Morgunblaðið - 17.04.2021, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.04.2021, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ FormaðurVR brástilla við nið- urstöðu athug- unar fjármála- eftirlits Seðla- bankans á stjórnarháttum hjá Lífeyris- sjóði verzlunarmanna. For- maðurinn segist ekki vita hvað fjármálaeftirlit Seðla- bankans sé að fara og segir að auki, sem er enn verra, að at- hugasemdir þess hafi „enga þýðingu fyrir stjórn VR“. Þetta virðist „einhver tilmæli til stjórnar lífeyrissjóðsins varðandi vinnubrögð við ákvarðanatöku“. Formaður VR gerir líklega ráð fyrir að fólk muni ekki tæpt ár aftur í tímann og hafi þess vegna gleymt afskiptum stjórnar VR af ákvörðun Líf- eyrissjóðs verzlunarmanna um það hvort taka skyldi þátt í útboði Icelandair í fyrra. Seðlabankinn segir í niður- stöðu sinni að í september í fyrra hafi hann hafið athugun á stjórnarháttum lífeyris- sjóðsins og hæfi einstakra stjórnarmanna. Farið hafi verið yfir „ákvörðunarferli stjórnar sjóðsins vegna út- boðsins“ og fundað með stjórnarmönnum um málið. Niðurstaðan sé sú „ að stjórn lífeyrissjóðsins hafi ekki gætt að því að meta hæfi einstakra stjórnarmanna við undirbún- ing og ákvörðun um hvort sjóðurinn tæki þátt í hluta- fjárútboði Icelandair Group hf.“ Þá hafi upplýsingagjöf til Seðlabankans vegna athug- unarinnar verið ábótavant. Seðlabankinn muni „fylgjast með því að nauðsynlegar úr- bætur verði gerðar“. Athugun Seðlabankans er í samræmi við lög um lífeyris- sjóði og eftirlit með þeim en augljóst er að Seðlabankinn gerir ekki slíkar athugasemd- ir við starfshætti lífeyrissjóðs að ástæðulausu og má vænta þess að hann fylgi því eftir að úrbætur verði gerðar, enda er kveðið á um það í lögum. Stjórn VR gekk mjög gróf- lega fram í fyrra og beindi þeim tilmælum til stjórnar- manna sinna í sjóðnum að „sniðganga eða greiða at- kvæði gegn þátttöku í vænt- anlegu hlutafjárútboði Ice- landair“. Þetta er sérstaklega alvarlegt þar sem VR er treyst fyrir fjórum af átta stjórnarmönnum í sjóðnum og getur því hindrað þátttöku í fjárfestingum, eins og kom á daginn. Afstaða stjórnar VR hafði ekkert með fjárfest- inguna að gera, en snerist um kjarabaráttu. Það er alger- lega óheimilt og þarf ekki að leita lengra en í samþykktir Líf- eyrissjóðs verzl- unarmanna til að sjá það, en þar segir um hlutverk sjóðsins: „Hlut- verk sjóðsins er að tryggja sjóðfélögum, eftirlifandi mök- um þeirra og börnum lífeyri eftir þeim reglum, sem hér fara á eftir.“ Hlutverk lífeyrissjóðsins er að sjálfsögðu ekki að styðja kjarabaráttu, hvað þá póli- tíska baráttu, formanns VR, en því miður bendir allt til að sjóðnum hafi einmitt verið beitt í þeim tilgangi, að þessu sinni í það minnsta. Í því sam- bandi breytir litlu þó að stjórn VR hafi, eftir harða gagnrýni félaga í VR og sjóðsfélaga, dregið yfirlýs- ingu sína um afskipti af fjár- festingarákvörðun sjóðsins til baka. Afskiptin höfðu þegar farið fram og áhrif þeirra komu skýrt fram við af- greiðslu stjórnar lífeyris- sjóðsins á tillögunni um fjár- festinguna í Icelandair. Formaður Eflingar reyndi, líkt og félagi hennar í VR, að hafa áhrif á fjárfestingu líf- eyrissjóðsins þar sem verka- lýðsfélagið á fulltrúa í stjórn. Munurinn er þó sá að Efling á aðeins tvo fulltrúa af átta í stjórn Gildis og var því ekki í aðstöðu til að stöðva fjárfest- inguna. Niðurstaðan var sú að Gildi tók þátt í útboðinu, ólíkt Lífeyrissjóði verzlunar- manna. Vissulega er það ekki svo að sérhverjum lífeyrissjóði hafi borið skylda til að kaupa hlutabréf í útboði Icelandair. Sú fjárfesting, líkt og aðrar, var áhættusöm og þeim sem ákvarðanir taka um fjárfest- ingar lífeyrissjóða bar að meta hana á þeirri forsendu hvort hún teldist til hagsbóta fyrir þá sem taka munu lífeyri úr sjóðnum eða ekki. Niðurstaða athugunar Seðlabankans staðfestir að full ástæða er til að hafa efa- semdir um að rétt hafi verið staðið