Morgunblaðið - 17.04.2021, Page 21
Útför Filippusar prins
Heimild: Buckingham-höll/AFP Photos
25 m
4
1
1
3
4
2
Windsor-kastali
Laugardaginn 17. apríl, 2021
Kapella heilags Georgs
Skeifulaga
klaustrið
Einka-
kapellan
Sívali turninn
*Að íslenskum tíma
Kas
tala
hæð
BRETLAND
Windsor-
kastali LUNDÚNIR
13:53 Land Rover-jeppinn kemur að vestari þrepum
Kapellu heilags Georgs.
14:00 Mínútuþögn um allt Bretland.
Vegna heimsfaraldursins mun bara konungsfjölskyldan
og einkaritari hertogans fara inn í kapelluna.
1
Aðalinngangur1
Filippus prins,
hertogi af Edinborg,
lést 9. apríl 2021,
99 ára að aldri.
Heiðursvörður og hljómsveit rifflaherdeildar breska
hersins spila þjóðsönginn meðan kistan er flutt inn í
skeifulagaða klaustrið.
13:40* Kistan flutt frá aðalinngangi Windsor-
kastala og sett á sérhannaðan Land Rover-jeppa,
sem Filippus átti þátt í að hanna.
13:45 Líkfylgdin leggur af stað, leidd af hljómsveit
lífvarðasveita krúnunnar.
.
Hermenn standa heiðursvörð alla leiðina.
Filippus verður grafinn í grafhvelfingu fjölskyldunnar eftir
athöfnina. Georg 6. (faðir drottningarinnar) og aðrir konungar
á borð við Hinrik 8. og Karl 1. eru einnig grafnir í kapellunni.
1
AFPmynd/2013
Prinsinn af Wales og konungsfjölskyldan ganga fyrir
aftan kistu hertogans ásamt starfsfólki hans.
Drottningin ferðast með öðrum hætti til útfararinnar.
Hermenn bera kistuna upp þrepin og
staldra við eftir mínútuþögn.
Filippus, eiginmaður Elísabetar 2. Bretadrottn-
ingar og hertogi af Edinborg, verður borinn til
grafar í dag. Útförin verður lágstemmd miðað við
það sem venjulega tíðkast, bæði að ósk hertogans
sjálfs og einnig vegna heimsfaraldursins.
Einungis 30 manns verða viðstaddir sjálfa at-
höfnina vegna sóttvarnaráðstafana, en hún verður
sýnd í beinni útsendingu víða um veröld.
Athöfnin mun endurspegla ævi Filippusar og
feril, en hann var foringi í breska flotanum þar til
Elísabet varð drottning árið 1952. Nick Carter,
yfirmaður breska herráðsins, sagði að athöfnin
myndi vera minnisvarði um langa og góða ævi
hertogans, á sama tíma og hún myndi sýna hversu
mjög hann væri virtur meðal breskra hermanna.
Lík Filippusar verður flutt til athafnarinnar í
sérhönnuðum Land Rover-jeppa, en hertoginn
kom sjálfur að hönnuninni. Voru fyrstu drög að
jeppanum gerð árið 2003. Athöfnin hefst kl. 13:40
að íslenskum tíma, og verður hertoginn lagður
tímabundið til hvílu í grafhvelfingu konungsfjöl-
skyldunnar að henni lokinni, en hann mun að end-
ingu hvíla við hlið Elísabetar, eiginkonu sinnar til
73 ára, þegar hún kveður þennan heim. sgs@mbl.is
Allt til reiðu fyrir útförina
- Athöfnin mun endurspegla langa og farsæla ævi hertogans af Edinborg
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021
Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
GÆÐAHÚSGÖGN Í MIKLU ÚRVALI
ER ALLT KLÁRT FYRIR SUMARIÐ?
Við sérpöntum vönduð húsgögn fyrir fyrirtækið þitt frá viðurkenndum birgjum.
