Morgunblaðið - 26.04.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2021
Gunnhildur Sif Oddsdóttir
gunnhildur@mbl.is
Drög að frumvarpi til laga um breyt-
ingu á ýmsum lögum er varða eign-
arráð og nýtingu fasteigna rýmka
heimildir ráðherra til að veita undan-
þágu frá því skilyrði að enginn megi
öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir
fasteignum á Íslandi nema hann sé ís-
lenskur ríkisborgari eða með lög-
heimili á Íslandi samkvæmt lögum
um eignarrétt og afnotarétt fasteigna
nr. 19/1966.
Verði frumvarpið samþykkt rýmka
því möguleikar einstaklinga sem bú-
settir eru utan EES-svæðisins til
eignarréttar að því gefnu að fast-
eignin sé „skráð íbúðarhúsnæði á
leigulóð í þéttbýli eða frístundahús á
leigulóð á skipulögðu frístunda-
svæði“, eins og segir í drögunum.
Þannig verði slakað á þeim kröfum að
ríkisborgarar frá ríkjum utan EES
verði að hafa sterk tengsl við Ísland.
Einstaklingarnir munu þó enn þurfa
að sækja um undanþágu dómsmála-
ráðherra til að eignast fasteign í þétt-
býli eins og höfuðborgarsvæðinu.
Þó eru ekki allir á því að í drög-
unum sé gengið nógu langt með til-
slakanirnar.
Samtök atvinnulífsins, Samtök iðn-
aðarins og Viðskiptaráð Íslands segja
í umsögn sinni á samráðsgátt að þau
telji umrædda tilslökun til bóta en
samt sem áður mikilvægt að gengið
sé enn lengra „enda eru núverandi
takmarkanir víðtækari en nauðsyn-
legt er til að ná því markmiði sem lög-
gjafinn stefndi að“.
Gildi ekki um frístundahúsnæði
Markmiðið hafi verið að stuðla að
fjölbreyttum og samkeppnishæfum
landbúnaði, náttúruvernd, viðhaldi og
þróun byggðar og þjóðfélagslega
gagnlegri og sjálfbærri landnýtingu.
„Samtökin telja í ljósi þessa mark-
miðs að takmarkanir á eignarrétti
eða afnotum á fasteignum hérlendis
eigi ekki að eiga við um frístunda-
húsnæði eða þéttbýlissvæði,“ segir í
umsögn samtakanna.
Samtökin gera einnig athugasemd
við það að tilslökunin eigi ekki við ef
viðkomandi vill kaupa fasteign sem
stendur á eignarlóð sem og að mik-
ilvægt sé að undanþágan nái til at-
vinnuhúsnæðis. „Hér ber til þess að
líta að um takmörkun á eignarrétti og
atvinnufrelsi er að ræða og því mik-
ilvægt að sú takmörkun sé vel rök-
studd með vísan til almannahags-
muna,“ segir í umsögninni.
Hefði mátt ganga
lengra með lagasetninguna
Endurskoðunarfyrirtækið KPMG
veltir því ennig fyrir sér hvort það
megi ekki ganga lengra í lagasetning-
unni, svo markmiði hennar sé náð.
Þannig nefnir KPMG tvær leiðir:
„Annars vegar að það sé ekki gert að
skilyrði að samþykki ráðherra þurfi
til svo einstaklingar búsettir utan
EES geti keypt fasteign sem skráð er
íbúðarhúsnæði á leigulóð í þéttbýli
eða frístundahús á leigulóð á skipu-
lögðu frístundasvæði. Hins vegar að
lögaðilum utan EES verði einnig
heimilt að festa kaup á fasteign sem
skráð er íbúðarhúsnæði á leigulóð í
þéttbýli eða frístundahús á leigulóð á
skipulögðu frístundasvæði.“
KPMG telur auk þess það skilyrði
frumvarpsins fyrir leyfi ráðherra að
umsækjandi eigi ekki aðrar fasteignir
hér á landi ganga of langt og tak-
marka rétt aðila utan EES um of til
fjárfestinga á eignum hér á landi en
það skilyrði var sett í lög með breyt-
ingarlögum í fyrra.
„Á sama tíma og ferðaþjónustan
stendur frammi fyrir áskorunum
vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins
og ríkisstjórnin reynir að gera Ísland
að fýsilegri kosti fyrir erlenda sér-
fræðinga skýtur skökku við að sníða
sömu aðilum svo þröngan stakk í að
setjast hér að. KPMG telur því vert
að endurskoða þær breytingar sem
gerðar voru með lögum nr. 85/2020 og
þær breytingar sem boðaðar eru með
þeim frumvarpsdrögum sem eru til
umsagnar heildstætt með það mark-
mið að gera Ísland að aðlaðandi kosti
fyrir erlenda aðila.“
Búsettir utan EES
geti keypt fasteignir
- Telja að nýju tilslakanirnar hefðu mátt ganga lengra
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þéttbýli Einstaklingar munu enn þurfa að sækja um undanþágu hjá dóms-
málaráðherra til að eignast fasteign í þéttbýli eins og höfuðborgarsvæðinu.
