Morgunblaðið - 17.04.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.04.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021 STYRKUR -HAGKVÆMNI -HÖNNUN LANDSHÚSLandshús - Sími 553 1550 - landshus.is KLETTARHEILSÁRSHÚS Klettareru sterkbyggðhús – sérhönnuðaf Efluverkfræðistofu. Húsineruhefðbundin timburgrindarhús semeru Íslandi aðgóðukunn. Húsinafhendastósamsett, aðhluta í forsmíðuðumeiningumogaðhluta semforsniðiðefni.Hentug lausnviðþröngaraðstæður. Uppsetninghúsannaerafarfljótleg. Klettar erumeðrúmgóðusvefnlofti (hæð2,1m) semeykurnotagildi hússinsumtalsvert. Klettar 65 –Grunnverð kr. 9.475.000,- Klettar 80 –Grunnverð kr. 11.975.000,- Ítarlegar upplýsingar og afhendingarlýsingumá finna á vefsíðu okkar. Húsið ámyndinni er af gerðinni Klettar 80 sem reist var 2019 á Vesturlandi. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík- isráðherra segir að frá því að hon- um hafi verið tilkynnt að íslenskur borgari myndi sæta refsiaðgerðum að hálfu kínverskra stjórnvaldi hafi honum verið ljóst að það væri svar kínverskra stjórnvalda við tilvon- andi þátttöku Íslands í þvingunar- aðgerðum vegna mannréttindamála í Xinjiang-héraði. Í yfirlýsingu sem kínverska sendiráðið á Íslandi sendi frá sér í gær er það staðfest að Jónas Har- aldsson, íslenskur lögmaður og elli- lífeyrisþegi, hafi verið settur á svartan lista kínverskra yfirvalda. Þá staðfestir yfirlýsing sendiráðs- ins einnig að þvingunaraðgerðin gagnvart Jónasi sé svar við yfirvof- andi þátttöku Íslands í þvingunar- aðgerðum gagnvart kínverskum einstaklingum og lögaðilum sem taka þátt í mannréttindabrotum í Xinjiang-héraði gagnvart úígúra- múslimum. Í yfirlýsingunni er þess krafist að Ísland hætti öllum afskiptum af kínverskum innanríkismálum undir yfirskini mannréttindamála. „Kína hefur ákveðið að beita gagnkvæmum refsiaðgerðum gagn- vart einum íslenskum einstaklingi sem skaðar fullveldi og hagsmuni Kína alvarlega með því að dreifa lygum og upplýsingaóreiðu með ill- girnislegum hætti,“ segir í yfirlýs- ingunni. Þar er fullyrt að Ísland hafi ákveðið að taka þátt í þvingunar- aðgerðum sem byggist ekki á neinu nema lygum og falsfréttum og að ákvörðunin brjóti alþjóðleg lög og óskrifaðar reglur um alþjóðasam- skipti. Þá er því haldið fram að þátttaka Íslands í þvingunarað- gerðunum grafi verulega undan samskiptum Íslands og Kína. Spurður um það segir bendir Guðlaugur Þór á að á þessu árið verður haldið upp á 50 ára stjórn- málasamband Íslands og Kína. „Það eru fjölmörg mál sem við eig- um sameiginleg, bæði tvíhliða og al- þjóðleg, með Kínverjum. En það þekkja allir afstöðu okkar í mann- réttindamálum.“ Þá segir Guðlaugur óásættanlegt að beita íslenskan ríkisborgara refsiaðgerðum fyrir að nýta sér stjórnarskrárvarin réttindi sín – málfrelsið. Hvernig svarar þú kröfum Kín- verja um að Ísland láti af afskiptum af þeirra innanlandsmálum? „Mannréttindi eru algild og eiga við alla, allsstaðar. Um það kveða fjölmargir mikilvægustu sáttmálar, sem að meðal annars Kína eiga að- ild að.“ Guðlaugur Þór segir að öllum sé frjálst, þar á meðal kínverskum stjórnvöldum, að koma sínum sjón- armiðjum á framfæri. „Við hvetjum þá til að eiga það samstarf við al- þjóðastofnanir til þess að komast að niðurstöðu í þeim málum sem menn eru ekki sammála um.“ Steinhissa á málinu Jónas kveðst steinhissa á því að skrif hans hafi flækst inn í ákveðna milliríkjadeilu. Hann hefur bæði skrifað um frágang kínverska sendiráðsins á fyrra húsnæði sendi- ráðsins, kínverska ferðamenn og tengsl Covid-19 og Kína. Hann taldi þess vegna að vera hans á svarta listanum væri persónuleg. „Þetta hefur engin áhrif á mig. Ég svo sem vissi að Kínverj- arnir væru ekk- ert hressir með skrif mín enda oft svolítið djúpt tekið í árinni og svona. Þannig að það kom mér ekkert á óvart að ég væri ekki á vinsældalistanum. En svo er þetta bara aðferð sem þeir virðast nota úti um allt,“ segir Jón- as. „Þetta er bara einhver stöðluð aðferð. Ef Ísland hefði ekki farið út í að mótmæla meðferð þeirra á úígúrum hefðu þeir líklega ekki beitt sér svona gegn mér.“ Jónas segir að ekki hafi staðið til að stunda viðskipti við kínverska banka. Þá eigi hann hvorki pening í kínverskum banka né sé á leið til Kína. „Það að fara á svartan lista, það er alltaf sérstakt, hjá fjölmennasta ríki í heiminum. Að ég sé að trufla þá eitthvað. Ég er bara ellilífeyr- isþegi, ég var ekkert að fara að leggja lífeyrinn minn inn í kín- verska banka hvort eð er.