Morgunblaðið - 26.04.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Morgunblaðinu hefur borist yfirlýs-
ing frá Valborgu Önnu Ólafsdóttur,
formanni heilbrigðisnefndar Kjós-
arsvæðis, vegna viðtals við Reyni
Guðmundsson sem birtist í Morgun-
blaðinu á laugardag um dagsektir
sem leggja á á Vöku.
„Þann 3. mars sendir Reynir á
mig póst og óskar ítrekað eftir að
hitta mig, formann heilbrigðis-
nefndar Kjósarsvæðis, á fundi. Áður
var hann búinn að óska eftir fundi
við mig og benti ég honum þá á að
ræða við framkvæmdastjóra heil-
brigðiseftirlits Kjósarsvæðis sem
sinnir eftirliti fyrir Kjósarsvæðið.
Þann 4. mars sendi ég honum svar
þar sem fram kom að ég hafi ekki
haft það fyrir venju að hitta aðila
ein, sem þurfa að ræða málefni heil-
brigðisnefndar Kjósarsvæðis. Benti
ég honum á að senda inn erindi til
framkvæmdastjóra heilbrigðis-
eftirlits Kjósarsvæðis, sem muni þá
setja málið á dagskrá og nefndin
muni ræða það mál. Það var hins
vegar ekki gert,“ segir Valborg í
yfirlýsingunni og bætir við:
„Fyrirtækið Vaka hefur ekki
starfsleyfi, og hefur ekki haft. Er
nefndin að sinna þeim málum sem
henni ber að sinna og fylgja eftir.“
Málið
kom ekki
á dagskrá
- Yfirlýsing frá
nefndarformanni
Fiskmarkaðshúsið við Fornubúðir í Hafnarfirði hefur verið rifið, en það
gjöreyðilagðist í eldsvoða sem kom upp í vesturhluta hússins í byrjun sum-
ars 2019. Í nýju rammaskipulagi Hafnarfjarðarbæjar er gert ráð fyrir að á
lóðinni, sem er við hlið nýrra höfuðstöðva Hafrannsóknastofnunar, rísi
nokkurra hæða skrifstofuhúsnæði.
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir lóðina vera meðal
þeirra sem eru til skoðunar undir ný húsakynni Tækniskólans sem hefur
leitað til bæjarins vegna áforma um að sameina starfsemi skólans á einn
stað.
Húsið sem nú hefur verið rifið var 4.000 fermetrar að stærð og sérstak-
lega hannað fyrir gólfmarkað, en þar hóf fyrsti fiskmarkaður á Íslandi
starfsemi árið 1987. Hafnarfjarðarhöfn stóð ásamt hafnarsjóði bæjarins að
framkvæmdinni og sá Útvegsmannafélag Hafnarfjarðar um stofnun hluta-
félags um rekstur markaðarins. gso@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Jöfnuðu fiskmarkað við jörðu
Húsnæði sem byggt var fyrir fyrsta fiskmarkaðinn á Íslandi rifið
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Gefnir verða um 25 þúsund skammt-
ar af bóluefni vegna kórónuveirunn-
ar í þessari viku, ef áætlanir ganga
eftir. Verður þetta þá stærsta vikan í
bólusetningum til þessa.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis-
ins hefur boðað sex þúsund manns í
Laugardalshöllina á morgun, þriðju-
dag, til að fá bólusetningu og níu
þúsund manns á miðvikudag.
Fyrri daginn er gefið bóluefnið frá
Pfizer, í flestum tilvikum fyrri
sprauta hjá fólki á öllum aldri með
undirliggjandi langvinna sjúkdóma.
Bóluefnið frá AstraZeneca verður
notað á miðvikudaginn. Það verður í
öllum tilvikum fyrri bólusetning 60
ára og eldri með undirliggjandi sjúk-
dóma en í hópnum er einnig fólk á
þeim aldri sem ekki er með slíka
sjúkrasögu.
Komið hefur fram að í vikunni
verði einnig í boði bóluefni frá Jans-
sen þar sem ein bólusetning veitir
fulla virkni. Óskar S. Reykdalsson,
forstjóri heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins, segir að fólk sé boðað í
bólusetningu samkvæmt upplýsing-
um frá sóttvarnalækni. Reiknar
hann með að nýjar upplýsingar ber-
ist í dag, meðal annars um notkun
Janssen-bóluefnisins, og þá sé hægt
að bæta stórum bólusetningardegi
við á fimmtudag. Hvað það verða
margir skammtar og hvaða hópar
verða boðaðir liggur ekki fyrir.
