Morgunblaðið - 26.04.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2021
L augarnar í Rey k javí k
w w w. i t r. i s
O
P
N A
R
LAUGARNAR
ERU
S ý num hve r t öð ru t illi t s s e mi og
virðum 2 me t ra f ja rlægða rm ö rk in
Bláskógabyggð ætlar að rýmahjólhýsahverfið á Laugar-
vatni og vísar í því sambandi til
laga og reglna, meðal annars
brunavarna. Athugasemdir hafa
verið gerðar
vegna
brunahættu
og eru þær
skiljanlegar,
en spurn-
ingin hlýtur
að vera
hvort eina lausnin er að vísa öllum
á brott.
- - -
Þarna eru um 200 hjólhýsi oghafa sum verið í fjóra áratugi.
Og sveitarstjórinn sagði þetta um
málið í samtali við Morgunblaðið á
laugardag: „Þetta var erfið
ákvörðun. Þetta hefur verið gott
samfélag og staðið í langan tíma
og fólkinu liðið vel. Þrátt fyrir
kynslóðaskipti hefur sami góði
andinn haldist.“
- - -
Félag hjólhýsaeigendanna hefurskorað á sveitarstjórn að
leyfa þeim að vera, en án árangurs
og flestir þeirra þurfa að hverfa á
braut fyrir árslok, hinir ári síðar.
- - -
Félagið hefur boðist til aðleggja til fé svo laga megi
brunavarnir, eins og segir í fund-
argerð sveitarstjórnar, en þá er
því svarað til á sama stað að þetta
breyti engu „um að fullnægjandi
lagastoð finnist ekki fyrir því að
halda úti hjólhýsasvæði með þeim
hætti sem verið hefur á Laugar-
vatni“.
- - -
Hjólhýsahverfi eru víðar á land-inu og þar er án efa góður
andi eins og við Laugarvatn.
- - -
Getur verið að engin önnur leiðsé fær en að reka hjólhýsa-
eigendur á brott?
Lagastoð skortir
fyrir góðum anda
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Bjarni Jónsson, fiski- og þróunar-
vistfræðingur og sveitarstjórnar-
fulltrúi í Skagafirði, bar sigur úr
býtum í rafrænu forvali Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs í
Norðvesturkjördæmi sem fram fór
um helgina og mun því leiða lista
VG í alþingiskosningum í septem-
ber.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þing-
maður og sitjandi oddviti VG í
Norðvesturkjördæmi, bauð sig
einnig fram til að leiða lista flokks-
ins í haust en hafnaði í öðru sæti í
forvalinu. Lilja hefur veitt atvinnu-
veganefnd Alþingis formennsku á
yfirstandandi kjörtímabili. Bjarni
og Lilja Rafney hafa tvisvar áður
tekist á um oddvitasæti VG í Norð-
vesturkjördæmi, árið 2016, þar sem
Lilja hafði betur í prófkjöri og árið
2017, þar sem stillt var upp á lista.
VG hlaut einn þingmann í kjör-
dæminu í síðustu alþingiskosning-
um. Þriðja sæti í forvalinu hlaut
Sigríður Gísladóttir dýralæknir og
það fjórða hlaut Þóra Margrét
Lúthersdóttir sauðfjár- og skógar-
bóndi. Lárus Ástmar Hannesson
grunnskólakennari og bæjarfulltrúi
hafnaði í fimmta sæti. Aðrir í fram-
boði voru María Hildur Maack um-
hverfisstjóri, Nanný Arna Guð-
mundsdóttir framkvæmdastjóri og
bæjarfulltrúi og Þóra Magnea
Magnúsdóttir kennari.
Bjarni Jónsson leiðir í Norðvestur
- Lagði Lilju Rafneyju, sitjandi oddvita
og þingmann, í þriðju tilraun í forvali
Bjarni
Jónsson
Lilja Rafney
Magnúsdóttir
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Jóhann Hjartarson (2.523), Vignir
Vatnar Stefánsson (2.327) og
Bragi Þorfinnsson (2.432) eru þrír
efstir á Íslandsmótinu í skák að
lokinni fjórðu umferð sem klár-
aðist í gærkvöldi. Næstur er Guð-
mundur Kjartansson, nýbakaður
stórmeistari, með tvo og hálfan
vinning en aðrir eru með minna.
Nokkuð óvænt úrslit urðu í gær-
kvöldi þar sem hinn sautján ára
Alexender Oliver Mai (2.025) gerði
jafntefli við Helga Áss Grétarsson
stórmeistara (2.437) í dýnamískri
skák.
Sviptingar í fjórðu umferð
Miklar sviptingar urðu í skák
Jóhanns Hjartarsonar og Björns
Þorfinnssonar þar sem hinn síðar-
nefndi bar sigur úr býtum. Undir
lokin virtist sem Jóhann væri að
sigla sigrinum heim en eftir afleik
í flókinni stöðu fékk Björn gott
spil sem dugði til sigurs.
Í viðureign Guðmundar Kjart-
anssonar (2.503) og Hjörvars Grét-
arssonar (2.588) fékk Guðmundur
betra tafl út úr byrjuninni og vann
sannfærandi sigur.
Bragi Þorfinnsson (2.432) og
Hannes Stefánsson (2.532) gerðu
jafntefli eftir langa skák en mótið
fer vel af stað fyrir hinn átján ára
Vigni Vatnar Stefánsson (2.327),
sem hafði betur gegn Sigurbirni
Björnssyni (2.327) með sannfær-
andi hætti.
Næsta umferð hefst á morgun
þar sem Bragi Þorfinnsson mætir
Hjörvari Steini Grétarssyni, Vign-
ir Vatnar stýrir svörtu gegn
Hannesi og Jóhann Hjartarson
fær svart gegn Helga Áss Grét-
arssyni.
Jóhann, Vignir og
Bragi leiða mótið
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Efstir Vignir og Jóhann eru báðir
með þrjá vinninga eftir 4. umferð.
- Þrír leiða Íslands-
mótið í skák að lok-
inni fjórðu umferð