Morgunblaðið - 26.04.2021, Page 18

Morgunblaðið - 26.04.2021, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2021 ✝ Benedikt Jón- asson fæddist á Þuríðarstöðum í Fljótsdal 7. ágúst 1939. Hann lést á Landspítalanum 14. apríl 2021. Foreldrar hans voru hjónin Jónas Þorsteinsson, bóndi á Þuríðarstöðum, f. 10. maí 1898, d. 11. maí 1968, og Soffía Ágústsdóttir húsfreyja, f. 8. júlí 1906, d. 21. júní 1944. Benedikt var níundi í röð tólf systkina. Systkini Benedikts eru: Ágústa Vilhelmína, f. 9. apríl 1927, d. 31. janúar 1999, María, f. 18. apríl 1929, d. 30. nóvember 2019, Þórhildur Kristbjörg, f. 18. september 1930, Þorsteinn, f. 11. apríl 1932, d. 18. október 2011, Hjalti, f. 12. desember 1933, d. 19. september 2013, Jón Þór, f. 5. maí 1935, Skúli, f. 21. júní 1936, Bergljót, f. 24. sept- ember 1937, d. 12. apríl 1999, Ásgeir, f. 29. ágúst 1941, Unnur Guðríður, f. 24. mars 1943, Soffía, f. 21. júní 1944. Benedikt kvæntist 6. desem- ber 1964 Kristrúnu Jónsdóttur, f. 21. febrúar 1942 á Siglufirði. frá 10 ára aldri til fermingar. Þá tók við vinna heima í sveitinni. Hann var eina vertíð í Vest- mannaeyjum. Árið 1957 réðst hann sem fjármaður að til- raunabúinu á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Sumarið 1963 vann hann byggingarvinnu á Siglu- firði. Síðar það ár hóf hann störf hjá Brúnási á Egilsstöðum sem verkamaður og steypubílstjóri. Árið 1965 hóf hann nám í múr- smíði og lauk sveinsprófi 1971 og fékk meistararéttindi 1975. Frá þeim tíma var múrverkið hans starfssvið, fyrst hjá Brún- ási, síðan á eigin vegum í nokk- ur ár og síðustu starfsárin starf- aði hann hjá Tréiðjunni Eini. Hann var mikill dýravinur og átti um nokkurt skeið fáeinar kindur. Í 40 ár eða svo átti hann hesta og hafði unun af ferðalög- um um hálendið. Síðustu árin og fram til hinsta dags hefur hann notið þess að byggja upp æsku- heimili sitt að Þuríðar- stöðumÚtför Benedikts fer fram frá Egilsstaðakirkju 26. apríl 2021 kl. 13. Í ljósi aðstæðna verður aðeins nánasta fjölskylda viðstödd. Streymt verður frá útför: https://egilsstadaprestakall.com Streymishlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Jarðsett verður í Valþjófs- staðarkirkjugarði. Synir þeirra eru: 1) Jón Óli, f. 20. mars 1964, kvæntur Að- alheiði Bergfoss, f. 25. febrúar 1966. Börn: Benedikt, f. 18. nóvember 1990, Helgi Steinar, f. 4. apríl 1995, Hinrik, f. 11. janúar 2003. 2) Snorri Jökull, f. 20. mars 1965, kvæntur Þóreyju Ólafsdóttur, f. 28. desember 1964. Börn: Brynjar Gauti, f. 12. febrúar 1992, í sambúð með Guðrúnu Svanhvíti S. Michelsen, f. 7. mars 1994, dóttir þeirra er Hrefna Bjarkey, f. 11. október 2018, Atli Pálmar, f. 17. apríl 1998, í sambúð með Karen Dögg Vilhjálmsdóttur, f. 2. október 1997. 3) Kjartan, f. 8. febrúar 1973, unnusta hans er Sólrún Júlía Hjartardóttir, f. 30. maí 1979. Börn hans eru: Kristrún Elva, f. 7. júlí 1995, gift Snorra Felix Guðjónssyni, f. 19. maí 1992, Magni Snær, f. 31. mars 1999, Harpa Líf, f. 16. ágúst 2008, María Mekkín, f. 16. ágúst 2008. Skólaganga Benna var ekki löng. Venjulegur farskóli í sveit, Elsku pabbi, mikið er erfitt sætta sig við að komið sé að kveðjustund. Margar góðar minningar koma upp í hugann. Við erum búnir að eiga frábær- an tíma saman. Uppbyggingin á Þuríðarstöðum stendur þar upp úr. Þar naust þú þín og draumar þínir rættust. Skóg- ræktin, byggingarframkvæmd- irnar og síðan