Hlutfallslega jafn margir verða
bólusettir á landsbyggðinni og á höf-
uðborgarsvæðinu. Á vef heilbrigðis-
ráðuneytisins kemur fram að í vik-
unni verða gefnir 25 þúsund
skammtar af þessum þremur teg-
undum bóluefnis, þar af 23 þúsund
sem fyrri skammtur.
Flestir 60 ára og eldri boðaðir
Samkvæmt upplýsingum sem
koma fram á upplýsingavefnum
covid.is hafa liðlega 113 þúsund bólu-
efnaskammtar verið gefnir og tæp-
lega 81 þúsund hafa fengið annan
eða báða. Útlit er fyrir að í lok vik-
unnar hafi um 104 þúsund manns
fengið bólusetningu, að minnsta
kosti þá fyrri. Segir Óskar að ef
meira bóluefni berist verði hægt að
ljúka bólusetningu allra í aldurshópn-
um 60 til 69 ára í vikunni.
Samkvæmt bólusetningardagatali
sóttvarnalæknis gæti bólusetning
heilbrigðisstarfsmanna, fólks á aldr-
inum 60-69 og fólks með undirliggj-
andi langvinna sjúkdóma staðið fram
yfir mánaðamótin apríl-maí. Í maí-
mánuði er áformað að hefja bólusetn-
ingu starfsfólks leik-, grunn- og fram-
haldsskóla og tiltekins starfsfólks í
félags- og velferðarþjónustu.
Bólusetningar á höfuðborgarsvæð-
inu fara í þessari viku fram í sal gömlu
Laugardalshallarinnar. Sú aðstaða
býður að sögn Óskars upp á öðruvísi
möguleika og verður nýtt fyrirkomu-
lag reynt þar á þriðjudag.
25 þúsund fá bólusetningu í vikunni
- Stærsta vikan í bólusetningum til þessa - Útlit fyrir að 104 þúsund manns verði búin að fá eina eða
tvær bólusetningar í lok vikunnar - Bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu færðar í gömlu Höllina
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bólusetning Sprautur teknar til.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Verð á minkaskinnum hefur hækkað
um það bil 20% á uppboði sem stend-
ur yfir í Kaupmannahöfn þessa dag-
ana, frá því verði sem fékkst á febr-
úaruppboði, og öll framboðin skinn
seljast. Verðið hefur meira en tvö-
faldast á þessum tveimur uppboðum
og stendur nú undir framleiðslu-
kostnaði eftir mikinn taprekstur bú-
anna síðustu fimm árin.
„Þetta er virkilega ánægjulegt
og gott fyrir þá bændur sem enn
starfa í greininni,“ segir Einar Eð-
vald Einarsson, loðdýrabóndi á
Syðra-Skörðugili og formaður Sam-
bands loðdýrabænda.
Eftirspurn að aukast á ný
Skinnauppboðið í Kaupmanna-
höfn var netuppboð, eins og upp-
boðið í febrúar, og tiltölulega fá
skinn til sölu í sögulegu samhengi.
Dregið hefur úr framleiðslunni í
heiminum vegna tapreksturs und-
anfarin ár. Þá fór drjúgur hluti
framleiðslu ársins í gryfjur í Dan-
mörku þegar stjórnvöld fyrirskip-
uðu niðurskurð allra minka í landinu
vegna afbrigðis af kórónuveirunni
sem fannst á minkabúum.
Ástæðan fyrir góðri sölu er ekki
einungus lítið framboð heldur hefur
eftirspurnin vaknað af dvala. Einar
segir að hjól atvinnulífsins séu farin
að snúast í Kína og víðar og þar
vanti skinn til að vinna úr í verk-
smiðjunum.
Tvö stór uppboð eru eftir á
árinu í Kaupmannahöfn og er vonast
til að þar geti kaupendur mætt í eig-
in persónu, skoðað framboðið og
boðið í skinnin.
Verð á minkaskinni er nú komið
í um sex þúsund krónur, sem er yfir
framleiðslukostnaði. Í niðursveifl-
unni sem hófst árið 2016 fór verðið
niður fyrir hálft framleiðslukostn-
aðarverð, þegar verst lét.
Heimsmarkaðsverð á minka-
skinnum hefur tvöfaldast
- Verðið dugar nú fyrir framleiðslukostnaði og vel það