síðasta tímabili og það er betra að halda bara kjafti núna held ég. Við ætlum okkur að láta verkin tala inni á vellinum í sumar og við mætum í hvern einasta leik til þess að gera okkar besta og gefa andstæðingum okkar alvöru leik. Við þurfum hins vegar að setja meiri kraft í það sem við erum að gera og leggja meira á okkur. Við sáum það í Meistaradeildinni í vik- unni að þau lið sem fóru áfram í undanúrslitin lögðu meira á sig en mótherjar þeirra í átta liða úrslit- unum. Við þurfum að vera miklu ákveðnari í okkar varnarleik því á síðustu leiktíð fengum við einfald- lega á okkur allt of mikið af klaufa- mörkum. Allir ellefu leikmenn liðs- ins verða að verja markið sitt betur og veturinn hefur farið mikið í það að taka til í varnarleiknum okkar. Markmiðið er að vera mun þéttara lið inni á vellinum í sumar.“ Arnar hefur þroskast mikið sem þjálfari frá því hann tók fyrst við Víkingum haustið 2018. Mikið breyttir starfshættir „Þjálfarastarfið er gríðarlega skemmtilegt og gefandi starf en það eru samt svo margir þættir sem þarf að huga að. Maður heldur að maður viti eitthvað um fótbolta en svo er að koma því áfram og reyna að miðla því til leikmannanna. Maður heldur kannski einn dag- inn að maður sé að gera eitthvað rétt en svo þann næsta kemur í ljós að maður var að gera það kolvit- laust. Ég hef því breytt mínum starfsháttum mikið frá því í fyrra og ennþá meira en fyrir tveimur ár- um. Þetta er því stanslaus lærdóm- ur ef svo má segja. Í dag erum við lið sem velur sér ákveðin augnablik í leikjunum þar sem annaðhvort er kveikt á öllum perum eða engri. Við þurfum að vera lið þar sem er kveikt á öllum perum, allan leikinn, og þá getum við farið að blanda okkur í barátt- una við bestu lið landsins.“ Þarf margt að ganga upp Þrátt fyrir óstöðugleika hefur það aldrei komið til greina hjá þjálf- aranum að breyta um hugmynda- fræði. „Það erfiðasta við þetta starf er að sætta sig við það að það er ekki nóg að vera með góða hugmynda- fræði til þess að vinna fótboltaleiki. Það þarf ansi margt að ganga upp til þess að vinna. Þú getur verið meira með bolt- ann, fengið fleiri horn, fleiri færi en samt tapað. Það hefur verið erfitt að sætta sig við það að svona er fót- boltinn stundum. Ég hef þess vegna notað tölfræðina mikið til þess að sanna fyrir bæði mér og leikmönn- unum að þrátt fyrir tap þá þarf ekki alltaf að breyta miklu því stundum falla hlutirnir ekki með manni. Á sama tíma hef ég aldrei efast um eigin hugmyndafræði því töl- fræðin bakkar það upp að ég er að gera eitthvað rétt. Mín áskorun er að gera þá leikmenn sem ég er með betri. Það eru hins vegar nokkrir heimskingjar sem eru þjálfarar, þar með talinn ég sjálfur, sem þrjóskast við og vilja fara aðrar leiðir en þess- ar hefðbundnu. Ef þú ert með gott lið og góða leikmenn er alltaf hægt að spila bara 4-4-2 og þú nærð árangri en ég vil taka skrefið lengra og reyna að bæta leikinn aðeins í leiðinni. Ég stend og fell með minni hugmynda- fræði,“ sagði Arnar Gunnlaugsson við Morgunblaðið. „Betra að halda kjafti“ - Arnar Gunnlaugsson þjálfar Víkinga næstu þrjú tímabil - Þjálfarastarfið er stanslaus lærdómur - Ætlar að standa og falla með sinni hugmyndafræði Morgunblaðið/Eggert Víkingur Arnar Gunnlaugsson er að hefja sitt þriðja tímabil með Víkingsliðið og þau eiga að verða allavega fimm. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir sigraði á alþjóðlegu stórsvigsmóti í Finnlandi í gær og sigraði um leið á FIS-móti í fyrsta skipti á ferlinum. Keppendur komu frá sjö löndum og ætti Hólmfríður að styrkja stöðu sína frekar á styrkleikalistanum eins og hún hefur gert að undan- förnu. Hólmfríður Dóra fór fyrri ferðina á 54,97 sekúndum og hina síðari á 52,40 sekúndum. Saman- lagður tími hennar var 1:47,37 mín- útur. Mjótt var á mununum því Kia- Emilia Hakala frá Finnlandi kom næst á 1:47,38 mínútum. Fyrsti sigurinn hjá Hólmfríði Ljósmynd/SKÍ Vann Hólmfríður Dóra Friðgeirs- dóttir var best í Finnlandi. Hamarsmenn úr Hveragerði eru orðnir deildarmeistarar karla í blaki eftir að Blaksamband Íslands ákvað að ljúka aðeins tveimur þriðju hlutum af yfirstandandi deildakeppni. Öllum leikjum sem áttu að fara fram 25. mars til 15. apríl hefur verið aflýst en þeir leik- ir sem eftir voru verða spilaðir. Með fækkun leikja er ljóst að ekk- ert lið nær Hamri sem hefur unnið alla ellefu leiki sína og varð þar að auki bikarmeistari í vetur. Úrslita- keppnin um Íslandsmeistaratitilinn fer síðan fram í maí. Annar titill Ham- ars er í höfn Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Bikar Hamarsmenn fögnuðu bikar- meistaratitlinum í marsmánuði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.