Morgunblaðið - 26.04.2021, Síða 27
KÖRFUBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Baráttan í úrvalsdeild karla í körfu-
knattleik, Dominos-deildinni, hefur
sjaldan verið jafn hörð þegar rúm-
lega fjórar umferðir eru eftir af
tímabilinu.
Haukar unnu lífsnauðsynlegan
sigur gegn KR í DHL-höllinni í
Vesturbæ þar sem Hansel Atencia,
leikmaður Hauka, reyndist örlaga-
valdurinn.
Atencia tryggði Haukum þriggja
stiga sigur með flautukörfu eftir að
hafa stolið boltanum af Matthíasi
Orra Sigurðarsyni, leikmanni KR,
þegar nokkrar sekúndur voru til
leiksloka í stöðunni 69:69 en leiknum
lauk með 72:69-sigri Hauka.
Jalen Jackson var stigahæstur
Hauka með 20 stig og títtnefndur
Atencia skoraði 17 stig. Brandon
Nazione var stigahæstur KR-inga
með 17 stig.
Með sigrinum fóru Haukar upp í
ellefta sæti deildarinnar og úr botn-
sætinu sem þeir hafa setið í nánast
allt tímabilið.
Þetta var jafnframt annar sigur
Hafnfirðinga í röð en liðið er nú með
10 stig, tveimur stigum minna en
Njarðvík og fjórum stigum minna en
ÍR.
ÍR og Njarðvík eiga hins vegar
leik til góða á Hauka, sem og Höttur,
sem er í neðsta sæti deildarinnar
með átta stig.
Þá tryggði Flenard Whitfield
Tindastóli afar dýrmætan sigur
gegn Þór frá Þorlákshöfn þegar liðin
mættust í Síkinu á Sauðárkróki.
Whitfield fékk tvö vítaskot þegar
0,2 sekúndur voru til leiksloka í stöð-
unni 91:90, Þórsurum í vil. Whitfield
setti bæði skotin niður og Stólarnir
fögnuðu eins stigs sigri, 92:91.
Antanas Udras var stigahæstur
Tindastóls með 19 stig en Larry
Thomas skoraði 22 stig fyrir Þórs-
ara.
Tindastóll er í fimmta sæti deild-
arinnar með 18 stig, tveimur stigum
meira en Grindavík og Þór frá Akur-
eyri, en bæði lið eiga leik til góða á
Tindastól og því ljóst að Sauðkræk-
ingar þurfa að hafa fyrir sæti sínu í
úrslitakeppninni í ár.
Á sama tíma eru Þórsarar frá
Þorlákshöfn nokkuð öruggir með
sitt sæti í úrslitakeppninni í öðru
sæti deildarinnar með 24 stig.
Jordan Roland átti enn einn stór-
leikinn fyrir Valsmenn þegar liðið
vann 99:68-stórsigur gegn Þór frá
Akureyri á Hlíðarenda.
Jafnræði var með liðunum í fyrsta
leikhluta en eftir það tóku Valsmenn
öll völd á vellinum og létu forystuna
aldrei af hendi.
Roland skoraði 24 stig fyrir Vals-
menn og Jón Arnór Stefánsson 17.
Dedrick Basile var stigahæstur
Þórsara með 24 stig.
Valsmenn fara með sigrinum upp í
fimmta sæti deildarinnar í 20 stig.
Liðið hefur nú unnið sex leiki í röð
en það þarf mikið að gerast svo Vals-
menn missi af sæti í úrslitakeppn-
inni í ár.
Þórsarar, sem virkuðu til alls lík-
legir og höfðu unnið fimm leiki í röð
áður en æfinga- og keppnisbann var
sett á hér á landi í mars, hafa ekki
fundið taktinn eftir að keppni hófst á
nýjan leik og hafa nú tapað tveimur
leikjum í röð.
Það verður mikið að gerast ef þeir
eiga að sogast niður í fallbaráttuna á
nýjan leik en liðið þarf að finna takt-
inn hratt ef þeir ætla sér að leika í
úrslitakeppninni í vor.
Blóðug barátta fram undan
- Hafnfirðingar opnuðu fallbaráttuna
- Mikil dramatík á Sauðárkróki
Ljósmynd/Árni Torfason
Mikilvægur Hansel Atencia, t.v., kom Haukum til bjargar í Vesturbæ.
Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson
Verðlaunahafar Steingerður
Hauksdóttir, Jóhanna Elín Guð-
mundsdóttir og Dagbjört Hlíf Ólafs-
dóttir á verðlaunapallinum í Laug-
ardalnum um helgina.
Fimm náðu lágmarki fyrir Evr-
ópumeistaramótið í sundi með
árangri sínum á Íslandsmeist-
aramótinu í 50 metra laug sem
lauk í Laugardalslauginni í gær:
Steingerður Hauksdóttir í 50
metra baksundi, Dadó Fenrir
Jasminuson og Símon Elías Stat-
kevicius í 50 metra skriðsundi,
Kristinn Þórarinsson í 50 metra
baksundi og Freyja Birkisdóttir í
1.500 metra skriðsundi. Jóhanna
Elín Guðmundsdóttir náði lág-
markinu í tveimur greinum; 50
metra skriðsundi og 50 metra
flugsundi.
