Morgunblaðið - 17.04.2021, Qupperneq 43
Tónlistar- og mynd-
listarmaðurinn Sig-
tryggur Berg Sigmars-
son hefur verið æði
virkur hvað fyrra form-
ið varðar á undanförn-
um misserum og dælt
út efni í formi platna,
hljómsnældna og staf-
rænna skráa. Hvað á
þetta að fyrirstilla?
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Ég viðurkenni að ég hef átt fullt í
fangi með að hafa yfirlit yfir þessar
tíðu útgáfur Sigtryggs. Reglubundið
koma tilkynningar frá honum um
nýtt efni, oftar en ekki í takmörkuðu
upplagi og jafnvel ekki í stafrænni
útgáfu (sjaldgæft nú til dags). Á
þessu ári hafa komið út tvær plötur,
fyrst ber að nefna Ship 2020, sem
gefin er út til að fagna þeim tuttugu
árum sem eru liðin síðan Sigtryggur
tók upp fyrstu sólóplötu sína, Ship
(gefin út 2001 hins vegar). Svo er
það Everything Nice, vínilplata sem
„Ég þarf alltaf að vera að gera eitthvað“
Virkni Sigtryggur Berg situr ekki með hendur í skauti um þessar mundir.
kom út í 100 eintökum í síðasta mán-
uði en hana vinnur hann með Ragn-
ari Jónssyni og BJ Nilsen. Innihaldið
á Ship 2020 er í „ambient“-sniði,
jafnvel hægt að kalla tónlistina ljúfa
en Everything Nice er hvassari og
meira um skruðninga. Báðar á til-
raunakenndu rófi að sjálfsögðu eins
og allt það sem Sigtryggur hefur
sýslað við á sínum ferli. Þá er
væntanleg plata í maí sem hann
vinnur með BJ Nilsen og Judith
Hamann. Á síðasta ári komu svo út
sjö plötur, ein með Floris Hoorel-
beke, ein með BJ Nilsen og Frans de
Waard, tvær með BJ Nilsen, ein með
Dennich Tyfuyz og tvær sóló. Nóg
að gera!
Sigtryggs varð fyrst vart er
hann gekk í hina merku tilrauna-
sveit Stilluppsteypu um miðjan
tíunda áratuginn og hefur getið sér
gott orð sem allra handa listamaður.
Virkni hefur verið með ágætum í
gegnum tíðina en aldrei eins og nú.
Pistilritari var forvitinn, setti sig í
samband við listamanninn, og spurði
hann spjörunum úr.
„Ég þarf alltaf að vera að gera
eitthvað,“ segir hann einfaldlega
þegar ég spyr hann út í þetta stuð.
„Auðvitað kemur inn í þetta öll þessi
innivera tengd faraldrinum en ég vil
samt ekki tengja þetta saman endi-
lega því þessar útgáfur hefðu gerst
og komið svona út hvort eð er. En
það hjálpaði auðvitað að öllum
myndlistarsýningum í fyrra og ein-
hverjum af þeim í ár var skotið á
frest.“
Margar af útgáfunum eru í tak-
mörkuðum upplögum, jafnvel ekki
stafrænar, og Sigtryggur segir ýms-
ar ástæður liggja að baki því. „Ég
hef reynslu af því að gefa út plötur í
kannski 500 eintökum og sitja svo á
200 eintökum sem eru enn niðri í
kjallara hjá foreldrum mínum. Það
er heilmikið stúss í kringum svona
útgáfumál og ég myndi aldrei vilja
setja mig í þannig aðstæður í dag.
Það myndi líka þýða minni tíma fyr-
ir myndlistina.“
Sigtryggur vinnur tónlistina
gjarnan með öðrum, nokkuð sem
hefur gerst náttúrulega. „Það koma
oft fyrirspurnir hvort ég vilji taka
þátt í hinu og þessu og oft vil ég
vinna með því fólki sem ég finn að ég
á skap með. Ég get líka notið þess
meira að hlusta á útgáfur sem voru
gerðar í samvinnu við aðra því þá er
maður ekki að deyja úr einhverju
OCD-kasti gagnvart því hvort þetta
hafi átt að vera svona eða hinsegin.
