Morgunblaðið - 26.04.2021, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2021
Útivist í borginni Það má vel æfa sig á gönguskíðum í Fossvogi þó svo enginn sé snjórinn.
Eggert
Fyrir stuttu varð ég þess
heiðurs aðnjótandi að vera sett-
ur á svartan lista hjá Kínverska
alþýðulýðveldinu, eins og ein-
hverjir hafa vafalaust tekið eft-
ir. Ástæðan virðist vera sú, að
ég hafði skrifað nokkrar blaða-
greinar í Morgunblaðið í gegn-
um árin, sem Kínverjunum hef-
ur ekki líkað. Hafa þeir nú
notað tækifærið og sett mig á
svartan lista til að sýna van-
þóknun sína á mér og þá ekki síst vegna
stuðningsyfirlýsingar íslensku ríkisstjórn-
arinnar við Úígúra, sem Kínverjar virðast
fara með eins og skepnur. Þjóð sem heim-
urinn hefur fulla samúð með, eins og yf-
irlýsingar ýmissa þjóða sýna, jafnframt
skrif í blöðum og tímaritum, en sem ekki
má nefna í eyru kínverskra stjórnvalda,
frekar en snöru í hengds manns húsi.
Sama gildir líka varðandi Kínaveiruna.
Hversu óþægilegar sem þessar staðreyndir
eru Kínverjum, þá geta þeir ekki endalaust
neitað þeim, því þetta er nokkuð sem allur
heimurinn veit um. Stöðug neitun á al-
kunnum staðreyndum dregur bara úr trú-
verðugleika Kínverja varðandi heims-
valdasýn þeirra. Ekki bætir úr, þegar lesa
má í blaðagreinum sendiherra Kína og líka
formanns vinafélags Íslands og Kína lýs-
ingar á því, hvernig það eigi í dag að vera
mulið undir Úígúrana í Kína,
sem er þvert á staðreyndir.
Margir hafa furðað sig á
því, að fjölmennasta ríki
heims, Kína, sé að beina spjót-
um sínum að einstaklingnum
mér, þ.e ellilífeyrisþega. (Fjöl-
fatlaður ellilífeyrisþegi í hjóla-
stól hefði hljómað betur.) Þá
má líka undrast, að verið sé að
klaga mig á þann hátt, sem
vælandi smákrakkar myndu
kannski gera: Jónas er alltaf
að hrekkja okkur! Þetta eru
vart sæmandi vinnubrögð fyr-
ir stórþjóð, sem vill láta taka mark á sér.
Það sem undrar mig þó mest varðandi
þessa svartlistun Kínverja á mér er hversu
marklaus og bitlaus hún er og skilar akk-
úrat engu fyrir Kínverja, þvert á það, sem
hlýtur að hafa verið stefnt að. Svartlistunin
hefur aðeins gert mig frægan í nokkra daga
og fært mér mikinn stuðning almennings,
sem örugglega hefur ekki verið ætlunin hjá
kínverskum stjórnvöldum. Stöðluð aðferð
þeirra að banna viðkomandi að ferðast til
Kína, og jafnframt að eiga í banka-
viðskiptum þar, dugar e.t.v á þá, sem eru
t.d í föstum viðskiptasamböndum og ferða-
lögum til Kína og skaðar þá þar af leiðandi.
Þetta á ekki við mig, sem átti að vera
starfsmönnum kínverska sendiráðsins ljóst,
enda tilgangurinn greinilega að koma á mig
höggi, en ekki mylja undir mig eða koma
því til leiðar, að mér yrði hampað á þeirra
kostnað, eins og raunin varð. Eins og alltaf
þá verða menn að vanda sig, sama hvaða
verk er verið að vinna. Það er í öllum til-
vikum tilgangslaust að göslast af stað með
eitthvað án þess að vera viss um, að það
skili einhverjum árangri eða a.m.k. virki að
einhverju gagni fyrir viðkomandi. Hand-
arbaksvinnubrögð, eins og þarna voru á
ferðinni varðandi mig, ættu að leiða til þess,
að Kínverjar vandi sig betur næst, þegar
þeir ætla að sýna vanþóknun sína vegna
einhvers, sem þriðji aðili á að hafa gert
þeim til miska að þeirra mati eða þá ein-
hver einstaklingurinn.
