Morgunblaðið - 17.04.2021, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.04.2021, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021 Ég hef veitt því at- hygli að helstu mæli- kvarðar vinstriflokk- anna á árangur í loftslagsmálum eru annars vegar hve háir skattar eru lagðir á al- menning í nafni and- rúmsloftsins og hins vegar hve útgjöld rík- isins til málaflokksins eru mikil. Það er orð- inn reglulegur við- burður í þinginu að vinstriflokk- arnir metist um hver býður hæstu skattana og mestu eyðsluna í þess- um efnum. Þvert á það sem vinstriflokkarnir boða eigum við stefna að árangri á þessu sviði sem öðrum með sem lægstum sköttum og minnstum kostnaði. Vinstrimenn eru hins veg- ar staðráðnir í því að efna til lofts- lagsmála við almenning með skött- um, eyðslu, boðum og bönnum. Sérstaða Íslands í orkumálum Loftslagsmálin eru öðrum þræði orkumál. Íslendingar hafa auðvitað svo mikla sérstöðu í orkumálum að ef aðrar þjóðir væru eins og við væri enginn að tala um hamfara- hlýnun. Við notum um 80% end- urnýjanlega orku á meðan restin af veröldinni notar yfir 80% jarð- efnaeldsneyti. Evrópusambandið er að basla við að koma sínu hlutfalli endurnýjanlegrar orku upp í 20% og notar til þess alls kyns vafasam- ar aðferðir eins og brennslu líf- eldsneytis og lífmassa. ESB stefnir að því að koma hlutfallinu upp í 32% árið 2030. Ef ekki koma fram hagkvæmar tækninýjungar í orkuframleiðslu mun heimurinn áfram ganga að mestu leyti fyrir olíu, kolum og gasi. Loftslagssamningar munu litlu breyta þar um. Fólk í fátækari ríkj- um heims mun ekki af- þakka raflýsingu úr kolaorkuveri, gas til eldunar eða bensín á bílinn. Ekki af því að það hafi það sem sér- stakt markmið að nota þessa orkugjafa og vilji ekki skipta yfir í minna mengandi orka- gjafa. Ástæðan er sú að aðrir hagkvæmari kostir standa þessu fólki ekki til boða. Það er mikilvægt að slíkir kostir komi fram og þróunin er í þá átt. Sérstöðu Íslands ætti hins vegar að viðurkenna í alþjóðlegu samstarfi um þessi mál eins og gert var fyrstu tvo áratugina. Vegna sérstöðu okk- ar er ekki sjálfgefið að við sætum sömu skilyrðum og þjóðir sem búa við allt aðrar aðstæður. Íslensku ákvæðin svonefndu í loftslagssamn- ingunum voru felld á brott í tíð vinstri stjórnarinnar 2009-2013. Himinhá gjöld Samkvæmt fjármálaáætlun sem samþykkt var á alþingi á dögunum verður samtals 60 milljörðum króna varið til loftslagsmála á árunum 2020-2024. Þessar miklu fjárhæðir verðskulda sérstaka athugun. Ekki síst nú þegar ríkissjóður er rekinn með miklum halla. Í hvað eru þessi fjármunir að fara og skila þeir ásættanlegum árangri? Eftir Sigríði Á. Andersen » Það er orðinn reglu- legur viðburður í þinginu að vinstriflokk- arnir metist um hver býður hæstu skattana og mestu eyðsluna. Sigríður Á. Andersen Eytt út í loftið Höfundur er þingmaður. Síðastliðið ár hefur verið gert hlé á ýmsu því sem áður taldist til almennra mann- réttinda vegna veiru- faraldurs. Það var talið nauðsynlegt. En á sama tíma leggur ríkisstjórnin nú fram sérstakt frumvarp um lögleiðingu annars faraldurs sem er ekki síður hættulegur. Það er frumvarp um lögleiðingu fíkni- efna. Verði frumvarpið samþykkt verður Ísland í sérflokki á heims- vísu hvað varðar leyfi frá ríkinu til að fara með og neyta eiturlyfja. Málið er hið nýjasta frá ríkis- stjórninni úr