Morgunblaðið - 20.04.2021, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2021
ing, Pál G. Guðmundsson, eða
Palla eins og hann var kallaður.
Það hefur svo sannarlega verið
gæfa KR í 122 ára sögu félagsins
að eiga trygga félaga og stuðn-
ingsmenn sem hafa stutt við bakið
á félaginu í blíðu og stríðu. Palli og
eiginkona hans, Ásta, hafa svo
sannarlega verið allra hörðustu
stuðningsmenn KR síðustu ára-
tugi. Ég kynntist Palla þegar ég
var ungur strákur og spilaði í
yngri flokkum KR í knattspyrnu.
Það var ekki algengt á þeim tíma, í
kringum 1978, að áhorfendur
væru mættir til að horfa á yngri
flokka spila, en Palli var einn
þeirra og alltaf var hann hvetj-
andi, ræddi við mann eftir leiki og
þegar ég var farinn að spila með
meistaraflokki KR þá varð hvatn-
ingin enn meiri og óspart lét hann
sína skoðun í ljós en alltaf með
húmorinn að leiðarljósi. Eftir að
ég tók við formennsku í KR þá
stóð ekki á heilræðum frá Palla.
Það er mikil eftirsjá að góðum fé-
laga, Palli átti sinn stað á KR-vell-
inum þegar KR var að spila og
hans verður sárt saknað á KR-
svæðinu. Palli var einstakur
stuðningsmaður KR, hann var öfl-
ugur liðstjóri í yngri flokkum, kom
að dómaramálum, vann mikið í
getraunastarfi KR, studdi við upp-
byggingu barna- og unglinga-
starfs í handbolta að ógleymdu
framlagi til uppbyggingar meist-
araflokks kvenna í knattspyrnu.
Fyrir einstakt framlag og stuðn-
ing sinn í þágu KR var Palli
sæmdur gullmerki KR með lárvið-
arsveig. Það er svo sannarlega í
anda Palla að útför hans verður í
raun KR-messa. Þremur dögum
eftir að Palli lést, féll faðir minn,
Aðalsteinn Dalmann, frá en þeir
félagar voru búnir að vera saman
á hliðarlínunni og hvetja KR í ára-
tugi. Þeim félögum var sýnd mikil
virðing um daginn þegar meist-
araflokkur KR í knattspyrnu lék
með sorgarbönd til minningar um
þá félaga. Við KR-ingar þökkum
Palla fyrir allt sem hann gerði fyr-
ir gamla góða KR og minnumst
hans með hlýhug og af virðingu og
þökkum honum samfylgdina í
gegnum tíðina. KR-ingar senda
eiginkonu hans, Ástu, börnum,
barnabörnum og öðrum ættingj-
um innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Palla.
Gylfi Dalmann Aðal-
steinsson, formaður KR.
Fallinn er frá góður félagi okk-
ar Páll Guðmundsson. Palli var
um langt skeið driffjöður í starfi
handknattleiksdeildar KR og
sennilega eru þeir fáir sem hafa
skilað fleiri verkum fyrir deildina
okkar en Palli og hans fjölskylda.
Sem ungir drengir, að stíga sín
fyrstu skref á fjölunum, munum
við eftir Palla sem gekk í öll verk
og lagði okkur í senn línurnar. Í
minningunni lagði Palli sig líka
fram um að kenna okkur að vera
félaginu okkar til sóma, hvort sem
það var innan vallar eða utan. Þeg-
ar kom að KR að sjá um mót í
yngri flokkum settist Palli að í
KR-heimilinu – raðaði niður leikj-
um, dæmdi þá flesta og sá til þess
að öll umgjörð væri til fyrirmynd-
ar.
Þannig var Palli, það skipti
hann máli að hjálpa félaginu okkar
og hann lagði sig fram um að
kenna ungviðinu að bera virðingu
fyrir félaginu og koma vel fram.
Á síðari árum fækkaði sam-
verustundum en hvar sem við rák-
umst á Palla á mannamótum tók
hann okkur alltaf jafn vel og gaf
sér tíma til samtals. Þá vildi Palli
gjarnan ganga úr skugga um að
allt gengi vel hjá okkur drengjun-
um, áður en hann brýndi okkur til
góðra verka – jafnt í lífinu og fyrir
KR.
Við sendum Ástu, börnum, ætt-
ingjum og vinum Palla, innilegar
samúðarkveðjur. Minningin um
góðan mann lifir með okkur öllum.
