Morgunblaðið - 16.04.2021, Síða 29

Morgunblaðið - 16.04.2021, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ FRANCESMcDORMAND MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO PEOPLE’S CHOICE AWARD TORONTO FILM FESTIVAL SIGURVERARI GOLDEN LION BEST FILM VENICE FILM FESTIVAL SIGURVERARI EVENING STANDARD THE GUARDIAN TOTAL FILM THE DAILY TELEGRAPH TIME OUT EMPIRE BESTA MYNDIN BESTALEIKONAN ÍAÐALHLUTERKI Frances McDormand BESTI LEIKSTJÓRI Chloé Zhao 6 ÓSKARS TILNEFNINGAR MEÐAL ANNARS ® 94% 96% 99%BESTA MYNDIN Sýnd með íSlenSku og enSku tali 94% Vinsælasta mynd ársins í bíó á Heimsvísu! Stórmynd sem allir verða að sjá í bíó. Ekkja belgíska teiknimyndasögu- höfundarins Hergé, sem skapaði hinn heimskunna og hugprúða ævintýramann Tinna, sækir hart fram gegn þeim listamönnum sem henni og lögmönnum hennar þykja ganga nærri heiðurs- og höfundarrétti Hergés og reynir að stöðva framleiðslu þeirra á verkum sem sýna Tinna. Nú síð- ast höfðaði hún mál gegn franska listamanninum Christophe Tixier sem kallar sig Peppone en mis- stórir fígúratífir skúlptúrar hans byggjast á nokkrum þekktustu teiknimyndasöguhetjunum, auk Tinna meðal annars Kóngulóar- manninum, Mikka Mús og kett- inum Felix. Peppone harmar að vera kall- aður svindlari sem sé að reyna að hagnast á höfundarverki Hergés en málið fer senn fyrir rétt í Marseille. Ekkjan fer fram á 200.000 evrur í bætur, um 25 milljónir króna, og að skúlptúrar listamannsins verði gerðir upp- tækir. „Listamenn vinna út frá alls- kyns áhrifum sem þeir verða fyr- ir frá öðrum,“ segir Peppone og minnir á að Pablo Picasso hafi til að mynda unnið út frá áhrifum sem hann varð fyrir af list afr- ískra frumbyggja, án þess að hafa verið sakaður um að brjóta á rétti þeirra. Lögmaður Peppone mun í vörninni meðal annars spyrja hvort Hergé hafi í raun verið skapari Tinna þar sem árið 1898 hafi franskur teiknari, Benjamin Rabier að nafni, gefið út mynda- sögur með persónu sem nefnist Tintin-Lutin og er rétt eins og Tinni Hergés klæddur í golf- buxur og með ljóst úfið hár. Réttindaskrifstofa Fanny Vla- mynck, ekkju Hergés, hefur á undanförnum árum höfðað nokk- ur mál þegar henni hefur þótt vera brotið á sæmdarrétti Her- gés. Nú er til að mynda beðið dóms í máli sem hún höfðaði gegn öðrum frönskum listamanni, Xavier Marabout, sem málar verk þar sem hann fellir Tinna ást- sjúkan að sjá inn í endurgerðir málverka eftir bandaríska list- málarann Edward Hopper. AFP Ákærður Listamaðurinn Christophe Tixier sem kallar sig Peppone við einn skúlptúra sinna af Tinna, en þessi er þakinn myndum úr Tinnabókum. Mál höfðuð fyrir brot á sæmdarrétti Tinna É g virti fyrir mér tóma ferðatöskuna. Á botninum var Karl Marx. Á lokinu var Brodskí. Og á milli þeirra var hið glataða, ómetanlega, einstaka líf mitt,“ segir sögumaður Ferðatöskunnar eftir rússneska rit- höfundinn Sergej Dovlatov (1941- 1990) í upphafskafla bókarinnar, þar sem hann hefur tekið fram töskuna sem var það eina sem hann tók með sér þegar hann fékk leyfi til að flytja til Bandaríkjanna frá Sovétríkjunum fjórum árum fyrr. Og þarna var hann að opna töskuna í fyrsta skipti allan þann tíma og tók upp jakkaföt, poplínskyrtu, skó, flauelsjakka, vetrarhúfu, þrjú pör af krepsokk- um, bílstjóra- hanska og offí- serabelti. Á botni töskunnar lá blaðsíða úr Prövdu frá 1980 og efst á síðunni „var flennistór fyrirsögn: „Lengi lifi hinar stórbrotnu kenn- ingar!