rollubúskapurinn okkar sem þú lifðir þig alveg inn í. Þú varst mikill dýravinur og oft þurftir þú að hasta á okk- ur bræður þegar við fórum ekki nægilega gætilega að rollunum þannig að þér líkaði. Hestamennska var þitt helsta áhugamál og þær voru margar hestaferðirnar sem þú fórst í um hálendið. Man eitt sinn eftir því þegar þú hafðir verið nokkra daga í hestaferð úr Fljótsdal yfir í Lón með Denna frænda, þá hringdir þú í mig þegar þið voruð komnir niður í Lón og sagðir mér að þig hefði bara langað að heyra í einhverj- um sem talaði íslensku. Ógleymanleg er ferðin sem ég fór með þér og Halla heitn- um í Þorgerðarstaði og síðan í Þuríðarstaði þar sem við sátum langt fram eftir nóttu og þið rifjuðuð upp gamla daga. Ég lærði mikið af þér og ekki síst þegar við vorum að vinna saman vð húsbyggingarnar okk- ar, Einbúablá, Kelduskóga og síðan Litluskóga. Dugnaður og vandvirkni var þitt aðalsmerki. Þú varst fórnfús, hjálpsamur og vinamargur. Það er ekki annað hægt en að dást að ykkur systkinunum og í mínum augum eruð þið einstak- ar manneskjur, fólk sem gekk í gegnum þessa erfiðu tíma þegar amma dó og þá varst þú aðeins fimm ára gamall og Ágústa systir þín tók við uppeldinu. Hún var þá aðeins 18 ára göm- ul. Söngmaður varst þú mikill og þið systkinin öll og þurfti ekki mikið til að farið væri að taka lagið þegar þið komuð saman. Þú söngst lengi í kirkjukórnum og Tónkórnum og lagðir mikið á þig. Minnist þess þegar þú stóðst upp í stofu og varst að æfa þig í að lesa nótur, og spil- aðir Vilhjálm Vilhjálmsson og söngst með. Þó svo að þú hafir unnið mik- ið og verið oft að heiman vegna vinnu þinnar, komst kannski bara heim um helgar, þá varstu alltaf tilbúinn að leggja okkur bræðrum lið. Man eftir því þeg- ar við sátum saman við eldhús- borðið á Dynskógunum, fyrir um 50 árum, og þú varst að hjálpa mér að skrifa fyrstu bréfin til bílaumboðanna til að panta myndalista yfir nýjustu bílana. Ég var þá það ungur að ég var ekki farinn að geta skrif- að sjálfur og man ég enn þá hvernig þú orðaðir bréfin (Kæri umboðsmaður …). Þar sem þið mamma búið bara hinum megin við götuna og við sjáum yfir til ykkar verð- ur tómlegt að sjá þig ekki leng- ur vera að brasa utandyra og heyra ekki í göngudyrunum á bílskúrnum þegar þær voru opnaðar eða lokaðar. Ég gæti rifjað svo margt upp en þú varst ekki maður margra orða og læt þetta duga. Vona að þú hafir skynjað eitthvað af því sem ég sagði við þig þegar við sátum yfir þér síðustu dagana á Landspítalanum. Margar voru gleðistundirnar í gegnum árin og það er það sem við syrgjum. Ég kveð þið með bæninni okkar. Vertu guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Jón Óli. Kannski voru einhverjir sem tóku eftir því fyrir skömmu að Snæfellið hjúpaði sig sorgar- skikkju og drúpti höfði. Trúlega var þetta um það leyti sem Benedikt Jónasson frá Þuríðar- stöðum í Fljótsdal lagði í sína hinstu för. Snæfellið var fjallið hans Benna. Hann þurfti helst alltaf að hafa það í augsýn eða vita að það væri í augsýn. Honum leið ekkert sérstaklega vel þegar hann missti sjónar á því. Ef hann lagðist í langferðir þannig að hann sá ekki fjallið sitt flýtti hann yfirleitt för eins og hann gat. Hann dvaldi því sjaldan langdvölum frá heimahögum. Benni mágur minn var ein- stakur maður en hann var ekki einhamur. Hann bjó yfir ein- stöku jafnaðargeði, þolinmæði og þrautseigju. Fyrirferðin