Morgunblaðið - 27.04.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 27.04.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2021 Nýjar bækur í hverri viku Einungis 1.490 kr. á mánuði Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Alls greindust sex með kórónuveir- una innanlands í gær og var enginn smitaðra í sóttkví við greiningu. Fólki í einangrun hefur fjölgað en færri eru í sóttkví en á föstudag; eru nú 169 í einangrun en 351 í sóttkví. Flestir smitaðra eru á aldrinum 30-39 ára (31), næstflestir á aldrinum 40-49 ára (28) en 25 á aldrinum 18-29 greindust í gær. Greindist 21 með veiruna á aldrinum 50-59 ára, tíu á meðal fólks á sjötugsaldri og tveir á áttræðisaldri. Líklegt er að dágóður fjöldi fari í sóttkví eftir smittölur sunnudagsins að sögn Þórólfs Guðnasonar sótt- varnalæknis en uppi er grunur um að fjögur kórónuveirusmit sem greind- ust á vinnustað í Þorlákshöfn um helgina tengist smiti í Vallaskóla á Selfossi. Þá greindist nemandi við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri með Covid-19 og eru nú öll börn í 1.-6. bekk skólans komin í sóttkví. Spurður hvort til stæði að herða aðgerðir innanlands sagði Þórólfur í samtali við mbl.is í gær: „Það er alltaf verið að skoða það hvenær kemur að því. Þetta voru tiltölulega fá smit í lok síðustu viku og fram á helgina. Nú er aftur smá afturkippur svo við verðum bara að sjá hvað gerist.“ Fimm liggja á sjúkrahúsi vegna veirunnar og er fólkið á breiðu ald- ursbili, frá þrítugsaldri og upp í rúm- lega sjötugt. Enginn er á gjörgæslu. Bólusetning með bóluefni Janssen hefst í vikunni og lánsskammtar af bóluefni AstraZeneca frá Norð- mönnum eru komnir til landsins. Sem stendur er fólk eldra en 60 ára bólusett með efninu en hugsanlega verður enn yngra fólk bólusett, að því er fram kom í umfjöllun mbl.is í gær. Rannsókn lögreglunar á Austur- landi vegna árshátíðar er lokið og verður send til ákærusviðs, sem tek- ur ákvörðun um framhaldið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Smit Fjöldi fólks hefur farið í sýnatöku vegna hugsanlegs smits. Þeir sem sýna einkenni eru hvattir í sýnatöku. Líklega fleiri í sóttkví eftir smit helgarinnar - Flestir á aldrinum 30-39 ára - Tveir á áttræðisaldri 19 ný innanlandssmitgreindust sl. helgi 351 einstaklingurer í sóttkví 1.100 einstaklingareru í skimunarsóttkví169 eru með virkt smit og í einangrun 5 einstaklingareru á sjúkrhúsi Fjöldi smita Heimild: covid.is Fjöldi smita innanlands Fjöldi smita á landamærum júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl Fullbólusettir: 32.609 einstak-lingar 80.721 hefur fengið að minnsta kosti einn skammt Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Varðskipið Þór eignaðist í gær heið- ursheimahöfn á Þórshöfn og þykir það vel við hæfi að skipið eigi þar hafnarskjól, þar sem bæði skipið og höfnin eru nefnd eftir hinu forna goði Þór, eins og segir í samþykkt hafnarstjórnar Þórshafnar. Þessu fylgir einnig að Þór verður undan- þeginn hafnargjöldum vegna heim- sókna varðskipsins til Þórshafnar. Jónas Egilsson sveitarstjóri í Langanesbyggð sagði að þessi hug- mynd forsvarsmanna sveitar- félagsins hefði mælst vel fyrir og fengið einróma samþykki hafnar- stjórnar, sem og hjá yfirstjórn Landhelgisgæslu og varðskipsins Þórs. Formleg móttaka var haldin í gær um borð í Þór að viðstöddum fulltrú- um sveitarstjórnar og tók Páll Geir- dal skipherra þar á móti skriflegri samþykkt hafnarstjórnar varðandi þessa ákvörðun. Jónas Egilsson sveitarstjóri þakk- aði fyrir góð störf varðskipanna nú sem fyrr og minnti á mikilvægi þess að vita af traustum bakhjarli á haf- inu ef eitthvað bjátaði á en á Þórs- höfn er