Morgunblaðið - 20.04.2021, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2021
Hret Eftir góða tíð að undanförnu hafa íbúar á höfuðborgarsvæðinu þurft að sætta sig við snjókomu síðustu daga. Margir bíða spenntir eftir því hvernig muni viðra á sumardaginn fyrsta.
Eggert
Eftir rúmt ár af
kórónuveirunni fer að
styttast í kaflaskil.
Bólusetningar ganga
ágætlega og ná-
grannalönd hafa gefið
út opnunaráætlanir,
sem fylla mann bjart-
sýni og von um að
þetta ástand takmark-
ana og hafta taki enda
og hér muni eðlilegt
líf hefjast á ný. Í síðustu viku opn-
uðu barir á Englandi og grímu-
skylda hefur formlega verið afnum-
in í Ísrael. Þrátt fyrir nýleg smit er
ljós við enda ganganna með áfram-
haldandi bólusetn-
ingum.
Umræðan und-
anfarin misseri hefur
stjórnast af veirunni,
hvort sem það eru nýj-
ustu smittölur eða að-
gerðir stjórnvalda. Það
er óhjákvæmilegt og
að vissu leyti eðlilegt,
en samhliða baráttunni
verðum við líka að
hugsa lengra en til
næsta upplýs-
ingafundar almanna-
varna. Geðheilsunnar og framtíð-
arinnar vegna.
Staðan er sú að við stöndum
frammi fyrir stærsta tækifæri í
rúma öld til þess að stilla áttavitann,
hugsa stórt og fara fulla ferð áfram
þegar yfir lýkur. Hugsjónirnar sem
verða ofan á og ákvarðanirnar sem
verða teknar á næstu mánuðum
munu ráða úrslitum um það hvernig
Ísland verður eftir 10, 20 og 30 ár.
Jafnvel lengur. Ungt fólk sem hefur
núna glatað heilu ári af bestu árum
lífs síns á skilið að hlakka til tæki-
færanna sem við getum skapað.
Faraldurinn hefur sýnt okkur
mikilvægi þess að ríkissjóður sé
ekki skuldsettur í botn og hafi svig-
rúm til að takast á við óvænt áföll.
Til að rétta aftur úr kútnum þarf al-
vöruumræðu um það hvert hlutverk
hins opinbera á að vera fram veginn
og hvort umsvif þess í dag séu for-
svaranleg meðan atvinnulífið er í
endurlífgun. Hvort ekki sé eðlilegra
að hið opinbera sinni grunnþjónustu
og greiði leið fyrirtækja, í stað þess
að leggja stein í götu þeirra. Það er
ekki síst mikilvægt í ljósi þeirra
fjárfestinga sem nauðsynlegar eru
til að skapa sjálfbæra framtíð og
þeirra starfa sem verða til þegar ný-
sköpun er áhættunnar virði. Með
uppfærðri forgangsröðun getum við
gert miklu betur í heilbrigðis- og
menntamálum og það í auknu sam-
starfi við einkaaðila, en jafn mik-
ilvægir málaflokkar eiga ekki bara
að hvíla á herðum hins opinbera. Við
þurfum allar hendur á dekk fyrir
verkefnið fram undan.
Undanfarna mánuði höfum við í
Ungum sjálfstæðismönnum nýtt
tímann í að móta sýn á framtíð Ís-
lands handan við storminn og höfum
nú birt helstu tillögur okkar í þeim
efnum, aðgengilegar á heimasíðu og
samfélagsmiðlum sambandsins.
Sýnin er skýr og það fer að birta til.
Við megum ekki gleyma því.
Eftir Höllu Sigrúnu
Mathiesen » Samhliða baráttunni
verðum við líka að
hugsa lengra en til
næsta upplýsingafundar
almannavarna. Geð-
heilsunnar og framtíð-
arinnar vegna.
Halla Sigrún Mathiesen
Höfundur er formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna.