Hafðu samband við sölufólk okkar í síma 580 3900 eða á fastus@fastus.is
og við finnum réttu lausnina fyrir þinn rekstur.Rússnesk stjórnvöld tilkynntu í gær
að nokkrir af helstu ráðherrum og
ráðgjöfum Joes Biden Bandaríkjafor-
seta myndu ekki fá að ferðast til
Rússlands. Á meðal þeirra sem bann-
ið nær til eru Merrick Garland dóms-
málaráðherra, Susan Rice, ráðgjafi
Bidens í innanlandsmálum, og
Christopher Wray, yfirmaður banda-
rísku alríkislögreglunnar FBI.
Þá eru James Woolsey, fyrrver-
andi yfirmaður leyniþjónustunnar
CIA, og John Bolton, sem eitt sinn
var þjóðaröryggisráðgjafi Donalds
Trump, einnig á svarta listanum, en
þeim er öllum gefið að sök að hafa ýtt
undir „and-rússneska“ orðræðu í
bandarískum stjórnmálum.
Þá hyggjast Rússar einnig vísa
nokkrum sendiráðsstarfsmönnum
Bandaríkjanna úr landi, en aðgerðum
þeirra er ætlað að svara víðtækum
viðskiptaþvingunum á hendur Rúss-
um sem Biden tilkynnti í fyrradag.
Íhuga enn leiðtogafundinn
Dímítrí Peskov, talsmaður Vladim-
írs Pútín Rússlandsforseta, for-
dæmdi í gær aðgerðir Bandaríkja-
manna og sagði þá vera „háða“
refsiaðgerðum. Sagði Peskov þó að
Rússar væru enn að íhuga boð Bidens
um leiðtogafund með Pútín í öðru
landi. Finnar buðust í gær til þess að
halda slíkan fund, ef af honum yrði,
en Pútín og Trump funduðu í Hels-
inki árið 2018.
Volodymyr Zelenskí, forseti Úkra-
ínu, lagði einnig til í gær að hann og
Pútín myndu hittast á fundi ásamt
Angelu Merkel Þýskalandskanslara
og Emmanuel Macron Frakklands-
forseta, en tilgangur slíks fundar
væri að reyna að draga úr þeirri
spennu sem nú ríkir við landamæri
Rússlands og Úkraínu, og um leið
treysta vopnahlé ríkjanna frá árinu
2015, sem Frakkar og Þjóðverjar
komu að.
Ferðabann á
ráðgjafa Bidens
- Rússar svara viðskiptaþvingunum
AFP
Rússland Samskipti Rússa og
Bandaríkjamanna þykja stirð.
Að minnsta kosti átta manns létust í
skotárás í borginni Indianapolis,
höfuðborg Indianaríkis Bandaríkj-
anna, í gærmorgun. Árásarmað-
urinn keyrði upp að póstmiðstöð
FedEx í borginni, steig út úr bifreið
sinni og hóf skothríð með riffli.
Stóð árásin yfir í örfáar mínútur
áður en hann ákvað að falla fyrir
eigin hendi.
Ekki er vitað á þessari stundu
hvaða ástæður lágu að baki árás-
inni. Fjórir liggja nú á sjúkrahúsi,
þar af er einn í lífshættu.
BANDARÍKIN
AFP
Sorg Flaggað var í hálfa stöng á Hvíta
húsinu vegna ódæðisins í Indianapolis.
Átta látnir í skot-
árás í Indianapolis
Flokksþing
kommúnista-
flokks Kúbu
hófst í gær, en
þar hyggst hinn
89 ára gamli
Raúl Kastró
segja af sér emb-
ætti aðalritara
flokksins og af-
henda það Migu-
el Diaz-Canel, sem nú gegnir for-
setaembætti landsins.
Verður það í fyrsta sinn frá árinu
1959 sem landinu er ekki stjórnað
af Kastró-bræðrum, en eldri bróðir
Raúls, Fídel, stýrði Kúbu frá bylt-
ingunni 1959 og þar til hann afhenti
bróður sínum völdin 2006. Stjórn-
málaskýrendur telja litlar líkur á
að Diaz-Canel muni lýðræðisvæða
Kúbu, en öll völd á eyjunni eru
kirfilega í höndum kommúnista.
Kúbverjar glíma nú við verstu efna-
hagskreppu sína frá falli Sovétríkj-
anna, matarskort og langar raðir
eftir mat og öðrum nauðsynjum.
KÚBA
Raúl Kastró yfir-
gefur stjórnvölinn
Raúl Kastró