Morgunblaðið - 17.04.2021, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 17.04.2021, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021 Miðvikudaginn 14. apríl sl. samþykktu borgaryfirvöld svo- kallaða hámarks- hraðaáætlun Reykja- víkurborgar. Hún gerir ráð fyrir að há- markshraði ökutækja í Reykjavík lækki um- talsvert og verði nán- ast hvergi meiri en 40 km á klst. á götum borgarinnar og að sú verði t.d. alfarið raunin vestan Ell- iðaáa. Þessu markmiði á að ná með lækkun á leyfilegum hámarks- hraða, og þrengingum, fækkun ak- reina og öðrum tilfæringum á tengibrautum. Gert er ráð fyrir að það kosti um einn og hálfan millj- arð. Þessi ráðagerð var send við- eigandi fulltrúum ríkisins sem á stofnbrautir innan borgarinnar, en þeir aðilar slást ekki í þessa frægð- arför. Áhyggjur af umferðarslysum? Áætlunin sjálf segist stuðla að umferðaröryggi og draga úr svif- ryksmengun. En ef það eru mark- miðin, hvers vegna hafa borgaryfir- völd ekki sýnt lágmarksviðleitni í því að greina vandann og taka á honum með sértækum ráðstöfunum þar sem hann er alvarlegastur? Þeir 20 staðir þar sem umferðar- slys eru tíðust hér á landi eru á höfuðborgarsvæðinu og langflestir í Reykjavík. Sá staður á landinu þar sem tíðni umferðarslysa er næstmest eru gatnamót Bústaða- vegar og Reykjanesbrautar. Þetta veit Vegagerðin og setti því það skilyrði gagnvart borginni í síðasta Samgöngusáttmála að borgin fækkaði slysum þar með mislægum gatnamótum sem átti að taka í notkun á þessu ári. En borgaryfir- völd hafa ekkert aðhafst í þeim efn- um annað en að fá þeim fram- kvæmdum frestað um fjögur ár. Þetta er nú áhuginn á því að fækka umferðarslysum. Víðtækt valdboð en engin heildstæð hugsun Það er gott að stuðla að umferð- aröryggi. En hvaða viðleitni er þar í boði og hvað kostar hún í hverju tilviki? Er virkilega sjálfgefið að farsælasta lausnin sé fólgin í því að ráðast á skilvirkni samfélags- ins með því að hægja á allri umferð ökutækja og lengja þar með um- ferðartíma milli áfangastaða í borginni, jafnt hjá ökutækjum í neyðarútköllum, al- menningsvögnum, far- artækjum fyrirtækja og fjölskyldubílum? Hvað kostar það stofn- anir og fyrirtæki og að hve miklu leyti hækk- ar sá kostnaður verð á vöru og þjónustu? Hvað kostar það al- menna launþega í lengri ferðatíma til og frá vinnu, skólum, tónlistar- skólum, íþróttafélögum og þjón- ustukjörnum með hliðsjón af 40 stunda vinnuviku og hver á að bera þann kostnað? Er lækkun leyfilegs hámarks- hraða í samræmi við meðalhóf og almenna afstöðu samfélagsins og ef ekki, hvaða áhrif hefur það þá á væntanlega löghlýðni í þessum efn- um og hefur þá löggjafinn mann- afla til eftirlits á því að breyting- unum sé framfylgt? Hvaða áhrif mun lækkun á leyfilegum ökuhraða á tengibrautum hafa á umferðar- flæði og að hve miklu leyti mun sú breyting færa almenna umferð inn í íbúðahverfi í sívaxandi mæli eins og raunin varð augljóslega þegar Hofsvallagatan var þrengd á þenn- an hátt? Umferðartalning leiddi þá í ljós að gegnumumferð um nærliggjandi íbúðagötur jókst um allt að 1.000 bíla á sólarhring og þar með framhjá tveimur grunnskólum. Allt eru þetta spurningar sem vitrænir valdhafar myndu spyrja sig og reyna að fá skynsamleg svör við, áður en þeir gripu til svo víð- tækra valdboða sem hér um ræðir, án þess að sjá fyrir