Morgunblaðið - 26.04.2021, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2021
Raðauglýsingar
Um er að ræða. 100% stöðu í íþrótta- og sundkennslu bæði á leik- og
grunnskólastigi ásamt kennslu í íþróttatengdum valgreinum. Í Húnavalla-
skóla er samkennsla árganga og eru u.þ.b. 35 nemendur í grunnskóladeild
og 20 nemendur í leikskóladeild. Í skólanum er góður skólabragur þar sem
áhersla er lögð á samstöðu, vináttu og virðingu. Í skólanum er unniðmark-
visst með jákvætt og vaxandi hugarfar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi
Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Húnavatnshreppur
hunavatnshreppur.is
Umsóknarfrestur er til 1. maí n.k og skal
umsókninni fylgja ferilskrá og staðfesting
á kennsluréttindum.
Umsóknir skulu sendar á netfangið
skolastjori@hunavallaskoli.is eða til
skólastjóra Húnavallaskóla, Húnavöllum,
541 Blönduós.
Nánari upplýsingar: Sigríður B. Aadnegard
í síma 455 0021 og 847 2664 eða í gegnum
netfangið skolastjori@hunavallaskoli.is
Laus eru til umsóknar íþróttakennarastaða
við Húnavallaskóla frá 1. ágúst 2021
• Kennsluréttindi sem og
hæfnispróf til sundkennslu.
• Jákvæðni og sveigjanleiki
í samskiptum.
• Góðir skipulagshæfileikar
og góð tölvukunnátta.
• Ábyrgð og stundvísi.
• Faglegurmetnaður og
sjálfstæð vinnubrögði.
• Áhugi á að vinnameð börnum
og unglingum.
• Góð íslenskukunnátta æskileg.
• Hreint sakavottorð.
Hæfniskröfur:
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Kraftur í KR kl. 10.30,
rútan fer frá Vesturgötu kl. 10.10, Grandavegi 47 kl. 10.15 og Afla-
granda kl. 10.20. Útskurður kl. 13. Kaffi kl.14.30-15.20. Vegna fjölda-
takmarkana þarf að skrá sig í viðburði hjá okkur og jafnframt er
grímuskylda í Samfélagshúsinu, gestir bera ábyrgð á að koma með
eigin grímu. Nánari upplýsingar í síma 411 2702. Allir velkomnir.
Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Leikfimi með Hönnu kl. 10.
Félagsfundur kl. 11. Opin vinnustofa kl. 9-12. Handavinnuhópur kl. 12-
16. Enskukennsla kl. 14. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl.
14.30-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Grímuskylda og það
þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411 2600.
Boðinn Myndlist með leiðb. kl. 13, munið sóttvarnir. Sundlaugin er
opin frá kl. 13.30-16.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11.
Opin Listasmiðja kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Mannamál
með Helgu Margréti kl. 12.40-13.30. Handavinnuhornið kl. 13-14.30.
Tálgun með Valdóri kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30.
Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá
Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 10 og 11. Bónusrúta fer frá
Jónshúsi kl. 12.40. Zumba í sal í kjallara Vídalínskirkju kl. 16.30 og
17.15. Vatnsleikfimi Sjál kl. 14 og 14.40.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30.
Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Jóga með Kristrúnu kl. 9.15 Minningahópur
kl. 10. Jóga með Ragnheið Ýr á netinu kl. 11.15. Stólaleikfimi 13.30.
Gönguhópur – lengri ganga kl. 13.30.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 8.30 í Borgum, Ganga kl. 10,
gengið frá Borgum, þrír styrkleikahópar, gengið frá Grafarvogskirkju
og inni í Egilshöll. Sjúkraleikfimi með Elsu frá Hæfi kl. 11 í dag í
Borgum. Prjónað til góðs og frjáls skartgripagerð kl. 13 í Borgum.
Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 og línudans með Guðrúnu í
Borgum kl. 14. Grímuskylda og fjöldatakmarkanir í gildi. Kaffi á
könnunni.
Seltjarnarnes Námskeiðin í leir og gleri eru í samráði við
leiðbeinendur. Billjard í Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum
kl. 10.30. Jóga í salnum á Skólabraut kl. 10. og 11. Handavinna, sam-
vera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13-16.
200 mílur
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Toyota Auris Active 5/2016
Sjálfskiptur. Dráttarkrókur.
Hraðastillir sem er sjaldgæft í
þessum bílum. Ekinn 183 þús. km.
og var í leiguakstri og því verið í
toppviðhaldi.
Tilboðsverð aðeins 990.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
✝
Gunnar Lúðvík
Björnsson
skriftvélavirki
fæddist í Reykja-
vík 14. ágúst 1947.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans í Foss-
vogi 17. apríl 2021.
Foreldrar hans
voru Björn Daníel
Hjartarson, f. 6.
júní 1919, d. 30.
nóv. 1992, og Vilborg Vigfús-
dóttir, f. 9. ágúst 1912, d. 24.
apríl 1978. Systkini hans eru:
Auðunn, f. 5. júlí 1940, Ingunn
Hjördís, f. 27. júlí 1942, d. 7.
des. 2016, Vigfús G., f. 4. sept.
1945, d. 31. mars 2019, og Guð-
laug, f. 6. ágúst 1950.
Fyrrverandi eiginkona
Gunnars var Erna Guðrún Sig-
urjónsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur, f. 30. sept. 1949, d. 21.
jan. 2004. Börn þeirra eru: 1)
Ragnheiður Ármey viðskipta-
fræðingur, f. 13. des. 1970,
börn hennar eru Erna Guðrún
Stefánsdóttir, f. 6. ágúst 1990,
Björn Elvar Steinarsson, f. 24.
mars 1992, og Sandra Björk
Steinarsdóttir, f. 19. apríl 1996.
2) Hildur Birna
uppistandari, f. 30.
júní 1974, sonur
hennar er Sindri
Snær Bergsson, f.
21. ágúst 1995. 3)
Gunnar Lúðvík
skipstjóri, f. 1. jan.
1978, kvæntur Re-
bekku Ingadóttur,
f. 21. mars 1983.
Börn þeirra eru
Júlía Klara, f. 12.
maí 2008, Dagmar Lilja, f. 25.
júlí 2012, Jenný Lilja, f. 25. júlí
2012, d. 24. okt. 2015, og Mika-
el Ingi, f. 3. okt. 2016.
Seinni sambýliskona Gunn-
ars var Heiðbjört Ingv-
arsdóttir, f. 3. júní 1955, og
áttu þau saman einn son, Val-
berg, f. 1. maí 1985, d. 21. sept.
1997.
Barnabarnabörn Gunnars
eru fjögur. Það eru þau Anika
Ýr Harðardóttir, f. 25. maí
2013, Ármey Alba Ernudóttir
Waage, f. 4. nóv. 2013, Óliver
Dan Björnsson, f. 31. okt. 2019,
og Matthías Tumi Harðarson, f.
21. jan. 2021.
Útför fer fram frá Linda-
kirkju kl. 13.
Elsku afi. Við erum þakklát
fyrir allar minningarnar sem við
eigum um þig og við geymum
þær í hjörtum okkar.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Þín
Júlía Klara, Dagmar
Lilja og Mikael Ingi.
Gunnar Lúðvík
Björnsson
Elsku mamma,
þetta eru þungar
skriftir sem ég
reiknaði ekki með
að þurfa að gera
strax.
Ég elska þig svo mikið og sakna
og mig langar svo til að segja þér
af hverju.
Það eru margar ástæður fyrir
því að ég elska þig. Þú varst besta
mamman og amman í öllum heim-
inum.
Ég á þér svo margt að þakka.
