Morgunblaðið - 17.04.2021, Side 30

Morgunblaðið - 17.04.2021, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021 ✝ Guðfinna fædd- ist í Reykjavík 2. nóvember 1930. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríð- ur Ólafsdóttir verkakona, f. 1895, d. 1986, frá Gest- húsum á Álftanesi og Jens P. Hall- grímsson sjómaður, f. 1896, d. 1979, frá Keflavík, sem bæði voru kennd við húsið Vog í Skerjafirði, sem þau byggðu 1930. Guðfinna var yngsta barn ár. Börn þeirra eru Ágúst Vil- helm, f. 1949, d. 1998, síðast bú- settur á Nýja-Sjálandi, kvæntur Catherine Schaumkell, Sigríð- ur, f. 1956, maður hennar er Hörður Jóhannesson, Ágústa, f. 1958, Sólveig, f. 1962, maður hennar er Sverrir Arngrímsson, og María, f. 1963, maður hennar er Óskar Finnsson. Barnabörnin eru þrettán og langömmubörnin eru orðin tólf. Guðfinna starfaði utan heim- ilis, lengst af á Þjóðminjasafn- inu og hjá Domus Medica, og var virk í margvíslegu tómstunda- og félagsstarfi. Undanfarin tvö ár bjó Guð- finna á Hrafnistu í Hafnarfirði en heilsu hennar fór hrakandi á sama tíma og hún lést þar að kvöldi 31. mars sl. Útför hennar hefur þegar farið fram. þeirra en eldri bræður hennar voru dr. Ólafur Jensson, læknir og blóðbankastjóri, f. 1924, d. 1996, Ketill Jensson, söngvari og fiskmatsmaður, f. 1925, d. 1994, og Guðbjörn Jensson skipstjóri, f. 1927, d. 1981. Eiginmaður Guð- finnu var Hjalti Ágústsson vöru- bílstjóri, f. 1919, d. 1993. Þau byggðu hús við Bauganes í Skerjafirði og bjuggu þar í 40 Elsku mamma kvaddi 31. mars sl. Það var gott að hún fékk hvíld- ina, samt alltaf sárt að kveðja. Við þessi tímamót lítur maður til baka og rifjar upp það helsta sem tengdi okkur mömmu saman. Fyrstu minningar sem koma upp í hugann er þegar ég fór með henni að skúra á Þjóðminjasafninu og í Domus Medica. Það var spenn- andi að fylgja mömmu eftir við skúringavinnuna en ég man að ég var alltaf hrædd við sjómanninn sem var í einu horninu á sjóminja- safninu á fyrstu hæð safnsins. Ég er númer fjögur í röðinni í systkinahópnum og var mjög spennt fyrir því að byrja að fara í skóla eins og þau. Með aðdáun fylgdist ég með Siggu og Gústu fara í skólann og fór síðan að herma eftir þeim að sögn mömmu. Þá fór ég út á stoppistöð með „plat“-skólatösku þar sem fimman stoppaði og gerði eins og þær, beið eftir strætó en fór að sjálfsögðu ekkert í strætóinn. Síðan kom ég heim og sagði mömmu að nú væri ég að fara í leikfimi eins og systur mínar. Mamma tók þátt í leiknum með mér og hafði gaman af. Þetta rifjuðum við oft upp og hlógum saman. Það endaði þannig að mamma gafst upp og bað um að ég byrjaði ári undan í skóla enda fædd í mars. Það var látið eftir og ég hef ekki borið skaða af því. Um árabil vorum við fjölskyld- an að bera út Tímann og Þjóðvilj- ann og fékk ég að selja afgangs- blöðin í Shell-stöðinni í Skerjafirði. Þegar ég var í sölu- mennskunni þar fannst mér oft góð matarlykt berast úr mötu- neytinu. Þar sem ég var ekki mik- ið fyrir fiskinn, sem var ansi oft í matinn heima, fannst mér tilvalið að vingast við matráðskonuna og hún fór að bjóða mér stundum í mat. Þá hafði ég þann háttinn á að ég hringdi í mömmu og sagði: „Mamma, hvað er í matinn?“ og ef hún svaraði: „Solla mín, það er fiskur.“ „Já, allt í lagi, þá ætla ég að borða á Shell.