Morgunblaðið - 26.04.2021, Page 29

Morgunblaðið - 26.04.2021, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2021 Ekki mjög asískur að sjá Þetta eru ágætir þættir, alls ekki gallalausir (til dæmis óþolandi hvernig sífellt er stokkið fram og aftur í tíma) og leikarar standa sig, á heildina litið, nokkuð vel. Franski leikarinn Tahar Rahim leikur Sob- hraj og er undarlega sminkaður, engu líkara en sminka hafi gengið aðeins of langt með brúnkukremið. Ástæðan er þó væntanlega sú að Sobhraj er indversk-víetnamskur að uppruna en alinn upp í Frakk- landi og með franskan ríkisborg- ararétt. Minnist Sobhraj á þennan uppruna sinn í þáttunum, oftar en einu sinni, og segist hafa mætt for- dómum vegna asísks útlits. Rahim lítur þó hvorki út fyrir að vera ind- verskur né víetnamskur sem gerir þetta býsna skondið og ótrúverð- ugt. Hefði verið hægt að finna leik- ara aðeins líkari Sobhraj? Jú, ætli það ekki og þá sérstaklega þegar litið er til þess að útlitið skiptir greinilega máli í þáttunum. Og þarna erum við komin nærri helsta umkvörtunarefni áhorfenda sem er reyndar ekki útlit leikaranna heldur ósannfærandi framburður á öðrum tungumálum en ensku. Með hlutverk hins hol- lenska Knippenbergs fer Englend- ingur, Billy nokkur Howle. Hol- lenski hreimurinn hans ku vera einstaklega lélegur og ósannfær- andi. Hvers vegna var ekki fenginn hollenskur leikari í hlutverk Knip- penbergs fyrst leika átti með hol- lenskum hreim og meira að segja tala hollensku, spyrja margir. Nóg hlýtur að vera til af hollenskum leikurum á aldur við Howle. Eng- lendingurinn er látinn segja nokkur orð á hollensku og þeir sem hana tala og skilja segja hann afar langt frá því að virka hollenskur. Fjórir Englendingar Þýska eiginkonu Knippen- bergs leikur ensk leikkona, Ellie Bamber, sem talar auk þess taí- lensku í þáttunum sem ég veit ekki hvort er skiljanleg þar sem ég tala ekki taílensku. Þriðji Englending- urinn er Jenna Coleman sem leikur unnustu morðingjans, Marie- Andrée Leclerc, sem hafði frönsku að móðurmáli og var frá Quebec í Kanada. Í Quebec er víst töluð sér- stök franska og nokkuð ólík þeirri sem töluð er í Frakklandi. Hefði þetta hlutverk því líklega verið nógu krefjandi fyrir franska leik- konu, hvað þá ensk og útkoman er eftir því. Coleman þykir ekki sann- færandi Quebec-búi. Að lokum skal svo nefndur enn einn Englendingurinn, Tim McInn- ery sem leikur Belga í þáttunum en hann reynir blessunarlega ekki að apa eftir belgískum hreim. Sem er að vísu pínu skrítið þegar sá sem leikur Hollendinginn rembist við hollenskan hreim. Sumsé, fjórir Englendingar sem leika Hollending, Belga, Kanadamann og Þjóðverja. Nú eiga öll þessi lönd sæg af leikurum en lenskan virðist oft vera að láta Eng- lendinga bara redda málunum því þeir eru jú svo frábærir leikarar og geta allt. BBC framleiðir þættina með öðru fyrirtæki og líklega er þar komin ástæðan fyrir því að flestir leikaranna eru enskir. Sannfærandi eða ekki? Nú er ég ekki einn af þeim sem krefjast þess að einfættur leikari leiki einfættan mann en tek þó und- ir aðfinnslur netverja sem hafa látið gamminn geisa um leikaraval þátt- anna og þá m.a. á vefnum Internet Movie Database. Ef ætlunin er að persónur virki sannfærandi og raunverulegar, þar sem þetta er nú allt saman sannsögulegt, væri þá ekki ráð að finna leikara sem geta að minnsta kosti talað með svip- uðum hætti? Nú eða sleppa öllum