Eins og áður sagði, þá voru það nokkrar
blaðagreinar eftir mig, sem birtust í Morg-
unblaðinu á síðustu árum, sem fóru í taug-
arnar á Kínverjum og sú fyrsta árið 2013.
Núningurinn byrjaði þó löngu fyrr eða árið
2005, þegar þeir í kínverska sendiráðinu,
sem þá var á Víðimel 29, vildu fá að leggja
lóð hússins undir bílastæði og láta hrófla
þar upp nokkrum bílskýlum. Sem næsti ná-
granni kom það ekki til greina af minni
hálfu. Sendi ég skipulagsyfirvöldum ítarleg-
an sex blaðsíðna rökstuðning um hvers
vegna það ætti ekki að gerast. Niðurstaðan
varð sú, að þessari beiðni Kínverjanna var
hafnað og varð því ekkert af umbeðnum
framkvæmdum. Eins og allir vita, þá vinna
menn ekki alltaf, nokkuð sem gildir jafnt
um Kínverja sem alla aðra í heiminum. Þá
má benda á þá alkunnu staðreynd, að það
er ekki magnið eða fjöldinn, sem ræður úr-
slitum, heldur gæðin. Því fór sem fór fyrir
Kínverjunum í þessu máli.
Svo ég að endingu leiði hugann aftur að
illri meðferð Kínverja á Úígúrum, þá undr-
ar það mann nokkuð, hvað það virðist vera
lítið um það, að múslímar víðsvegar um
heiminn styðji baráttu trúbræðra sinna og
-systra, Úígúra í Kína, í þeirri erfiðu stöðu,
sem þeir eru í. Sérstaklega þegar það er
haft í huga, hvað múslimar hafa oft staðið
þétt saman, þegar þeir telja stöðu sinni og
ekki síst trúarbragðaiðkun ógnað. Hér er
alls ekki verið að tala um neitt annað en
friðsamleg mótmæli eða stuðning við til-
verurétt þessarar ofsóttu þjóðar af hálfu
Kínverja. Til þess þarf þó bæði kjark og öfl-
ugan samhug til að geta sýnt kínversku
heimsvaldasinnunum, að heiminum er ekki
sama um það, hvernig farið er með Úígúr-
ana í Kína, og tími kominn til að reyna að
stöðva þessar ofsóknir á hendur þeim.
Eftir Jónas
Haraldsson » Svartlistunin hefur aðeins
gert mig frægan í nokkra
daga og fært mér mikinn
stuðning almennings, sem
örugglega hefur ekki verið
ætlunin hjá kínverskum
stjórnvöldum.
Jónas Haraldsson
Á svörtum lista kínverskra heimsvaldasinna
Höfundur er lögfræðingur.
Sumir eru á því að það séu
ekki mannréttindi að eignast
börn. Því er ég sammála. Ég er
heldur almennt ekki á því að
það sé góð hugmynd að útvatna
mannréttindi með því að setja
stöðugt fleira undir þeirra hatt.
En á sama hátt er ég þeirrar
skoðunar að sjálfsákvörðunar-
réttur einstaklinga sé mikil-
vægur og að ríkinu beri ekki að
skipta sér mikið af, eða hafa
skoðanir á lífi fólks nema þegar ríkar
ástæður séu til. Fólki er oftast treystandi
en ríki eiga jú til að gleyma sér ef ekki er
stöðugt fylgst með þeim.
Nóg er til af þröskuldum
Það er ekki sjálfsagður hlutur að geta
eignast barn og því langar mig að minnast á
nokkur atriði þar sem ég tel að við getum
gert betur svo kerfið geti frekar aðstoðað
fólk í þeirri vegferð í stað þess að reynast
þröskuldur. Nóg er til af þröskuldum í
heiminum og skynsamlegt að fækka þeim
þar sem hægt er.