Fyrir hönd handknattleiks-
deildar KR,
Alfreð Finnsson, Ágúst
Karlsson og Björgvin
Vilhjálmsson.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGFÚS THORARENSEN
tannlæknir,
lést á Litlu-Grund miðvikudaginn 14. apríl.
Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn
21. apríl klukkan 13.
Hlekk á streymi er hægt að nálgast á mbl.is/andlat
Helgi Þór Thorarensen Guðrún Helgadóttir
Ólafur Thorarensen Hrefna Guðmundsdóttir
Jónína Þórunn Thorarensen Jón Sigurðsson
Steinunn Thorarensen
barnabörn og barnabarnabörn
Þessi dásamlega kona,
RAGNHEIÐUR AÐALGUNNUR
KRISTINSDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri,
sem var móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma, langalangamma
og svo ótalmargt fleira fyrir okkur öll,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 15. apríl.
Reynir Heiðar Antonsson
Jóna Kristín Antonsdóttir Þorsteinn Rútsson
Ragnheiður Antonsdóttir
Arndís Antonsdóttir Ólafur Ragnar Hilmarsson
Börkur Antonsson Janne Antonsson
barnabörn og allir aðrir afkomendur
Elsku móðir okkar, amma, langamma
og langalangamma,
MAGNEA INGIBJÖRG
SIGURHANSDÓTTIR,
Hringbraut 50, Reykjavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Grund
miðvikudaginn 14. apríl.
Sigurhans Valgeir Hlynsson
Steinunn Þrúður Hlynsdóttir
Óskar Hlynsson Guðrún Magnúsdóttir
Jóhann Bergur Hlynsson Helga Þuríður Þórhallsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn, langalangömmubörn
og aðrir ættingjar og vinir
✝
Þyri Kap
Árnadóttir
fæddist á Breka-
stíg 29 í Vest-
mannaeyjum 6.
nóvember 1948.
Hún lést á bráða-
deild Landspít-
alans 27. mars
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Árni Guð-
mundsson, f. 25.6.
1926, d. 12.11. 2000, og Jóna
Bergþóra Hannesdóttir, f. 27.3.
1925, d. 10.2. 2010.
Bræður Þyri eru Steinar Vil-
berg, f. 16. ágúst 1946, og Jón
Atli, f. 19. september 1959.
Eiginmaður Þyri er Trausti
Leósson byggingafræðingur, f.
31. ágúst 1946. Trausti er son-
ur Leós Guðlaugssonar, f.
27.3.1909, d. 14.2. 2004, og
Sarah Maria Gørtz læknir. Son-
ur þeirra er Símon, f. 2020.
Þyri Kap bjó í Vestmannaeyj-
um þar til hún fór til Reykjavík-
ur til náms í Kennaraskólanum
þar sem hún lauk kennaraprófi
árið 1968. Þyri og Trausti hófu
sinn búskap í Kaupmannahöfn
sumarið 1968 þar sem hann
stundaði nám í byggingafræði.
Fyrstu árin í Kaupmannahöfn
vann Þyri verslunarstörf en fór í
framhaldsnám við Danmarks
Lærerhøjskole síðustu tvö árin
áður en þau fluttu heim til Ís-
lands sumarið 1973. Þyri kenndi
í Hagaskóla íslensku, ensku og
dönsku fram til ársins 1990 og
lauk samhliða BA-gráðu í
dönsku frá Háskóla Íslands. Frá
1990 kenndi hún dönsku í
Menntaskólanum í Reykjavík
allt til ársins 2018 þegar hún lét
af störfum.
Þyri verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Reykjavík 20.
apríl 2021, klukkan 15.
Steymt verður frá útför:
https://youtu.be/tLl28zy15uc
Streymishlekk má líka finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Soffíu Eyglóar
Jónsdóttur, f. 3.11.
1916, d. 3.1. 1999.
Þyri og Trausti
voru gefin saman í
Landakirkju í
Vestmannaeyjum
20. júlí 1968. Börn
þeirra eru: 1) Silja,
arkitekt, f. 27.
febrúar 1974,
eiginmaður hennar
er Florian Zink
doktor í eðlisfræði. Börn þeirra
eru Lóa, f. 2003, og Flóki, f.
2006. 2) Tumi, líffræðingur og
master í sérkennslufræðum, f.
