Morgunblaðið - 27.04.2021, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2021
Tekist hefur að útfæra styttingu
vinnuviku á níunda þúsund starfs-
manna hjá ríki og sveitarfélögum sem
vinna vaktavinnu og munu breyting-
arnar taka gildi fyrir alla starfshópa
1. maí næstkomandi. Meginbreyting-
in verður sú að
með nýju skipu-
lagi vinnutímans í
vaktavinnu, sem
nær til um 700
stofnana hjá hinu
opinbera, styttist
vinnuvika fólks í
fullu starfi úr 40 í
36 virkar stundir
og í sumum tilvik-
um, t.d. í nætur-
vinnu, getur hún
farið niður í 32 stundir. Jafnframt
mun launamyndun vaktavinnufólks
taka mið af fleiri þáttum en áður.
„Þetta er bara allt að ganga upp.
Verkefnið hefst 1. maí,“ segir Bára
Hildur Jóhannsdóttir, sem leiðir
verkefnisstjórn sem hefur haft með
höndum heildarskipulag og daglega
umsýslu þessa verkefnis.
Flókið verkefni
Stytting vinnutíma dagvinnufólks
hjá ríki og sveitarfélögum tók gildi
um seinustu áramót en útfærsla á
styttingu vinnutíma vaktavinnufólks
er mun flóknara verkefni og hafa
margir komið að undirbúningsvinn-
unni á umliðnum mánuðum. Hafa
t.a.m. verið haldnir um 400 manna
fundir um hvert skref innleiðingar
þessara breytinga á hverjum mið-
vikudegi með stjórnendum hjá hinu
opinbera og fundir með fulltrúum
launafólks eru haldnir annan hvern
föstudag.
Bára segir að þótt breytingin taki
gildi um næstu mánaðamót verði
áfram unnið að ýmsum útfærslum og
lagfæringum. „Það eru áskoranir hér
og þar sem við erum að vinna með
þessa dagana og það er ennþá verið
að sníða af agnúa en verkefnið mun
engu að síður fara af stað,“ segir hún.
Sérstökum matshópi verður falið að
fara mánaðarlega yfir lykilmæli-
kvarða á framgang verkefnisins og
fylgja því eftir.
Stytting vinnutíma fólks í vakta-
vinnu hefur verulegar breytingar í för
með sér að sögn hennar. Vaktavinnu-
fólk sem er í 100% starfi á að standa í
stað í launum eða hækka en vinnutími
þess mun styttast að lágmarki um
17,3 stundir að jafnaði í mánuði en
starfsmönnum sem eru í hlutastarfi
er gert kleift að hækka starfshlutfall
sitt, a.m.k. um sem nemur styttingu
vinnuvikunnar. Það á að hafa í för
með sér að allir starfsmenn í hluta-
starfi, sem hækka við sig starfshlut-
fall og vinna sama vinnumagn og áð-
ur, hækka í launum.
Bára segir að ein af forsendum
verkefnisins sé sú að starfsfólk í
hlutastarfi eigi rétt á að auka við sig
sem nemur styttingu vinnuvikunnar
og af því leiðir að ef starfsmaður hef-
ur t.d. verið í 80% starfi eigi hann rétt
á að auka við sig sem nemur u.þ.b. tíu
prósentum af starfshlutfalli sínu og
þetta hafi starfsfólk þegið í meira en
95% tilvika. „Með þessu hjálpar það
líka til við að fylla upp í mönnunargat-
ið sem getur myndast á vinnustað,“
segir hún.
Meta kostnað við breytinguna
Aðspurð segir Bára að ekki sé orðið
ljóst hver kostnaðaraukinn verði við
styttingu vinnuviku vaktavinnufólks
en unnið sé að mati á því hver áhrifin
verða.
Stytting vinnuskyldunnar í vakta-
vinnu veldur því líka að mönnunargat
myndast á stofnunum, einkum þar
sem flest vaktavinnufólk er í fullu
starfi en ekki er komið í ljós hvað þarf
mörg stöðugildi til viðbótar vegna
þess að sögn hennar. Þetta á einkum
við í löggæslunni, fangelsum, toll-
gæslu og víðar þar sem ráða þarf
fleiri starfsmenn. Aftur á móti eru
margir sem vinna vaktavinnu í hluta-
starfi og þar sem flestir þeirra hafa
áhuga á að auka starfshlutfall sitt sem
nemur styttingu vinnuvikunnar, ætti
það að fara langleiðina með að loka
mönnunargatinu en það á einkum við
á stofnunum innan heilbrigðis- og vel-
ferðarþjónustunnar.
omfr@mbl.is
Vaktavinnan stytt á 700 vinnustöðum
- Vinnuvika á níunda þúsund starfsmanna í vaktavinnu hjá hinu opinbera styttist frá og með 1. maí
- 95% í hlutastarfi auka starfshlutfallið á móti styttingunni - Óvíst hvað mönnunargatið verður stórt
Bára Hildur
Jóhannsdóttir
Morgunblaðið/Hari
Lögregla Stytting vinnuviku vaktavinnufólks mun m.a. hafa umtalsverð áhrif meðal lögreglumanna. Unnið er að
heildarmati sem gengur undir nafninu Gullinbrú á áhrifum breytinganna á mönnun í vaktavinnu og á kostnað.
