Morgunblaðið - 20.04.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.04.2021, Blaðsíða 14
Fylgi flokka ef kosið væri til Alþingis Mæld gildi og hneigðir, frá 2007 til 2021 Heimild: Gallup ‘08 ‘10 ‘12 ‘14 ‘16 ‘18 ‘20‘09 ‘11 ‘13 ‘15 ‘17 ‘19 ‘21 50% 40% 30% 20% 10% 0% B Framsóknarflokku C Viðreisn D Sjálfstæðisflokkur F Flokkur fólksins J Sósíalistar M Miðflokkur P Píratar S Samfylkingin V Vinstri græn FRÉTTASKÝRING Andrés Magnússon andres@mbl.is Þ að styttist í alþingiskosn- ingar, framboðin eru í óða- önn að undirbúa frambjóð- endalista sína, sums staðar jafnvel langt komin, og fólk er farið að líta hefðbundnar fréttir af fylgi flokka öðrum og alvarlegri augum um það sem koma skal. Vertíðin er hafin! Skoðanakannanir eru bráðnauð- synlegt tæki, bæði fyrir stjórn- málafólk, fjölmiðla og almenning, til þess að meta stöðuna, en eins eru þær oft sú svipa sem best dugar á pólitíkusa. Svona fyrir utan stóru kosninguna, sem eru sjálfar kosning- arnar. Vandinn er þó sá að það hafa ýmsir fengist við gerð kannana um fylgi flokka, en þeim ber sjaldnast full- komlega saman, þó yfirleitt séu meg- instraumarnir svipaðir. Svo er auðvit- að nokkurt kapp á milli könnuða um hver endurspegli fylgi best og sér í lagi hver fari næst úrslitum kosninga. Þar ræður mismunandi aðferða- fræði vafalaust miklu um, en síðan verður að hafa í huga að mælingin er aldrei hárnákvæm endurspeglun á skoðunum almennings, heldur ná- mundun við hana. Þetta má meðal annars sjá á sveiflukenndum niðurstöðum sömu endurteknu könnunarinnar, líkt og í línuritinu hér að ofan. Það sýnir nið- urstöður Gallup-kannana, en grönnu línurnar sýna hina eiginlegu mæl- ingu. Flökt um hálft prósentustig milli mánaða sýnir hins vegar aðal- lega misgóða mælingu eða suð. Breiðu línurnar sýna hinar stóru hneigðir í fylgi flokkanna, sem getur um margt betur dregið fram fylgis- sveiflur. Jafnvel svo tengja megi ein- stökum atburðum. Hér að ofan er t.d. auðvelt að sjá hvar bankahrunið átti sér stað, hvenær dómur féll í Icesave- málinu, Panama-viðtalið var eða slarkað á Klaustri, sem allt hafði áhrif á fylgi flokka, mismikið auðvitað og misvaranlega. Fleiri framboð auka óvissu Hins vegar hefur fjölgun fram- boða og flokka á Alþingi ekki minni áhrif. Eftir því sem þeim fjölgar hefur fylgi hvers og eins minnkað og þing- flokkarnir sömuleiðis orðið smærri. Það hefur svo aftur þau áhrif að stjórnarmyndun getur orðið strembn- ari og kallar á fleiri flokka en yfirleitt þykir til farsældar. Um leið verður ósennilegra að kjósendum hvers stjórnarflokks þyki þeir hafa það upp úr krafsinu, sem að var stefnt. Flokkafjöldinn eykur einnig óvissuna um hverjir komast inn og hverjir ekki. Fyrir utan Sjálfstæðis- flokkinn má segja að flokkar skiptist í tvær deildir eftir fylgi, í annarri eru sex flokkar með 10-13% fylgi, en svo eru tveir flokkar alveg við mörkin að komast inn með fylgi nálægt 5% á landsvísu. Þar geta örfá atkvæði skilið á milli feigs og ófeigs, í einstökum kjör- dæmum og á landsvísu. Það má t.d. sjá þegar síðustu tölur Gallup yfir landið allt eru framreiknaðar í þing- sæti. Samkvæmt þeim yrðu ekki verulegar breytingar á þingsætum, en einna mestu skiptir að hvorki Sósí- alistaflokkurinn né Flokkur fólksins koma manni að, en þá falla hartnær 10% atkvæða dauð. Þeir þurfa sára- litlu að bæta við sig til þess að fá þrjá menn hvor, en þá fækkar sætum hinna talsvert. Þetta er ekki nefnt vegna þess að síðustu úrslit Gallup hafi sérstakt forspárgildi fyrir kosningarnar í haust, heldur til þess að undirstrika hve mikið getur munað um örfá at- kvæði þegar svo margir