flokki „nýaldar- stjórnmála“. Í slíkum stjórnmálum eru hlutir jafnan endurskírðir á þann hátt sem best var lýst í skáldsögum Orwells. Enda snýst allt um umbúðirnar. Fyrir vikið tala stjórnvöld nú ekki um lögleið- ingu fíkniefna. Þess í stað hafa þau tekið upp orðskrípið „af- glæpa-væðing“. Raunveruleikinn Raunin er hins vegar sú að hér er um að ræða einhverja róttæk- ustu lögleiðingu fíkniefna sem fyrirfinnst. Talsmenn lögleiðingar hafa vísað til þess að baráttan við eiturlyf hafi ekki unnist þrátt fyrir langa baráttu og því sé baráttan tilgangslaus. Þessi „rök“ hafa alltaf verið sér- kennileg í því ljósi að frá fornu fari þekkjum við mennirnir ótal viðfangsefni þar sem endanlegur sigur mun aldrei vinnast en þó augljóst að ekki megi hætta baráttunni gegn hinu illa. Sjúk- dómar eru nærtækt dæmi. Þeim verður seint útrýmt en það þýðir ekki að við eig- um að hætta að berj- ast gegn þeim. Það sama má segja um glæpi. Aðdragandinn Eftir áratuga um- ræðu hafa stjórnvöld á nokkrum stöðum lögleitt fíkniefni í mismiklum mæli. Jafnan eru þetta stjórnvöld sem aðhyllast nýaldarpólitíkina. En nú ætlar ríkisstjórn Íslands að ganga lengra en flestir eða allir aðrir eftir mjög litla umræðu og í skjóli heimsfaraldurs. Frumvarp ríkisstjórnarinnar er upprunið hjá pírötum eins og heil- brigðisráðherra játar og píratarnir þreytast ekki á að minna á. Það er því svo komið að ríkisstjórn Vg, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hefur tekið að sér að innleiða stefnu sem píratar geta kynnt sem alheimsmet á næsta heimsþingi anarkista. Með leyfi ríkisins Með því að banna eiturlyf senda stjórnvöld skilaboð um að þau séu hættuleg. Það að eitthvað sé ólög- legt er sterk hindrun. Með lögleiðingu fíkniefna eru stjórnvöld í raun að gefa leyfi til að prófa. Í ótal samkvæmum á námsárunum og á ólíkum vinnu- stöðum varð ég aldrei var við eiturlyf. Eflaust voru þau stund- um skammt undan en fólk var ekki að flíka þeim vegna þess að þau voru ólögleg. Því væri öðruvísi farið ef ríkis- valdið legði blessun sína yfir með- ferð „neysluskammta“. Eftir það munu ungmenni ekki hika við að mæta með slík efni í samkvæmi enda gera þau það með leyfi stjórnvalda. Það verður þá freist- ing fyrir aðra að prófa og jafnvel erfitt að fylgja ekki ef vinirnir gera það. Það verður aukin hætta á „smiti“ í hverju bekkjarpartíi („hvað er‘idda maður, þetta er lög- legt“). Fjöldi fólks sem ella hefði ekki komist í tæri við slíka freist- ingu eða hópþrýsting mun eiga á hættu að komast í kynni við fíkni- efni og margir ánetjast þeim. Hvað er neysluskammtur? Allir sem hafa orðið fíklar hafa byrjað á einum skammti. En hvað á ríkisstjórnin við þegar hún talar um neysluskammta? Hún virðist ekki vita það sjálf því samkvæmt frumvarpinu á að fela ráðherra að skilgreina það síðar í reglugerð. Það er með öðrum orðum verið að fara fram á að þingmenn sam- þykki eitthvað sem hvorki þeir né ríkisstjórnin vita hvað er. Í um- ræðu um frumvarpið kom fram að ráðherrann sem flytur málið veit ekki sjálfur hvað neysluskammtur er. Það stendur víst til að komast að því meðal annars með sam- tölum við fíkniefnaneytendur. En neysluskammtur eins getur verið banabiti annars. Þekkt eru dæmi um að ungmenni hafi látist eftir að hafa reynt eiturlyf í fyrsta skipti. Hvað gerist þegar einhver deyr af „ráðlögðum neysluskammti“ samkvæmt reglugerð ráðherra? Hver verður ábyrgð stjórnvalda þá? Svo bætist það við að í raun er ekki bara um einn neysluskammt að ræða. Ráðherrann skýrði það í umræðunni að e.t.v. mætti miða við að 10 daga birgðir væru neysluskammtur og óheimilt verð- ur að gera fíkniefni upptæk hjá 18 ára og eldri ef þau eru „til eigin neyslu“. Þannig verður komin upp sú staða að lögreglan getur tekið bjórdós af 18 ára ungmenni en ef sami einstaklingur er með 10 poka af kókaíni getur viðkomandi sagt löggunni að hypja sig. Auðveldara að selja, erfiðara að hjálpa Menn geta svo rétt ímyndað sér hvort þetta muni ekki auðvelda fíkniefnasölum starfið og þar með þeim sem halda utan um skipu- lagða glæpastarfsemi sem liggur þar að baki. Lögreglunni verður í raun gert ókleift að grípa inn í. Sölumenn dauðans geta starfað fyrir opnum tjöldum á meðan þeir gæta þess að ganga ekki með all- an lagerinn á sér (sem þeir hafa væntanlega ekki gert hvort eð er). Með lögleiðingunni er komið í veg fyrir möguleika lögreglu eða aðstandenda á að grípa inn í til að hjálpa fíkniefnasjúklingi. Eftir að áform ríkisstjórnarinnar voru kynnt ræddi ég við foreldra sem sögðu mér að það hefði bjargað lífi sonar þeirra að hægt hefði ver- ið að grípa inn í þegar hann var tekinn með neysluskammt. Bent hefur verið á að ekki eigi að refsa veiku fólki fyrir veikindin. Eflaust eru flestir sammála því en raunin er sú að fólk er ekki dæmt til fangelsisvistar á Íslandi fyrir að vera tekið með neysluskammt af fíkniefnum. Það er hins vegar sjálfsagt að endurskoða skráningu slíkra brota í sakaskrá. Það er ástæðulaust að láta fólk sitja uppi með mistök til langrar framtíðar eftir að viðkomandi hefur tekið sig á. Kristjanía heimsins Síðastliðið ár hefur stjórnmála- umræða verið í lamasessi vegna veirufaraldurs. Við þær aðstæður hafa stór mál runnið í gegn án eðlilegrar opinberrar umræðu. En værukærð má ekki verða til þess að á Íslandi verði gengið lengra en nánast alls staðar annars stað- ar í lögleiðingu eiturlyfja og þar með aukið á smithættu skæðasta faraldurs Vesturlanda. Í frumvarpinu er vísað til reynslu annarra landa og meintra fordæma sem eru þó allt annars eðlis ef að er gáð. Raunin er sú að verði frumvarpið að lögum verður Ísland sér á parti varðandi frelsi til eiturlyfjaneyslu. Lög landsins munu þá ganga langt umfram það sem viðgengst í Kristjaníu í Kaup- mannahöfn, hvort sem litið er til formlegra reglna eða raunveru- legrar framkvæmdar þeirra. Vonandi ná menn áttum áður en Ísland gerist leiðandi í lögleiðingu eiturlyfja. Annars verða gerð stór- kostleg mistök í máli sem er raun- verulega upp á líf og dauða. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson »Raunin er hins vegar sú að hér er um að ræða einhverja róttæk- ustu lögleiðingu fíkni- efna sem fyrirfinnst. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Höfundur er formaður Miðflokksins. Lögleiðing eiturlyfja Á síðustu dögum hefur ráðuneyti mitt opnað tvo rafræna gagnagrunna, annars vegar Mælaborð fisk- eldis og hins vegar Mælaborð landbún- aðarins. Megintil- gangurinn að baki báðum þessum verk- færum er hinn sami; að tryggja yfirsýn yf- ir þessar atvinnugreinar og auka gagnsæi um starfsemi þeirra. Mælaborð landbúnaðarins Stofnun Mælaborðs landbún- aðarins er hluti af samkomulagi ríkis og bænda við endurskoðun rammasamnings