Morgunblaðið - 17.04.2021, Page 31

Morgunblaðið - 17.04.2021, Page 31
ekkert væl. Nú er hún komin á betri staðinn, en ég er alls ekki viss um að hún hafi bankað áður en hún gekk inn. Hörður Jóhannesson. Guðfinna Jensdóttir var ekki bara amma mín heldur ein af mín- um nánustu vinkonum. Afi minn, Hjalti Ágústsson, lést þegar ég var tveggja ára og því man ég ekki eftir þeim tíma þegar amma og afi voru eitt. Systkini mín hafa ætíð talað fallega um tímann sem þau áttu með ömmu og afa í Skerjó og ekki laust við að ég hafi verið af- brýðisöm að missa af þeim tíma. Ég man fyrst eftir ömmu þar sem hún bjó á Kaplaskjólsveginum, það er mér minnisstætt hvað allt var fínt hjá ömmu. Hún var fyrir- myndarhúsfreyja og höfðingi heim að sækja. Til að byrja með var samband okkar ömmu fremur venjulegt, þetta týpíska samband milli ömmu og ömmustelpu, ég fór samferða foreldrum mínum í reglulegar heimsóknir, dekruð á jólum og afmælum og ég tók henni eflaust sem sjálfsögðum hlut sem átti síðar eftir að breytast. Á tán- ingsárum vann ég við umönnun eldri borgara og varði ég miklum tíma með áhugaverðu fólki á aldur við ömmu mína. Ég fann hversu gaman ég hafði af því að kynnast því, sem fékk mig til þess að hugsa af hverju ég nýtti ekki tímann til þess að kynnast ömmu minni bet- ur. Á þessum árum fór ég að heim- sækja ömmu Finnu á eigin for- sendum. Ég sótti í félagsskap hennar og hún sóttist eftir mínum. Þegar ég fékk loks bílpróf fóru hlutirnir að gerast hjá okkur ömmu. Við áttum vikuleg stefnu- mót, stundum oftar og brölluðum ýmislegt saman, allt milli himins og jarðar. Okkar helsta áhugamál var að kíkja í IKEA sem varð til þess að vinir mínir sumir þekktu hana undir nafninu „amma Ikea“. Fljótlega eftir að ég fékk bílpróf hætti amma að keyra og seldi mér bílinn sinn, gylltan Ford Focus innfluttan frá Bandaríkjunum, eðalvagn í hennar augum. Það kom sér afar vel fyrir ömmu að ég tæki við bílnum og bílnúmerinu þar sem hún hafði geymt bláa mið- ann sem veitti henni leyfi til þess að leggja í stæði fyrir hreyfihaml- aða og var vön að taka hann með sér í þau skipti sem við fórum saman á bílnum. Amma var algjör uppreisnarseggur, hún gerði það sem henni sýndist og fannst það ekkert tiltökumál. Gott dæmi er þegar við fórum í fyrstu Ikea-ferð- ina og amma fékk sér smørrebrød og hvítvín, sem átti eftir að verða hennar fasta pöntun, og þegar við komum að kassanum bað af- greiðslustúlkan ömmu vinsamleg- ast um að skrúfa tappann af og skilja hann eftir því það væri bannað að taka flöskur með sér út af veitingastaðnum. Ég hafði aldr- ei séð ömmu eins hlessa og ég get sagt ykkur að þetta kom aldrei fyrir aftur. Eftir þetta var amma alltaf með aukatappa í veskinu. Hún bað okkur barnabörnin eitt sinn að skila náttkjól sem hún hafði fengið í jólagjöf, hún var ekki ánægð með hann, hafði prófað að sofa í honum og sett hann í þvotta- vél. Hún var ekki viss úr hvaða búð hann var en bað okkur að reyna að skila honum bara ein- hvers staðar. Já, svona var amma. Ég hef lengi kviðið þeim degi er ég myndi þurfa að kveðja ömmu í hinsta skipti en í sannleika sagt er ég meira þakklát en sár. Ég er þakklát fyrir allan þann tíma sem við fengum saman, þakklát fyrir það að hún hafi leitað til mín og ég getað verið til staðar fyrir hana. Ég er þakklát fyrir Spánarferðina sem hún bauð mér í, það er minn- ing sem ég mun varðveita í hjart- anu um ókomna tíð. Takk fyrir allt, elsku amma, ég sakna þín og við sjáumst vonandi síðar. Selma Harðardóttir. Þegar ég var barn