Morgunblaðið - 20.04.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2021
Síðumúli 35 (gengið inn að aftanverðu)
108 Reykjavík - S. 568 3920 - Opið 11.00-18.00
Borðtennisborð á lager
Playback
71.500 kr.
Nordic
78.700 kr.
Space saver
175.500 kr.
Basic
54.500 kr.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Alexander Kristjánsson
alexander@mbl.is
Nýtt álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
um efnahagsleg viðbrögð stjórnvalda
við faraldrinum er jákvætt og til
marks um það að hér hafi verið haldið
rétt á spilum. Þetta segir Ásgeir
Jónsson seðlabankastjóri.
Í álitinu er að mestu farið fögrum
orðum um efnahagsviðbrögð. Brugð-
ist hafi verið við faraldrinum af festu,
atvinnuleysisbætur hækkaðar, styrk-
ir veittir til greiðslna á uppsagnar-
fresti, létt á skattbyrði og framlög til
opinberrar fjárfestingar aukin.
Hvað varðar
peningastefnuna,
segir Ásgeir að
hún hafi virkað
sem skyldi og vís-
ar til stýrivaxta-
lækkana og ann-
arra aðgerða sem
gripið hefur verið
til til að bæta
lausafjárstöðu
bankanna. Stýrivextir hafa lækkað úr
4,50% í 0,75% á síðustu tveimur árum
og hafa aldrei verið lægri. Ásgeir seg-
ir seðlabanka í öðrum ríkjum beggja
vegna Atlantshafsins ekki hafa haft
sama svigrúm til þessara aðgerða,
enda stýrivextir víða verið í kringum
núllið í áraraðir, ef ekki neikvæðir.
En lágum vöxtum fylgir greiðara
aðgengi að lánsfé til allra nota, þar á
meðal húsnæðiskaupa. Fasteigna-
verð hefur hækkað hratt að undan-
förnu og hlutfall fyrstu kaupenda
aldrei verið hærra. Í áliti AGS er bent
á að hraður vöxtur fasteignalána geti
skapað áhættu sem bregðast þurfi
við.
Ásgeir bendir á að þróuð hafi verið
ýmis tæki í einmitt þeim tilgangi.
„Það eru tæki eins og viðmiðunar-
mörk fyrir veðsetningu og hámark á
höfuðstól sem hlutfall af tekjum,“
segir hann. Hann telur ekki tímabært
að beita slíkum tækjum núna, en sá
tími kunni að koma.
Auka þarf fjölbreytni
Í áliti AGS segir enn fremur að
stjórnvöld ættu að stefna að aukinni
fjölbreytni efnahagslífsins og til-
færslu aðfanga og mannauðs til
greina sem skila meiri framleiðni.
Þetta kemur fram í árlegu áliti sem
sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
gaf frá sér í gær og er liður í úttekt
sjóðsins á stöðu og horfum í íslensku
atvinnulífi.
Mikilvægi ferðaþjónustu fyrir ís-
lenskt efnahagslíf hafi gert það mjög
viðkvæmt fyrir kórónuveirufaraldr-
inum, sem skýri þau miklu áhrif sem
hann hefur haft á landsframleiðslu og
atvinnuleysistölur á Íslandi þrátt fyr-
ir að vel hafi tekist að halda utan um
faraldurinn í landinu. Landsfram-
leiðsla dróst saman um 6,6% að raun-
virði milli áranna 2019 og 2020, og
meðalatvinnuleysi í fyrra var 6,4%.
Er það mat sjóðsins að ferðaþjón-
usta verði áfram kerfislega mikilvæg
grein á Íslandi, en faraldurinn hafi
leitt í ljós þörfina á því að stuðla að
vexti annarra greina.
AGS segir brugðist við af festu
- Sterk staða við upphaf faraldurs - Töluverð óvissa með efnahagshorfur og blikur á lofti á fasteigna-
markaði - Peningastefnan virkar, segir seðlabankastjóri - Gæti þurft að grípa inn í fasteignamarkað
Ásgeir Jónsson
Ómar Garðarsson
Vestmannaeyjum
Nú þegar vor er í lofti, farfuglarnir komn-
ir og lundinn sestur upp er að mörgu að
huga hjá starfsfólki Þekkingarseturs Vest-
mannaeyja. Fyrir viku fóru nokkrir vaskir
sveinar undir forystu Harðar Baldvins-
sonar, framkvæmdastjóra setursins, út í
Elliðaey ásamt sérfræðingi Náttúrustofu
Norðausturlands, Yann Kolbeinssyni.
„Við settum upp vöktunarmyndavél sem
komið var fyrir við Háubæli sem eru vest-
an í eyjunni. Þar höfum við haft myndavél
frá sumrinu 2017. Við skiptum út vélum
en sú gamla skemmdist síðla sumars 2020.