hreimum og tungumálum sem leik- ararnir skilja ekki hvort eð er þann- ig að þeir geti einbeitt sér betur að túlkuninni? Eða skiptir þetta kannski engu máli? Þetta skiptir mig svo sem engu máli en mögulega skiptir þetta Quebec-búa og Hol- lendinga máli. Og jú, þetta skiptir líka máli að því leyti að það er varla gott ef leikari getur ekki einu sinni borið rétt fram nafn persónunnar sem hann er að leika. Ekki kann ég að bera Knippenberg rétt fram en hollenskumælandi eru ekki sáttir, ef marka má ummæli á netinu. Sag- an er samt krassandi og þættirnir glápsins virði, nota bene. Myndi trufla mann ef Englend- ingur léki Íslending og ætti að tala íslensku og vera með íslenskan hreim? Sennilega ef um sannsögu- lega dramaþætti væri að ræða, nú eða þætti um raðmorðingja en ekki ef þetta væri gamanefni (eins og t.d. Eurovision-mynd Wills Ferrells). Og ég er á því að ef Englendingar eru látnir leika fólk af öðru þjóð- erni sé líklega betra að þeir tali bara sína ensku. Annars má búast við viðbrögðum á borð við þau sem þættirnir The Serpent hafa fengið. Á þetta að vera Quebec-franska?! » Hvers vegna var ekki fenginn hol- lenskur leikari í hlut- verkið fyrst leika átti með hollenskum hreim og líka tala hollensku? Nóg hlýtur nú að vera til af hollenskum leik- urum. Nöðrur Tahar Rahim þykir hrollvekjandi í hlutverki raðmorðingjans Charles Sobhrajs í The Serpent. Hér sést hann með Jennu Coleman sem leikur unnustu morðingjans, Marie-Andrée Leclerc, sem aðstoðaði hann ítrekað. AF ÞÁTTUM Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Þættirnir The Serpent á Netflix hafa vakið athygli og umtal og eru flestir þeirra sem tjá sig hrifnir. Aðrir eru rasandi yfir því hvað leik- ararnir eru með lélegan hreim, eða öllu heldur hreima, hvort heldur er hollenskur eða frá Quebec í Kanada og hvað þeir tala lélega hollensku eða frönsku. Ófreskja í mannsmynd Í þáttunum er rakin sönn saga af hroðalegum raðmorðingja sem gekk undir ýmsum nöfnum en hét réttu nafni Hotchand Bhawnani Gurumukh Charles Sobhraj, oftast kallaður Charles Sobhraj. Sobrhaj er höggormurinn sem þættirnir draga nafn sitt af, ómenni sem eitraði fyrir grandalausum er- lendum hippum og rændi þá aleig- unni þar sem þeir voru í fríi í Bang- kok. Vegabréfin hirti hann svo og skipti út myndunum, setti mynd af sér og unnustu sinni í staðinn og notaði vegabréfin til að ferðast. Þannig faldi hann slóð sína með því að láta líta svo út að fórnarlömbin hefðu haldið áfram ferðum sínum. Sobhraj er sagður hafa myrt að minnsta kosti 12 manneskjur með aðstoð indversks félaga síns, Ajays Chowdhurys, á árunum 1975-6 og unnustan tók óbeinan þátt. Lokkaði hann þetta fólk heim til sín þar sem það naut lífsins, drakk, djammaði og neytti eiturlyfja, þar til það skyndilega veiktist heiftarlega af ólyfjan höggormsins. Kom sér vel fyrir Sobhraj að taílenska lögreglan hafði lítinn tíma og áhuga fyrir því að leita að týndum erlendum hipp- um. Nú eða rannsaka morð á er- lendum hippum, þegar grunur kom upp um að morðingi gengi laus. Kemur þá til sögunnar Herman nokkur Knippenberg, forvitinn og réttsýnn starfsmaður hollenska sendiráðsins í Bangkok sem kemst á snoðir um dularfullt hvarf hol- lensks pars. Hann leggst í rannsókn og kemst að því að parið hefur, að öllum líkindum, verið myrt af Sob- hraj og á einkar skelfilegan hátt, brennt lifandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.