26.7. 1975, eiginkona hans er
Jennifer Lynn Arseneau nátt-
úrufræðingur. Börn þeirra eru
Kári Josep, f. 2011, og Andri
Arden, f. 2014. 3) Sindri, dokt-
or í líf- og læknavísindum, f. 2.
mars 1981, eiginkona hans er
„Lofið mér, gefið mér tækifæri til að
gera mitt allra besta.“
(Babettes Gæstedbud, Karen Blixen,
í þýð. Úlfs Hjörvar)
Nýnemar gera sér hugmynd
um kennara á grundvelli sam-
ræðna við þá sem eldri eru og
með þeim hætti kynnist maður
sumum kennurum löngu áður
en maður kynnist þeim. Nafn
Þyri Kap skar sig úr í hópi
þeirra kennaranafna sem urðu
frá einum degi til annars hluti
af lífi mínu þegar ég hóf nám
við Menntaskólann í Reykjavík
haustið 2013. Af einhverjum
sökum nægði mér sú skýring að
umrædd Þyri væri dönskukenn-
ari til að ég spyrði ekki frekar
út í nafnið, sem ég hlýt að hafa
ímyndað mér að væri danskt.
Við nánari athugun kemur á
daginn að skýringin er önnur,
en eftir situr að í gegnum Þyri
hlotnaðist nemendum sterkari
tenging við Danmörku en víða
annars staðar.
Þyri kenndi mér dönsku í
fjórða bekk í máladeild, sem
var síðasta árið fyrir stúdents-
próf. Meðan á kennslunni stóð
var ég sjaldnast mjög ánægður,
ekki frekar en ungur maður
getur samkvæmt almennum
lögmálum verið með dönsku-
nám í menntaskóla. Eftir því
sem á leið og sannarlega eftir
stúdentspróf lærði ég þó að
meta Þyri og þá hugsjón sem
hún var fulltrúi fyrir. Hún var
rökfastur talsmaður hefðbund-
innar íslenskrar menntunar
eins og hún gerist best. Þyri
miðlaði nemendum sínum virð-
ingu fyrir dönsku sem hún
hafði sjálf tekið í arf og var
henni jafnvel í blóð borin. Það
sama gilti ekki um okkar við-
horf gagnvart málinu, sem
höfðum úrkynjast á nýjum tím-
um og vorum frá upphafi of-
urseld menningarsnauðri og út-
þynntri alþjóðaensku. Ef
hlutverk dönskukennara er
ekki nema að vinda aðeins ofan
af þessari dapurlegu þróun, þá
stóðst Þyri það próf og gott
betur.
Eftirminnilegasti liður pens-
úmsins var skáldsagan Babet-
tes Gæstebud (í þeirri samsetn-
ingu hafa Danir auðvitað enga
eignarfallskommu eins og í
ensku). Það stórvirki Karenar
Blixen fjallar um baráttu
franska listakokksins Babette
fyrir að fá halda eina ærlega
veislu við þröngan kost í
strangtrúuðu smáþorpi á hjara
veraldar, að nafni Berlevåg.
Leiðsögn Þyri í gegnum þessa
mögnuðu sögu hafði þau áhrif á
mig og nokkra vini að við ein-
settum okkur að fara í ferðalag
til Berlevåg með bílaleigubíl frá
syðsta til nyrsta odda Noregs.
Við létum þó aldrei kné fylgja
kviði og fórum í staðinn í ferða-
lag um England, sem er tákn-
rænt kjarkleysi í ætt við það
sem hér hefur verið rætt. Eng-
inn tekur þó frá okkur þá ást á
bókmenntum sem Þyri sýndi í
hverjum tíma og enn síður þá
sakleysislegu kristilegu innræt-
ingu sem fylgdi túlkun hennar á
bókmenntum. Margt vitlausara
á sér stað á hverjum degi í
skólum þessa lands.
Þyri og amma mín Kristín
Njarðvík voru sessunautar í
dönskudeild háskólans á sínum
tíma og naut ég af þeim sökum
hlýhugar og sem betur fer sér-
stakrar þolinmæði frá Þyri. Það
gerði Ari bróðir minn líka, sem
einnig var nemandi hennar. Ég
votta fjölskyldu Þyri innilega
samúð og furða mig á skap-
aranum að hún fái ekki notið
ævikvöldsins í frið og ró, svo
nýlaus sem hún er við djöf-
ulganginn í nemendum sínum í
MR. Minning Þyri Kap lifir og
Berlevåg er fyrirheitna landið.
Snorri Másson.
