Morgunblaðið - 17.04.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021
Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins miðvikudaginn
12. maí klukkan 12:00
Fyrirhugað er að halda fundinn rafrænt, vegna sóttvarnarráðstafana.
Verði létt á sóttvarnarreglum mun fundurinn haldinn í húsnæði SA.
Fari svo mun það tilkynnt með góðum fyrirvara.
Fram fara hefðbundin aðalfundarstörf þar sem greint verður meðal annars
frá kjöri formanns Samtaka atvinnulífsins og stjórnar SA 2021-2022.
Rétt til setu á aðalfundinum eiga stjórnendur aðildarfyrirtækja Samtaka
atvinnulífsins ásamt starfsmönnum SA og aðildarsamtaka.
Við atkvæðagreiðslu á aðalfundi fara fulltrúar í fulltrúaráði með atkvæðarétt.
Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar fyrir næstliðið starfsár
2. Reikningar samtakanna fyrir næstliðið reikningsár
3. Kjöri formanns lýst
4. Kjöri stjórnar lýst
5. Kosning löggilts endurskoðanda
6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál
AÐALFUNDUR
SAMTAKA ATVINNULÍFSINS
Hraun fór að renna austur úr Geld-
ingadölum í gærmorgun í átt að fjall-
inu Stóra-Hrút. Það fór yfir göngu-
leið A á kafla. Bogi Adolfsson,
formaður björgunarsveitarinnar Þor-
björns, sagði að enn væri nóg svig-
rúm fyrir göngufólk að krækja fyrir
hrauntauminn.
Þorvaldur Þórðarson, eldfjalla-
fræðingur og prófessor við HÍ, sagði
að þetta væru tímamót í eldgosinu.
„Þessir nýju gígar eru orsökin fyrir
þessu, hraunið sem kemur frá þeim.
Þetta beinist austur og út í skarðið og
það er greinilegt að þessir gígar hafa
nægilegt afl til þess að keyra hraunið
yfir þennan þröskuld sem var þarna í
austurskarðinu,“ sagði Þorvaldur í
samtali við mbl.is. Hann sagði
ómögulegt að spá um hvaða leið
hraunið ætti eftir að renna. Eigi þessi
hrauntaumur eftir að lengjast veru-
lega sé spurning hvort hann leiti til
austurs og niður í Meradali eða fari í
suðurátt.
Í gær voru alls 16 manns á vakt við
gæslu á gosstöðvunum. Bogi sagði að
flestir kæmu á gosstöðvarnar seinni
part dagsins og veðurspáin réði miklu
um aðsóknina. Fólk veldi þokkalegt
veður til göngunnar.
gudni@mbl.is, liljahrund@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Fagradalsfjall Leiðinlegt veður var á gosstöðvunum í gær og fáir á ferli.
Hraun fer austur
úr Geldingadölum
- Svigrúm til að krækja fyrir tauminn
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Þó að Vatnshóllinn og nærliggjandi
svæði séu ekki stór skiptir það hér í
norðurhluta Hlíðahverfis miklu. Þær
breytingar sem borgin hyggst gera
á áður kynntu skipulagi reitsins eru
í áttina, en duga hvergi,“ segir
Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, íbúi við
Vatnsholt á Rauðarárholti í Reykja-
vík.
Eins og fram hefur komið í
Morgunblaðinu stendur styr um þau
áform borgaryfirvalda að heimila
íbúðabyggð á svonefndum stýri-
mannaskólareit. Borgin telur sig
hafa brugðist við gagnrýnisröddum
með fækkun þeirra íbúða sem reisa
skal og græn svæði verða stækkuð
vegna athugasemda íbúa og annarra
sem málinu tengjast. Sunna segir
hins vegar að ekki hafi verið hlustað
á raddir íbúa, þrátt fyrir athuga-
semdir þeirra
Vinsælt leiksvæði
Svonefndur Vatnshóll, sem stend-
ur við Háteigsveg, mun standa
áfram en hann hefur á veturna verið
sleðabrekka krakkanna í hverfinu
og mikilvægt leiksvæði á öðrum
tíma árs. Á austurhluta reitsins
verða reistar íbúðir fyrir tekjulægri
eldri borgara á vegum Félags eldri
borgara. Á vesturhluta verða hag-
kvæmar íbúðir fyrir ungt fólk og
fyrstu kaupendur, skv. því sem Dag-
ur B. Eggertsson borgarstjóri hefur
greint frá á samfélagsmiðlum.