þá var ég mikið heima hjá ömmu og afa í Skerjó. Það var mikill samgangur á milli fjölskyldu minnar, systr- anna og fjölskyldna þeirra. Oftar en ekki fylltist húsið þeirra ömmu og afa um helgar. Ég á sérstaklega góða minn- ingu frá Skerjó þegar ég var á aldrinum 12-14 ára en þá heim- sótti ég þau oft og gisti. Venjan var sú að ég tók strætisvagn núm- er 5 frá Sunnutorgi og sat sultu- slök í vagninum alla leið á enda- stöð en húsið þeirra ömmu og afa var fáeina metra frá. Þar sem þessar næturheim- sóknir mínar voru alltaf um helgar var viljandi vakað lengi fram eftir vegna þess að amma og afi voru með Stöð 2 sem þá var ekki á mínu heimili. Þegar kvölddagskráin hófst vorum við afi búin að koma okkur fyrir hvort í sínum leðurstólnum og amma lá undir teppi í sófanum, öll tilbúin í sjónvarpsgláp kvölds- ins enda hvorki meira né minna en þrjár kvikmyndir fram undan. En elsku amma var varla lögst niður þegar hún byrjaði að dotta yfir fyrstu kvikmyndinni. Á milli þess sem hún dottaði og vakti yfir kvik- myndunum vildi hún ólm alltaf rifja upp söguþráðinn því hún vildi alls ekki missa af neinu. Söguþræðirnir voru nokkrum sinnum rifjaðir upp en þegar hún fór fram á upprifjun á kvikmynd sem var löngu búin og við afi langt komin með þá þriðju þá fannst henni vera kominn tími á að fara inn í rúm. Það var svo notaleg stund að horfa á sjónvarpið með afa fram yfir miðnætti, stundum langt fram á nótt og með ömmu hrjótandi í sófanum. Eftir nokkurra klukkustunda svefn var ég alltaf vakin klukkan sjö því þá fórum við öll saman í Vesturbæjarlaugina þar sem þau voru fastagestir alla morgna. Ég man enn í dag hvað mér leið alltaf vel að vakna snemma, staulast út í bíl, en þá áttu þau bláan Ford Es- cort, verandi mjög syfjuð en samt svo tilbúin í heita pottinn með gamla fólkinu. Þegar við komum heim var best í heimi fyrir ung- linginn mig að skríða aftur upp í rúm og sofa til hádegis. Þessar minningar eru mér ómetanlegar og dýrmætar þótt mjög langt sé um liðið. Ég heimsótti ömmu á sunnu- deginum fyrir andlát hennar en ég átti ekki von á því að sú heimsókn yrði mín síðasta. Þegar ég stóð í dyragættinni nýbúin að kyssa hana á ennið þakkaði hún mér fyr- ir komuna og sagði við mig: Þú ert góð stelpa. Elsku amma Finna, takk fyrir samfylgdina og takk fyrir að vera amma mín. Þitt barnabarn, Lára Harðardóttir. Amma Finna, það veitir mér hlýju bara að skrifa nafnið þitt eitt og sér. Cocoa Puffs, Bold and the Beautiful, íslenskar pönnukökur og spila Ólsen-ólsen langt fram á nótt er eitthvað sem kemur strax upp í hugann. Þú varst naglinn sem vaknaði klukkan sex á morgnana til að draga mig, barn- ið, í Salalaugina í Kópavogi þegar ég var í pössun. Fyndið var þegar nágranni hafði kvartað í bréfi undan því hvað þú kveiktir snemma á út- varpinu og hafðir það hátt stillt. Svo seinna meir þegar ég var með læti þá fórum við að hlæja og töl- uðum um það að við ættum von á nýju kvörtunarbréfi frá grannan- um. Húmorinn var það sem ein- kenndi þig. Öllu var snúið upp í grín, bæði góðu og slæmu. Stund- um upplifði maður sig hreinlega vera á uppistandssýningu þegar maður umgekkst þig, svo fyndin varstu og var ég alltaf spennt að segja einhverjum frá því fyndna sem amma mín hefði sagt um dag- inn. Ég mun sakna þín og finna fyrir tómleika að hafa þig ekki hér. Húmorinn sem þú kenndir mér og þú sjálf sem manneskja verður þó alltaf í hjarta mér. Hvíldu í friði, elsku amma Finna. Signý Ósk Sigurðardóttir. Fyrrverandi tengdamóðir mín, móðir barnsmóður minnar og