“ Mamma sagði ekkert við þessu, fannst þetta bara fyndið og lék oft fyrir mig þessi símtöl þegar við vorum að spjalla í seinni tíð. Mömmu fannst gaman að skapa og hún var smekkleg og hafði næmt auga fyrir litum og efnum. Hún málaði postulín og saumaði á okkur systurnar falleg föt. Það var líka heppilegt að við systurnar erum fæddar á sjö ár- um og fötin gátu gengið á milli. Ég hef svo oft hugsað um það hvernig hún fór að þessu en ég held að mamma hafi upplifað það sem ein- hvers konar núvitund eins og það er kallað í dag. Mála postulínið, sauma í saumavélinni, baka og fleira. Við mamma bjuggum nálægt hvor annarri í Salahverfinu í mörg ár og það var ómetanlegur stuðn- ingur að hafa hana nálægt mér og börnunum mínum þegar þau voru að alast upp þar. Mamma var mjög ánægð í Hlynsölum þar sem hún bjó sér fallegt og notalegt heimili og var dugleg að sækja Salalaugina. Mamma var sjálfstæð og dug- leg kona, það var ekki alltaf auð- velt hjá henni, en ég er þakklát fyrir það sem hún kenndi mér. Hún átti ekki auðvelt með að tjá sig á einlægan hátt, en það var alltaf jafn gaman að sýna henni það sem ég var búin að prjóna því hún kunni að meta það enda hún og móðir hennar miklar hand- verkskonur. Elsku mamma, ég mun sakna þín. Þín Sólveig (Solla). Með þakklæti en sorg í hjarta kveð ég hana mömmu. Ég veit að hún er fegin því að fá hvíldina. Hún hafði rætt það við mig og okkur systurnar nokkuð oft undir það síðasta. Mamma var dugnað- arkona og hörkutól, hún vann mikið alla tíð og féll aldrei verk úr hendi. Henni fannst gaman að vinna og kvartaði aldrei yfir því. Hún var dugleg að stunda sund og það var hennar líkamsrækt alla tíð, þar hafði hún líka skemmti- legan félagsskap. Hún hafði mjög gaman af því að mála postulín og þegar allir voru sofnaðir þá fékk hún næði, settist niður og fór að mála. Í máluninni fann hún ró og naut þess mjög. Hún skilur eftir sig marga fallega muni sem við, stelpurnar hennar, eigum nú til minningar. Hún var ekki bara dugleg húsmóðir heldur tók hún t.d. fullan þátt í að mála húsið og hún gat verið „hættuleg“ með pensilinn og með afgangsmáln- ingu því þá var allt málað. Einu sinni málaði hún skjólborðin á vörubílnum hans pabba án þess að ræða það frekar og hún málaði þau blá. Pabbi fór svo inn á stöð og vinnufélagarnir fóru að spyrja hann út í þetta og gerðu smá grín en hann tók ekkert eftir þessu, enda var hann litblindur. Mamma naut þess að ferðast til útlanda og sjá eitthvað nýtt. Ég spurði hana nýlega hvað hefði nú verið skemmtilegast hjá henni síðustu 30 árin, þá var hún fljót að svara: „Þegar ég fór að ferðast“ og minntist sérstaklega á ferð til Flórens með starfsfólki Þjóð- minjasafnsins sem hún var svo lánsöm að fá að taka þátt í. Hún fór líka í margar ferðir með Or- lofsnefnd húsmæðra, bæði innan- lands og erlendis. Stundum dreif hún sig bara ein í ferðir og ekki vantaði kjarkinn í hana. Við mamma vorum góðar vinkonur og við fórum saman í nokkrar utan- landsferðir, meðal annars að heimsækja Guðfinnu mína. Henni fannst það mjög skemmtilegt. Við brölluðum margt saman í þeim ferðum. Hún var ekki alltaf ánægð með hvað við þvældum henni mikið en svo gátum við flissað yfir því sam- an, enda aldrei langt í hláturinn hjá mömmu. Hún var kát að eðl- isfari og mikill húmoristi. Við syst- urnar fórum líka í nokkrar skemmtilegar utanlandsferðir með