búvörusamninga en þar kemur fram að nauðsynlegt þyki að hafa yfirsýn yfir fram- leiðslu, sölu og birgðir í landinu m.a. vegna fæðuöryggis og að slík- ur gagnagrunnur auki gagnsæi. Í mælaborðinu er að finna margvíslegar upplýsingar um ís- lenskan landbúnað. Meðal annars um framleiðslu og innflutning bú- vara, tölfræðilegar upplýsingar um fjölda bænda og búfénaðar og stuðningsgreiðslur til bænda. Mælaborðið hefur þannig mikið upplýsingagildi fyrir neytendur, bændur, stjórnvöld og aðra sem vilja nálgast upplýsingar um stöðu og þróun helstu upplýsinga og hagtalna í íslenskum landbúnaði. Í mínum huga er mælaborðið nauðsynlegt verkfæri til að tryggja yfirsýn við framkvæmd landbúnaðarstefnunnar á hverjum tíma. Opnun mælaborðsins markar tímamót því með því eiga stjórn- völd frumkvæði að opinberri birt- ingu þessara mikilvægu upplýs- inga og gera þær aðgengilegar öllum. Gagnsæi er þannig aukið og um leið stuðlað að því að um- ræða um landbúnað byggist á rauntölum. Næsta skref verður að þróa og styrkja mælaborðið enn frek- ar. Mælaborð fiskeldis Kveikjan að Mæla- borði fiskeldis var ráðherrafundur sem ég sótti í Færeyjum sumarið 2018. Þar fékk ég tækifæri til að kynnast stöð- unni á fiskeldi í Færeyjum, meðal annars rafrænni upplýsingaveitu sem birti allar helstu upplýsingar um stöðu og þróun greinarinnar. Í kjölfarið setti ég af stað vinnu við að búa til slíkt mælaborð hér á landi. Árið 2019 voru gerðar breyt- ingar á lögum um fiskeldi. Meðal breytinga var að fiskeldisfyr- irtækjum var gert að afhenta Mat- vælastofnun mánaðarlega ýmsar upplýsingar úr rekstri fyrirtækj- anna. Sú breyting gerir okkur kleift að nálgast þessar upplýs- ingar og birta opinberlega. Þannig er í mælaborðinu að finna upplýs- ingar um m.a. umfang lífmassa í sjókvíaeldi, umfang rekstrarleyfa, áhættumat, burðarþol, afföll, fjölda fiska og fjölda laxalúsa eftir landshlutum og fjörðum. Einnig er þar að finna kortasjá sem sýnir staðsetningar eldissvæða um land- ið, hvaða svæði eru í notkun og þróun lífmassa. Þá eru eftirlits- skýrslur Matvælastofnunar vegna eftirlits með rekstri og búnaði fiskeldisstöðva birtar í mælaborð- inu. Frumkvæði stjórnvalda að birt- ingu þessara upplýsinga eykur gagnsæi í starfsemi greinarinnar, en tryggir um leið heildstæðari yf- irsýn yfir stöðu og þróun grein- arinnar. Auðveldar stefnumótun Stofnun þessara mælaborða er til þess fallin að spara skrifræði, m.a. við svörun upplýsingabeiðna enda slíkt í mörgum tilvikum óþarfi þegar upplýsingarnar eru öllum aðgengilegar. Einna mik- ilvægast er þó að það sé hægt að nálgast á einum stað rauntölur um starfsemi þessara mikilvægu at- vinnugreina. Slík yfirsýn treystir grunn þeirra ákvarðana sem stjórnvöld taka á hverjum tíma og auðveldar heildstæða stefnumótun til framtíðar. Við þurfum enda að þekkja bæði stöðu þessara at- vinnugreina og söguna til að geta kortlagt framtíðina, eins og segir í aldamótaljóði Einars Benedikts- sonar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt. Heildstæð yfirsýn yfir ís- lenskan landbúnað og fiskeldi Eftir Kristján Þór Júlíusson Kristján Þór Júlíusson »Megintilgangurinn að baki báðum þess- um verkfærum er hinn sami; að tryggja yfirsýn yfir þessar atvinnu- greinar og auka gagnsæi um starfsemi þeirra. Höfundur er sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.