sjávarútvegur aðalundir- staða atvinnulífs og sagði hann Þór velkominn til Þórshafnar sem oftast. Oddviti Langanesbyggðar, Þor- steinn Æ. Egilsson, benti einnig á þríþætta tengingu Landhelgis- gæslunnar við Þórshöfn; í lofti, á láði og legi, en það er ratsjárstöðin á Gunnólfsvíkurfjalli, þyrluþjónusta á Þórshafnarvelli í samstarfi við björgunarsveitina Hafliða og loks höfnin sjálf. Nemendur Grunnskólans á Þórs- höfn nutu einnig góðs af veru Þórs því þeim var öllum boðið að skoða skipið í gær við mikla ánægju. Þór kom til Þórshafnar í gær eftir að hafa aðstoðað áhöfnina á Þórsnesi SH-109 eftir að skipið varð vélar- vana. Voru sýni tekin úr áhöfninni í varúðarskyni í kjölfar þess að fjórir sýndu einkenni vekinda. Reyndist ekki vera um kórónuveirusmit að ræða. Þór fékk heiðursheimahöfn - Nýjasta varðskip Landhelgisgæslunnar verður ekki krafið um hafnargjöld þegar það leggst að bryggju í Þórshöfn - Þökkuðu gæslunni fyrir sín störf Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Þór Varðskipið við bryggju í heiðursheimahöfn. Þórsnes SH í bakgrunni. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég myndi kannski ekki orða það þannig að við séum sprungin en ásóknin hefur aukist mikið síðasta árið og biðin þar með lengst,“ segir Sigrún Ósk Sig- urðardóttir, að- stoðarforstjóri ÁTVR. Víninnflytjend- ur þurfa nú að bíða í um það bil eitt ár eftir því að koma nýjum vörum í reynslu- sölu í Vínbúðun- um. Fyrirkomulag reynslusölu í Vínbúðunum er þannig að nýjar vörur eru skráðar og fara því næst í röð. Að jafnaði eru teknar inn 50 tegundir á mánuði. Sigrún segir að eftir að aðsóknin fór að aukast hafi verið teknar inn um 65 nýjar tegundir á mánuði. Reynslu- sala er í fjórum Vínbúðum; Heið- rúnu, Skútuvogi, Kringlunni og í Hafnarfirði. Ef vörur seljast vel færast þær í kjarnasölu en ef ekki er þeim skipt út að ári liðnu. Nú eru 700-800 tegundir í reynslusölu. Sigrún Ósk segir í samtali við Morgunblaðið að pláss í verslun- unum takmarki það hversu mikið er hægt að taka inn af nýjum vörum. „Við erum nú að reyna að leita leiða til að stytta þennan biðtíma enda viljum við ekki hafa þetta svona. Vonandi verður komin einhver lend- ing á því í maí,“ segir hún. Aðspurð kveðst hún ekki hafa skýringu á aukinni aðsókn í að koma vörum í sölu. „Markaðurinn hefur verið öðruvísi síðasta árið vegna kórónuveirufaraldursins. Veitinga- húsamarkaðurinn er að mestu búinn að vera lokaður. Það kann að hafa áhrif.“ Hún segir ennfremur að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem innflytjendur verði að þola langa bið. „Þeir sem hafa unnið hérna lengst muna eftir því að það var sex ára bið eftir að koma rauðvíni frá Spáni í sölu. Þannig að við höfum séð það svart- ara.“ Ársbið eftir því að komast í ríkið - Vörum í reynslusölu fjölgar mikið Sigrún Ósk Sigurðardóttir Skúli Magnússon, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, var á Alþingi í gær kosinn umboðs- maður Alþingis til næstu fjögurra ára. Skúli var kos- inn umboðs- maður með 49 at- kvæðum. Hann tekur við embætti 1. maí nk. af Tryggva Gunnarssyni. Fjórir einstaklingar gáfu kost á sér í embættið, þau Áslaug Björgvins- dóttir, lögmaður og fyrrverandi hér- aðsdómari, Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari og Skúli Magnússon. Áslaug tilkynnti 6. apríl sl. að hún hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér í embætti umboðsmanns. Að loknu kjöri Skúla Magnús- sonar þakkaði forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, Tryggva Gunnarssyni farsæl störf sem um- boðsmaður Alþingis í rúm 22 ár. Skúli kosinn umboðsmaður Skúli Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.