Morgunblaðið - 26.04.2021, Blaðsíða 11
það. Nú eru níu af þessum 23 í námi
svo þau eru hjá okkur kannski tvo
daga í viku.“
– Heldurðu að hér séu öll þau ung-
menni sem þurfa á þessu úrræði að
halda?
„Nei, það eru miklu fleiri þarna
úti. Við höfum lengst af getað sinnt
þeim sem hafa verið sendir til okkar,
en því miður hafa verið að byggjast
upp biðlistar í um eitt ár núna. Við
getum ekki tekið við öllum og þess
vegna hef ég verið að reyna að koma
fleirum í nám, svo fleiri geti verið hér
dag og dag. Við erum ekki með enda-
laus verkefni hér innanhúss, en þá
eru verkefni einhverra að vera í
námi.“
Þorvarður segir heimsfaraldurinn
ekki síður hafa haft áhrif á starfsem-
ina en slæmt atvinnuástand því sam-
komutakmarkanir hafi gert það að
verkum að skipta hefur þurft vinnu-
stundum niður og þá hafi virkni
þeirra dottið niður þá daga sem þau
eru ekki í Fjölsmiðjunni. „Síðastliðið
ár hefur samt sem áður verið gott
rekstrarlega því fólk hefur þurft að
vera heima og fleiri hafa nýtt tímann
til að taka til hjá sér og breyta. Við
höfum því fengið mikið af vörum gef-
ins, sem síðan eru seldar. Sóttvarn-
irnar hafa þó tekið sinn toll í öllum
rekstrinum,“ segir Þorvarður.
Almenningur sér aðeins
brot af starfseminni
Kompan nytjamarkaður er
stærsta verkefni Fjölsmiðjunnar og
rúmt ár er síðan húsnæði Komp-
unnar var stækkað til muna. Að auki
rekur Fjölsmiðjan reiðhjólaverk-
stæði og tvo sendiferðabíla því boðið
er upp á búslóðaflutninga fyrir fólk,
ásamt því að sækja vörur til gefenda
og skutla til kaupenda. Að sögn Þor-
varðar eru bílarnir á fullu allan dag-
inn alla daga sem opið er. Þau eru því
fjölbreytt verkefnin sem ungmennin
fá að spreyta sig á undir leiðsögn
verkstjóranna og forstöðumanns.
„Almenningur sér bara brot af
þeirri starfsemi sem hér fer fram en
hér í vinnurýminu eru mörg handtök
á hverjum degi. Við tökum á móti
vörum frá gefendum, það þarf að
yfirfara rafmagnstæki áður en þau
fara í sölu, húsgögnin eru yfirfarin
og löguð í smíðadeildinni ef þarf og
reiðhjólin sem berast Kompunni í
reiðhjólaverkstæðinu eru yfirfarin.
Þá þarf að verðmerkja alla hluti,
þrífa vinnusvæði og verslun og af-
greiða vörurnar.“
– Hverju ertu stoltastur af?
„Ég er stoltastur af því að við er-
um að hjálpa unga fólkinu að byggja
undirstöður og koma því áfram í líf-
inu. Stundum eru dagarnir erfiðir, en
þetta er drifkrafturinn minn og það
er gott að geta litið til baka í dagslok
og séð hverju maður hefur áorkað.
Ég er líka stoltur af því hvað Fjöl-
smiðjan er opnari nú en hún var,
þröskuldarnir hingað inn og héðan út
eru lægri. Ég á svo margar fallegar
sögur héðan af ungmennum sem
hafa náð góðum tökum á lífinu og
spjarað sig vel.“
Facebook: Fjölsmiðjan
á Suðurnesjum
Instagram: kompan_
nytjamarkadur
um að fá að koma hingað“
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Reiðhjól Júlíus Sævar Júlíuson er verkstjóri reiðhjólaverkstæðisins, en þar er bæði boðið upp á viðgerðarþjónustu
ásamt því að yfirfara hjól og laga sem berast til Kompunnar í formi gjafa. Nóg hefur verið að gera í þessu.
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2021
Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi Klíníkurinnar í Ármúla þar sem rætt er
við Kristján Skúla Ásgeirsson brjóstaskurðlækni um brjóstnámsaðgerðir og þá þjónustu
sem Klíníkin býður þeim konum sem þangað leita. Einnig er rætt við hjúkrunarfræðing um
undirbúning aðgerða og eftirfylgni í kjölfar þeirra.
Þátturinn var áður á dagskrá Hringbrautar í október 2019.
Hringbraut næst á rásum
7 (Síminn) og 25 (Vodafone)
ATVINNULÍFIÐ Á dagskráHringbrautar
í kvöld kl. 20.00
Einkarekin heilbrigðisþjónusta á tímum biðlista – þriðji hluti
Brjóstnám kvennameð BRCA-gen hjá Klíníkinni í Ármúla í þættinum
Atvinnulífið sem er á dagskráHringbrautar kl. 20.00 í kvöld
• Fyrirbyggjandi og áhættuminnkandi brjóstnámsaðgerðir hjá konum í áhættuhópum
• Konur með stökkbreytingu í BRCA-genum eru í 60-80% áhættu um að fá krabbamein á lífsleiðinni
• Íslensk erfðagreining býr yfir gagnagrunni sem getur sagt til um hvort einstaklingur er með BRCA-einkenni
• Við brjóstnám kvennameð BRCA-genminnka líkur á brjóstakrabbameini um 95-97%