Ársfundur
Íslenska lífeyrissjóðsins
Allir sjóðfélagar og rétthafar eiga rétt til setu á
ársfundinum. Vegna aðstæðna í samfélaginu
gilda sóttvarnarreglur skv. reglugerð nr. 404/2021
með síðari breytingum. Verði breytingar á reglu-
gerðinni með skerðingum á samkomuhaldi áður
en að ársfundi kemur verða upplýsingar um
breytt fyrirkomulag fundarins birtar á vefsíðu
sjóðsins, islenskilif.is.
Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykktum
sjóðsins:
1. Skýrsla stjórnar
2. Kynning á ársreikningi
3. Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins
4. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri athugun
5. Kosning í stjórn
6. Kosning endurskoðanda
7. Tillögur um breytingar á samþykktum
8. Laun stjórnarmanna
9. Önnur mál
Tillögur um breytingar á samþykktum þurfa að berast
stjórn með skriflegum hætti tveimur vikum fyrir árs-
fund. Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi
þurfa að berast stjórn með skriflegum hætti viku fyrir
ársfund. Framboðum aðalmanna til stjórnar skal skila
inn til stjórnar viku fyrir ársfund. Að þessu sinni verður
kosinn einn aðalmaður til þriggja ára. Tillögur og fram-
boð skulu berast til stjórnar Íslenska lífeyrissjóðsins,
Austurstræti 11, 101 Reykjavík. Tillögur að breytingum
á samþykktum og framboð til stjórnar verða birt á vef-
svæði sjóðsins, islenskilif.is.
Allar nánari upplýsingar má nálgast hér á vef sjóðsins
eða hjá Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Landsbankans í
síma 410 4040.
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður
haldinn miðvikudaginn 19. maí 2021 kl. 17.00
í útibúi Landsbankans Austurstræti 11.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Hleðslustöðvar fyrir rafdrifna bíla
eru nú komnar upp í Langadal og
Húsadal í Þórsmörk, tvær á hvorum
stað. Enn þá mun lítið vera um að
stærri jeppar séu rafdrifnir, en Páll
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Ferðafélags Íslands, segir að von sé
á öflugum rafmagnsjeppum á mark-
að í haust eða á næsta ári og geti
þeir þá fengið hleðslu hjá FÍ í Þórs-
mörk. Hann segir að á góðum degi
þegar lítið sé í ánum myndu reyndir
menn á stærri rafdrifnum jepp-
lingum treysta sér til að aka yfir
árnar á leiðinni í Langadal.
Páll rifjar upp að fyrir um áratug
keypti Ferðafélagið aðstöðu Kynnis-
ferða og Austurferða í Húsadal og
árið 2013 lét félagið leggja rafmagn
frá Þórólfsfelli í Fljótshlíð undir
Markarfljót og í Húsadal.
Umhverfisvænt og öruggt
Í fyrra var rafmagn síðan lagt
áfram í Langadal og er nú komið í
Skagfjörðsskála og í skálavarðar-
hús. Um þessar mundir er verið að
leggja rafmagn í hús í Skáldagili, en
þar er aðstaða fyrir sjálfboðaliða
víðs vegar að, sem vinna sumarlangt
í Þórsmörk.
„Þetta gerbreytir öllum rekstri
fyrir okkur og gerir hann um-
hverfisvænni og öruggari,“ segir
Páll. „Flutningar á olíu á þungum
bílum yfir árnar á leið í Langadal
heyra nú sögunni til. Nú getum við
kynt skálana að vetrarlagi með raf-
magni, sem auðveldar heils árs opn-
un. Við horfum til þess að endurnýja
eða byggja nýjan Skagfjörðsskála
og þá nýtist rafmagnið ekki aðeins
til lýsingar og upphitunar í meg-
inrými heldur einnig í eldhúsi og öll-
um vistarverum.“
Ljósmynd/Stefán Jökull.
Breyting Magnús Jaró, rafvirkjameistari og samstarfsmaður Ferðafélagsins, við hleðslustaurinn í Langadal.
Hleðslustöðvar tilbúnar
en beðið eftir jeppunum
- Rafmagnið breytir miklu um rekstur FÍ í Langadal