Morgunblaðið - 20.04.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.04.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2021 Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Sölustaðir: Hagkaup, Nettó, Heilsuhúsin, Veganbúðin, Fiskkompaní Akureyri & Matarbúr Kaju Akranesi Í grein í Morgunblaðinu í gærbirtir Þórarinn Hjaltason sam- gönguverkfræðingur útreikninga byggða á opinberum tölum, spá og líkani. Þessir útreikningar sýna að borgar- línan skilar nánast engum árangri við að fjölga þeim sem nýta almennings- samgöngur. Þeir sýna að borgar- línan „mun í besta falli leiða til þess að bílaumferð 2040 verði 2-3% minni en ella. Borgarlínan mun samt ekki draga úr umferðar- töfum, þar eð fyrirhugað er að hún taki akreinar af almennri umferð.“ - - - Þetta er með miklum ólíkindummiðað við umræðuna og áróðurinn sem haldið er að al- menningi – á kostnað almenn- ings. - - - En þegar horft er til kostn-aðarins við borgarlínuna verður þetta enn meira sláandi. Þórarinn bendir á að samtals sé gert ráð fyrir að „verja um 100 milljörðum í samgönguinnviði á tímabilinu 2019-2034 sem gera nákvæmlega ekkert gagn við að leysa umferðartafir“. - - - Þá bendir hann á að með „þvíað byggja létta útgáfu af borgarlínu og gera mislæg gatna- mót í stað stokka má stórauka skilvirkni vegakerfisins. Það mun skila viðbótararði upp á millj- arðatugi á hverju ári.“ - - - Hvenær og hvernig gerðistþað að sóun á milljarða- tugum varð alveg sjálfsagt mál? Getur verið að Íslendingar séu orðnir svona ríkir? En væri þá samt ekki nær að gera eitthvað þarfara við peningana? Þórarinn Hjaltason 100 milljarðar út um gluggann STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag verður lögð fram tillaga full- trúa Sjálfstæðisflokksins um snjall- væðingu á grunnskólastarfi í Reykjavík. Til- lagan gerir ráð fyrir að í hverju hverfi borgarinn- ar verði settar upp sköpunar- smiðjur, Fab Lab, sem verði vettvangur og að- staða fyrir ný- sköpun og frum- kvöðlastarf. Einnig fái grunn- skólar borgarinnar styrk til þess að útbúa snjallstofur, en útfærsla verði á höndum skólastjóra í hverjum skóla. Markmiðið verði að innleiða aukna tækni í skólastarfi svo börn verði betur búin undir áskoranir fjórðu iðnbyltingarinnar. „Grunnur að framtíðinni er lagður í skólastarfi og því mikilvægt að staf- ræna umbreytingin nái líka þangað,“ segir Hildur Björnsdóttir borgar- fulltrúi, sem mælir fyrir tillögunni. Hún minnir á að borgarstjórn hafi samþykkt í síðustu fjárhagsáætlun að verja alls 10 milljörðum króna á næstu þremur árum í stafræna um- breytingu á þjónustu borgarinnar. Hún telji stafrænu þróunina jákvætt skref, sérstaklega ef hún leiði af sér aukið hagræði og bæti þjónustu. Stefið í tillögu dagsins er að allt að 10% af nefndri fjárhæð, einn millj- arður króna, fari til snjallvæðingar í skólum. Skólastjórnendum og þeim sem fari með málefni nýsköpunar, menntunar og tækni verði falin nán- ari útfærsla. Markmiðið verði að gefa nemendum og kennurum aukið tækifæri til að tileinka sér tækni í skólastarfi. Sköpunarsmiðjurnar, Fab Lab, sameini færni í raungrein- um, tækni, verkgreinum og sköpun og gefi börnum mikilvægt tækifæri til að þroska færniþætti framtíðar. Rímar við menntastefnu „Mér kæmi á óvart ef tillaga okkar fengi ekki brautargengi, svo vel rím- ar hún við menntastefnu Reykavík- ur. Það er verkefni skólakerfisins að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að leita hæfileika sinna, þroska þá og skapa úr þeim tækifæri til fram- tíðar. Við verðum að tryggja að skólakerfið hafi færniþætti sem verða taldir mikilvægir í framtíðinni, svo sem seiglu, sköpun, gagnrýna hugsun og lausnamiðaða nálgun. Sköpunarsmiðjurnar geta sameinað alla þessa þætti,“ segir Hildur Björnsdóttir . sbs@mbl.is Snjallt í skólana - Sköpunarsmiðjur í hverfin - Fjórða iðnbyltingin - Tillaga í borgarstjórn Hildur Björnsdóttir Tveir framboðslistar í Norðaustur- kjördæmi liggja nú fyrir vegna þing- kosninganna í haust, hjá Framsókn- arflokknum og Viðreisn. Nýir oddvitar leiða listana, þau Eiríkur Björn Björgvinsson fyrir Viðreisn, fv. bæjarstjóri á Akureyri og Fljóts- dalshéraði, og Ingibjörg Ólöf Isak- sen fyrir Framsókn, framkvæmda- stjóri Læknastofu Akureyrar. Ingibjörg skákaði sitjandi þing- manni Framsóknarflokksins í NA- kjördæmi, Líneik Önnu Sævarsdótt- ur, sem varð í 2. sæti í póstkosningu. Ingibjörg fékk 612 atkvæði í 1. sæti og Líneik fékk 529 atkvæði í 1.-2. sæti. Jón Björn Hákonarson, bæjar- stjóri í Fjarðabyggð og ritari Fram- sóknarflokksins, sóttist einnig eftir 1. sætinu en komst ekki inn á lista sex efstu í póstkosningunni. Kosningin hjá Framsókn stóð yfir 1.-31. mars sl. en á kjörskrá voru 2.207 flokksmenn. Í þriðja sæti varð Þórarinn Ingi Pétursson, varaþing- maður og bóndi í Grýtubakkahreppi, fékk 741 atkvæði í 1.-3. sæti. Viðreisn tilkynnti í gær um tvo efstu frambjóðendur sína í Norð- austurkjördæmi. Flokkurinn fékk ekki þingmann kjörinn í síðustu kosningum, þegar Benedikt Jóhann- esson, fv. formaður Viðreisnar, leiddi listann. Í öðru sæti listans nú verður Sigríður Ólafsdóttir, mann- auðsráðgjafi og markþjálfi. Viðreisn hyggst kynna framboðs- listann nánar á næstunni, eins og það var orðað í tilkynningu. Nýir oddvitar í NA-kjördæmi Ingibjörg Ólöf Isaksen Eiríkur Björn Björgvinsson - Ingibjörg leiðir Framsókn og Eirík- ur Björn Viðreisn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.