Morgunblaðið - 20.04.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.04.2021, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Eggert Rannsókn Hilma Hólm hjartalæknir á kynningarfundi Íslenskrar erfðagreiningar. _ Skert lykt og bragð tengist sterkt Covid-19-sýkingu en tengist lítið al- varleika sýkingarinnar og lagast með tímanum. 32% þeirra sem greindust með Covid-19 eru með al- varleg einkenni 5-11 mánuðum síð- ar. Þetta er meðal þess sem kom fram þegar niðurstöður rannsókna vísindamanna Íslenskrar erfða- greiningar voru kynntar á fræðslu- fundi í gær. „Við sjáum líka að það er um þriðjungur sem er að kljást við mik- il einkenni ennþá, mæði og minnis- truflun. Við verðum aftur að hafa í huga að þetta eru algeng einkenni úti í samfélaginu, þannig að 14% einstaklinga sem voru ekki veikir eru líka með svipuð einkenni,“ seg- ir Hilma Hólm hjartalæknir. »4 Lyktarskynið batnar með tímanum Þ R I Ð J U D A G U R 2 0. A P R Í L 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 91. tölublað . 109. árgangur . KYNNA DÝR- GRIPINA FYRIR NEMENDUM RISINN RUMSKAR Í RAFVÆÐINGU VERÐUR ÁFRAM Í DÖNSKU ÚR- VALSDEILDINNI BÍLAR 16 SÍÐUR ELÍN SKIPTIR UM LIÐ 27HANDRITAHÁTÍÐ 28 Þóroddur Bjarnason thoroddur@mbl.is Styrmir Þór Bragason, forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures, er bjartsýnni en áður á ferðasumarið, en hann segist oft hafa verið með þeim svartsýnni hvað þetta varðar. Aðspurður telur hann að raunhæft sé að 650-800 þúsund ferða- menn sæki landið heim ef allt fer vel. Hann segist finna fyrir gríðarleg- um ferðavilja. Spennan fyrir Íslandi sem áfangastað hafi síst minnkað og mikil aukning hafi orðið á heimsókn- um á heimasíðu félagsins vegna eld- gossins. Hróðmar Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Eldhesta, er svart- sýnni en hann var í fyrra. „Maður gerði sér vonir um að hlutirnir færu af stað í maí og þetta yrði svipað og í fyrra, yxi jafnt og þétt inn í sumarið. En nú er maður svartsýnni,“ segir Hróðmar. „Maður vonast samt til að þetta fari eitthvað af stað í júní, júlí og ágúst. Við erum með þó nokkuð af bókunum að utan, en óvissan er mikil. Það er óvíst hvað þetta heldur.“ Ágúst Elvarsson, rekstrarstjóri Jökulsárlóns ferðaþjónustu ehf., segir að líklega verði veitingahúsið við lónið opnað fyrstu helgina í maí og sigling- ar hefjist upp úr miðjum maí, en þó í mýflugumynd. „Það þýðir að við verð- um með einn bát í stað fjögurra. Mað- ur er hæfilega bjartsýnn. Það eina sem maður veit er að það verða fáir erlendir ferðamenn.“ »12 Raunhæft að allt að 800 þúsund komi í sumar - Finna fyrir ferðavilja - Þó nokkuð af bókunum en óvissa Morgunblaðið/Eggert Ísland Ferðaþjónustuaðilar eru misbjartsýnir í aðdraganda sumars. Rauður dregill sem málaður hefur verið á aðalgötuna á Húsa- vík var tekinn í gagnið í gær. Tilefnið er Óskarsverðlaunin sem veitt verða á sunnudag. Þar er lagið Húsavík úr Eurovision- mynd Wills Ferrells tilnefnt til verðlauna. Óskar Óskarsson, persónan athyglisverða í auglýsingum Húsvíkinga, gekk fyrst- ur á dreglinum með nemendum úr Borgarhólsskóla. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsvíkingar búa sig undir Óskarinn _ Íslensk stjórnvöld hafa tekið höndum saman með Háskóla Ís- lands og Háskólanum í Reykjavík og hleypa nú af stokkunum gervi- greindaráskorun sem kallast Ele- mennt. Þetta kemur fram í grein sem Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skrifa í Morgunblaðið í dag. Þar kemur fram að landsmönnum öllum standi nú til boða vefnámskeið á ís- lensku um grunnatriði gervigreind- ar. „Það skiptir miklu máli að það séu ekki aðeins sérfræðingar á sviði tækninnar sem hafi þekkingu og skilning á tæknibreytingum fjórðu iðnbyltingarinnar,“ segir meðal annars í grein þeirra. »15 Katrín Jakobsdóttir Bjarni Benediktsson Bjóða upp á fræðslu um gervigreind

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.