Steingerður átti besta afrek
mótsins samkvæmt stigatöflu al-
þjóðasundsambandsins og hlaut
fyrir það Ásgeirsbikarinn. Stein-
gerður synti 50 metra baksund á
tímanum 29,60 sekúndum og fékk
fyrir það 757 stig.
Ýmis met féllu í mótinu og hér
er rétt að geta þess að Már Gunn-
arsson setti heimsmet í 200 metra
baksundi í flokki blindra en frá
því var greint í blaðinu á laug-
ardag.
Daði Björnsson setti piltamet í
100 m bringusundi. Tíminn er
millitími úr 200 m bringusundi og
var millitíminn 1:04,52.
Freyja Birkisdóttir setti stúlkna-
met í 1500 m skriðsundinu á
17:32,11.
Fannar Snævar Hauksson setti
piltamet í 50 m á tímanum 25,60
sek.
Sex náðu lágmörk-
um fyrir EM í sundi
Þórs frá Þorlákshöfn sem fram fór
á Króknum.
_ Fátt virðist geta komið í veg
fyrir að ensku knattspyrnufélögin
Chelsea og Leicester leiki í Meist-
aradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Chelsea vann 1:0-sigur gegn West
Ham í London á laugardaginn og á
sama tíma gerði Liverpool 1:1-
jafntefli gegn Newcastle á Anfield.
Þá tapaði Manchester United stig-
um gegn Leeds þegar liðin mætt-
ust á Elland Road en leiknum lauk
með markalausu jafntefli. United
er nú tíu stigum á eftir toppliði
Manchester City, Leicester er með
59 stig og Chelsea 58 stig en West
Ham, sem er í fimmta sætinu, er
með 55 stig og Liverpool er með
54 stig í sjötta
sæti deildarinnar.
_ Rúnar Már
Sigurjónsson
varð á laugardag-
inn fyrsti Íslend-
ingurinn til þess
að skora deild-
armark í Rúmeníu
þegar hann skoraði fyrir CFR Cluj
gegn Universitatea Craiova í úr-
slitakeppninni um rúmenska meist-
aratitilinn. Rúnar jafnaði 1:1 á 53.
mínútu en Cluj tapaði 1:2. CFR Cluj
er í öðru sæti úrslitariðilsins með 38
stig, einu stigi minna en FCSB.
_ Guðmundur Þórður Guðmunds-
son landsliðsþjálfari hefur kallað inn
Tandra Má Kon-
ráðsson, leik-
mann Stjörn-
unnar, í
A-landsliðshóp
karla í handknatt-
leik eftir að ljóst
varð að Arnór
Þór Gunnarsson
og Elvar Ásgeirs-
son hafi báðir þurft að draga sig úr
hópnum. Fram undan eru þrír leikir
í undankeppni EM 2022 á næstu
dögum. Gegn Ísrael og Litháen ytra
og gegn Ísrael heima.
_ Ísak Bergmann Jóhannesson fór
mikinn fyrir Norrköping þegar liðið
tók á móti Halmstad í sænsku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu í gær.
Ísak Bergmann lagði upp jöfn-
unarmark Norrköping á 64. mínútu
fyrir Samuel Adegbenro áður en
hann skoraði sigurmark leiksins á
79. mínútu í 2:1-sigri Norrköping. Ari
Freyr Skúlason var í byrjunarliði
Norrköping en ekki þeir Finnur Tóm-
as Pálmason og Oliver Stefánsson.
Norrköping er í áttunda sæti deild-
arinnar með fjögur stig eftir þrjá
leiki.
_ Handknattleiksmaðurinn Magnús
Orri Axelsson er genginn til liðs við
Viking frá Stafangri, sem leikur í
norsku úrvalsdeildinni. Magnús Orri
kemur frá varaliði Elverum og gerir
þriggja ára samning. Magnús er 20
ára og fæddur á Íslandi en hefur bú-
ið stærstan hluta ævinnar í Noregi.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2021
Aymeric Laporte reyndist hetja
Manchester City þegar liðið tryggði
sér enska deildabikarinn í knatt-
spyrnu gegn Tottenham í úrslita-
leik á Wembley í London í gær.
Leiknum lauk með 1:0-sigri City
en Laporte skoraði sigurmark
leiksins á 82. mínútu með laglegum
skalla eftir aukaspyrnu Kevins De
Bruynes frá vinstri.
City-menn voru mun sterkari að-
ilinn allan tímann og hefðu hæg-
lega getað gert út um leikinn í fyrri
hálfleik.
Alls áttu City-menn 16 mark-
tilraunir í leiknum gegn tveimur
marktilraunum Tottenham.
Þetta var fjórða árið í röð sem
City vinnur enska deildabikarinn
og í áttunda sinn í sögu félagsins.