„Við frágang skipulagsins var
felldur út byggingarreitur fyrir
stúdentaíbúðir sem átti að vera
norðan við Vatnshólinn. Við það varð
til stærra svæði við Vatnshólinn,
skilgreint sem grænt svæði fyrir al-
menning og sérstaklega börn, kallað
hverfisgarður. Svæðið verður útfært
með það í huga að vera útivistar- og
leiksvæði fyrir almenning. Börnin í
hverfinu geta því áfram nýtt Vatns-
hólinn sem vettvang leikja og sem
sleðabrekku á
veturna,“ segir
Dagur í svari til
blaðsins.
Í yfirlýsingu
frá Vinum Vatns-
hólsins kemur
m.a. fram að þótt
borgin hafi
ákveðið að friða
hólinn og stakk-
stæðið í Salt-
fiskmóanum, í norðvesturhorni
stýrimannaskólareistsins, sé ekki
virt tíu metra helgunarsvæði. Það
hve íbúðabyggingar verði nærri
hólnum eyðileggi hann sem leik-
svæði barna. Þær breytingar sem
gerðar hafi verið séu sömuleiðis all-
ar vegna krafna opinberra aðila, en
ekki íbúa. Þrengja hafi átt mikið að
sjómannaskólahúsinu en fallið hafi
verið frá því að kröfu Framkvæmda-
sýslunnar. Sömuleiðis hafi margt í
kynningu á skipulagi þessa svæðis
verið blekkjandi, s.s. meðfylgjandi
teikning sem sýni græn svæði á sjó-
mannaskólareitnum stærri en þau
séu í raun. Einnig séu götur, bíla-
stæði og skipulagðar leikskólalóðir á
reitnum skilgreind græn svæði.
„Breytingarnar á skipulagi reits-
ins eru óverulegar. Í stað þess að
færa byggingar og fækka ætti að
þyrma öllum hverfisgarðinum.
Græn svæði eru vítamínsprauta og
hafa mikil áhrif á lýðheilsu borgar-
búa og mikilvægt er að standa vörð
um réttinn til leiks og hreyfingar
fyrir börn. Þetta segir borgin í
kynningu og er ég sammála,“ segir
Sunna Dögg.
Hverfisgarðinum öllum sé þyrmt
- Vatnshóllinn verndaður og skipulagi breytt á stýrimannaskólareitnum - Borgin fær harða gagn-
rýni - Breytingar á skipulagi duga hvergi, segir íbúi - Hóllinn áfram leiksvæði, segir borgarstjóri
Börnin í norðurhluta Hlíðahverf-
is hafa verið áberandi í mót-
mælum gegn breytingum á
skipulagi stýrimannaskólareits-
ins. Þau efna til mótmæla við
Vatnshólinn í dag klukkan 14 og
meðal annars hefur borgar-
fulltrúum í Reykjavík verið boð-
ið á staðinn. Einnig ætla aðrir
íbúar í hverfinu að láta til sín
taka og mæta á svæðið.
„Sýnum samstöðu í verki.
Gerum úr þessu gott hverfis-
partí og njótum Vatnshólsins og
leiksvæðisins umhverfis hann
með börnunum áður en það fer
undir malbik. Virðum tveggja
metra reglu,“ segir í kynningu á
Facebook um þann viðburð sem
fram undan er í dag.
Sýna á sam-
stöðu í verki
HVERFISPARTÍ Í DAG
Teikning/Reykjavíkurborg
Reiturinn Svona gæti hverfið litið út í framtíðinni. Nýjar byggingar eru hvítlitaðar. Íbúar segja myndina villa.
Morgunblaðið/Eggert
Vatnshóll Búið er að girða af framkvæmdasvæði við hólinn. Íbúar segja að
þrengt sé að leiksvæði barna, sem hafa rennt sér niður hólinn á veturna.
Sunna Dögg
Ásgeirsdóttir