Morgunblaðið - 17.04.2021, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021
17. apríl 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 126.9
Sterlingspund 175.1
Kanadadalur 101.56
Dönsk króna 20.424
Norsk króna 15.126
Sænsk króna 14.996
Svissn. franki 137.52
Japanskt jen 1.1672
SDR 181.38
Evra 151.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 181.3178
Hrávöruverð
Gull 1748.0 ($/únsa)
Ál 2297.5 ($/tonn) LME
Hráolía 66.38 ($/fatið) Brent
« Nafnávöxtun Lífeyrissjóðs Vest-
mannaeyja nam 15,5% í fyrra. Hrein
raunávöxtun nam því 11,7%. Hrein nafn-
ávöxtun séreignardeilda sjóðsins nam
14,3% og raunávöxtun nam 10,2%.
Heildareignir sjóðsins námu 70,4
milljörðum króna í árslok og jókst hrein
eign sjóðsins um 9,3 milljarða á árinu.
Langtímaávöxtun sjóðsins er 6,6%,
litið til fimm ára og til 10 ára nemur hún
5,9%. Í lok síðasta árs var trygginga-
fræðileg staða sjóðsins jákvæð um 6,4%
og hækkaði verulega því hún var jákvæð
um 0,7% í árslok 2019.
Greiddur lífeyrir sjóðsins á árinu 2020
nam tæpum 2,1 milljarði króna. Árið
2019 námu greiðslurnar tæpum 1,9
milljarði. Iðgjaldagreiðslur námu 1,9
milljörðum og hækkuðu um rúmar 100
milljónir milli ára.
Fjárfestingartekjur 2020 voru 9,6
milljarðar og hækkuðu um 1,7 milljarða
frá árinu á undan.
Rekstrarkostnaður sjóðsins lækk-
aði milli ára. Nam 113 milljónum en hafði
numið 116 milljónum árið 2019. Þá voru
fjárfestingargjöld sjóðsins 4 milljónir og
lækkuðu um 16 milljónir milli ára.
Raunávöxtun Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja 11,7%
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Velta á fasteignamarkaði á síðasta
ári á landinu öllu nam 670 milljörð-
um króna og má ætla, sé miðað við
að söluþóknun nemi að meðaltali
1,5%, að þóknanir til fasteignasala
vegna umsvifanna nemi rúmum 10,5
milljörðum króna á árinu. Þóknun
getur þó verið breytileg milli fast-
eignasala og prósentutalan ein-
göngu sett fram sem viðmið.
Veltan jókst um 20% milli ára, en
hún var 560 milljarðar árið 2019.
Samkvæmt upplýsingum á vef
Þjóðskrár Íslands þá seldust 13.964
eignir á landinu öllu árið 2020 sam-
anborið við 12.208 eignir árið á und-
an. Það er rúmlega 14% aukning í
fjölda. Til samanburðar má geta
þess að á milli áranna 2018 og 2019
stóð fjöldinn nánast í stað og aðeins
munar fáeinum eignum. 12.195 eign-
ir seldust árið 2018.
Ef horft er til einstakra bæja og
landsvæða tók fasteignasala tölu-
verðan kipp á Akureyri og í Reykja-
vík í fyrra. Í Reykjavík seldust 5.039
eignir samanborið við 4.175 árið
2019, sem er 21% aukning milli ára.
Athygli vekur að árin 2018 og 2019
seldist nærri því sami fjöldi eigna í
borginni, en aðeins munar einni eign
milli áranna.
935 eignir seldust í Akureyrarbæ
árið 2020. Árið á undan nam salan í
bænum 706 eignum. Aukningin er
rúmlega 32%. Í Fjarðabyggð á
Austurlandi dróst sala fasteigna
saman um 9% milli ára. 144 eignir
seldust í fyrra en árið 2019 seldust
158 eignir.
Í Ísafjarðarbæ varð aukning í
fasteignasölu á tímabilinu. 132 eign-
ir seldust þar í fyrra en árið á undan
seldust 123 eignir. Áhugavert er að
sjá að mikill kippur varð í fasteigna-
sölu í bænum milli áranna 2018 og
2019 eða 34% aukning.
Í Garðabæ seldist í fyrra 741 eign
en árið á undan seldust í bænum 594
eignir, sem er 25% aukning á milli
ára. Í Kópavogi var líka mikil sala.
1.375 eignir seldust í bænum, en aft-
ur á móti varð samdráttur á milli
ára. 1.405 eignir seldust árið á und-
an, sem er 2% samdráttur.
Hagfelldur markaður
Kjartan Hallgeirsson, formaður
Félags fasteignasala, segir í samtali
við Morgunblaðið að markaðurinn
hafi verið hagfelldur á síðasta ári út
af lágu vaxtastigi og góðri kaupgetu
í samfélaginu. „Það var mikið fram-
boð í upphafi faraldursins, en það er
búið að ganga töluvert á það. Það er
nokkurt framboð í kortunum, en í
mörgum tilvikum eru kannski 1-2 ár
í afhendingu nýrra íbúða.“
Hann segir að í faraldrinum hafi
bankar opnað meira á lánveitingar.