Með sigrinum jafnaði City Eng-
landsmeistara Liverpool yfir þau
félög sem hafa oftast unnið enska
deildabikarinn en Liverpool vann
keppnina síðar árið 2012.
Aston Villa, Manchester United
og Chelsea koma þar á eftir með
fimm sigra hvert.
AFP
Fyrirliði Fernandinho hefur deildabikarinn á loft í áttunda sinn í sögu City.
Deildabikarmeistarar
fjórða árið í röð
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
Hertz-hellir: ÍR – Keflavík .................. 18.15
MG-höllin: Stjarnan – Grindavík ........ 18.15
Njarðtaksgryfja: Njarðvík – Höttur .. 19.15
Í KVÖLD!
Dominos-deild karla
Tindastóll – Þór Þ................................. 92:91
KR – Haukar......................................... 69:72
Valur – Þór Ak ...................................... 99:68
Staðan:
Keflavík 17 15 2 1593:1339 30
Þór Þ. 18 12 6 1752:1613 24
Stjarnan 17 11 6 1572:1503 22
Valur 18 10 8 1529:1509 20
KR 18 10 8 1597:1619 20
Tindastóll 18 9 9 1638:1621 18
Grindavík 17 8 9 1517:1579 16
Þór Ak. 18 8 10 1567:1685 16
ÍR 17 7 10 1516:1542 14
Njarðvík 17 6 11 1402:1463 12
Haukar 18 5 13 1496:1606 10
Höttur 17 4 13 1489:1589 8
Dominos-deild kvenna
Haukar – Breiðablik............................. 74:68
Keflavík – Snæfell ................................ 91:67
KR – Skallagrímur ............................... 80:88
Fjölnir – Valur ...................................... 64:74
Staðan:
Valur 17 14 3 1310:1051 28
Keflavík 17 13 4 1363:1221 26
Haukar 17 13 4 1267:1133 26
Fjölnir 17 11 6 1296:1234 22
Skallagrímur 17 8 9 1188:1222 16
Breiðablik 17 5 12 1089:1153 10
Snæfell 17 2 15 1209:1387 4
KR 17 2 15 1146:1467 4
Spánn
Valencia – Bilbao................................. 99:90
- Martin Hermannsson skoraði átta stig
fyrir Valencia, gaf fimm stoðsendingar og
tók eitt frákast á tuttugu mínútum.
Þýskaland
Fraport – Mitteldeutscher ................. 76:81
- Jón Axel Guðmundsson skoraði 12 stig
fyrir Fraport, gaf þrjár stoðsendingar og
tók eitt frákast á 24 mínútum.
Litháen
Siauliai – Zalgiris Kaunas ................ 86:105
- Elvar Már Friðriksson skoraði níu stig
fyrir Siauliai, gaf sjö stoðsendingar og tók
tvö fráköst á 25 mínútum.
>73G,&:=/D
Olísdeild karla
Stjarnan – Afturelding......................... 35:33
Þór – Valur............................................ 25:22
Haukar – KA......................................... 32:23
Selfoss – ÍR ........................................... 28:23
Fram – ÍBV........................................... 29:30
Staðan:
Haukar 16 13 1 2 458:385 27
FH 16 10 3 3 475:435 23
ÍBV 16 9 1 6 465:442 19
Afturelding 16 9 1 6 425:424 19
Selfoss 16 8 2 6 414:398 18
Stjarnan 16 8 2 6 448:435 18
Valur 16 8 1 7 459:435 17
KA 16 6 5 5 423:416 17
Fram 16 7 2 7 416:413 16
Grótta 16 3 4 9 402:421 10
Þór Ak. 16 4 0 12 368:434 8
ÍR 16 0 0 16 372:487 0
Þýskaland
Erlangen – Magdeburg ...................... 30:28
- Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm
mörk fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir
Kristjánsson er frá keppni vegna meiðsla á
öxl.
Lemgo – RN Löwen ............................ 28:34
- Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk
fyrir Lemgo.
- Ýmir Örn Gíslason skoraði komst ekki á
blað hjá Löwen.
Stuttgart – Göppingen........................ 28:26
- Viggó Kristjánsson skoraði fimm mörk
fyrir Stuttgart.
- Gunnar Steinn Jónsson komast ekki á
blað hjá Göppingen. Janus Daði Smárason
er frá vegna meiðsla.
Danmörk
Úrslitakeppnin, 1. riðill:
Bjerringbro/Silkeborg – GOG .......... 34:34
- Viktor Gísli Hallgrímsson varði þrjú
skot í marki GOG.
Úrslitakeppnin, 2. riðill:
Skanderborg – Skjern ........................ 27:29
- Elvar Örn Jónsson skoraði tvö mörk fyr-
ir Skjern.
Svíþjóð
Undanúrslit, þriðji leikur:
Skövde – Kristianstad......................... 23:22
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði tvö
mörk fyrir Skövde.
- Teitur Einarsson skoraði sex mörk fyrir
Kristianstad og Ólafur Guðmundsson þrjú.
_ Skövde áfram, samanlagt 3:0.
%$.62)0-#