Var nýju vélinni komið fyrir á sama stað
og áður en varp bjargfugla hefst. Til gam-
ans má nefna að sumarið 2019 varp fyrsta
langvían í Háubælum þann 1. maí, fyrsta
ritan 6. maí og fyrsti fýllinn 14. maí. Sama
ár sáust fyrstu langvíurnar í bjarginu 12.
febrúar og riturnar 25. febrúar,“ segir
Hörður.
Þetta er fyrsta ferð vorsins á vegum
Þekkingarsetursins en það gerir út tvo
rannsóknarbáta sem nýttir eru af hinum
ýmsu fyrirtækjum og stofnunum bæði hér-
lendis og erlendis. Að sögn Harðar eru
báðir bátarnir í talsverðri notkun meiri-
hluta af árinu.
„Það er mjög gaman að taka þátt í vís-
indaverkefnum af þessu tagi og mikilvægt
fyrir okkur öll að skilja atferli þeirra dýra-
tegunda sem hér lifa. Það skiptir ekki bara
máli fyrir okkur Elliðaeyinga og Eyjamenn
heldur landið allt og heimsbyggðina. Mörg
verkefni eru framundan með hækkandi sól.
Hafa tónlistarmenn sýnt áhuga á að taka
upp myndbönd í úteyjum. Líka kvikmynda-
framleiðendur, erlendir og innlendir,
ásamt fjölda vísindamanna sem hafa áhuga
á fjölbreyttri flóru Vestmannaeyja,“ sagði
Hörður.
Ljósmynd/Yann Kolbeinsson
Bein útsending frá lundabyggð Nýja vefmyndavélin í Háubælum í Elliðaey þar sem sést til Bjarnareyjar og Heimaeyjar. Hægt hefur verið að fylgjast með lundabyggðinni undanfarin ár.
Eftirsókn eftir að komast í úteyjar í Vestmannaeyjum
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ferðaþjónustufyrirtæki, sem óskað
hefur eftir því við Bláskógabyggð að
skipulag verði gert fyrir Suðurjökul
Langjökuls svo fyrirtækið geti feng-
ið lóð fyrir aðstöðu sína, meðal ann-
ars íshelli, áætlar að 55 þúsund
manns sæki Suðurjökul á ári. Um-
hverfisstofnun gerir vissar at-
hugasemdir við framtakið.
Bláskógabyggð og skipulags- og
byggingarfulltrúi uppsveita hafa
verið að vinna að skipulagningu suð-
urhliðar Langjökuls og Suðurjökuls
Langjökuls vegna óskar tveggja
ferðaþjónustufyrirtækja sem þang-
að skipuleggja snjósleða- og jeppa-
ferðir og eru meðal annars með ís-
helli. Þau óskuðu eftir lóðum, hvort á
sínum stað, til að tryggja hagsmuni
sína til framtíðar en jökullinn er
þjóðlenda.
Annað fyrirtækið dró sig út úr
verkefninu en eftir stendur Mount-
aineers of Iceland sem áætlar í rök-
stuðningi til sveitarfélagsins að um
55 þúsund manns muni sækja
Suðurjökul heim á hverju ári. Helgi
Kjartansson, oddviti Bláskóga-
byggðar, segir að nú sé aðeins verið
að skipuleggja þá lóð. Ætlunin er að
skilgreina afþreyingar- og ferða-
mannasvæði, meðal annars íshelli,
fyrir starfsemi allt árið. Skipulagið
er í lokaferli og stendur til að aug-
lýsa það á næstunni.
Umhverfisstofnun vekur athygli
skipulagsfulltrúans á því að sam-
kvæmt náttúruverndarlögum séu
óbyggð víðerni skilgreind sem svæði
í óbyggðum þar sem hægt sé að
njóta einveru og náttúrunnar án
truflunar vélknúinna ökutækja.
Helgi segist hafa gert sér grein
fyrir því að stofnanir og ein-
staklingar kynnu að hafa skoðanir á
nýtingu svæðisins. Farið verði fag-
lega yfir allar athugasemdir sem
berist. Spurður hverju það breyti að
hafa formlega lóð í jöklinum segir
oddvitinn að skipulag skapi betri
ramma um starfsemina á jöklinum
og veiti ferðaþjónustufyrirtækinu
ákveðnar heimildir. Hann vekur at-
hygli á því að nú þegar séu nokkur
fyrirtæki með skipulegar ferðir á
jökul og betra sé að þau starfi innan
ákveðins ramma.
55 þúsund á Langjökul
- Lóð með aðstöðu fyrir snjósleða og íshelli skipulögð á
Suðurjökli Langjökuls - Umhverfisstofnun með athugasemd