mömmu og eigum góðar minningar frá þeim. Ég gæti sagt margar sögur af mömmu en ein mjög minnisstæð er þegar hún kom með mér í Tískuverslunina Adam að skoða hermannajakka, sem mig langaði til að eignast, því ég hafði mátt velja mér flík í stað- inn fyrir fermingarkápu. Hún las svo yfir starfsmanni verslunarinn- ar hvað væri verið að selja ung- lingum svona flíkur og hermanna- jakkann fékk ég ekki. Ég skammaðist mín svo hroðalega að við fórum ekki í sama strætó heim og ekki saman í bæinn í nokkur ár eftir þetta. Þegar ég réð mig í vist í Búðardal var hún dugleg að senda mér pakka og það var alltaf jafnspennandi að fara á pósthúsið og sækja pakkann frá henni. Hún var hugulsöm, bóngóð og vildi allt fyrir okkur gera. Hún var stolt af fólkinu sínu, okkur stelpunum og bræðrum sínum sem hún leit mik- ið upp til. Það var alltaf kært á milli þeirra systkinanna enda ein- staklega góðir bræður. Áfram veginn í vagninum ek ég inn í vaxandi kvöldskuggaþröng. Ökubjöllunnar blíðróma kliður hægur blandast við ekilsins söng. Nú er söngurinn hljóður og horfinn, aðeins hljómar frá bjöllunnar klið. Allt er hljótt yfir langferða leiðum þess er leitar að óminni og frið. (Freysteinn Gunnarsson) Minning þín lifir, elsku mamma. Ágústa. Guðfinna Jensdóttir var falleg kona, glöð og jákvæð, drífandi og stundum stjórnsöm, létt í lund, með beittan húmor blandaðan kaldhæðni, allt til enda. Hún var ekki grimm en gerði þá sjálfsögðu kröfu að fólk stæði með sjálfu sér, skárra væri það nú, og stæði í lappirnar. Hún kom eins fram við alla og var ófeimin. Ég var ungur þegar ég fór að venja komur mínar í Bauganesið. Allt í einu átti ég kærustu, – en þá fylgdi tengdamamma með. Við piltarnir úr Smáíbúðahverfinu höfðum ekki tekið það með í reikn- inginn enda ekki vanir að hugsa lengra en til næstu helgar. Það var ekkert að óttast í mínu tilviki. Ég komst fljótt að sannri merkingu orðsins og það var fyrir tilstilli Guðfinnu, allt með jákvæðum for- merkjum. Hún dekraði við mig frá fyrsta degi og var hvetjandi og já- kvæð þegar baslið okkar Siggu hófst fyrir alvöru. Guðfinna var ekki göldrótt en hafði sambönd. Hún þekkti fólk alls staðar. Hún hafði frumkvæði að því að láta hluti gerast. Hún var oftast á bak við tjöldin og skildi aldrei eftir nein fingraför. Hvaða leyniþjónusta sem er gæti notað slíkan starfsmann. Hún hvorki skaraði eld að eigin köku né að- hafðist í þágu eigin hagsmuna. Hún var að hjálpa og vildi fólki vel. Það leið t.d. ekki langur tími þar til laus var íbúð sem við Sigga gát- um fengið. Sigga var komin með vinnu fyrir tilstilli hennar og þeg- ar mig vantaði sumarvinnu hittist svo á að Bubbi bróðir hennar þekkti til á góðum stað, – og ég var ráðinn. Ekkert af þessu vissi ég fyrr en löngu síðar. Það gat reynd- ar gerst að hún færi fram úr sér og fengi athugasemdir fyrir óbeðinn erindisrekstur. Það truflaði hana ekki, hún hélt sínu striki, kannski rétt fyrst með ósannfærandi lítil- læti sem kom fram í orðunum: „Án þess að mér komi það við …“ Guðfinna Jensdóttir hafði gjarnan mörg járn í eldinum og óumbeðin sinnti hún fjölda þjón- ustuverkefna samhliða húsmóður- starfinu og vinnu utan heimilis. Þiggjendur þeirrar þjónustu voru aldraðir foreldar hennar, fjöl- skyldan öll, vinir og kunningjar, jafnvel nágrannar. Nú heitir þetta allt eitthvað og sumt er