afdrifaríkar af- leiðingar þeirra. Svifryk í boði borgarstjórnar Það er gott að draga úr svifryks- mengun. En hraði ökutækja er ekki eina ástæða svifryks og sjaldnast sú nærtækasta eða mikilvægasta. Svifryksmengun í Reykjavík hefur aukist mjög í tíð núverandi meiri- hluta. Svifryk og aðra umferðar- mengun ber m.a. að rekja til gerðar á yfirborðsslitlagi vega, umhirðu gatna, nagladekkja, umferðar- þunga, öxulþunga ökutækja, hraða þeirra og ekki síður hröðunar. Á öllum þessum sviðum hafa borgaryfirvöld sjálf aukið svif- ryksmengun án þess að líta í eigin barm. Reykjavíkurborg á og rekur malbikunarstöð sem framleiðir endingarlítið malbik sem stöðugt þarf að endurnýja. Borgaryfirvöld hafa dregið mjög úr hreinsun gatna á síðustu árum en slíkur óþrifnaður eykur mjög umferðarmengun. Borgaryfirvöld hafa dregið úr snjó- mokstri yfir snjóþyngstu daga árs- ins og þó þeir dagar séu ekki alltaf margir dugar það til þess að nagla- dekkjum hefur fjölgað aftur á síð- ustu árum. Samgöngustefna borg- aryfirvalda hefur aukið umferðar- þunga í borginni með umtalsverðri lengingu ferðatíma og haft veiga- mikil áhrif á aksturslag (sífelldar hraðabreytingar) með sífellt fleiri og sífellt ósamstilltari umferðar- ljósum og með því að útiloka að umferðarþyngstu gatnamót séu gerð mislæg. Loks ber að geta þess að öxulþungi hefur feikilega mikil áhrif á myndun svifryks. Strætó heldur úti sífellt fleiri og sífellt þyngri vögnum sem oft aka um göt- ur borgarinnar, nánast tómir, utan álagstíma, þegar skynsamlegra væri að vera með mun minni og léttari vagna í umferð. Af ofansögðu ætti að vera nokk- uð ljóst að hámarkshraðaáætlun borgaryfirvalda er ekki ætlað að stuðla að umferðaröryggi og minna svifryki. Henni er einfaldlega ætlað að koma sem flestum Reykvíking- um úr sínum fjölskyldubifreiðum með góðu eða illu. Eftir Mörtu Guðjónsdóttur »Hámarkshraðaáætl- un borgaryfirvalda er ekki ætlað að stuðla að umferðaröryggi og minna svifryki. Henni er ætlað að koma sem flestum Reykvíkingum úr sínum fjölskyldu- bifreiðum. Marta Guðjónsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Umferðaröryggi, svifryk og einkabílahatur ÞARFT ÞÚ AÐ SELJA? Hvort sem þú þarft að kaupa, selja, leigja eða fá verðmat þá er ég reiðubúin að liðsinna þér. Hafðu samband í síma 821 4400 eða á hrafnhildur@hbfasteignir.is HB FASTEIGNIR Hrafnhildur Bridde Löggiltur fasteignasali Kringlan 7, 103 Reykjavík – Sími 821 4400 – hbfasteignir.is YFIR 25 ÁRA REYNSLA VIÐ SÖLU FASTEIGNA ÞEKKING - ÞJÓNUSTA - ÞINN HAGUR AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Söngur: Nemendur úr Tónlistar- skóla Akureyrar, Fjóla Sigríður Sveinmarsdóttir, Sigríður H. Arnardóttir og Soffía Pétursdóttir. ÁSTJARNARKIRKJA | Stuttri guðsþjónustu verður streymt á fésbók- arsíðum Ástjarnar- og Kálfatjarnarkirkju kl. 17. Davíð Sigurgeirsson ann- ast tónlistina. Prestur er Arnór Bjarki Blomsterberg. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa sunnudag kl. 11. Sóley Adda, Jónas Þórir og prestarnir leiða stundina. Guðsþjónusta kl. 13. Kór Bústaðakirkju og kantor Jónas Þórir annast tón- list. Messuþjónar og sr. Pálmi Matthíasson annast þjónustu. DÓMKIRKJAN | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Elínborg Sturludóttir prédik- ar, félagar úr Dómkórnum og Kári Þormar. Virðum sóttvarnareglur í hví- vetna. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og prédikar. Meðhjálpari Helga Björg Gunnarssdóttir. Virðum sóttvarnir, grímuskylda. GRAFARVOGSKIRKJA | Kirkjan opin frá kl. 11 til 12 til bænar og íhug- unar. Sr. Sigurður Grétar Halldórsson hefur umsjón. Heitt á könnunni. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. María G. Ágústsdóttir þjónar ásamt Ástu Haraldsdóttur, Kirkjukór Grensáskirkju og messuþjónum. Við gætum að sóttvörnum og fjöldatakmörkunum. Þriðjudagur: Kyrrðarstund kl. 12, einnig á netinu. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogs- kirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknar- prestur þjónar, félagar úr Fílharmóníunni syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Vegna sóttvarna hefur kirkjunni verið skipt í sóttvarnahólf í samræmi við leiðbeiningar landlæknis. Kirkjugestir eru beðnir um að bera andlitsgrímu við komuna í kirkjuna þar til sest er og virða tveggja metra fjarlægð. NESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónustan er í kirkjunni, félagar úr Kór Neskirkju leiða söng með Steingrími Þórhallssyni organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Textar dagsins fjalla um hirðinn. Sunnudagaskólinn er í safnaðarheimili og er gengið beint inn í það. Um- sjón hafa Kristrún Guðmundsdóttir og Sóley Anna Benónýsdóttir. Ari Agn- arsson leikur undir. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Laugardagur 17. apríl. Fermingarguðsþjónustur kl. 11 og 12. Kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar. Prestar eru Arnór Bjarki Blomsterberg og Kjartan Jónsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Byltingar og breytingar í kirkjunni. Dr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir talar. Sunnudagaskóli og helgistund kl. 11. Helgistundinni er streymt á Face- book-síðu Seltjarnarneskirkju. Sr. Bjarni Þór þjónar. Friðrik Vignir er org- anisti. Halldóra Eyjólfsdóttir syngur. Svana Helen Björnsdóttir og Sæ- mundur Þorsteinsson lesa ritningarlestra og bænir. Tæknimaður er Sveinn Bjarki. Tvö sóttvarnahólf sem taka 60 manns. Fólk skrái sig við innganginn. Þriðja hólfið er í kjallaranum. VÍDALÍNSKIRKJA | Helgistund verður streymt á netinu kl. 11 á sunnu- dag. Félagar í Gospelkór Jóns Vídalíns syngja. Prestarnir Stefán Már Gunnlaugsson og Jóna Hrönn Bolladóttir flytja hugvekju. Sunnudagaskólinn verður á netinu, félagar í Gospelkór Jóns Vídalíns syngja. Matthildur Bjarnadóttir æskulýðsfulltrúi leiðir stundina ásamt fræðurum sunnudagaskólans. Það er merkilegt í sjálfu sér að formað- ur Sjálfstæðisflokks- ins geti vel hugsað sér áframhaldandi samstarf við Vg. Það er merkilegt fyrir þær sakir að heil- brigðisráðherra hefur ekki beinlínis verið að beita sér fyrir ráð- deild og skynsömum lausnum, sem gagnast íbúum þessa lands sem best. Undanfarin ár hafa hrannast upp biðlistar, ekki aðeins biðlistar vegna liðskiptaaðgerða heldur eru biðlistar í fjölda aðgerða. Um síð- ustu áramót biðu 517 einstaklingar eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm og af þeim höfðu 64% þeirra beðið um- fram þá 90 daga sem eru viðmið- unarmörk Landlæknisembættisins. Það voru 999 einstaklingar sem biðu eftir aðgerð á hné og 72% þeirra biðu lengur en í þessa 90 daga sem miðað er við. Beðið var eftir rúmlega 1.700 aðgerðum