var ekki mikil en alltaf var hann til staðar, alltaf hægt að treysta á Benna. Hann var dugnaðarfork- ur, mikill verkmaður og vand- virkur. Ég efast um að hægt sé að segja að hann hafi verið hamhleypa til verka, gassa- gangur og hávaði var ekki hans stíll. Hann skilaði þó engu minna dagsverki en hamhleyp- an. Æðruleysi einkenndi hann. Hann var einbeittur og fylginn sér og kunni illa við hálfkák. Hann gekk ekki frá hálfnuðu verki. Þeir sem kynntust honum nutu trúnaðar hans og vináttu, ekki síst börn. Barnabörnin hafa misst klett sem þau gátu stólað á. Þar sem Benni fór, þar var Dúrra. Þau voru samrýnd og yf- irleitt nefnd í sömu andrá, Benni og Dúrra, Dúrra og Benni. Þau voru frumbyggjar á Egilsstöðum, höfðingjar heim að sækja og viðurgjörningur annálaður. Hin síðari ár eyddu þau æ meiri tíma á Þuríðar- stöðum, ræktuðu skóg og fé framan af. Benni var framsóknarmaður inn að beini og þurfti ekkert frekari vitna við. Hann var af kynslóð sem nýtti hlutina til hins ýtrasta. Sjónvarpi sem hafði verið að stríða honum um nokkurt skeið var ekki skipt út fyrr en græni liturinn, litur Framsóknarflokksins, breyttist í rauðan. Þá fyrst var ástæða til að kaupa nýtt. Sagan sem sögð verður í fjöl- skyldunni er að Benni hafi dáið úr leiðindum yfir dagskrá RÚV. Sem oftar sat hann og horfði á sjónvarpið og hafði orð á hversu leiðinleg dagskráin væri. Í þeim töluðum orðum hætti hjartað að slá. Honum hafði sjaldan orðið misdægurt um ævina og við- bragðsaðilum tókst að koma hjartslætti af stað aftur en hann var lagður af stað í sína hinstu för, það varð ekki aftur snúið. Í dag kveðjum við heiðursmann- inn, öðlinginn og vininn Benna. Benni var úr Fljótsdalnum og unni dalnum og landinu og var frá blautu barnsbeini náttúru- barn af bestu gerð, hann þekkti náttúruna, fjöllin og fallvötnin og unni hverju strái, náttúran var hluti af lífi hans. Benni var hestamaður mikill og var um hríð fjárbóndi og þá var hann í „essinu“ sínu. Í Benna kristall- aðist íslensk menning ljóðs og laga og virðing og ást á ís- lenskri náttúru, hefðum og draumum. Benni var einstakur maður, hann hafði sérstaka ná- lægð – trausta og trygga. Faðmlag Benna var fast og fumlaust – stóru múrarahend- urnar umluktu með elsku og hlýju. Benni var ekki maður margra orða en þegar hann tal- aði þá hlustuðum við. Það voru gæfuspor þegar Dúrra og Benni mættust á Skriðuklaustri fyrir hartnær 60 árum. Það var auðna okkar stórfjölskyldunnar á Sigló þeg- ar Dúrra kom með Benna inn í fjölskylduna. Dúrra og Benni voru einstök hjón – dyrnar allt- af opnar gestum og gangandi og gleði og vinátta fölskvalaus. Fagmennska múrarans Benna var rómuð, þar unnu saman elja, útsjónarsemi, dugnaður og samviskusemi af bestu gerð. Benni var söngelskur og söngmaður góður og söng í kór- um um árabil, hann kunni ógrynni af ljóðum og unni því að læra ljóð og vísur til þess síðasta. Það var mikið áfall fyrir Dúrru og Benna þegar Dúrra veiktist af krabbameini. Þau tókust á við áfallið af æðruleysi og hugrekki. Benni tók að sér nýtt hlutverk, „hús- móður“-hlutverkið, það var ótrúlegt að fylgjast með múr- aranum Benna í nýja hlutverk- inu – ástin og umhyggjan sýndi fallega mynd sem ekki gleymist – kom okkur sem þekktum hann að vísu ekki á óvart, svona var Benni. Þegar vinur eins og Benni kveður er söknuðurinn mikill og sár en þakklætið er sterkara – þakklætið fyrir að hafa átt Benna – og