Kerfið í kringum tæknifrjóvganir hefur
batnað að miklum mun síðustu ár. Ég hugsa
með mikilli hlýju og samúðar til allra þeirra
sem hér á árum áður stóðu í eflaust mjög
sársaukafullri baráttu án þeirrar þekkingar,
tækni og umræðu sem við búum við nú.
En þótt kerfið hafi tekið stakkaskiptum
má enn endurskoða það svo að ríkið sé frek-
ar til aðstoðar en trafala gagnvart fólki sem
langar einfaldlega til að skapa líf og hlúa að
því.
Af illskiljanlegum ástæðum er sem dæmi
lagt bann við því að gefa tilbúinn fósturvísi
þótt bæði sé heimilt að gefa sæði og egg.
Fólk sem vill fara í tæknifrjóvgun skal
sömuleiðis vera skráð í staðfesta sambúð.
Við skilnað verður að eyðileggja fósturvísi
jafnvel þótt einstaklingarnir vilji samt eign-
ast barnið eða fyrir liggi samþykki beggja
aðila fyrir því að annað þeirra nýti fóstur-
vísinn. Eins má nefna að ef par telur full-
reynt að eignast barn sjálft, sem oft gerist á
síðustu metrum frjósemisaldurs, gera ætt-
leiðingareglur þeim ekki auðveldara fyrir.
Par verður þá að hafa verið gift í þrjú ár
eða skráð í staðfesta sambúð í fimm ár, þá
tekur við líffræðilegt þak þar sem fólk má
ekki hafa náð 45 ára aldri til að mega ætt-
leiða – né reyndar vera í yfirþyngd.
Treystum fólki
Allt þetta er eflaust, eða var, hægt að
rökstyðja út frá ýmsum ástæðum líkt og
flest. En ég er ósammála því
að þessar reglur þurfi. Ríkið
á ekki að óþörfu að hafa skoð-
un eða miðstýra því hvernig
fólk kýs að búa til fjölskyldu.
Við eigum þvert á móti að
treysta fólki. Reglur eiga að
vera fáar og skýrar eins og
kostur er, annars skapast í
þessu eins og öðru hætta á að
sífellt þurfi að plástra og
bæta við reglurnar til að
koma til móts við ólík sjón-
armið. Það sem meira er; rík-
ið á þá enn erfiðara með að bregðast við því
að samfélagið er í sífelldri mótun. Aldur
hefur t.d. breyst mikið, við kynnumst seinna
en áður, hugum að barneignum seinna en
áður og höldum heilsu og orku lengur en
áður.
Hagsmunir
barna eru tryggðir
Sterkustu rök kerfisins fyrir reglunum
eru hagsmunir barna. Hagsmunir barna
skipta miklu máli, en við höfum reglur í
samfélaginu sem gæta hagsmuna barna –
og við getum alveg treyst því að þær eigi
við sama hvaðan og hvernig börnin koma.
Hið opinbera hefur áður sett íþyngjandi
reglur vegna hagsmuna barna sem var svo
horfið frá. Það er ekki ýkja langt síðan af-
numið var bann við því að systir konu gæti
gefið gjafaegg þar sem þá var talið of erfitt
að alast upp í svo flóknu fjölskyldumynstri.
Sömuleiðis takmarkaði ríkið áður rétt sam-
kynhneigðra til að eignast börn með þeim
rökum að það væri of erfitt fyrir börn að
alast upp hjá samkynja foreldrum.
Það má vera þakklátur fyrir margt í um-
hverfinu sem við búum við í dag. Ég tel að
hugurinn að baki reglunum sé góður og að
við viljum auðvelda sem flestum að eignast
börn. En reglur eiga að vera fyrir fólkið og
við eigum aldrei að vera hrædd við að end-
urskoða þær. Við eigum að taka til skoð-
unar að taka enn fleiri skref til aukins frels-
is og stuðnings gagnvart fólki sem vill
eignast börn.
Við eigum að auðvelda
fólki að eignast börn
Eftir Hildi
Sverrisdóttur
Hildur Sverrisdóttir
»Ríkið á ekki að óþörfu að
hafa skoðun eða miðstýra
því hvernig fólk kýs að búa til
fjölskyldu. Við eigum þvert á
móti að treysta fólki.
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
hildur.sverrisdottir@anr.is