Morgunblaðið - 17.04.2021, Side 16

Morgunblaðið - 17.04.2021, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021 Ágúst Ingi Jónsson Höskuldur Daði Magnússon Í breyttu aðalskipulagi fyrir Vífils- staðaland í Garðabæ er gert ráð fyr- ir þeim möguleika að vegarkafli við fjölbýlishús sunnan við Þorrasali í Kópavogi verði lagður í stokk. Um er að ræða austurhluta Vorbrautar, sem liggja á við 13. braut golfvallar Golfklúbbs Kópavogs og Garða- bæjar. Bæjarstjórar sveitarfélaganna, Gunnar Einarsson og Ármann Kr. Ólafsson, hafa gert með sér sam- komulag um þessa breytingu. Skipulagsstofnun hafði lýst því yfir að ekki gæti komið til staðfestingar á aðalskipulagsbreytingunni fyrr en niðurstaða lægi fyrir milli sveitar- félaganna um tengingu á gatnakerfi þeirra í Hnoðraholti. Mótmæli dregin til baka Í samkomulagi bæjarstjóranna kemur fram „að Kópavogur sam- þykkir að draga til baka mótmæli í umsögn um aðalskipulagstillögu Garðabæjar varðandi tengingu fyrirhugaðs hverfis í Hnoðraholti við Arnarnesveg um Leirdalsop enda er komið á móts við sjónarmið um lagningu tengibrautar í stokk. Jafnframt samþykkir Kópavogur að falla frá áformum um að fella út tengingu brautarinnar við gatna- kerfi Kópavogs í tillögu að nýju að- alskipulagi sem er til athugunar hjá Skipulagsstofnun.“ Í nýrri greinargerð með deili- skipulagi Hnoðraholts norður segir: „Ný safngata, Vorbraut, mun tengj- ast Vetrarbraut efst á holtinu og liggja eftir háholtinu, meðfram bæjarmörkum Kópavogs og tengj- ast Arnarnesvegi á hringtorgi við Leirdalsop. Austast á móts við Þorrasali í Kópavogi mun Vorbraut verða lögð í stokk nema lega hennar verði endurskoðuð við gerð deili- skipulags fyrir golfvöllinn.“ Í takt við uppbyggingu Um tímasetningu framkvæmda við stokkinn segir Gunnar Ein- arsson, bæjarstjóri í Garðabæ, að komi til þess að farið verði í að leggja Vorbraut að hluta í stokk þyrfti framkvæmdin helst að vera í takt við uppbyggingu í Hnoðraholti og Vetrarmýri í Garðabæ og þegar deiliskipulag golfvallar- og útivist- arsvæðis liggi fyrir. Um kostnað við stokkinn segir hann að þær tölur liggi ekki fyrir, enda sé ekki búið að hanna Vor- brautina. En hver á að borga? ,,Mér þætti eðlilegt að sveitarfélögin skiptu kostnaðinum á milli sín,“ seg- ir Gunnar. Umferðarþunginn allt að fimmfaldast Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem slíkt samkomulag sé gert. „Það er kannski ekki algengt en við Gunnar höfum áður þurft að setjast niður og lenda málum varð- andi skipulag á mörkum Kópavogs og Garðabæjar.“ Hann segir að umræddur samn- ingur hafi falið í sér góða niðurstöðu fyrir báða aðila. „Byggð hefur þést í Garðabæ. Við það hafa forsendur breyst talsvert sem varð til þess að við töldum að ekki væri hægt að halda sig við þá veglínu sem eldra skipulag gerði fyrir enda hefur um- ferðarþunginn allt að fimmfaldast.“ Ármann segir aðspurður að ekki liggi fyrir hver kostnaður við þetta verði. Hann telur þó ljóst að ná- grannar sínir í Garðabæ beri þann kostnað. „Þeir sem leggja veg í sínu sveitarfélagi, þeir borga. Það er bara þannig. Það gæti fallið smá kostnaður á Kópavog við að færa tengingu fjær byggð en það verður óverulegt.“ Engin kostnaðargreining Samkomulagið var samþykkt á fundi í bæjarstjórn Garðabæjar 18. febrúar. Sara Dögg Svanhildar- dóttir lagði fram bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans sem greiddu atkvæði gegn sam- þykktinni á þeim forsendum að eng- in kostnaðargreining lægi fyrir né hver greiddi framkvæmdina. Mikil óvissa væri um kostnað og endan- lega útfærslu, sagði í bókuninni. Töldu óskýrt hvernig staðið yrði að málum Samkomulagið var samþykkt á fundi í bæjarstjórn Kópavogs 9. mars með átta atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Ragn- hildar Reynisdóttur og Sig- urbjargar E. Egilsdóttur. Í bókun þeirra segir: „Samkomulag þetta kemur til vegna athugasemda Skipulagsstofn- unar á nýjum rammahluta um Víf- ilsstaðaland í Garðabæ og við athug- un á nýju aðalskipulagi Kópavogs. Samkomulagið snýr að því að koma vegi við Þorrasali í stokk eða fundin ný lega við mótun deiliskipulags golfvallar- og útivistarsvæðis. Und- irritaðar sitja hjá við afgreiðslu þessa samkomulags vegna óskýr- leika, þ.e hvort stokkurinn komi, hvað hann kostar og hver borgi hann eða hvort fundin verði ný lega við mótun deiliskipulags golfvall- arins þá á kostnað útisvistasvæð- isins.“ Bæjarstjórar semja um vegkafla - Hluti Vorbrautar við Þorrasali mögulega í stokk - Er á mörkum bæjarfélaganna við golfvöll GKG - Eðlilegt að skipta kostnaði, segir bæjarstjóri Garðabæjar - Ármann segir að Garðbæingar borgi Fyrirhugaðar safngötur Stokkur Bæjarfélagamörk Hnoðraholt norður, Garðabæ Vorbraut Þorrasalir GARÐABÆR HNOÐRAHOLT L I N D I R Re yk ja ne sb ra ut Arnarnesvegur Arnarnesvegur Arnarnesvegur Fífuhvam m svegur KÓPAVOGUR Fyrirhugaðir byggingarreitir við Hnoðraholt norður Möguleg lega Vorbrautar í stokk eða yfirbyggð fyrir framan Þorrasali Ve tr ar br au t Hn oð rah olt sbr aut Golfvöllur GKG Morgunblaðið/Eggert Stokkur „Á móts við Þorrasali … mun Vorbraut verða lögð í stokk nema lega hennar verði endurskoðuð við gerð deiliskipulags fyrir golfvöllinn.“ Gunnar Einarsson Ármann Kr. Ólafsson BÍLABÚÐ BENNA KOLEFNISJAFNAR OPEL benni.is Bílasala Suðurnesja Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Ib bílar Selfoss Fossnes A Sími: 480 8080 Bílabúð Benna Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2020 B ir t m e ð fy ri rv a ra u m t e x t a - o g m y n d a b re n g l. HYBRID PLUG-IN OPEL GRANDLAND X VERÐ: 5.990.000 KR. STUÐNINGUR: 500.000 KR. VERÐ NÚ: 5.490.000 KR. VIÐ STYÐJUM RAFBÍLAVÆÐINGUNA OG LÆKKUM VERÐÁRAFBÍLUM Bíll á mynd: 4x4 og 300 hestöfl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.