Morgunblaðið - 26.04.2021, Síða 26

Morgunblaðið - 26.04.2021, Síða 26
HANDBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH virðast vera að slíta sig frá öðrum lið- um í Olís-deild karla í handknattleik. Haukar eru með 27 stig á toppnum eftir 16 umferðir en í gær vann liðið öruggan sigur á KA á Ásvöllum, 32:23. FH er fjórum stigum á eftir í öðru sæti en einnig fjórum stigum fyrir of- an ÍBV og Aftureldingu sem eru með 19 stig í 3. og 4. sæti. „Haukar byrjuðu leikinn af gíf- urlegum krafti og voru komnir í 4:0 eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Gestirnir í KA komust ekki nær en að vera fjórum mörkum undir í fyrri hálfleiknum. Varnarleikur KA- manna var í miklum ólestri og fékkst engin markvarsla fyrr en seint og síðar meir í fyrri hálfleiknum, eða eftir 20 mínútur. Varnarleikur Hauka var hins vegar fyrsta flokks og varð þess valdandi að KA-menn töpuðu boltanum trekk í trekk. Auk þess áttu norðanmenn engin svör við frábærum sóknarleik Hauka, þar sem hægriskyttan Ólafur Ægir Ólafsson var fremstur í flokki með sex mörk úr sex skotum í fyrri hálf- leiknum. Í síðari hálfleik reyndist skaðinn skeður fyrir KA-menn. Haukar héldu góðum dampi og bættu bara í,“ skrifaði Gunnar Egill Daníelsson meðal annars í umfjöllun sinni um leik Hauka og KA á mbl.is. Mikilvægur sigur Þórs Þórsarar, sem eru í næstneðsta sæti, náðu í tvö afar mikilvæg stig þegar þeir skelltu Valsmönnum 25:22 á Akureyri. Fyrir vikið er Þór nú að- eins tveimur stigum á eftir Gróttu sem er í 10. sæti. Þar fyrir ofan er Fram með 16 stig og ÍR er langneðst án stiga. Flest bendir því til þess að harður slagur sé fram undan á milli nýliðanna Þórs og Gróttu um réttinn til að leika aftur í efstu deild að ári. Valur er í 7. sæti með 17 stig en sigur Þórs var sannfærandi þrátt fyrir það því Þór var með fimm marka forskot um tíma í síðari hálf- leik. Ihor Kopyshynskyi átti stórleik fyrir Þór en hann skoraði 9/3 mörk og var með frábæra skotnýtingu en hann skaut tíu sinnum á markið. Jov- an Kukobat varði 17 skot í marki Þórs. Róbert Aron Hostert var markahæstur hjá Val með fjögur mörk. ÍBV fór upp í 3. sæti ÍBV náði í tvö stig í Safamýri með sigri gegn Fram, 30:29, og fór upp í þriðja sæti deildarinnar. Hákon Daði Styrmisson skoraði 9/4 mörk fyrir IBV og Kári Kristján Kristjánsson skoraði átta mörk og var með 100% nýtingu. Þorgrímur Smári Ólafsson skoraði fimm mörk fyrir Fram. Stjarnan vann mikilvægan sigur á Aftureldingu á laugardaginn, 35:33. Stjarnan er með 18 stig en liðið hefur smám saman bætt stöðu sína eftir heldur rólega byrjun á tímabilinu. Selfoss vann ÍR 28:23 á Selfossi en Selfyssingar eru með 18 stig í 5. sæti. Starri Friðriksson var markahæstur Stjörnunnar með níu mörk og Björg- vin Hólmgeirsson skoraði átta. Blær Hinriksson átti stórleik fyrir Mosfell- inga og skoraði tæplega helming marka þeirra eða 14 talsins úr 18 skotum. Selfoss vann ÍR 28:23 á Selfossi en Selfyssingar eru með 18 stig í 5. sæti. ÍR er eins og áður án stiga á botn- inum. Atli Ævar Ingólfsson og Her- geir Grímsson skoruðu sjö mörk hvor fyrir Selfoss. Hjá ÍR-ingum var Dagur Sverrir Kristjánsson marka- hæstur með sjö mörk. Hafnarfjarðarlið- in að slíta sig frá - Barátta á milli Þórs og Gróttu Ljósmynd/Þórir Tryggvason Á Akureyri Gísli Jörgen Gíslason skoraði fjögur mörk gegn Val í gær. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2021 Mjólkurbikar karla 1. umferð: Víkingur Ó. – Gullfálkinn....................... 18:0 Dalvík/Reynir – Samherjar..................... 7:1 Álafoss – GG.............................................. 2:1 Berserkir – KFS....................................... 5:6 Selfoss – Kórdrengir................................ 0:1 Fram – Hörður ......................................... 8:0 SR – RB..................................................... 1:0 Kormákur/Hvöt – Hamrarnir ................. 2:3 Höttur/Huginn – Einherji ....................... 7:1 Kría – Afríka ........................................... 13:1 Ýmir – KFR .............................................. 1:2 Hamar –Vestri.......................................... 0:3 KFB – Stokkseyri .................................... 