„Við fengum inn nýjar kynslóðir
sem höfðu ekki verið áður á mark-
aðnum, bæði ungt fólk og aðila sem
verið höfðu á leigumarkaði. Hópur-
inn stækkaði, sem bjó til meiri
pressu á markaðinn. Þetta sveiflast
því töluvert vegna ytri ástæðna. Ef
Seðlabankinn hækkar vexti aftur
gæti stór hluti hópsins dottið út.“
Verðþrýstingur út á land
Hvað áhrif á landsbyggðina varð-
ar segir Kjartan að þegar verð-
þrýstingur myndast á höfuðborgar-
svæðinu valdi það verðþrýstingi á
nágrannasveitarfélögin. „Fólk fer
þá að horfa í kringum sig, til dæmis
á Selfoss eða Akranes. Það gerist
alltaf þegar framboð minnkar á
höfuðborgarsvæðinu, þá njóta ná-
grannasveitarfélögin góðs af því.“
20% veltuaukning á fasteignamarkaði
Árleg fasteignavelta og fjöldi kaupsamninga
Landið allt 2015-2020
50
15
10
5
660
440
220
0
2015 2016 2017 2018 2019 2020
Heimild: Þjóðskrá
370
463
507
535
559
670
Kaupsamningar, þús.
Velta,
ma.kr.
11,3
12,4 12,1 12,2 12,2
14,0
Velta á fasteignamarkaði (ma.kr.)
Fjöldi kaupsamninga (þúsundir)
- Í fyrra seldust fasteignir fyrir 670 milljarða króna - Þóknanir fasteignasala yfir 10 milljarðar króna
- Verðþrýstingur á höfuðborgarsvæði ýtir fólki út á landsbyggðina - Hópur stækkaði í faraldri
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Runólfur Oddsson, ræðismaður Ís-
lands í Slóvakíu og umboðsmaður
Jessenius-læknaskólans, segir inn-
tökupróf munu fara fram á næstu
vikum vegna náms ytra.
Í fyrsta lagi
vegna náms í
tannlækningum
og læknisfræði
við Palacký-há-
skóla í Olomouc í
Tékklandi. Um-
sóknarfrestur sé
til 27. apríl en
netpróf fari fram
12. maí.
Í öðru lagi
vegna náms við Jessenius-lækna-
skólann í borginni Martin í Slóvakíu.
Umsóknarfrestur sé til 11. maí en
netpróf fari fram 5. júní, 10. júlí (um-
sóknarfrestur til 17. júní) og hugs-
anlega líka í ágúst.
Nokkrir í námi í Danmörku
Rúmlega 200 Íslendingar eru við
nám í Jessenius-læknaskólanum auk
nokkurra nemenda í læknadeild
SDU-háskóla í Danmörku sem tóku
fyrstu þrjú árin í Jessenius-lækna-
skólanum. Skólinn er deild innan
Comenius-háskóla, helsta háskóla
Slóvakíu. Í þriðja lagi fari fram inn-
tökupróf í dýralæknaskólann í
Košice í Slóvakíu. Umsóknarfrestur
sé til 23. apríl vegna næsta netprófs
6. maí. Síðan eru próf 3. júní, 1. júlí
og 19. ágúst.
Runólfur kveðst eiga von á því að
umsækjendurnir muni geta hafið
nám ytra í haust, þrátt fyrir kórónu-
veirufaraldurinn, enda sé bólusetn-
ing komin af stað ytra.
Í fjarnámi frá Íslandi
Hann segist ekki vita til þess að
nemendur hafi helst úr lestinni
vegna faraldursins en flestir hafi
haldið námi áfram í gegnum fjar-
fundabúnað frá Íslandi. Samgöngu-
bann hafi tekið gildi í Slóvakíu í
mars. Alls 24 Íslendingar voru í
dýralæknanámi í Košice síðastliðinn
vetur. Þá voru rúmlega 200 Íslend-
ingar í Jessenius-læknaskólanum og
tveir í læknanámi við Palacký-há-
skóla. Vegna þessa mikla áhuga hef-
ur myndast lítið samfélag Íslendinga
í háskólaborginni Martin.
Væntir spurnar
eftir læknanámi
- Ræðismaður í Slóvakíu segir inntöku-
próf munu fara fram þrátt fyrir faraldur
Runólfur
Oddsson
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
Litur: Svartur/Dark Ash Walnut að innan (einnig til svartur).10 gíra
skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flott-
asta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Samlit-
aðir brettakantar, heithúðaður pallur með gúmmimottu, sóllúga.
VERÐ
13.580.000 m.vsk
2021 GMC Denali Ultimate 2500
Litur: White Frost/Dark Ash Walnut að innan. 10 gíra skipting,
auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Samlitaðir
brettakantar, heithúðaður pallur með gúmmimottu, sóllúga.
VERÐ
13.680.000 m.vsk
2021 GMC Denali Ultimate 2500
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum