Morgunblaðið - 26.04.2021, Page 32
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
Snyrtivörumerkin okkar eru:
M a d e i n I c e l a n d
SUMARVÖRUR
Kjólar • Pils • Vesti • Tunikur • Blússur
Bolir • Peysur • Buxur
Nýjar
töskur
Nýjar
Mikil óvissa ríkir nú í Danmörku um það hvort hægt
verður að halda fjölmennar tónlistarhátíðir í sumar.
Politiken greinir frá því að hópur sérfræðinga á vegum
hins opinbera leggi til að hámarksfjöldi tónleikagesta í
hverju sóttvarnahólfi verði 1.000 manns og hámarks-
fjöldi sóttvarnahólfa á hverri hátíð 10-15. Lagt er til að
þessar samkomutakmarkanir gildi þangað til búið verð-
ur að bólusetja meginþorra landsmanna, sem næst
sennilega ekki fyrr en um miðjan ágúst. Velji stjórnvöld
að fylgja þessum tillögum um samkomutakmarkanir
mun það, samkvæmt heimildum Politiken, þýða að
stjórnendur stærstu tónlistarhátíða landsins aflýsi
þeim öllum, þeirra á meðal Hróarskelduhátíðinni.
Óvissa um Hróarskelduhátíðina
MÁNUDAGUR 26. APRÍL 116. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Býsna óvænt úrslit urðu í Olís-deild karla í handknatt-
leik í gær þegar Þór vann Val á Akureyri. Þórsarar eru í
næstneðsta sæti og eru nú aðeins tveimur stigum á
eftir Gróttu. Þessi lið eru nýliðar í deildinni í vetur og
útlit fyrir að þau berjist um áframhaldandi sæti í deild-
inni en ÍR er langneðst og nær ekki að blanda sér í bar-
áttuna. Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH eru efst. Staða
Hauka er afar góð en liðið er átta stigum á undan lið-
unum sem eru í 3. og 4. sæti, ÍBV og Aftureldingu. FH
er fjórum stigum á eftir Haukum. » 26
Óvænt úrslit á Akureyri hleypa lífi í
baráttuna í neðri hluta deildarinnar
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sumarsýning Grósku, félags mynd-
listarmanna í Garðabæ, verður opin
að minnsta kosti næstu tvær helgar
í Gróskusalnum við Garðatorg, 1.-2.
og 8.-9. maí. „Mikil vinna liggur að
baki, sýningin hefur þegar fengið
góðar viðtökur og eiginlega er ekki
hægt að taka hana strax niður,“
segir Rúna K. Tetzschner formaður
Grósku, en sýningin var sett upp í
liðinni viku og listaverkin voru til
sýnis frá fimmtudegi til sunnudags.
Gróska í Grósku
Gróska átti 10 ára afmæli 1. mars
í fyrra og stóð þá til að vera með af-
mælissýningu. Félagsmenn voru til-
búnir með lítil verk en kórónuveiru-
faraldurinn kom í veg fyrir
veisluna. Rúna segir að fólk hafi
fyllst bjartsýni í haust, þá hafi verið
haldin haustsýning og aftur farið að
skipuleggja afmælissýninguna.
Laufey Jensdóttir hafi sett upp
sameiginlegt veisluverk allra sýn-
enda með veislu sem þema og því
hafi verið komið fyrir á sérstöku
veisluborði í miðju rýminu. Á veggj-
um þétt saman frá gólfi upp undir
loft sé síðan salonsýning með um
130 málverkum, vatnslitamyndum,
skúlptúrum úr mismunandi efnum,
glerlist og ýmsu öðru eftir 37 sýn-
endur.
Tilgangur Grósku er að styrkja
samstarf myndlistarmanna í Garða-
bæ, auka myndlistaráhuga og efla
myndlistina og gera hana sýnilegri.
Venjulega eru haldnar að minnsta
kosti þrjár stórar sýningar árlega
auk annarra sýninga, námskeiða og
viðburða. Félagið er opið öllum 18
ára og eldri sem fást við myndlist
og búa eða vinna í Garðabæ. Um 70
manns eru í Grósku og segir Rúna
algengt að um 25 félagar taki þátt í
hverri sýningu en nú sé metþátt-
taka. Birgir Rafn Friðriksson er
sýningarstjóri og Rebekka Jenný
Reynisdóttir er að gera myndband
með spjalli við listamennina í
tengslum við sýninguna.
Sýningin verður opin klukkan 14
til 18 og vekur Rúna athygli á að vel
sé gætt að sóttvörnum og fjöldatak-
markanir virtar.
Ljósmyndir/Sjöfn Ólafsdóttir
Við veisluborðið Stjórn Grósku og aðrir Gróskuliðar sem unnu að undirbúningi sýningarinnar. Frá vinstri: Aldís
Gunnarsdóttir, Gunnar Júlíusson, Ólöf Sigríður Valsdóttir, Birgir Rafn Friðriksson, Laufey Jensdóttir, Álfheiður
Ólafsdóttir, Louise le Roux, Rúna K. Tetzschner, Árný Björk Birgisdóttir og Þurý Ósk Axelsdóttir.
Gróska býður til veislu
- Um 130 listaverk eftir 37 listamenn sýnd næstu tvær helgar
Salonsýning Um 130 verk eftir 37 sýnendur eru í Gróskusalnum.