Morgunblaðið - 26.04.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.04.2021, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 6. A P R Í L 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 96. tölublað . 109. árgangur . ÓSANNFÆRANDI FRANSKA OG HOLLENSKA ÓK STRÆTÓ MEÐ FLYGLI OG LJÓSAKRÓNU SKÓLASTARF ER Í EÐLI SÍNU AFAR SKAPANDI EVA MARÍA FIMMTUG 24-25 ÞÓRA OG FAB LAB 6HÖGGORMURINN 29 Omeprazol Actavis 20mg14 og 28 stk. Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast- andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi- seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. T e v a 0 2 8 0 6 2 Bóluefni sem berst til landsins eykst með hverri vikunni sem líður. Í þessari viku koma um 28 þúsund skammtar frá fjórum framleið- endum. Verða þeir væntanlega notaðir við bólusetningu eftir viku. Til samanburðar má geta þess að í síðustu viku komu 14 þúsund skammtar til landsins, fyrir utan 16 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca sem fengust að láni frá Noregi. Bóluefnið sem kemur beint frá framleiðendum í þessari viku er því tvöfalt meira en barst í liðinni viku. Skammtarnir sem komu í síðustu viku verða að miklu leyti notaðir í þessari viku til að bólusetja fólk með lang- vinna undirliggjandi sjúkdóma. 25 þúsund manns fá bólusetningu, aðallega fyrri bólu- setningu, og er þetta stærsta bólusetningar- vikan frá upphafi. Næsta vika verður enn stærri gangi áform stjórnvalda eftir. Þessi þróun mun halda áfram miðað við af- hendingaráætlanir, að sögn Júlíu Rósar Atla- dóttur, framkvæmdastjóra dreifingarfyrirtæk- isins Distica. Hún getur þess að flutningur efnanna til landsins og dreifing hafi gengið vel. Enginn skammtur hafi farið til spillis. »2 Tvöfalt fleiri skammtar núna - Von á 28 þúsund bóluefnaskömmtum til landsins í þessari viku - Fleiri bólusettir í næstu viku Morgunblaðið/Sigurður Unnar Höllin Bólusett verður á nýjum stað á höfuðborgarsvæðinu í vikunni, í sal gömlu Laugardalshallarinnar, og með nýju fyrirkomulagi. Búið er að raða upp stólum á gólfi salarins, eins og þörf er á. Fjögur ný kórónuveirusmit fengust staðfest í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Enn var verið að vinna úr sýnatökum þegar Morgunblaðið fór í prentun en samkvæmt heimildum blaðsins er um hópsmit að ræða í bæjarfélaginu. „Brauðið er ekki komið úr ofnin- um, það er enn verið að skoða þetta. Það er staðfest að einhverjir eru með smit en þetta er ekki stór hópur,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi. Vonast er til að nægilega snemma hafi verið gripið inn í út- breiðsluna til að veiran hafi ekki dreift frekar úr sér. „Miðað við reynsluna sem við höfum af undan- förnum misserum er ljóst að nokkuð stór hópur þarf að fara í sóttkví. Þetta virðist þó vera afmarkað og við vonum að þetta nái ekki samfélags- smiti,“ segir Elliði. Ekki liggur fyrir hvort þeir smituðu hafi verið í sóttkví þegar þeir greindust með veiruna. Almannavarnir greindu um helgina frá samtals þrjátíu nýjum kórónuveirusmitum innanlands. Greint var frá þrettán smitum í gær og voru allir viðkomandi í sóttkví við greiningu. Á laugardag var greint frá sautján smitum en einn af þeim sem greindust var utan sóttkvíar. Almannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra varðist allra fregna í gær- kvöldi. »2 Hópsmit komið upp í Þorlákshöfn - Fjögur staðfest smit - Sýni í greiningu „Lögin ganga of langt í að girða fyrir eignarhald erlendra aðila á eignum á Íslandi,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðn- aðarins. Í fyrra var gerð lagabreyt- ing þar sem takmarkað var að út- lendingar gætu keypt jarðir. Samtök iðnaðarins benda á að þá hafi verið gengið alltof langt og að drög að nýju frumvarpi dugi skammt til að leiðrétta það. Erlendir aðilar verði enn að sækja um leyfi hjá ráðherra til að kaupa fasteign. „Við erum alltaf að tala um að það þurfi að efla fjórðu stoðina sem er hugverkaiðnaður og til þess að gera það þarf erlenda sérfræðinga til landsins,“ segir Sigurður og bendir á að hug- verkaiðnaðurinn þurfi erlenda fjárfestingu og þetta sé hindrun. „Það verður bara ákjósan- legra fyrir fjár- festa og erlenda sérfræðinga að horfa til annarra landa,“ segir Sig- urður og bætir við: „Það er bara kristaltært, þetta dregur úr sam- keppnishæfni Íslands ef það verður ekki brugðist við þessu.“ »4 Lögin draga úr sam- keppnishæfni Íslands - Ný frumvarpsdrög dugi skammt Sigurður Hannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.