að ákvörðun Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna um af- stöðu til fjárfestingar í Ice- landair. Viðbrögð formanns VR, sem enn á helming full- trúa í stjórn lífeyrissjóðsins, við niðurstöðunni eru í senn vonbrigði og mikið áhyggju- efni fyrir félaga í VR og sjóðs- félaga í lífeyrissjóðnum. Þær eru til marks um að hugur fylgdi ekki máli þegar til- mælin til stjórnarmannanna voru dregin til baka og þær gefa Seðlabankanum fullt til- efni til að fylgja niðurstöðu sinni fast eftir. Viðbrögð formanns VR við niðurstöðu Seðlabankans eru mikil vonbrigði} Misnotkun lífeyrissjóða Á 14. mánuði í kórónuveirufaraldri er eðlilega komin upp þreyta í samfélaginu. Röskun á daglegu lífi almennings hefur verið tölu- verð, því þrátt fyrir að íbúar heims hafi orðið fyrir mismiklu höggi varðandi rekstur heimila og fyrirtækja þá hafa flestallir fundið fyrir röskun á daglegu lífi sínu. Umræða undanfarinna vikna um mannrétt- indi ferðafólks sem skyldað er í sóttkví og sýna- tökur hefur verið býsna fróðleg. Hefur hún snúist um það hvernig mannréttindi ferðafólks eru skert með allskonar hömlum við komuna hingað til lands og hafa þeir sem bent hafa á að landamærin hafi allan tímann verið galopin ferðafólki verið gagnrýndir harðlega. Þegar sóttvarnayfirvöld setja á hömlur þá blasir við að réttindi einhverra skerðast. Rétt- indi til athafna, atvinnu, funda og samvista og þá þurfa sóttvarnayfirvöld, sóttvarnalæknir sem og heilbrigðis- ráðherra að vega og meta réttindi ólíkra hópa og gæta meðalhófs með tilliti til ólíkra þarfa ólíkra hópa. Á sama tíma og einn hópur ræðir réttindi ferðafólks hafa 97 þúsund námsmenn búið við skertan rétt til náms. Á sama tíma og námsmenn hafa fundið leið til að lifa fjar- námið af hafa ótal margir eldri íbúar landsins búið við skertan rétt til samvista við sína nánustu eða aðra íbúa í þjónustukjörnum. Matarpoki dagsins hefur verið hengdur á hurðarhúninn í þágu sóttvarna og einmanaleikinn grefur um sig. Á sama tíma og eldra fólk hefur haft skertan rétt til samveru hafa fermingarbörnin misst af fermingarveislum sínum og stúdentar af út- skriftarferðum og árshátíðum. Listafólk af öllu tagi hefur búið við skert atvinnufrelsi í nærri allan þann tíma sem faraldur hefur geisað og íþróttafólk sömuleiðis. Þessar starfsstéttir hafa ekki getað stundað sína atvinnu vegna samkomuskerðinga innanlands með tilheyr- andi tekjuhrapi en horfa nú upp á neyðarkall þeirra sem liðka vilja fyrir mannréttindum ferðafólks víðs vegar að úr heiminum til ferða- laga til Íslands. Réttur til atvinnu, íþróttaiðkunar, sam- komu, samvista eða funda hefur verið skertur í rúmt ár. Það er þetta sem ríkisstjórnin verður að hafa í huga þegar tekist er á um sóttvarna- leiðir við ríkisstjórnarborðið. Markmiðin með sóttvarnaaðgerðum verða að vera ljós og hags- munir þessara hópa metnir þegar ákvarðanir um meiri eða minni takmarkanir á landamærum Íslands eru teknar því það er þar sem sóttvarnirnar bera mestan árangur. Við getum haldið veirunni fjarri ef við viljum því við búum svo vel að vera eyja með nánast eina leið inn í landið. Vilja stjórnvöld að daglegt líf borgara sé í sem eðlilegustu horfi með veirufríu samfélagi eða vilja þau opna landamærin frekar og þá takmarka daglegt líf borgara áfram? Þessu þarf ríkisstjórnin að svara. Helga Vala Helgadóttir Pistill Mannréttindi hverra skal skerða? Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is F jölmargar athugasemdir og þung gagnrýni kemur fram í umsögn Isavia ohf. við frumvarp samgöngu- ráðherra til nýrra laga um loftferðir, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. „Eins og frumvarpið lítur út er veg- ið verulega að hagsmunum félagins og dótturfélaga þess. Breytingar sem af því leiða munu jafnframt hafa neikvæð áhrif á notendur og samkeppnishæfni Keflavíkur- flugvallar sérstaklega. Að mati félagsins er frumvarpið ekki nægjanlega þroskað og kallar á að það verði tekið til nýrrar skoðunar og yfirferð með hagaðilum,“ segir í umsögn Karls Alvarssonar, yfir- lögfræðings Isavia. Í ítarlegri umfjöllun er sjónum ekki síst beint að tillögum um niður- fellingu lögveðs vegna notenda- gjalda flugvalla- og flugleiðsögu og breytinga sem lagt er til að gerðar verði á gildandi ákvæðum um stöðv- unarheimild loftfara á flugvöllum þar til gjöld eru greidd eða trygging sett fyrir greiðslu, en Isavia telur breytingarnar skaða hagsmuni sína og flugrekenda verulega. Frumvarpið er viðamikið, alls 276 greinar og 273 blaðsíður að lengd með greinargerð og skýr- ingum. Lagðar eru til veigamiklar breytingar frá gildandi lögum og innleiddar EES-gerðir og skuld- bindingar alþjóðasamninga í flug- málum. „Arfavitlaus hugmynd“ Isavia gerir alvarlegar athuga- semdir við fyrirætlanir um að fella niður lögveð vegna gjalda flugvalla og flugleiðsögu og um skilyrði af- skráningar loftfars. Núverandi ákvæði hafi verið í lögum í 60 ár en 2002 var skerpt á því svo það tók til annarrar starfsemi eiganda eða um- ráðanda loftfars vegna þeirra breyt- inga á rekstri flugfélaga að þau áttu í fæstum tilvikum loftfarið sem not- að var í rekstrinum heldur leigðu það og áttu í sumum tilvikum ekki eina einustu vél. Þannig urðu til stór leigufélög loftfara, flest staðsett víðs fjarri, sem hafi getað þvegið hendur sínar af skuldbindingum flugrek- anda ef í óefni fór. Margoft hafi reynt á beitingu þessa ákvæðis vegna ógreiddra gjalda eða vanskila. Nú sé í frumvarpinu kynnt kyrr- setningarheimild þar sem rekstrar- aðili flugvallar, flugleiðsöguþjónustu og Samgöngustofa geta lagt fram beiðni um kyrrsetningu loftfars til sýslumanns uns lögmælt gjöld eru greidd eða trygging sett. Nálgunin sé hins vegar algerlega ófullnægj- andi og ónothæf. Er það sögð „arfa- vitlaus hugmynd að leita þurfi til sýslumanns um kyrrsetningu enda verður loftfarið farið áður en sýslu- maður svarar símanum“. Með þessu sé rekstraraðila flugvallar gert ókleift að tryggja greiðslu gjalda t.d. vegna loftfara sem hafa hér stundar- viðkomu. „Loftfar er mjög hreyfan- leg eign og flugrekandi eða leigusali mun ekki haga ákvörðunum sínum í takt við opnunartíma á skrifstofu sýslumanns þegar um vanskil er að ræða. Sömu sögu er að segja um flugstjóra loftfars sem ekki hefur greitt gjald vegna notendagjald- skrár, hann mun ekki bíða eftir því að skrifstofa sýslumanns verði opn- uð á mánudagsmorgni eða að röðin komi að rekstraraðila flugvallar í símanum hjá sýslumanni. Hann verður floginn í burtu og kemur aldrei aftur eða ef hann kemur aftur þá þarf að hefja ferlið upp á nýtt og snúa sér aftur til sýslumanns og þá verður loftfarið aftur farið þegar skrifstofa sýslumanns er opnuð,“ segir meðal annars í umsögn Isavia. Segir vegið að hagsmunum Isavia Morgunblaðið/Árni Sæberg Lending Í frumvarpinu eru m.a. lagðar til verulegar breytingar á skipan stjórnunar og eftirlits á sviði flugmála frá gildandi lögum. Í gagnrýni Isavia á áformin um að fella niður stöðvunarheimild gildandi laga segir að í staðinn eigi að koma „ónýt kyrrsetning- arheimild“. Jafnframt verði lög- veð vegna gjalda fellt út. Þetta muni leiða til þess að stór- auknar líkur verði á því að ekki takist að innheimta gjöld not- enda. Þetta leiði til meiri áhættu í rekstri og taka þurfi tillit til þess í áhættuálagi á not- endagjöld. Jafnframt muni töp- uð notendagjöld leggjast á þá notendur sem fyrir eru. „Ljóst er að nái þessi áform fram að ganga mun það leiða til umtals- verðs tjóns fyrir félagið og þá notendur Keflavíkurflugvallar sem leggja sig fram við að standa skil á greiðslum not- endagjalda.“ Gerðar eru at- hugasemdir við bólginn frum- varpstexta sem sé ætlað að fanga öll tilvik sem geti fallið undir lögin og að loftferðalögum sé breytt í eina stóra reglugerð. Meiri áhætta í rekstri UMSÖGN ISAVIA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.