„Mér heyrist að fólk sé jákvætt.
Margir hafa sent okkur Jónasi nota-
leg skilaboð á Facebook. Sumir tala
um að þeir hafi ekki komist á lifandi
tónleika í marga mánuði,“ segir
Hjörleifur Valsson, fiðluleikari í
Noregi, en hann hélt tónleika með
Jónasi Þóri orgelleikara í Hallgríms-
kirkju í fyrradag.
Þeir héldu tvenna tónleika þar
sem fólki var raðað í sæti samkvæmt
ströngustu reglum um sóttvarnir.
Gestum var raðað í tvö hólf hvort
með sinn útganginn. Máttu vera
samtals 150 manns á hvorum tónleik-
um í þessum þúsund manna sal. Tel-
ur Hjörleifur að vel á annað hundrað
manns hafi mætt í heildina. Kveðst
hann ánægður með undirtektir.
Tekur Hjörleifur undir það að
ástæða væri til að halda fleiri tón-
leika og vildi gjarnan fara í tónleika-
ferð um landið. Hann er hins vegar
búsettur í Noregi þannig að erfitt er
að koma því við í þessu ástandi.
Hjörleifur hefur nemendur og ein-
hver önnur verkefni úti. „Annars hef
ég reynt að halda dampi og nýti tím-
ann til æfinga. Ég upplifi þetta þann-
ig að þrátt fyrir allt hafi tíminn verið
fljótur að líða,“ segir hann.
helgi@mbl.is
Höfðu ekki komist
á tónleika lengi
- Hjörleifur og Jónas léku í Hallgrímskirkju
Ljósmynd/Geir A. Guðsteinsson
Hallgrímskirkja Hjörleifur Valsson og Jónas Þórir léku saman á laugardag.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Læknafélag Íslands (LÍ) og
Læknafélag Reykjavíkur (LR)
telja að reglugerð sem heilbrigð-
isráðherra hefur kynnt í samráðs-
gátt stjórnvalda skorti lagastoð.
Fjallar hún um endurgreiðslu
sjúkrakostnaðar vegna þjónustu
sjálfstætt starfandi sérgreina-
lækna, sem starfa án samnings við
SÍ.
„Samningsleysi við veitendur
heilbrigðisþjónustu hvorki getur né
má leiða til þess að sjúkratryggðir
verði sviptir lögvörðum sjúkra-
tryggingum sínum samkvæmt lög-
um um sjúkratryggingar,“ segir í
umsögn LÍ og hvetur félagið heil-
brigðisráðherra jafnframt til að
gefa SÍ fyrirmæli um að leita
samninga við sérgreinalækna.
Í reglugerðinni er sett skilyrði
um að læknar innheimti hlutdeild
sjúkratryggðra í kostnaði vegna
þjónustu frá SÍ. Líta félögin svo á
að með reglugerðinni skauti stjórn-
völd framhjá skyldu SÍ til þess að
endurgreiða sjúkratryggðum út-
lagðan kostnað vegna heilbrigðis-
þjónustu samkvæmt gjaldskrá.
Er bent á 38. gr. laga um sjúkra-
tryggingar sem hljóðar svo:
„Séu samningar um heilbrigðis-
þjónustu ekki fyrir hendi er í sér-
stökum tilfellum heimilt tímabund-
ið að endurgreiða sjúkratryggðum
útlagðan kostnað vegna heilbrigð-
isþjónustu á grundvelli gjaldskrár
sem sjúkratryggingastofnunin gef-
ur út.“
Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur
Læknafélags Íslands, segir í nýj-
asta tölublaði Læknablaðsins að
sjúkratryggingarnar skuli greiða
fyrir heilbrigðisþjónustu sem fellur
undir lög um þær, að hluta eða öllu
leyti, enda hafi verið um þær sam-
ið. Ekki hafa samningar náðst milli
SÍ og sérgreinalækna síðan í lok
árs 2018.
Heilbrigðisráðuneytið virðist
ekki vera á sama máli og lækna-
félögin og segir að skýrt sé tekið
fram í lögunum að heimildin í 38.
gr. sé tímabundið úrræði sem ein-
ungis skuli nýta í sérstökum til-
fellum. Kemur það fram á vef
stjórnarráðsins þar sem reglugerð-
ardrögin voru kynnt.
Morgunblaðið/Eggert
Samningar Sérgreinalæknar bíða.
Telja reglugerð
skorta lagastoð
Samningar
sérgreinalækna
» Allir landsmenn eru sjúkra-
tryggðir eftir að hafa átt lög-
heimili á Íslandi í að minnsta
kosti sex mánuði.
» Samningar sérgreinalækna
og SÍ um þjónustu lækna sem
starfa án samnings runnu út í
lok árs 2018.
» LÍ og LR telja reglugerð heil-
brigðisráðherra skorta laga-
stoð.
» Reglugerðin skyldar lækna
til að innheimta hlutdeild
sjúkratryggðra í kostnaði
vegna þjónustu frá SÍ.
- Læknar gagnrýna heilbrigðisráðherra