Morgunblaðið - 16.04.2021, Side 32
EITTMESTA ÚRVAL
LANDSINS AF
HEILSUDÝNUM
GERIÐ GÆÐA & VERÐSAMANBURÐ
NÝ NÁTTÚRULEG
HEILSUDÝNA
Á KYNNINGARVERÐI
MARGAR STÆRÐIR Í BOÐI
MIÐGARÐUR
KODDA OG LÍN SPREY
MIKIÐ ÚRVAL AF GÓÐUM ILMVÖRUM
NÝTT
Allt fyrir góðan svefn
og betri heilsu
Sýningin „Tært land“ með verkum eftir hinn kunna
skoska myndlistarmann Callum Innes verður opnuð í i8
galleríi við Tryggvagötu í dag, föstudag, frá kl. 12 til 17.
Á sýningunni eru fimmtíu vatnslitamyndir sem mynda
eitt verk. „Tært land“ var áður sett upp í OSL con-
temporary-galleríinu í Osló en þetta er þriðja sýning
Innes í i8. Hann er þekktur fyrir abstraktverk sín og
hafa vatnslitamyndir verið órjúfanlegur hluti þeirra
undanfarna áratugi og nefnir Innes skærleika litanna
sem ástæðu þess að hann snýr alltaf aftur í þann miðil.
„Tært land“ með vatnslitaverkum
Callums Innes á sýningu í i8 galleríi
FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 106. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
„Þetta er flott lið með mjög góða leikmenn. Þær geta
hins vegar átt sína slæmu daga og vonandi náum við að
stríða þeim,“ segir Ragnheiður Júlíusdóttir landsliðs-
kona í handknattleik sem er komin til Slóveníu þar sem
íslenska landsliðið leikur á morgun fyrri umspilsleikinn
um sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins. » 26
Þær geta átt sína slæmu daga
ÍÞRÓTTIR MENNING
hefur Hilmar haft það fyrir daglegan
sið að athuga hvort ekki sé allt í lagi í
gamla húsinu. Skömmu áður en stóra
flóðið reif það með sér var hann á
leiðinni þangað ásamt Haraldi Má
Sigurðssyni, félaga sínum og ná-
granna. „Við vorum á okkar hefð-
bundna eftirmiðdagsrúnti, en vorum
stoppaðir inni við gamla apótekið og
sagt að við mættum ekki fara út eftir.
Á meðan við ræddum málin heyrðum
við þessar rosalegu drunur. Það var
flóðið sem tók Dagsbrún og allt sem í
húsinu var og ef við hefðum haldið
áfram óhindrað er líklegt að ég hefði
verið þar inni og Halli Már setið í
bílnum fyrir neðan. Þá hefðum við
ekki verið til frásagnar.“
Skömmu fyrir flóðin hafði barna-
barn Hilmars og Ernu flutt úr hús-
inu. „Sem betur fer keyptu afastrák-
urinn og konan hans blokkaríbúð
sem þau voru komin í ásamt tæplega
eins árs dótturinni og segja má að
það sé mér að þakka vegna þess að ég
samþykkti ekki breytingar sem hann
vildi gera á Dagsbrún.“ Missirinn
hafi samt verið mikill, þótt eignirnar
hafi verið tryggðar. „Það er svo
margt sem ekki verður metið til fjár
og bætt, til dæmis gamlar ljósmyndir
og fleira. Við erum vön skriðum en
þessi var mikið áfall.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Aurflóðin á Seyðisfirði skömmu fyrir
nýliðin jól ollu miklu tjóni og sárin
gróa seint eða aldrei. „Ég fæ alltaf
sting í hjartað þegar ég kem að þar
sem Dagsbrún, húsið okkar við Hafn-
arstræti, var,“ segir Hilmar Eyjólfs-
son, sem missti nær allt sitt í stóra
flóðinu.
Hilmar fæddist og ólst upp á
Laugarbrekku við Suðurlandsbraut í
Reykjavík. Hann vann í vélsmiðjum,
Héðni og lengur í Tækni, og þau
Erna Halldórsdóttir, eiginkona hans
sem lést 2018, höfðu það fyrir sið að
fara í vinnu út á land á sumrin. „Við
kölluðum það að fara í sumarfrí og
eitt sinn réðum við okkur hérna á
Seyðisfirði í tvo mánuði en teygst
hefur úr dvölinni.“
Þau byrjuðu á því að vinna í
bræðslunni en fljótlega fór Hilmar að
vinna í Vélsmiðju Seyðisfjarðar og
var þar lengst af starfsævinnar, en
hann er 87 ára. „Það var góður vinnu-
staður og við smullum inn í lífið hérna
enda er Seyðisfjörður drauma-
staður.“
Hrekkur og skrekkur
Á síldarárunum fyrir 1970 var ið-
andi líf á Seyðisfirði en grúturinn var
mikill og Hilmar lét sig málið varða
með góðum árangri. „Þegar bræðsl-
urnar voru hérna var mikil lýsis-
mengun á landi og í firðinum,“ rifjar
hann upp. „Grúturinn hafði ekki góð
áhrif, hvorki á fjörðinn né lífríkið.
Þegar lýsið fór í fiðrið á kollunum var
ekki að spyrja að leikslokum.“ Hann
beitti sér fyrir því að verksmiðjurnar
og skipin hættu að losa sig við úr-
ganginn í sjóinn. „Ég hringdi í Nátt-
úruvernd fyrir sunnan og bað um að
sendir yrðu menn til að kíkja á
þetta,“ upplýsir hann. Lét það fylgja
með að ekki borgaði sig að láta
bæjarstjórnarmenn vita. „Allt í einu
birtust náttúruverndarmennirnir öll-
um að óvörum og ég fékk skömm í
hattinn hjá bæjarstjórninni fyrir að
hafa ekki látið hana vita. En þetta
hafði tilætluð áhrif; gildrum fyrir úr-
ganginn var komið fyrir á viðeigandi
stöðum og bátunum var bannað að
dæla í sjóinn við bryggjurnar.“
Hjónin bjuggu í Dagsbrún í nær
hálfa öld og eftir að þau fluttu í íbúð
fyrir aldraða í eigu kaupstaðarins
Slapp með skrekkinn
- Hilmar segir Seyðisfjörð draumastað en aurflóðin áfall
Morgunblaðið/Eggert
Seyðisfjörður Mikið tjón hlaust af skriðuföllunum í desember.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Jarðbundinn Hilmar Eyjólfsson.