0:5 Snæfell – Skallagrímur............................ 1:5 ÍBV – Reynir S ......................................... 4:1 Ægir – Uppsveitir .................................... 4:0 Vatnaliljur – ÍH ........................................ 2:3 KM – Haukar............................................ 0:4 England Wolves – Burnley..................................... 0:4 - Jóhann Berg Guðmundsson var ónotað- ur varamaður hjá Burnley. Liverpool – Newcastle ............................. 1:1 West Ham – Chelsea................................ 0:1 Sheffield United – Brighton.................... 1:0 Leeds – Manchester United.................... 0:0 Aston Villa – WBA ................................... 2:2 Staða efstu liða: Manch. City 33 24 5 4 69:24 77 Manch. United 33 19 10 4 64:35 67 Leicester 32 18 5 9 58:37 59 Chelsea 33 16 10 7 51:31 58 West Ham 33 16 7 10 53:43 55 Liverpool 33 15 9 9 55:39 54 Tottenham 33 15 8 10 56:38 53 Everton 32 15 7 10 44:40 52 Leeds United 33 14 5 14 50:50 47 Arsenal 33 13 7 13 44:37 46 Aston Villa 32 13 6 13 46:37 45 Wolves 33 11 8 14 32:45 41 West Ham – Everton ............................... 0:0 - Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn með West Ham. Meistaradeild kvenna Undanúrslit, fyrri leikur: Bayern München – Chelsea.................... 2:1 - Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ónot- aður varamaður hjá Bayern München. Þýskaland Freiburg – Eintracht Frankfurt............ 0:3 - Alexandra Jóhannsdóttir var ónotaður varamaður hjá Eintracht Frankfurt. Ítalía Atalanta – Bologna.................................. 5:0 - Andri Fannar Baldursson kom inn á sem varamaður hjá Bologna á 56. mínútu. C-deild: Carpi – Padova ........................................ 0:1 - Emil Hallfreðsson lék allan leikinn með Padova. Holland Ajax – AZ Alkmaar ................................. 2:0 - Albert Guðmundsson lék fyrstu 73 mín- uturnar með AZ Alkmaar. Grikkland PAOK – Panathinaikos........................... 0:0 - Sverrir Ingi Ingason kom inn á sem varamaður á 80. mínútu hjá PAOK. Olympiacos – AEK Aþena ...................... 2:0 - Ögmundur Kristinsson varði mark Olympiacos. Portúgal SL Benfica – Famalicao .......................... 3:1 - Cloé Lacasse lék allan leikinn með SL Benfica og skoraði þriðja mark liðsins. Austurríki St. Pölten – Wacker Innsbruck.............. 6:0 - Kristrún Rut Antonsdóttir kom inn á sem varamaður á 58. mínútu hjá St. Pölten. Skotland Hearts – Glasgow City ............................ 0:4 - Arna Sif Ásgrímsdóttir lék allan leikinn með Glasgow City. Danmörk Bröndby – Randers ................................. 2:0 - Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Bröndby. AGF – Köbenhavn ................................... 1:2 - Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 62 mínúturnar með AGF. Bandaríkin New England – DC United 1:0 - Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 81 mínútuna með New England. Svíþjóð AIK – Hammarby .................................... 2:0 - Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Hammarby. Rosengård – Hammarby ........................ 3:1 - Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård. AIK – Linköping ...................................... 1:2 - Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn með AIK. Piteå – Eskilstuna.................................... 0:2 - Hlín Eiríksdóttir lék allan leikinn með Piteå. Örebro – Vittsjö ....................................... 1:0 - Berglind Rós Ágústsdóttir lék allan leik- inn með Örebro. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ónotaður varamaður. 50$99(/:+0$ Skautafélag Akureyrar varð um helgina Íslandsmeistari kvenna í ís- hokkíi eftir 5:0-sigur á Fjölni í oddaleik liðanna í úrslitaeinvígi Ís- landsmótsins í skautahöllinni á Akureyri. Úrslitarimman var vægast sagt sveiflukennd því SA vann fyrsta leikinn 13:1 á Akureyri en Fjölnir vann annan leikinn í Grafarvogi eftir framlengingu og vítakeppni. Staðan var markalaus eftir fyrsta leikhluta í oddaleiknum en Jónína Guðbjartsdóttir kom heimakonum í forystu í öðrum leikhluta og rétt áður en honum lauk varð staðan 2:0 þökk sé marki Sögu Sigurðar- dóttur. Saga bætti svo við öðru marki sínu snemma í þriðja leik- hluta og þær Arndís Sigurðardóttir og Kolbrún Garðarsdóttir bættu við mörkum á lokamínútunum til að innsigla sigurinn. Akureyringar eru heilt yfir verð- skuldaðir sigurvegarar Íslands- mótsins. Liðið vann alla sjö deild- arleiki sína í vetur og hafði svo betur í úrslitaeinvíginu gegn Fjölni. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Fögnuður Íslandsmeistararnir skauta með bikarana um Skautahöllina. Enn einn sigurinn hjá Akureyringum Valskonur eru einar á toppi úr- valsdeildar kvenna í körfuknatt- leik, Dominos-deildarinnar, eftir tíu stiga sigur gegn Fjölni í Dal- húsum í Grafarvogi á laugardag- inn. Leiknum lauk með 74:64-sigri Valskvenna en Kiana Johnson skoraði 25 stig fyrir Valskonur, ásamt því að taka tólf fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Valur er með 28 stig á toppi deildarinnar og hefur tveggja stiga forskot á Keflavík og Hauka þegar fjórar umferðir eru eftir af tímabilinu en liðið á eftir að mæta bæði Keflavík og Haukum í loka- leikjum sínum. Þá mættust Keflavík og Snæfell í Blue-höllinni í Keflavík þar sem Keflavík vann stórsigur, 91:67. Daniela Wallen átti enn einn stórleikinn fyrir Keflavík, skoraði 36 stig og tók fimmtán fráköst. Keflavík á eftir að mæta Breiða- bliki, ásamt þremur efstu liðum deildarinnar á lokasprettinum. Haukar eiga einnig möguleika á því að tryggja sér deildarmeistara- titilinn en liðið vann sex stiga sig- ur gegn Breiðabliki í Ólafssal á Ásvöllum, 74:68. Alyesha Lovett skoraði 19 stig fyrir Hauka sem mæta þremur efstu liðum deildarinnar í loka- leikjunum, sem og KR. Skallagrímur vann átta stiga sigur gegn botnliði KR í DHL- höllinni í Vesturbæ, 88:80, en Keira Robinson, leikmaður Skalla- gríms, var stigahæsti leikmaður vallarins með 37 stig. KR og Snæfell eru í neðstu sæt- um deildarinnar með fjögur stig, sex stigum frá öruggu sæti, en Breiðablik og Skallagrímur sigla nokkuð lygnan sjó um miðja deild. Þrjú lið berjast um deildarbikarinn Morgunblaðið/Eggert Öflug Kiana Johnson átti stórleik. _ Sveindís Jane Jónsdóttir átti stórleik fyrir Kristianstad þegar liðið fékk Djurgården í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Leiknum lauk með 2:1-sigri Kristianstad en Sveindís lagði upp fyrra mark Kristianstad á 49. mínútu eftir að Nellie Lilja hafði komið Djurgården yfir á 36. mínútu. Sveindís skoraði svo sigurmark leiksins á 83. mínútu en hún lék all- an leikinn í liði Kristianstad. Sif Atladóttir kom inn á sem varamaður hjá Kristianstad í uppbótartíma en Guðrún Arn- ardóttir lék allan leikinn í vörn Djurgården. Kristianstad, und- ir stjórn Elísabet- ar Gunnars- dóttur, er í fjórða sæti með fjögur stig eftir tvo leiki en þetta var annað mark Sveindísar á tímabilinu. _ Skautafélag Akureyrar vann 2:1- sigur á Fjölni í fyrsta leik liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla í íshokkíi er liðin mættust í Skautahöllinni á Akureyri á laug- ardag. Eftir mikla spennu tyggði Andri Skúlason sigurinn með marki þegar inn- an við hálf mín- úta var eftir. Fjölnismenn tóku forystuna í öðr- um leikhluta þegar Einar Guðnason skor- aði. Heimamenn svöruðu með tveim- ur mörkum í þriðja og síðasta leik- hluta. Axel Orongan skoraði jöfnunarmark SA. Annar leikur liðanna fer fram í Egils- höll annað kvöld og sá þriðji fer fram á Akureyri á fimmtudag. Ef þörf er á mætast liðin svo 2. og 4. maí en vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. _ Knattspyrnumaðurinn Guð- mundur Þórarinsson skoraði eitt fimm marka New York City þegar liðið vann 5:0-stórsigur gegn Cinc- innati í bandarísku atvinnu- mannadeildinni í New York á laug- ardaginn. Guðmundur, sem var í byrjunarliði New York City, skoraði þriðja mark liðsins á 57. mínútu úr aukaspyrnu en þetta var hans fyrsta mark fyrir félagið. New York City er með þrjú stig í fjórða sæti austur- deildarinnar. _ Körfuboltadómarinn reyndi Krist- inn Óskarsson náði merkilegum áfanga í gær þegar hann dæmdi í þúsundasta skipti leik í efstu deild karla á Íslandsmótinu. Kristinn var einn dómaranna á leik Tindastóls og Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.