það er svo gott að hafa átt Benna í áratugi. Elsku Dúrra, Jón Óli, Snorri Jökull, Kjartan og fjölskyldur, ykkar er sorgin mest en vænt- umþykjan og óendanlegar minningar gefa ykkur líkn og gleði til að halda minningu eig- inmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa á lofti um ókomin ár. Kæri vinurinn Benni. Hvíl í friði í Fljótsdalnum þínum kæra. Sigríður Kristín Stefánsdóttir, Ingolf Klausen. Benni sneri ekki við í miðri á. Hann andaðist á Landspítalan- um 14. apríl eftir snarpa glímu. Elsku systir, strákar ykkar og fjölskyldur. Bestu óskir ykk- ur til handa frá okkur Möggu, börnum og fjölskyldum. Minn- ing um mætan mann varðveitist meðal okkar allra. Þórður (Doddi). Benedikt Jónasson ✝ Sigrún Auður Sigurðardóttir fæddist í Reykja- vík 22. janúar árið 1934. Hún lést á Vífilsstöðum 16. apríl 2021. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Auðbergsson, fæddur 8. mars 1910, látinn 17. apríl 1988, og Guðrún Guðjónsdóttir, fædd 15. júní 1909, látin 15. janúar 1993. Systkini Sigrúnar voru: Haraldur Sigurðsson fæddur, 12. desember 1936, látinn 6. september 2003, Þórður Sig- 18. apríl 1952, látinn 22. nóv- ember 2009. Sigrún giftist eiginmanni sínum Jóni Þórarni Bergssyni þann 5. ágúst 1950 og eign- uðust þau fimm börn: 1) Sig- urður Rúnar Jónsson, fæddur 19. nóvember 1950, maki Sig- urbjörg Ingvarsdóttir, fædd 1952, börn þeirra eru: Atli Gil- bert, fæddur 1975, Sigrún Auð- ur, fædd 1980, og Jón Kristinn fæddur 1989. 2) Bergur Mekk- inó Jónsson, fæddur 29. maí 1955, maki Birna Kristín Bald- ursdóttir, fædd 1960, Bergur var áður kvæntur Margréti Eggertsdóttur, fæddri 1953, og eignuðust þau soninn Brynjar, fæddan 1979. 3) Drengur Jóns- son, fæddur 19. mars 1961, lát- inn 19. mars 1961. 4) Oddný Mekkin Jónsdóttir, fædd 28. maí 1962, maki Guðmundur Skúlason, fæddur 1961, dætur þeirra eru Berglind Rósa, fædd 1984, Guðný Birna, fædd 1991, og Valdís Björk, fædd 1997. 5) Þórarinn Helgi Jónsson, fædd- ur 11. ágúst 1968, maki Harpa Pétursdóttir, fædd 1969. Sigrún og Jón bjuggu sín fyrstu búskaparár að Berg- staðastræti 57 í Reykjavík en fluttu árið 1968 að Melaheiði 21 í Kópavogi. Sigrún fór út á vinnumarkaðinn eftir að börn- in fóru að stálpast og starfaði hún við íþróttahús Kópavogs- skóla í mörg ár. Eftir að Sig- rún eignaðist sitt fyrsta barn fór hún í húsmæðraskólann á Laugarvatni. Hún gekk í kven- félag Hvítabandsins og var mjög virk í þeim góða félags- skap í mörg ár. Síðustu ár dvaldi Sigrún mikið í Borgar- firðinum þar sem fjölskylda hennar er með aðsetur. Útför hennar verður 26. apríl 2021 kl. 15 frá Linda- kirkju. urðsson, fæddur 18. febrúar 1938, látinn 26. febrúar 1989, Ingibjörg Sigurðardóttir, fædd 13. apríl 1939, látin 24. desember 2012, Svavar Sigurðs- son, fæddur 27. janúar 1941, lát- inn 17. mars 1942, Svavar Ásgeir Sigurðsson, fæddur 18. sept- ember 1945, látinn 27. sept- ember 2005, Halldór Jón Sig- urðsson, fæddur 6. nóvember 1947, látinn 17. maí 2019, og Guðjón Sigurðsson, fæddur Elsku mamma hefur kvatt þetta jarðlíf 87 ára að aldri, eft- ir nokkurra mánaða dvöl á sjúkrahúsi. Mamma var alla tíð mjög hraust og létt á fæti enda aukakíló aldrei heft hana. Hún var karakter sem tekið var eftir hér á árum áður, með svart, sítt og þykkt hár niður á mitti, oft- ast með tvær fléttur, hörundið mjög dökkt sem minnti helst á indíánastelpu. Þessi heillandi stíll sem hún