“ Jin Zhijian, sendiherra Kína á Ís- landi, afþakkaði viðtalsboð þegar eftir því var leitað. Svar frá Kína við þátttöku Íslands - Vilja að Ísland hætti afskiptum - Guðlaugur segir óásætt- anlegt að íslenskur ríkisborgari sé beittur refsiaðgerðum Morgunblaðið/Eggert Sendiráðið Sendi frá sér harðorða yfirlýsingu vegna málsins í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson Jónas Haraldsson Jin Zhijian Fjögur kórónuveirusmit greindust innanlands á fimmtudag. Þrír þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví. „Maður hefði viljað sjá þetta betra,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir um tölurnar. Hann segir engin tengsl á milli þeirra sem greindust ut- an sóttkvíar og smitin virðist ekki tengjast fyrri tilfellum. Gera má ráð fyrir því að bólusetn- ingum hér á landi gegn Covid-19 verði lokið fyrr en áætlað hafði verið en miðað hefur verið við að þeim ljúki um miðjan júlí. Þetta segir Svandís Svav- arsdóttir heilbrigðisráðherra í kjölfar tíðinda af staðfestri afhendingaráætl- un bóluefnaframleiðandans Pfizer. Von er á samtals 244.000 bóluefna- skömmtum Pfizer til Íslands í maí, júní og júlí. Í maí berast 70.200 skammtar frá Pfizer, í júní 82.000 skammtar og 92.000 skammtar í júlí. Skammtarnir í júlí eru tvöfalt fleiri en áður hafði verið vænst. Engin tengsl milli smitanna - Útlit fyrir að bólu- setningum ljúki fyrr 4 ný innanlandssmitgreindust sl. sólarhring 165 einstaklingareru í sóttkví 1.072 einstaklingareru í skimunarsóttkví 73 eru meðvirkt smit og í einangrun Fjöldi smita Heimild: covid.is Fjöldi smita innanlands Fjöldi smita á landamærum júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl Fullbólusettir: 28.563 einstak-lingar Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Í þau rúmu tvö ár sem samningar sjálfstætt starfandi sérgreinalækn- anna og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) hafa verið lausir hafa stofu- læknar tekið á móti yfir milljón heimsóknum við mismunandi erfið- ar aðstæður vegna samningsleysis, ýmissa afleiðinga Covid-19, veik- ingar krónunnar með tilheyrandi kostnaðarhækkunum, aukinna krafna um samþættingu skráning- arkerfa, styttingar vinnuvikunnar o.fl. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Læknafélags Reykjavíkur. Stjórnin segir að heilbrigðis- ráðherra hóti sjúklingum því að „taka af þeim lögbundnar sjúkra- tryggingar ef þeir leita til sérfræði- lækna sem þóknast ekki stjórnvöld- um“. SÍ „halla réttu máli“ Málefni sérgreinalækna hafa verið í eldlínunni í vikunni. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur kynnt áform um breytingu á reglugerð um endurgreiðslu kostn- aðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við SÍ. Felur breytingin meðal annars í sér að sjúklingar þeirra lækna sem rukka aukakostnað samkvæmt gjaldskrá muni ekki njóta kostnaðarþátttöku Sjúkratrygginga Íslands. Samning- ar hafa verið lausir frá árinu 2018. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga, sagði í yfirlýs- ingu á fimmtudag að sérgreina- læknar hefðu fengið fjölmargar verðlagshækkanir frá því síðasti samningur þeirra við Sjúkratrygg- ingar Íslands var gerður. Stjórn Læknafélags Reykjavíkur mót- mælir ýmsu sem kemur fram í yf- irlýsingu SÍ í eigin yfirlýsingu. „Sjúkratryggingar Íslands halla réttu máli þegar þær lýsa því yfir að greiðslur ríkisins til sérgreina- lækna hafi fylgt verðlagsþróun síð- an samningar runnu út í lok árs 2018. Þar er líka langt gengið þegar sagt er að yfirlýsingar formanns Læknafélags Reykjavíkur um hið gagnstæða standist ekki skoðun. Þessar staðhæfingar orka báðar tvímælis svo ekki sé fastar að orði kveðið. Á sama tíma hótar heil- brigðisráðherra sjúklingum því að taka af þeim lögbundnar sjúkra- tryggingar ef þeir leita til sérfræði- lækna sem þóknast ekki stjórnvöld- um. Tímasetning þessara og fleiri stóryrða vekur athygli og eykur væntanlega fæstum bjartsýni um að þær samningaviðræður sem í gangi eru á milli LR og SÍ verði ár- angursríkar,“ segir í yfirlýsingu Læknafélags Reykjavíkur. Þar segir stjórnin óviðunandi að samningar sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og SÍ hafi verið lausir í rúm tvö ár. „Sú 15% leiðrétting sem varð á samningnum umfram verðlag árið 2014 var vegna þess að árið 2009 gáfu læknar eftir 9,2% umsamda hækkun vegna fjármálahrunsins. Flestir landsmenn gáfu eftir launa- kjör á svipaðan hátt en fengu slíka lækkun bætta mun fyrr.“ Morgunblaðið/Eggert Að störfum Málefni sérgreinalækna hafa verið í eldlínunni í vikunni. Samningsleysið „óviðunandi“ - Mótmæla yfirlýsingu Sjúkratrygginga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.