Ég er svo stoltur yfir því að
vera sonur þinn.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
mig þegar ég þurfti á þér að halda.
Þú lýstir upp líf mitt.
Frá þér streymdi kærleikur og
hlýja. Þú varst skilningsrík og um-
hyggjusöm.
Það er svo margt sem þú
kenndir mér um lífið og tilveruna.
Kristjana Vilborg
Árnadóttir
✝
Kristjana Vil-
borg Árnadótt-
ir fæddist 28. júní
1950. Hún lést 5.
apríl 2021.
Útför hennar fór
fram í kyrrþey.
Ég veit að ég
væri ekki sá maður
sem ég er í dag ef ég
hefði ekki átt þig að.
Þú vissir alltaf á
hverju ég þurfti að
halda og hvenær ég
þurfti uppörvun.
Þú þekktir mig
svo vel. Ég vissi að
til þín gæti ég alltaf
leitað.
Mig langaði bara
svo mikið til að segja þér hve mik-
ils virði þú varst mér.
Ég hef kannski allt of oft tekið
þér sem sjálfsögðum hlut.
En það sem máli skiptir í þessu
öllu er að þú vitir að ég elska þig.
Þú varst best. Þinn sonur,
Árni.
Elsku amma. Hvar á maður að
byrja? Minningarnar eru ótal
margar. 34 ára varstu þegar ég
kom í heiminn, viðstödd fæð-
inguna og rígmontin af litlu al-
nöfnunni sem þú fékkst.
Þau voru nokkur skiptin sem
þið afi komuð og sóttuð mig norð-
ur og tókuð mig með í ferðalag
með appelsínugula hústjaldið í
farteskinu.
Minnisstæðast var stoppið á
Egilsstöðum þar sem ég var dúð-
uð upp fyrir haus vegna smá hita-
vellu og á Kirkjubæjarklaustri
þar sem við dvöldum í góðan
tíma.
Þegar ég fór að nálgast þann
aldur sem langamma, þú og pabbi
urðuð foreldrar fórst þú að bíða
eftir langömmubarni. Í fimm ár
beiðstu og þegar við sögðum þér
að loks væri von á barni hélt ég að
þakið færi af húsinu, slík voru
fagnaðarlætin, þú þá að verða 57
ára. Kyn barnsins átti að vera
leyndarmál, en þú sást fljótt í
gegnum það þegar við sátum
saman kvöld eftir kvöld að prjóna
skírnarkjólinn.
Tíminn leið og brátt kom að
fæðingu, þú hafðir ýjað að því við
mig að þér þætti gaman að fá að
vera með, en við vorum harð-
ákveðin í að vera bara tvö. En
fæðingin var löng, gekk illa og
ekki leið á löngu þar til hringt var
í ömmu … tveimur mínútum
seinna varst þú mætt og fórst
ekki heim fyrr en 14 tímum
seinna með nýjan titil; langamma.
Eva Natalie fékk að njóta góðs
af því að eiga langömmu sem
prjónasnilling og fékk hún þau
gen og dundaði nokkrar stundir
með þér á Bókhlöðustígnum.
Eftir því sem árin liðu fóruð
þið afi að búa ykkur undir að
hætta að vinna og komuð þið
ykkur upp litla sæta húsinu í
sveitinni, þangað sem þið svo
fluttuð. Þar leið þér vel og gast
undað þér við prjónaskapinn,
litabækurnar, safnað fallegum
steinum og hjálpað afa að dytta
að þrátt fyrir að kroppurinn
væri orðinn þreyttur. Aldrei
kvartaðirðu þrátt fyrir sára
verki löngum stundum, þú hugs-
aðir fyrst og fremst um aðra.
Örfáum mínútum áður en þú
kvaddir sat ég hjá þér grunlaus
um hvað væri í vændum og
spjölluðum við um allt milli him-
ins og jarðar, ég sýndi þér mynd-
ir af nýfermdri Evu Natalie og
litla skottinu henni Nadiu Liv og
ljóminn í augunum leyndi sér
ekki, svo stolt varstu af öllum
þínum afkomendum.