flokkar eru í framboði og afar mjótt á munum. Og allir spádómar hæpnir nema niður- stöður liggi fyrir eftir kjördæmum. Svo getur fleira komið til, sem skoðanakannanir endurspegla sjald- an vel. Kosningaþátttaka í alþingis- kosningum hefur undanfarin ár verið um 81% að jafnaði, sem rímar vel við að 19% svarenda Gallup segjast ekki taka afstöðu eða skila auðu. Á hinn bóginn er vel þekkt að framboð sækja mismikið fylgi eftir aldurshópum, kynjum, tekjum og fleiru. Kosninga- þátttaka er líka nokkuð mismunandi eftir aldurshópi og fleiri þáttum, svo hún getur haft talsverð áhrif á niður- stöðu kosninga, þegar mjótt er á munum. Það sýna kannanir ekki vel, svo þá má spá. Kosningar, kannanir og fylgi flokkanna 14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þau erumörgdæmin um að „fræðimenn“ í íslenskum stjórnmálavís- indum eiga iðu- lega erfitt með sig, svo varlega sé kveðið að, vegna fyrirferðarmik- illar pólitískrar sannfær- ingar sem þeir burðast með og geta illa leynt. Á hverri kosninganótt hrúgast slík dæmi upp þeg- ar sálum sem svipar saman pólitískt, „fræðimaðurinn“ og hinn „óhlutdrægi“ út- sendari fréttastofu ríkisins, útlista stjórnmálalega stöðu í landinu og hvað hafi helst ráðið niðurstöðunni sem liggur fyrir. Slík yfirferð ætti miklu betur heima á kaffistofu samherja en þarna. Þessi mynd kom í huga þegar Páll Vilhjálmsson minnti réttilega á alþekkta klisju, sem miklir vinstri- menn og litlir fræðimenn hafa lengi veifað: „Vinstri- flokkur í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum tapar ætíð fylgi er gamalt við- kvæði í íslenskum stjórn- málum. Vinstri-grænir eru á góðri leið með að afsanna þá kenningu. Þrátt fyrir að hart hafi verið sótt að ráð- herrum Vinstri-grænna, einkum heilbrigðisráð- herra, stefnir flokkurinn á gott mót í haust.“ Færa má rök fyrir því að áhrif Alþýðuflokksins sál- uga hafi aldrei í sögu hans verið jafnmikil og þegar hann sat í 12 ár samfleytt í ríkisstjórn með Sjálfstæð- isflokki undir forystu þriggja formanna þess flokks, Ólafs Thors, Bjarna Benediktssonar og Jóhanns Hafstein. Kjósendur veittu þeirri stjórn brautargengi í tvennum kosningum í röð. Alþýðuflokkurinn tapaði nokkuð í kosningunum 1995 eftir að Jóhanna Sigurðar- dóttir varaformaður hans hafði klofið flokkinn. Fram- sóknarflokkurinn fékk góð- ar kosningar 2003 eftir átta ára samfellda sögu í stjórn með Sjálfstæðisflokki. Í riti sínu um Viðreisnar- stjórnina færði einn helsti foringi krata, Gylfi Þ. Gísla- son, fyrir því rök hversu mikil áhrif flokkurinn hefði haft innan þeirrar ríkis- stjórnar. Mestu skipti um að því valda- skeiði lauk með kosningunum vorið 1971 að jafnaðarmenn réðu ekki við klofnings- starfsemi innan sinna eigin raða. Við tók vinstristjórn sem sundr- aðist af áþekkum ástæðum; sundurlyndi og innri átök- um, þegar ár var eftir af kjörtímabilinu og verðbólga í landinu stefndi í 50%! Það er þó rétt hjá Páli Vilhjálmsssyni að nefnd klisja er gamalkunn og vinstrisinnaðir „fræði- menn“ hafa hamrað á henni sem vísindalegri kenningu um að allir flokkar fari illa út úr samstarfi við Sjálf- stæðisflokk. (Kenningin segir „vinstriflokkar“ en tekur ætíð til allra flokka sem færu í stjórn með Sjálf- stæðisflokki.) En þannig vill til að í krafti uppþota og „bús- áhaldabyltingar“ tókst að smala saman í fyrstu og einu „hreinu vinstristjórn- ina á Íslandi“. Ef eitthvert minnsta mark mætti taka á meginkenningu íslenskrar stjórnmálafræði þá hefði átt að mega treysta því að nú hæfist gósentími vinstri- flokka í landinu sem lengi stæði. Þeir voru einir á ferð og samstarf við Sjálfstæðis- flokk