Þegar dagurinn var orðinn
lengri en nóttin þá kvaddi Þyri
okkur skyndilega og myrkrið
helltist yfir.
Ég kynntist Þyri í Hagaskóla
þar sem við vorum dönskukenn-
arar. Við fundum fljótt að við
höfðum svipaða sýn og áherslur
í kennslu og skemmtum okkur
við að gera alls konar tilraunir
með verkefni og kennsluaðferð-
ir. Upp úr þessari samvinnu
spratt ævilöng vinátta og
seinna þegar við vorum komnar
hvor á sinn vinnustað héldum
við reglulega „seance“ þar sem
við krufðum mál til mergjar,
persónuleg, fagleg og pólitísk.
Menntamálaráðherrar undan-
farinna áratuga hefðu haft gagn
af því að vera fluga á vegg á
þeim „skyggnilýsingum“.
Kennsla var ævistarf Þyri og
hún var stolt af því. Hún sagði
mér einu sinni, að á haustin
væri hún orðin svo óþreyjufull
eftir að byrja að kenna að hún
hlypi bókstaflega í kennslu-
stundirnar. Hún gegndi ábyrgð-
ar- og trúnaðarstörfum fyrir fé-
lög kennara og var um skeið
formaður Félags dönskukenn-
ara. Henni var hægt að treysta
og hún kunni að axla ábyrgð.
Þyri var afskaplega orðsnjöll
og varð aldrei orða vant. Stund-
um stóð orðaflaumurinn frá
henni í löngum og flóknum
setningum, hún talaði í raun rit-
mál og skreytti með „vestmann-
eysku“. Það voru orð og orða-
tiltæki sem fyrir mér hljómuðu
óskiljanleg en voru henni töm
frá æskuslóðunum. Hún hafði
áhuga á allri ræktun hvort
heldur það voru tré, matjurtir
eða blóm og hafði meira að
segja trú á hæfni minni á þessu
sviði. Ótal afleggjarar sem hún
gaf mér drápust jafnharðan í
mínum höndum en þó nýt ég
enn rifsberjanna af runnunum
frá henni og skjóls af heggnum
hennar.
Á skrafstundum var okkur
ekkert óviðkomandi en við vor-
um iðulega ósammála, til dæmis
um ágæti saumaklúbba og
fjöldasöngs. Eftir að kennslan
var ekki lengur að tefja okkur
snerust umræðuefnin gjarnan
um handavinnu en Þyri var
kappsöm og vandvirk og barna-
börnin nutu góðs af. Hún prjón-
aði listilegt útprjón á fínustu
prjóna, gerði fagurlitar lopa-
peysur og svo fékkst hún líka
við bútasaum sem hún kallaði
„kludeklip“. Hún afkastaði
miklu og gat einbeitt sér þang-
að til verkinu var lokið, hvort
heldur það var peysa, ritger-
ðabunki eða hefðbundin hús-
móðurstörf, en þeim sinnti hún
gjarnan með svuntu af sömu
vandvirkni og nákvæmni sem
einkenndu öll hennar störf.
Trausti og fjölskyldan var
Þyri allt og ekki síst barna-
börnin. Hún var hreykin af
þeim og umvafði þau ást og
hlýju sem mátti merkja á rödd
hennar þegar þau bar á góma.
Birtan eykst daglega en það
er þungbúið og myrkur hjá fjöl-
skyldu og vinum sem sakna
Þyri. Ég á svo ótalmargt ósagt
við hana og hafði ekki gefið upp
vonina um að troða upp á hana
minni takmörkuðu þekkingu á
möguleikum farsíma sem ég
vissi að hún segðist hvorki
þurfa né vilja nota. Áform okk-
ar um áframhaldandi skraf-
stundir á kaffihúsum með við-
komu á sýningum, söfnum eða í
verslunum verða því miður ekki
fleiri.
Ég votta fjölskyldu Þyri
samúð mína en það mun birta
með fjársjóði góðra minninga
sem hún skilur eftir sig.
Blessuð sé minning Þyri Kap
Árnadóttur.
Lovísa Kristjánsdóttir.
Það var haustið 1964, sem við
kynntumst í Kennaraskólanum.
Áttum við þar saman fjögur góð
ár, þar sem Vestmannaeying-
urinn Þyri naut sín í hópi
bekkjarsystkina.
Eftir útskrift 1968 fórum við
hver í sína áttina. Sumar okkar
héldu sambandi en aðrar ekki.