á augasteinum og þar af voru 53% umfram 90 daga viðmiðið. Fleira mætti nefna en til að gera langa sögu stutta þá voru það aðeins fjórir aðgerðaflokkar af 18 sem ekki fóru yfir 90 daga viðmið- unarmörkin. Það voru krans- æðaaðgerðir, hjartalokuaðgerðir, brjóstnámsaðgerðir og aðgerðir á blöðruhálskirtli. Í samráðsgátt stjórnvalda má sjá drög að reglu- gerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Ís- lands. Ýmsar spurningar vakna við lestur þessara draga, er til dæmis verið að rígfesta enn frekar þá biðlista- menningu sem hefur vaxið svo um munar undanfarin misseri með tilheyrandi þján- ingum þeirra sem bíða? Eða er nú end- anlega komin sönnun þess sem margir höfðu óttast, að tvöfalt heil- brigðiskerfi yrði að veruleika? Aðför að rekstri hjúkrunarheimila Rekstur hjúkrunarheimila hefur einnig verið í uppnámi undanfarið enda hafa samningar á milli Sjúkratrygginga Íslands og þeirra sem tekið hafa að sér rekstur heimilanna ekki gengið þrauta- laust. Sveitarfélög þurftu að segja upp samningum sínum við SÍ þar sem engin hlustunarskilyrði voru við heilbrigðisráðuneytið og ekkert samræmi milli hjúkrunarþarfa íbúa og daggjalda. Þau sveit- arfélög sem áttu í hlut höfðu ítrek- að bent á það, en án árangurs. Íbú- ar hjúkrunarheimila eru oft nefndir okkar viðkvæmasti hópur og þess vegna á að vanda til verka með virðingu að leiðarljósi. Dag- gjöld ríkisins dugðu á engan hátt fyrir rekstrinum og til að toppa tregðu SÍ sem samningsaðila stóð til að segja upp öllu starfsfólki. Sem betur fer var það dregið til baka eftir mótmæli bæði frá stjórnsýslunni og úr samfélaginu, starfsfólk hélt áfram störfum. Meirihluti starfsfólks eru konur og merkilegt að sú staða hafi komið upp, að stefna starfsöryggi þeirra í fullkomna óvissu, sama starfsfólk sem hefur lagt á sig ómælda vinnu og umhyggju gagnvart því heim- ilisfólki sem býr á heimilunum. Það á aldrei að vanmeta góð og traust tengsl á milli starfsfólks og heimilismanna. Aðför að heilsu kvenna Í byrjun árs 2019 tók heil- brigðisráðherra ákvörðun um að færa skimanir fyrir krabbameinum hjá konum yfir til opinberra stofn- ana. Nú á að ríkisvæða forvarnir. Í byrjun árs lá ljóst fyrir að gengið yrði til samninga við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og að rann- sóknarstofa í Danmörku ætti að standa að greiningum á legháls- sýnum, þrátt fyrir að fullkominn búnaður væri til hér á landi. Þessi tilfærsla skimana hefur verið ein allsherjaraðför að heilsu kvenna. Margar konur bíða enn svara um niðurstöðu, réttindi þeirra eru engin og margar þeirra hafa ekki hugmynd um hvar lífsýni þeirra eru niðurkomin. Þær fá misvísandi svör, ef þá þær fá þá svör og það er með öllu óásættanlegt að setja konur í þessa óvissu, biðin ein og sér er algerlega óboðleg. Hvernig staðið hefur verið að flutningi skimana fyrir brjósta- og legháls- krabbameinum til heilsugæslu og sjúkrahúsa hefur vægast sagt ver- ið til skammar. Öll þessi atburðarás er furðuleg og aðför að velferð landsmanna. Mál er að linni. Eftir Önnu Kol- brúnu Árnadóttur Anna Kolbrún Árnadóttir » Öll þessi atburðarás er furðuleg og aðför að heilsu landsmanna. Mál er að linni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. annakolbrun@althingi.is Aðför að velferð landsmanna Messur á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.