Handan við storminn
Við erum stödd í
miðri tæknibyltingu
sem hefur áhrif á
nánast allt daglegt líf
okkar og störf. Rík-
isstjórnin setti sér
það markmið strax í
upphafi kjörtímabils-
ins að íslenskt sam-
félag yrði vel í stakk
búið til að nýta þau tækifæri og
mæta þeim áskorunum sem felast í
hinni margumræddu fjórðu iðn-
byltingu.
Markmiðið er ekki síst að tæki-
færin nýtist sem flestum og inn-
leiðing hennar byggi á grunn-
gildum okkar um mannréttindi,
lýðræði og jafnrétti. Í fyrra gáfum
við út áætlun þar sem þessari hug-
myndafræði var fylgt eftir með 27
tillögum að aðgerðum í þessu
skyni. Tillögurnar snúa meðal ann-
ars að því hvernig við ætlum að
nýta tæknina í framsæknu
menntakerfi, í umgjörð atvinnulífs-
ins, nýsköpun og inni í stjórnkerf-
inu.
Stafræn umbreyting hefur mikil
tækifæri í för með sér, ekki bara
efnahagsleg heldur líka á sviði
stórra viðfangsefna á borð við um-
hverfis- og heilbrigðismál. Endur-
skipulagning á starfi vísinda- og
tækniráðs, aukin áhersla á stuðn-
ing við rannsóknir og nýsköpun og
ný gervigreindarstefna stjórnvalda
eru nokkur skref af mörgum til að
ýta undir jákvæða þróun.
Með Stafrænu Íslandi erum við
svo að gjörbreyta samskiptum
Eftir Katrínu
Jakobsdóttur
og Bjarna
Benediktsson
»Með Stafrænu Ís-
landi erum við svo að
gjörbreyta samskiptum
fólks við hið opinbera.
Katrín Jakobsdóttir
Katrín er forsætisráðherra. Bjarni
er fjármála- og efnahagsráðherra.
Gervigreind á erindi við okkur öll
Bjarni Benediktsson
fólks við hið opinbera. Þjónustu
sem áður kallaði á bréfpóst, símtöl
og bílferðir milli lands- eða bæjar-
hluta má nú nálgast með nokkrum
smellum. Fyrir vikið sparast tími,
peningar og útblástur – auk þess
sem þjónustan verður aðgengilegri
fyrir alla.
Það getur hins vegar verið auð-
velt að tapa áttum í nýrri tækni.
Til að stuðla að því að breyting-
arnar verði sannarlega öllum til
hagsbóta hleypum við nú af stokk-
unum gervigreindaráskoruninni
Elemennt. Fyrir verkefninu standa
forsætis- og fjármála- og efnahags-
ráðuneytið í samstarfi við Háskóla
Íslands og Háskólann í Reykjavík.
Við hvetjum alla landsmenn til
að taka áskoruninni með því að
taka þátt í opnu gjaldfrjálsu vef-
námskeiði á íslensku um grunn-
atriði gervigreindar sem nú er að-
gengilegt á vefnum island.is-
/elemennt. Námskeiðið er alls um
30 klukkustundir og hægt að taka
það hvenær sem er, í tölvu eða
síma. Það er hannað til að vera að-
gengilegt sem flestum, óháð aldri,
menntun eða starfsreynslu.
Það skiptir miklu máli að það
séu ekki aðeins sérfræðingar á
sviði tækninnar sem hafi þekkingu
og skilning á tæknibreytingum
fjórðu iðnbyltingarinnar. Gervi-
greind á erindi við okkur öll og
verður sífellt tilfinnanlegri í lífi
flestra. Með aukinni þekkingu
tryggjum við að í breytingunum
felist langtum fleiri tækifæri en
áskoranir – og það sem mestu máli
skiptir: að við stjórnum tækninni,
frekar en að tæknin stjórni okkur.