Þegar við urðum eldri og
þroskaðri fórum við að hittast
reglulega og þar var Þyri pott-
urinn og pannan. Hún dreif
okkur áfram og gleymdi engri.
Þarna komu skipulags-
hæfileikar hennar sér vel. Það
var gott að hittast, skiptast á
skoðunum, fréttum af okkur
sjálfum og afkomendum og taka
þannig þátt í gleði og sorgum á
lífsleiðinni.
Þyri kunni að koma fyrir sig
orði og var oft glatt á hjalla
þegar hún lét gamminn geisa
enda hafði hún góða frásagn-
argáfu sem við hinar nutum.
Síðasti hittingur okkar var í
janúar 2020 og var ætlunin að
hittast þéttar, en Covid kom í
veg fyrir það.
Við fráfall Þyriar er höggvið
stórt skarð í hópinn og er henn-
ar sárt saknað. Við sem eftir
erum eigum margar góðar
minningar frá kynnum okkar af
Þyri og finnum nú til þess hvað
þessi hópur er okkur mikils
virði.
Trausta, Silju, Tuma, Sindra
og fjölskyldum sendum við okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd bekkjarsystra,
Ragnheiður Arnkelsdóttir.
Í lok mars bárust mér þau
fyrirvaralausu sorgartíðindi að
Þyri Kap Árnadóttir væri látin
þegar einungis rúmlega tvö ár
eru liðin frá því að hún lét af
störfum fyrir aldurs sakir. Til-
hlökkun og eftirvænting þeirra
hjóna að njóta efri áranna var
mikil og höfðu þau áætlanir um
að nýta dýrmætan tíma m.a. til
þess að skoða heiminn og að
heimsækja börn sín og fjöl-
skyldur þeirra sem bjuggu er-
lendis. Fljótt skipast veður í
lofti og Þyri Kap er nú látin án
nokkurs fyrirvara. Tíðindin eru
gríðarlegt reiðarslag fyrir fjöl-
skyldu hennar og fyrrverandi
samstarfsfólk hennar við
Menntaskólann í Reykjavík.
Þyri Kap fæddist 6. nóvem-
ber 1948 og var því aðeins 72
ára þegar hún féll frá. Kennslu-
ferill hennar við Menntaskólann
í Reykjavík hófst snemma
haustið 1990 en áður hafði hún
kennt í allmörg ár við Haga-
skóla. Starfsferill hennar við
Menntaskólann spannar tæpa
þrjá áratugi. Þyri Kap kenndi
dönsku og fylgdist vel með
námi nemenda sinna og sinnti
starfi sínu af kostgæfni og
vandvirkni. Hún var traustur
kennari og hélt alla tíð uppi
góðum aga í kennslustundum.
Þyri Kap var mikil fagmann-
eskja og lagði mikinn metnað í
störf sín í þeim tilgangi að auka
hróður skólans. Í kennarastarf-
inu reyndist hún atorkusöm og
vann störf sín af mikilli sam-
viskusemi og ósérhlífni. Hún
var afar stéttvís og tók virkan
þátt í félagsstörfum bæði á veg-
um Hins íslenska kennarafélags
og síðar Kennarasambands Ís-
lands. Á kennarafélagsfundum
hvatti hún kennara til að standa
vörð um réttindi sín og var
ófeimin við að gera grein fyrir
skoðunum sínum og rökræða
þær.
Þyri Kap er fædd og alin upp
í Vestmannaeyjum. Hún bar
sjaldgæft nafn og eitt sinn er
ég var að forvitnast um nafn
hennar sagði hún mér að hún
væri skírð eftir ömmu sinni.
Amma hennar hét Þuríður
Kapitóla Jónsdóttir en var dag-
lega kölluð Kap. Hún var afar
stolt af ömmu sinni og þótti
ákaflega vænt um að hafa feng-
ið að bera nafn hennar.
Þyri Kap var hreinskiptin og
var vön að lýsa skoðunum sín-
um umbúðalaust. Hún var glöð
á góðri stund og hrókur alls
fagnaðar á samkomum kennara.
Hennar er hér minnst með virð-
ingu og þakklæti fyrir ánægju-
legt samstarf í Menntaskólan-
um. Eiginmanni hennar,
börnum og öðrum vandamönn-
um eru færðar innilegar sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minn-
ing Þyri Kap Árnadóttur.
Yngvi Pétursson.
Þyri Kap
Árnadóttir