var ekki að trufla hin- ar hreinu línur og varla er hægt að segja að flokkurinn hafi haft sig verulega í frammi í stjórnarandstöðu það kjörtímabil. En því fór fjarri að úrslit kosninga fylgdu hinum margtuggnu kenningum þegar kjós- endur gerðu upp málin við „fyrstu hreinu vinstri- stjórnina“ í sögu þjóð- arinnar. Báðir flokkarnir voru rassskelltir svo mynd- arlega að roðinn skein í gegnum tvennar buxur og tóku kjósendur reyndar jafnmargar kosningar í að gefa hinu „hreina“ sam- starfi þá einkunn sem þeir töldu við hæfi. En það er fátt eða ekkert sem bendir til að hinir fræknu vísindamenn eða pólitískir sálufélagar þeirra, „fréttamennirnir“ á „RÚV“, hafi lært eitt né neitt af þeirri útreið sem flokkar þeirra fengu, frekar en fyrri daginn. Enda lítil von til þess. Þær eru ekki beysn- ar sumar kenning- arnar sem menn gefa sér í stjórn- málafræðunum} Götóttar kenningar F jórða bylgja Covid-faraldursins er handan við hornið. Allt fyrir ótrúlega handvömm og veiklyndi ríkisstjórnar sem hefur hvorki getað lært af reynslunni né haft manndóm til að grípa til þeirra aðgerða sem augljóslega hefði átt að gera strax í upphafi faraldursins. Sérhagsmunagæslan er dýru verði keypt þar sem gamblað er með líf okkar og heilsu eins og hverja aðra söluvöru. Einhvers staðar segir að „brennt barn forðist eldinn“ en þrátt fyrir fyrri reynslu og yfirstandandi hörm- ungar af Covid í heiminum þá hika íslensk stjórnvöld ekki við að kasta okkur ítrekað á sama bálið, hafa einungis bætt sprekum á eld- inn svo það logi enn betur. Hið svokallaða breska afbrigði veirunnar er mun meira smit- andi en það sem við áður þekkjum. Það er einmitt það sem við erum að glíma við í dag. Stjórnvöld áttu og eiga nú strax að loka landinu fyrir allri ónauðsynlegri umferð. Þeir sem geta sýnt fram á nauðsyn þess að fara um landamærin eiga skilyrðislaust að fara í sóttkvíarhús undir ströngu eftirliti. Ef slíkar að- gerðir hefðu verið viðhafðar þá héldum við í dag tæplega 90% hagkerfisins gangandi hér innan lands. Við sjálf nýttum okkur íslenska þjónustu og verslun á sl. ári í miklu ríkara mæli en nokkur hagspá gerði ráð fyrir. Að sjálfsögðu myndum við halda því áfram á meðan við vær- um að bólusetja og búa til hjarðónæmi; óttalaus án sam- komutakmarkana og lokana. En nei, það verður ekki í boði þessarar ríkisstjórnar. Stöðug áföll þar sem vanhæf stjórnvöld opna og loka á víxl fyrir æðar hagkerfisins eru að valda okkur miklu meira tjóni en ábata vegna aðgerðanna. Ekki bætir úr skák að ein- hverjir sitjandi ráðherrar, þingmenn og þekktir flokksmenn stærsta stjórnarflokks- ins, Sjálfstæðisflokks, eru sífellt að grafa undan samstöðu þjóðarinnar í sóttvörnum. Þau sá fræjum efasemda og tortryggni um þær aðgerðir sem reynt er að grípa til svo stöðva megi veiruna. Þríeykið segir okkur að þeir tveir ein- staklingar sem nú brutu sóttkvíarreglur og dreifðu smiti hafi komið til landsins um sl. mánaðamót. Ef þessir einstaklingar hefðu verið í sóttkvíarhúsi þá er ég ekki í nokkrum vafa um að við hefðum ekki fengið 44 innanlandssmit í fangið yfir helgina. Flokkur fólksins fordæmir enn og aftur ríkisstjórn sem grímulaust tekur sérhagsmuni fárra fram yfir almannahag og teflir með því lífi okkar og heilsu í voða. Ríkisstjórn sem er ekki bær til að setja reglur sem halda svo sóttvarnalæknir geti unnið vinnuna sína. Ríkisstjórn sem gerir ekkert með vilja 94% þjóð- arinnar sem kallar eftir lokun landamæranna fyrir ónauðsynlegri umferð. Slík ríkisstjórn er vanhæf ríkis- stjórn. Inga Sæland Pistill Vanhæf ríkisstjórn Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.