Við kvöddumst, kysstumst og
knúsuðumst og þú vinkaðir mér
bless og bauðst góða nótt ör-
stuttu áður en þú flaugst í sum-
arlandið þar sem langafi tók vel
á móti þér, það verð ég ævinlega
þakklát fyrir.
Elsku amma, við munum gera
okkar besta í að passa upp á afa
og langömmu, heiðra minningu
þína og varðveita allar þær góðu
minningar sem við eigum um
ömmu og langömmu Kiddu.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Það verða þung skrefin sem við
göngum í dag og kveðjum þig í
hinsta sinn, klettinn okkar sem
alltaf varst til staðar, alveg sama
hvað.
Ég kveð þig með þínum síð-
ustu orðum: „Elska þig gullið
mitt, góða nótt.“
Þín
Kristjana Vilborg
Árnadóttir.
Elsku Kristjana okkar er látin,
sjötug að aldri. Við minnumst
hennar með hlýju og þakklæti.
Hún var stuðningsfulltrúi við
Vesturbæjarskóla um árabil.
Hún starfaði lengst sem stuðn-
ingsfulltrúi nemenda. Kristjana
var ekki síður stuðningur fyrir
kennara og starfsfólk skólans.
Hún var gegnheil og trygglynd
og gott að leita til hennar.
Kristjana átti auðvelt með að
tengjast nemendum og áttu þeir
margir skjól hjá henni. Hún var
hlý og traust og gaf sér alltaf tíma
til að hlusta. Hún hafði góða nær-
veru og öllum þótti vænt um
þessa jákvæðu og hressu konu.
Hún var skvísa með gull á
fingrum, lakkaðar neglur og fékk
sitt fyrsta tattú fimmtug.
Fjólublái liturinn var hennar og
hún hafði sérstakt dálæti á fiðr-
ildum.
Kristjana var fagurkeri og list-
ræn. Það lék allt í höndunum á
henni og hún leyfði öðrum að
njóta. Við nutum þess að eiga
hana að, hvort sem það voru
hannyrðir eða augnabrúnalitun.
Jens Hallgrímsson, föðurbróð-
ir Kristjönu, var kennari til
margra áratuga við Vesturbæjar-
skóla. Þegar til stóð að gera
skólasöng bað Kristjana föður
sinn, Árna Hallgrímsson, að
semja textann, sem lýsir þeirri
góðvild og virðingu sem Krist-
jana bar til þeirra sem urðu henni
samferða. Takk fyrir allt.
Nú með gleði hér syngjum við saman
þennan söng sem að öllum er kær.
Og í dag verður gleði og gaman
þar sem góðvild og virðingin grær.
Og þá saman við höldumst í hendur
því að hamingjan gefur þér traust.
Þar er enginn sem útundan stendur
sem að einmana kom hér í haust.
(Höf. Árni Hallgrímsson)
Innilegar samúðarkveðjur til
Hannesar og fjölskyldu Krist-
jönu.
Samstarfskonur frá Vestur-
bæjarskólaárunum,
Guðfinna, Hulda,
Lilja Margrét,
María Kristín,
Ragnheiður og Þóra.
Ástkær móðir okkar, systir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN BIRNA HANNESDÓTTIR
tónlistarkennari,
sem lést miðvikudaginn 14. apríl, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
27. apríl klukkan 15. Vegna fjöldatakmarkana verða einungis
nánustu ættingjar og vinir viðstaddir.
Útförinni verður streymt á http://beint.is/streymi/gudrunbirna
Sigrún Sigurðardóttir
Jóhann Sigurðarson Guðrún Sesselja Arnardóttir
Ólöf Sigurðardóttir Stígur Snæsson
Þorsteinn Gauti Sigurðsson
og aðrir ástvinir