sóttist í höfðaði ekki til litlu stelpunnar hennar á þeim tíma, mamma átti að vera eins og hinar mömmurnar með stutt hár og ljósa húð. Eftir að mamma fór að eldast og gráu hárin fóru að verða sýnilegri passaði hún vel upp á að mæta reglulega á hárgreiðslustofu og fá gamla svarta litinn í hárið, ekki séns að fá hana til að lýsa hárið. Hún var mjög ósátt á spítalanum að geta ekki fengið svarta litinn sinn í hárið og gat ekki hugsað sér að líta í spegil síðustu vikurnar sem hún lifði svona grá og gömul. Börn heill- uðust af henni enda gaf hún þeim mikla hlýju og umhyggju, sagði sögur og kenndi þeim vís- ur sem dætur mínar nutu góðs af enda var amma alltaf til stað- ar fyrir stelpurnar mínar og tók stóran þátt í uppeldi þeirra. Öll handavinna heillaði hana og var hún alla tíð með eitthvað í hönd- unum sem hún var að skapa. Elsku mamma, ég ætla ekki að hafa þessi orð lengri og kveð þig með kvöldbæninni sem þú fórst með á hverju kvöldi fyrir mig þegar ég var lítil stelpa. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Þín dóttir Oddný Mekkin. Mín yndislega frænka, Sigrún Auður Sigurðardóttir, er látin. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 16. apríl í faðmi ástvina. Minningar hrannast upp og allar eru þær góðar. Um 1968 flutti Sigrún ásamt eiginmanni sínum, Jóni Þ. Bergssyni, og börnum á Mela- heiði í Kópavogi og þar bjó hún alla tíð. Sigrún var víðlesin og vel að sér í mörgum málum. Gaman var að hlusta á hana þegar hún talaði um sína barnæsku í Laug- arnesinu, þá var hún í essinu sínu. Sigrún var minnug svo með afbrigðum var, kunni margar vísur og gaman var að hlusta á hana fara með þær. Sigrún var mjög vönduð kona og heyrði ég hana aldrei tala illa um aðra. Ég er systursonur hennar og í mínum uppvexti var systir mömmu alltaf kölluð Dadda og ég þekkti hana ekki undir öðru nafni. Sigrúnu þótti vænt um þetta gælunafn, sem hún hafði fengið í bernsku og bað mig um að kalla sig áfram því nafni. Á síðustu árum hafði heilsu henn- ar hrakað, en hún kvartaði aldr- ei og bar sig jafnan vel. Ég kom oft á Melaheiði að heimsækja Döddu mína og voru það alltaf ánægjulegar stundir. Móðir mín dó árið 2012 og það má segja að eftir það hafi Dadda verið minn besti vinur. Mér þótti undurvænt um móð- ursystur mína og ég þakka henni fyrir allar yndislegu stundirnar. Dadda átti fjögur börn sem hugsuðu mjög vel um hana. Nú ert þú búin að sameinast þínu fólki á himnum elsku Dadda mín og ég hlakka til að hitta þig seinna. Ég votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð og minningin um ynd- islega konu mun lifa að eilífu. Hilmar Þór. Sigrún Auður Sigurðardóttir Heittelskuð eiginkona, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma okkar, SIGRÍÐUR VALSDÓTTIR, Skrúðási 6, lést fyrir aldur fram mánudaginn 19. apríl á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útför Sigríðar verður gerð frá Vídalínskirkju hinn 30. apríl klukkan 15. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu og fjöldatakmarkana verður boðið til útfararinnar. Streymt verður frá útförinni, hlekkur tilkynntur síðar. Guðmundur Jón Elíasson Guðríður Júlíusdóttir Elías Freyr Guðmundsson Kristbjörg M. Kristinsdóttir Valur Árni Guðmundsson Lára Hrönn Hlynsdóttir Eva María Guðmundsdóttir Guðmundur F. Aðalsteinsson Elvar Jón Guðmundsson Þórgunnur Þórðardóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.