Þannig á ég erfitt með að hlusta á
plötur sem eru bara mínar, en sam-
starfsplöturnar, það er allt annað
mál. Maður hefur ekki eins mikla
stjórn og það er gott! Sú plata sem
ég hef hlustað hvað mest á og notið í
gegnum árin er Second Childhood
sem ég vann með BJ Nilsen, Helga
Þórssyni og Hildi Guðnadóttur. Þyk-
ir mjög vænt um þá plötu.“
Yfirlit yfir þessar útgáfur allar,
hin ýmsu form og aðgengilegheit má
finna á discogs.com.
»
Báðar á tilrauna-
kenndu rófi að sjálf-
sögðu eins og allt það
sem Sigtryggur hefur
sýslað við á sínum ferli
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
FRANCESMcDORMAND
MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO
PEOPLE’S CHOICE AWARD
TORONTO FILM FESTIVAL
SIGURVERARI
GOLDEN LION BEST FILM
VENICE FILM FESTIVAL
SIGURVERARI
EVENING STANDARD
THE GUARDIAN
TOTAL FILM
THE DAILY TELEGRAPH
TIME OUT
EMPIRE
BESTA MYNDIN
BESTALEIKONAN ÍAÐALHLUTERKI
Frances McDormand
BESTI LEIKSTJÓRI
Chloé Zhao
6
ÓSKARS
TILNEFNINGAR
MEÐAL ANNARS
®
94%
96%
99%BESTA MYNDIN Sýnd með íSlenSku og enSku tali
94%
Vinsælasta mynd ársins í bíó á Heimsvísu!
Stórmynd sem allir verða að sjá í bíó.
Með tveimur fingrum er heiti sýningar á
myndljóðum eftir skáldið Óskar Árna Ósk-
arsson sem verður opnuð í dag, laugardag,
milli kl. 13 og 18 í Hjarta Reykjavíkur á
Laugavegi 12b. Ljóðin á sýningunni hefur
Óskar Árni ort á fjórar ólíkar ritvélar: Adler
Tippa 1, Smith Corona Classic 12, Message
Concept 11 og Silver Reed EZ 21.
Óskar Árni er Reykjavíkurskáld, fæddur
árið 1950. Hann hefur sent frá sér fjölmargar
ljóðabækur, smáprósa og þýðingar. Þetta er
önnur myndljóðasýning Óskars Árna en hann
hefur áður sýnt ljóð sín í Borgarbókasafninu
og þá hafa myndljóð hans komið út á bókum
og í tímaritum.
Sýna myndljóð Óskars Árna Óskarssonar
Morgunblaðið/Einar Falur
Skáldið Óskar Árni Óskarsson orti myndljóðin á sýn-
ingunni í Hjarta Reykjavíkur á fjórar ólíkar ritvélar.
Daði Guðbjörnsson opnar sýningu í Hannesarholti í dag,
laugardag, milli kl. 15 og 17. „Myndir sýningarinnar eru
flestar nýjar og eiga það sameiginlegt að vera unnar
undir áhrifum frá landslagi og straumunum sem liggja
undir yfirborðinu á því sem við sjáum og leika sér að því
að gera lífið að ævintýri ef við erum tilbúin til að njóta,“
segir í tilkynningu frá listamanninum. Vegna sóttvarna
er fólk beðið um að bóka skoðun í síma 511-1904 eða á
vidburdir@hannesarholt.is, en skipt er um hópa á heila
og hálfa tímanum. Daði er lærður húsgagnasmiður en
sneri sér fljótlega að myndlist. Hann útskrifaðist frá
Listaakademíunni í Amsterdam 1984 og hefur frá náms-
lokum eingöngu starfað við myndlist þar sem hann hef-
ur verið áberandi í íslensku listalífi. Einkasýningar hans
á löngum ferli eru orðnar vel á fimmta tug.
Daði Guðbjörnsson sýnir ný verk í Hannesarholti
Verk Jökulskalli eftir Daða Guðbjörnsson.