Morgunblaðið - 17.04.2021, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021
unum eftir lýðveldistöku, svo að
segja samtímis, fyrir endurheimt
handritanna og svo fyrir fullum
yfirráðum yfir fiskimiðunum um-
hverfis landið. Í báðum málum
liggja auðlindir okkar til grundvall-
ar og ákvörðunarréttur okkar yfir
þeim. Bæði málin leystust síðan
upp úr 1970,“ segir Guðrún.
Þúsundir handrita og
fornbréfa varðveittar á Íslandi
Fræg urðu og eru orð Helge
Larsen menntamálaráðherra Dana
sem hinn sögulega vordag 1971 af-
henti Gylfa Þ. Gíslasyni, íslenskum
starfsbróður sínum, handritin og
sagði: „Vær så god, Flatøbogen.“
Komið var með fleiri handrit á
næstu árum en gengið var frá loka-
samningum vegna málsins árið
1986. Síðasta sending handrita kom
svo til Íslands ellefu árum síðar. Í
vörslu Árnastofnunar í Reykjavík
eru nú alls 1.666 handrit og um
7.360 fornbréf úr Árnasafni auk 141
handrits úr Konungsbókhlöðu.
Handrit sem hingað komu þurftu
að vera skrifuð á Íslandi og fjalla
um íslensk málefni. Í Kaupmanna-
höfn urðu eftir um 1.350 handrit í
Árnasafni, þar af eru 700 íslensk,
auk fjölda handrita í Konungs-
bókhlöðu. Einnig má finna íslensk
handrit í Svíþjóð, Bretlandi, Banda-
ríkjunum og víðar.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Afhending Helge Larsen menntamálaráðherra Dana færði Gylfa Þ. Gíslasyni,
íslenskum starfsbróður sínum, gersemar og sagði: „Vær så god, Flatøbogen.“
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Dýrgripir Flateyjarbók og Konungsbók eddukvæða komu 22. apríl 1971.
Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri
verður haldið í Borgarnesi síðustu
helgina í ágúst. Mótshaldari er
Ungmennasamband Borgarfjarðar
(UMSB) í samstarfi við Borgar-
byggð.
„Við erum gríðarlega spennt að
halda Landsmót UMFÍ 50+ í Borg-
arnesi í lok ágúst. Við teljum að þá
verði búið að
bólusetja stærst-
an hluta þjóð-
arinnar og
öruggt að halda
mótið. En að
sjálfsögðu mun-
um við gæta okk-
ar í hvívetna og
gæta fyllsta ör-
yggis án þess að
það komi niður á
gleðinni,“ segir
Ómar Bragi Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri móta UMFÍ, í til-
kynningu frá félaginu.
Nóg verður um að vera hjá
UMFÍ í ágúst næstkomandi en um
verslunarmannahelgina stendur til
að halda Unglingalandsmótið á Sel-
fossi. Öllum mótum og flestum við-
burðum UMFÍ var frestað á síðasta
ári vegna veirufaraldursins, þar á
meðal Landsmóti UMFÍ 50+ og
Unglingalandsmótinu auk Íþrótta-
veislunnar.
Ómar segir stjórn UMFÍ og
landsmótsnefnd UMFÍ 50+ binda
vonir við að ástand til mótahalds
verði orðið hagfellt í lok ágúst.
Hreyfing og keppni
„Við vonum að hægt verði að
halda fjölmenn mót í samræmi við
þær sóttvarnaaðgerðir sem verða
mögulega í gildi í lok sumars. Að-
stæður verða að sjálfsögðu metnar
eftir því sem nær dregur mótinu í
Borgarnesi og gripið til nauðsyn-
legra aðgerða ef þarf. Í lok ágúst
verður vonandi aldeilis kominn tími
til að gleðjast,“ segir Ómar Bragi.
Landsmót 50+ er blanda af
íþróttakeppni og hreyfingu af ýms-
um toga sem stuðlar að ánægju
fólks á besta aldri til að njóta þess
að hreyfa sig saman. Mótið hefur
farið fram árlega víða um land síð-
an árið 2011 og er öllum opið sem
verða 50 ára á þessu ári – og öllum
eldri.
Engin krafa er um að vera skráð-
ur í íþróttafélag til að geta tekið
þátt í viðburðum UMFÍ. Þátttöku-
gjald á mótið er 4.900 krónur.
Landsmót 50+ í Borgarnesi
- UMFÍ vonast til að búið verði að bólusetja flesta lands-
menn í lok ágúst í sumar - Unglingalandsmót á Selfossi
Ljósmynd/UMFÍ
Landsmót Síungir spretthlauparar á Landsmóti fyrir 50 ára og eldri.Ómar Bragi
Stefánsson
Fyrsti rampur átaksins „Römpum
upp Reykjavík“ var tekinn í notkun
við verslunina Kokku á Laugavegi
við hátíðlega athöfn í gær.
Með átakinu stendur til að koma
upp 100 römpum vítt og breitt um
borgina til þess að auka aðgengi
þeirra sem nota hjólastól. Mark-
miðið er að ramparnir 100 verði all-
ir komnir á sinn stað fyrir 10. mars
á næsta ári.
Viðstödd athöfnina voru meðal
annars Dagur B. Eggertsson borg-
arstjóri, Ásmundur Einar Daðason
félags- og barnamálaráðherra og
Þuríður Harpa Sigurðardóttir for-
maður Öryrkjabandalags Íslands.
Í tilkynningu vegna málsins segir
að stofnaður hafi verið sjóður með
aðkomu opinberra aðila, félaga-
samtaka og fjölmargra fyrirtækja
og aðila sem muni standi straum af
kostnaði fyrir þá verslunar- og veit-
ingahúsaeigendur sem taki þátt í
verkefninu. Haraldur Þorleifsson,
stjórnandi hjá Twitter og stofnandi
hönnunarfyrirtækisins Ueno, er
hvatamaður verkefnisins og helsti
styrktaraðili.
„Með römpunum verður öllum
gert kleift að sækja veitingastaði
og verslanir þátttakenda í Reykja-
vík. Unnið verður í góðu samstarfi
við eigendur viðkomandi bygginga
og skipulagsyfirvöld en borgin er
stofnaðili að verkefninu og mun
tryggja góðan framgang þess.“
Reykjavík römpuð upp
- Bæta á aðgengi
þeirra sem nota
hjólastól
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Átak Þuríður Harpa Sigurðardóttir hjá Öryrkjabandalaginu fagnaði átak-
inu í ræðu sinni við athöfnina í versluninni Kokku við Laugaveg í gær.
+ + + = 19.990 kr.
A L LT ÓTA K M A R K A Ð