fyrrverandi eiginkonu, Sólveigar Hjaltadóttur, er látin eftir erfið veikindi. Guðfinna hefur ávallt verið mér kær, ekki einungis meðan á hjóna- bandi okkar Sólveigar stóð heldur einnig í þau tuttugu ár sem liðu eftir að leiðir okkar Sólvegar skildi. Guðfinna var einstaklega skap- góð, skemmtileg og með sérlega ríkulegt skopskyn eins og hún á reyndar ættir til. Það er til marks um það hversu samband okkar Guðfinnu var gott að nokkrum árum eftir að við Sól- veig skildum prjónaði Guðfinna lopapeysu á son minn sem ég eign- aðist með núverandi eiginkonu minni. Tók hún þeim syni mínum ávallt vel og lýsir það hennar já- kvæða hugarfari í okkar garð. Öll þau þrjátíu ár sem við Guð- finna þekktumst var það líka van- inn að ég færði henni vindlinga í hvert sinn sem ég kom frá útlönd- um, með því gafst okkur tækifæri til að hittast þegar ég var að færa henni vindlingana. Þá var rætt saman, horft á veröldina og það sem hún hefur að geyma, oftar en ekki í glettnu ljósi. Stundum fengum við okkur jafnvel líka Genever í kók sam- an … en þó bara í laumi og allt í hófi. Guðfinna var elskuð af börnum okkar Sólveigar, Birkis Karls og Signýjar Óskar og kom hún tölu- vert að uppeldi þeirra. Að því munu þau alltaf búa. Síðustu mánuði hef ég ekki haft tök á að heimsækja hana vegna heimsóknartakmarkana. En þeir sem gátu heimsótt hana tjáðu mér að skopskyni hennar hefði verið við brugðið fram á síðustu stundu. Kemur það ekki á óvart. Ég þakka Guðfinnu fyrir sam- fylgdina, hún gaf mér dóttur sína Sólveigu sem gaf mér góða tíma og einstaklega vel gerð börn, barnabörn Guðfinnu. Takk fyrir það og allar skemmtilegu stund- irnar okkar, mín kæra Guðfinna. Sigurður Bragi Guðmundsson. Minningarnar eru óteljandi frá því að ég var lítil stelpa þegar amma og afi áttu heima í Skerja- firðinum. Það var alltaf spennandi að þvælast þarna um, stela rab- arbara, hjálpa ömmu í þvottahús- inu þó svo að hún hafi kannski ekkert endilega verið svo hrifin af þeirri hjálp og fá svo pönnsur. Hún var snillingur í pönnsu- bakstri og bakaði fyrir öll tilefni. Það eru þessir litlu hlutir sem verða að hlýrri minningu eins og t.d. koddarnir og teppið sem hún var með í aftursætinu í bílnum sín- um svo okkur yrði ekki kalt í bíln- um. Það mátti aldrei neinum verða kalt og allt til síðasta dags spurði hún gjarnan hvort maður væri ekki örugglega með húfu eða trefil ef henni fannst kalt úti. Það er mér mjög minnisstætt þegar við Guffi frændi fengum að gista hjá henni þegar hún bjó á Kapla- skjólsvegi. Hún hefur eflaust verið komin með alveg nóg af okkur og sendi okkur út í búð að kaupa RC- Cola. Við vissum ekkert hvar búð- in var, enda nýtt hverfi og ráfuð- um um hverfið í dágóðan tíma áð- ur en við fundum búðina. Ég hugsa að það hafi akkúrat verið planið hjá henni. Amma var hlý og við áttum sterkt og gott samband. Hún heimsótti mig nokkrum sinn- um út þegar ég bjó erlendis og við vorum alltaf í góðu símasambandi. Hún elskaði að leita uppi góða „díla“ og það var gaman að fá hana til okkar þar sem ég, mamma og amma þræddum saman markaði og búðir og settumst svo niður í mat og drykk. Ég hlakkaði til að mynda aftur þetta samband við hana þegar ég flutti heim og leyfa dætrum mínum að kynnast henni betur, en þá var hún komin á Sunnuhlíð þar sem hlutirnir tóku aðeins að breytast. Við vorum samt duglegar að fara saman í IKEA en hún elskaði að borða þar og fá sér hvítvín með, henni fannst þetta snilldarkonsept. Ég er þakk- lát fyrir góðar stundir á þessu ári og hún hélt í húmorinn alveg fram á síðasta dag. Guð geymi þig, elsku besta amma mín, og ég veit að þú ert á góðum stað þar sem þér líður bet- ur og þið afi passið vel upp á hvort annað. Þín Guðfinna. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021 Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR BJARNADÓTTUR, Sléttuvegi 19, sem lést á Dvalarheimilinu Grund 28. febrúar. Fjölskyldan þakkar starfsfólki Grundar fyrir einstaka alúð og umhyggju í hennar garð. Guðrún Guðmundsdóttir Grétar J. Unnsteinsson Hafsteinn Guðmundsson Helga Gylfadóttir Erna Guðmundsdóttir Kristján Viggósson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, HAFÞÓR JÓNSSON, Brekkulæk 4, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 20. apríl klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins hans nánustu við útförina. Útförinni verður streymt á slóðinni https://youtu.be/gKCanjki8lw Lilja Hjördís Halldórsdóttir Tómas Bolli Hafþórsson Edward Duncan Subben og aðrir ásvinir Við þökkum af alúð hlýhug og kærleik sem þið sýnduð okkur, elskulegu vinir, við andlát og útför ástkærs eiginmanns, pabba, tengdapabba, afa og langafa, ÓSKARS KARLS ÞÓRHALLSSONAR skipstjóra. Hjartans þakkir sendum við starfsfólki á Heiðmörk, Ísafold, fyrir umönnun, hlýju og virðingu. Agnes Árnadóttir Lárus Óskarsson Edda Þórðardóttir Hrefna Björg Óskarsdóttir Þórhallur Óskarsson Elín Þórhallsdóttir Karl Einar Óskarsson Anna Pálína Árnadóttir Kristinn Óskarsson Steinþóra Eir Hjaltadóttir og afkomendur þeirra Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÍSAK MÖLLER, Rauðási 1, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 31. mars. Útförin fer fram frá Garðakirkju mánudaginn 19. apríl klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða eingöngu nánustu aðstandendur og vinir viðstaddir. Hlekk á streymi er hægt að nálgast á mbl.is/andlat undir liðnum: Beinar útsendingar frá útförum. Steinunn Bárðardóttir Bárður Eyjólfsson Ragnar Örn Möller Ebba Sif Möller Haraldur Gunnar Guðmunds. Aníta Björk Kristófer Ísak og Guðmundur Gunnar Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÓA JÓHANNA FRIÐRIKSDÓTTIR, Hraunbæ 103, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 4. apríl á Landspítalanum, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju miðvikudaginn 21. apríl klukkan 13. Þeir sem vilja heiðra minningu Gróu eru velkomnir. Börnum hennar þætti vænt um að fá símaskilaboð frá þeim sem sjá sér fært að vera viðstaddir athöfnina svo fjöldatakmarkanir verði virtar. Athöfninni verður streymt og hlekk á streymi er hægt að nálgast á mbl.is/andlat. Auðbjörg Bergsveinsdóttir Jón Baldur Þorbjörnsson Friðrik Már Bergsveinsson Júlíana Sóley Gunnarsdóttir Berglind Bergsveinsdóttir Guðjón Grétar Engilbertsson ömmu- og langömmubörn Elsku eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir, tengdasonur og barnabarn, BRYNJAR GUNNARSSON, andaðist fimmtudaginn 1. apríl. Útförin fer fram mánudaginn 19. apríl kl. 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánasta fjölskylda og vinir viðstödd athöfnina en streymt verður frá henni á eftirfarandi slóð: https://youtu.be/FaHv84a0PGg. Þeim sem vilja styrkja litlu fjölskylduna er bent á söfnunarreikning: 0370-22-017567 – kt. 240586-6229. Stefanía Rafnsdóttir Máni Brynjarsson Ína Salóme Hallgrímsdóttir Gunnar Bogi Borgarsson Kristín Gunnarsdóttir Bjarki Páll Eysteinsson Elísabet Katrín Jósefsdóttir Rafn Þorsteinsson Bryndís Gunnarsdóttir Sigurður Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.