Morgunblaðið - 17.04.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 17.04.2021, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021 báknið! Burt með Látum kerfið þjóna fólkinu, einföldum reglur og aukum skilvirkni. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Icelandair hefur í varúðarskyni tekið eina Boeing 737 MAX-vél úr rekstri á meðan skoðun fer fram og úrbætur eru gerðar samkvæmt tilmælum Boeing og bandarískra flugmála- yfirvalda. Boeing tilkynnti í síðustu viku um mögulegt tæknilegt atriði sem tengdist rafkerfi í tilteknum vél- um, sem í kjölfarið voru teknar tíma- bundið úr rekstri hjá nokkrum flug- félögum. „Eftirlitsstofnun í Bandaríkjunum sem fylgist með hönnun allra flug- véla hefur fylgst sérstaklega vel með þessum [Boeing M737 MAX] vélum, umfram aðrar í ljósi þess sem kom upp á. Þeir vilja meina að svokölluð jarðtenging í ákveðnum hlutum á vélunum sé ekki nægilega góð og hana þurfi að bæta,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Ice- landair, um málið. Haukur segir að ekki liggi fyrir að svo stöddu á hvaða hátt þurfi að bæta jarðtenginguna en aðgerðin ætti að vera einföld og taka aðeins hluta úr degi. „Það er nú einu sinni þannig í flug- bransanum að það eru allir hlutir flóknir. Við megum ekki gera þessa einföldu viðgerð fyrr en Boeing gef- ur út nákvæm tilmæli um hvernig hún skal vera gerð. Svo við bíðum bara eftir því.“ karitas@mbl.is Bæta þarf jarðtengingu í MAX 737 - 737 MAX-vél tekin úr rekstri í örygg- isskyni - Aðgerðin ætti að vera einföld Morgunblaðið/Árni Sæberg 737-MAX-vél Úrbætur verða gerð- ar samkvæmt tilmælum Boeing. Icelandair er það fyrirtæki sem hafði um mánaðamótin febrúar/ mars fengið mestan stuðning úr rík- issjóði vegna greiðslu á hluta launa- kostnaðar á uppsagnarfresti eða samtals tæpa 3,7 milljarða króna vegna 1.918 starfsmanna. Þetta kemur fram á nýju yfirliti skattsins. Næst í röðinni eru Flugleiðahótel sem hafa fengið um 627 milljónir kr. vegna 493 starfsmanna, Bláa lónið um 603 milljónir vegna 550 starfs- manna, Íslandshótel um 593 millj- ónir vegna 468 starfsmanna og Mið- bæjarhótel/Centerhotels um 260 milljónir vegna 226 starfsmanna. Fram kom á yfirliti sem fjármála- ráðuneytið birti í vikunni um að- gerðir og styrki og stuðning vegna veirufaraldursins að hinn 14. apríl höfðu borist 1.555 umsóknir um styrk vegna greiðslu hluta launa- kostnaðar á uppsagnarfresti og höfðu allar umsóknirnar verið af- greiddar. Samtals hafa þá verið greiddir um 12,15 milljarðar króna vegna þessa stuðnings en úrræðið var lögfest í lok maí í fyrra vegna afleiðinga faraldursins. Skatturinn hefur nú einnig birt upplýsingar um þá sem fengið hafa greidda tekjufallsstyrki og við- spyrnustyrki miðað við stöðuna 14. apríl sl. Birt eru nöfn allra fyrir- tækja og lögaðila sem hafa fengið tekjufallsstyrk og viðspyrnustyrk og fjárhæð til hvers og eins ef hún er yfir sem nemur 100 þúsund evr- um (um 15,1 milljón ísl. kr.). Fram kemur í umfjöllun fjármálaráðuneytisins í vikunni að yfir tveir milljarðar króna hafa nú verið greiddir í viðspyrnustyrki sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þ.m.t. einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 14. apríl höfðu skatt- inum, sem fer með framkvæmd úr- ræðisins, borist um 2.050 umsóknir um styrkina og höfðu um 1.740 ver- ið afgreiddar. Þá hafa um 9,5 milljarðar verið greiddir í tekjufallsstyrki og um 2, 3 milljarðar króna í lokunarstyrki. A yfirliti skattsins má sjá að ríflega 130 lögaðilar hafa fengið tekjufalls- styrki sem eru hærri en 100 þúsund evra fjárhæðin sem miðað er við varðandi birtingu upplýsinga um styrkþega. omfr@mbl.is 12,1 milljarður í uppsagnastyrki - Icelandair hefur fengið 3,7 milljarða vegna launakostnaðar á uppsagnarfresti Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðar-framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, rak endahnútinn á Viðskiptablaðið í vikunni. Hún skrifaði um ólíkar launahækkanir hér á landi og ann- ars staðar á Norðurlöndum. Í Noregi hafi fyrr í vikunni verið sam- ið um 2,7% hækkun meðallauna á milli áranna 2020 og 2021. Í Svíþjóð hafi í lok liðins árs ver- ið samið um meðalhækkun á ári upp á 1,8% á tímabilinu 2020 til 2023. - - - Svo segir Ásdís: „Til sam-anburðar hækkuðu laun á Ís- landi um ríflega 6% í fyrra og í febrúar síðastliðnum hækkaði launavísitalan um tæplega 11% milli ára. Á Norðurlöndunum snúast deilur um það hvort 2% launahækkanir hamli fjölgun starfa og skaði samkeppnisstöðu atvinnulífsins en á Íslandi virðast flestir telja að launahækkanir geti aldrei orðið of miklar.“ - - - Hún bætir því við að sam-dráttur landsframleiðsl- unnar hafi í fyrra mælst 6,6% hér á landi en 0,8% í Noregi og 2,8% í Svíþjóð. - - - Þá minnir hún á hve mikið at-vinnuleysið er hér á landi og bætir við: „Það er furðuleg staða að miklar launahækkanir eigi sér stað á sama tíma og atvinnuleysi er í methæðum og stærsta út- flutningsgrein landsins í lama- sessi.“ - - - Hvernig stendur á því að ís-lensk verkalýðsfélög eru, ólíkt öðrum norrænum verkalýðs- félögum, svona illilega laus við raunveruleikatengingu? Ásdís Kristjánsdóttir Hvar eru tengslin við veruleikann? STAKSTEINAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.