“ Og á miðri síðunni var mynd af Karli Marx.“ Sögumaður stendur frammi fyrir innihaldi töskunnar og segir: „Marglit föt mín lágu í hrúgu á eldhúsborðinu. Þetta var það sem ég hafði eignast á þrjátíu og sex árum. Summa lífs míns í heimalandinu. Ég hugsaði: „Getur verið að þetta sé allt og sumt?“ Og svaraði sjálfum mér: „Já, þetta er allt og sumt.““ (12) Að þessum inngangi loknum vind- ur sögumaður sér síðan í að segja frá því hvernig hann eignaðist hverja flík, hvern hlut í töskunni. Og dregur við það upp dásamlega kaldhæðna – og um leið sérkennilega fallega – mynd af gjörspilltu og brengluðu samfélagi Sovétríkjanna sem hann hafði flúið eftir að hafa búið þar í 36 ár. Og líkindin með sögumanninum og lífi höfundarins sjálfs eru mjög mikil. Dovlatov hefur lengi verið költhöf- undur í Bandaríkjunum en á þeim 12 árum sem hann var búsettur vestan- hafs komu út eftir hann jafnmargar bækur. Eftir að hafa glímt lengi við drykkjusýki lést hann úr hjartaáfalli aðeins 48 ára gamall. Áslaug Agnars- dóttir þýðandi kynnti Dovlatov fyrst fyrir íslenskum lesendum með ann- arri stórskemmtilegt sjálfs- ævisögulegri bók eftir hann, Kona frá öðru landi, sem kom út fyrir fjórum árum. Og hér, í Ferðatöskunni, er ekki síður skemmtilegt flug og hver hreint makalausa sagan rekur aðra, undirbyggðar af þeim góðlátlega húmor sem einkennir frásagnir höfundarins, húmor sem er beitt listavel við að afhjúpa ráðaleysi og vanhæfni þeirra sem fara með völdin, og óskilvirkni og vitleysisgang í Sovétríkjunum sálugu. Á köflum minnir frásagnartæknin á dátann Svejk í sögu Jaroslavs Haseks, þar sem sögumaður er sem metnaðar- laust rekald í samfélaginu og virkar sem kjáni á aðra en gegnum hann birtist samt hárbeitt og fyndin sýn á mannlífið. Sögumaður Dolatovs starfar í sumum sögunum sem misheppnaður blaðamaður en líka til að mynda fangavörður og aðstoðarmaður myndhöggvara. Og alls staðar reynir hann að mata krókinn, ná sér í sposl- ur með einhverjum hætti, og fær sér líka stundum hressilega í tána sem kallar á spaugilegar uppákomur. Þá safnast að honum þessar flíkur og hlutir sem koma mörgum árum seinna upp úr ferðatösku í New York. Og kaldhæðnin er hressileg, til að mynda þegar metnaðarleysið er upphafið, eins og í lýsingu á hjóna- bandi sögumannsins: „Við mættum öllum freistingum og hörmungum lífsins með því eina sem við áttum – tómlæti. Maður veltir fyrir sér hvað geti verið traustara en höll sem er byggð á sandi? Hvað er endingar- betra og áreiðanlegra í fjölskyldulífi en gagnkvæmt ístöðuleysi?“ (115) Slíkar spurningar og ekki síður svör Dovlatovs eru alltaf óvænt og skemmtileg, eins og vel má sjá í inni- haldi Ferðatöskunnar. Sergej Dovlatov „… hver hreint makalausa sagan rekur aðra, undir- byggðar af þeim góðlátlega húmor sem einkennir frásagnir höfundarins.“ Kostuleg summa 36 ára lífs í Sovétríkjunum Skáldsaga Ferðataskan bbbbn Eftir Sergej Dovlatov. Áslaug Agnarsdóttir íslenskaði. Dimma, 2021. Kilja, 166 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.