kennt í skólum, jafnvel á háskólastigi; leikskólakennsla, heimahjúkrun, viðburðastjórnun, leigumiðlun, at- vinnumiðlun, öldrunarþjónusta. Hún hafði góð tök á öllu þessu en krafðist aldrei endurgjalds. Þessi snaggaralega og sívinnandi kona dró saman seglin síðustu árin og þegar æviárin urðu níutíu varð eitthvað undan að láta. Síðustu mánuðirnir voru ekki spennandi, sjón og heyrn farin og fingurnir krepptir og máttvana. Hún var búin að fá nóg og var sátt við að fara. En hún var enn að hugsa um velferð fjölskyldunnar og gaf ordrur fram á síðasta dag. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst henni og fengið að vera henni samferða og eiga hana að vinkonu og trúnaðarvini. Hún var drifin áfram af kærleikanum ein- um saman og tók gjarnan á sig þá skyldu sem ber umbunina í sjálfri sér. Hún lét verkin tala og þoldi Guðfinna Jensdóttir Sálm. 86.7 biblian.is Þegar ég er í nauðum staddur ákalla ég þig því að þú bænheyrir mig. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRIÐFINNA JÓNSDÓTTIR, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 10. apríl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 21. apríl klukkan 13. Hansína Hafsteinsdóttir Hermann Björn Erlingsson Elín Vala Jónsdóttir Ólafur Páll Ragnarsson Ólöf Indíana Jónsdóttir Stefán Antonsson Laufey Hlín Jónsdóttir Hallgrímur Arthúrsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, systir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN BIRNA HANNESDÓTTIR tónlistarkennari, varð bráðkvödd á heimili sínu, Bólstaðarhlíð 50, Reykjavík, miðvikudaginn 14. apríl. Útför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Sigurðardóttir Jóhann Sigurðarson Guðrún Sesselja Arnardóttir Ólöf Sigurðardóttir Stígur Snæsson Þorsteinn Gauti Sigurðsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU GUÐNÝJAR JÓNSDÓTTUR, Álftamýri 26. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild B6, Landspítala Fossvogi. Aðalheiður Benediktsdóttir Hörður Árnason Jón Ágúst Benediktsson Jónína Sigurðardóttir Guðrún Þóra Benediktsd. Hjörtur Erlendsson Þórður Benediktsson Kristín Unnur Þórarinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar elskaða eiginkona, móðir, dóttir og systir, JÚLÍANNA RUT BOGADÓTTIR, Löngumýri, Selfossi, lést þriðjudaginn 30. mars á gjörgæsludeild Landspítalans. Útför fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 19. apríl klukkan 15. Fjölskyldan sendir innilegar þakkir til starfsfólks gjörgæslunnar 12B á Landspítalanum við Hringbraut. Bergur Sverrisson Aníta Eva Birgisdóttir Katrín Sara Birgisdóttir Óliver Darri Hjaltalín Bogi Eggertsson Þóra Soffía Bjarnadóttir Bjarnhildur Ólafsdóttir Þorbergur Ólafsson Ólöf Snædís Ólafsdóttir Þórunn Eva Bogadóttir Eggert Bjarni Bogason Útför elsku mömmu okkar, tengdamömmu, ömmu og langömmu, INGU KRISTJÖNU HALLDÓRSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. apríl klukkan 15. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur og vinir viðstaddir. Útförinni verður streymt á www.exton.is/streymi Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjúkrunarheimilið Grund. Þórunn Liv Kvaran Halldór Kvaran Kristín Gísladóttir Hildur Hrefna Kvaran Sigurjón Gunnsteinsson Hörður Kvaran Edda Herdís Guðmundsdóttir Gunnar Kvaran barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.