Morgunblaðið - 27.04.2021, Side 8

Morgunblaðið - 27.04.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2021 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 g Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 g Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 g alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum alnabaer.is TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA Páll Vilhjálmsson rifjar upp brotHelga Seljan á siðareglum RÚV: - - - Helgi taldi sigmega flétta saman gildisdómum og fréttum. Þegar hallaði á Helga í hér- aði tók hagsmuna- hópurinn RÚV málið upp á alþingi göt- unnar. Bubbi Morthens fékk rauðan dregil fyrir fésbókar- færslu. Með íhygli fræðimannsins komst poppsöngvarinn að þeirri nið- urstöðu að Helgi færi með „nakinn sannleika“. Samherjaböggið varð heilagur sannleikur í meðförum Bubba.“ - - - Næst sagði PV frá virkjun pírataí þágu glataðs málstaðar: „„Fordæmalaust túlkunarstríð“ heitir það á píratísku og þykir vont að hráar fjölmiðlalygar fái ekki við- töku sem sannindi.“ Niðurstaða „RÚV“ og Bubba bloggara var: „Það sem slær mann sérstaklega er þögn þingmanna.“ Hvaða þingmenn munu nema skila- boðin og gleypa fluguna? „Fjölmiðill sem skilur ekki muninn á áróðri og frétt er siðferðilega og faglega gjaldþrota,“ segir PV réttilega. - - - Forðum tíð hjólaði Helgi Seljanopinberlega og með þjósti í þá- verandi útvarpsstjóra, sem var á för- um úr sínum stól. „RÚV“-Helgi krafðist svara frá útvarpsstjóranum um innri mál RÚV. Páll M. brást snöfurmannlega við, enda átti Helgi lítið inni, en hann gerði þó enn hróp að Páli. Viðbrögðin gleymast seint: „Þú ættir að skammast þín, þú ert óþverri,“ og virtist bæta við að Helgi væri skíthæll. Helgi sagði viðbrögð Páls barnaleg. Páll: „Það er skárra að vera barn en skíthæll.“ Helgi Seljan Er yfirstjórn RÚV hrædd við Helga? STAKSTEINAR Páll Magnússon Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sigurbjörg Hervör Guð- jónsdóttir, ein stofn- enda og fv. formaður Félags heyrnarlausra, lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 2. apríl sl., 90 ára. Hervör fæddist á Hesti í Önundarfirði 27. janúar 1931. Foreldrar hennar voru Guðjón G. Guðjónsson og Guð- björg Sveinfríður Sig- urðardóttir, bændur á Hesti. Hervör sleit barns- skónum á Hesti en hún greindist heyrnarlaus í frumbernsku. Við sjö ára aldur fór hún til Reykjavíkur til að hefja nám í Málleysingjaskólanum í Stakkholti, síðar nefndur Heyrnleysingjaskólinn. Hervör lauk unglingaprófi með af- burða námsárangri og stundaði nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur árin 1946-1947. Lengst af starfaði hún við Borgarspítalann í Reykjavík ásamt félags,- uppeldis- og húsmóður- störfum eftir að börnin fæddust. Hervör var einn af stofnendum Fé- lags heyrnarlausra árið 1960, sat í stjórn í 17 ár, þar af sem formaður í 9 ár. Þá var hún í framkvæmdanefnd félagsins frá 1974-1989, var formaður táknmálsnefndar 1985-1989, auk fleiri trúnaðarstarfa. Hervör var fyrsta heyrnarlausa konan á Íslandi sem fékk bílpróf. Eftirlifandi eigin- maður Hervarar er Guðmundur K. Egils- son, f. 1928., fv. verk- stjóri og forstöðu- maður Minjasafns Orkuveitu Reykjavík- ur. Þau gengu í hjóna- band á 25 ára afmæl- isdegi Hervarar árið 1956. Börn Hervarar og Guðmundar eru Bryn- dís talmeinafræð- ingur, Magnús, ráð- gjafi og hestabóndi í Svíþjóð, Ragnheiður Eygló, verk- efnastjóri í upplýsingatækni, Guðjón Gísli viðskiptafræðingur og María Guðrún viðskiptafræðingur. Barna- börnin eru 19 talsins. Hervör og Guðmundur túlkuðu og aðstoðuðu heyrnarlausa áður en túlkaþjónusta varð að veruleika á Ís- landi. Í formannstíð Hervarar eign- aðist félagið eigið húsnæði og fyrsta táknmálsorðabókin var gefin út. Þau hjón voru gerð að heiðursfélögum Fé- lags heyrnarlausra á 25 ára afmæli félagsins. Hervör verður jarðsungin frá Frí- kirkjunni í Reykjavík 30. apríl nk. kl. 15. Streymt verður frá útförinni og hægt að nálgast slóðina á mbl.is/ andlat. Andlát Hervör Guðjónsdóttir Tilkynningum sem bárust til barna- verndarnefnda vegna vanrækslu fjölgaði verulega á árinu sem liðið er frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst eða um 19,2% frá 1. mars í fyrra til loka febrúarmánaðar sl. Þetta kemur fram í nýrri umfjöllun Barnaverndarstofu. „Slíkt hið sama á við um tilkynn- ingar vegna ofbeldis. Frá 1. mars 2020 hafa borist óvenju margar til- kynningar vegna ofbeldis á mánuði. Því til stuðnings má nefna að meðal- fjöldi mánaðarlegra tilkynninga vegna ofbeldis á tímabilinu 1. mars 2020 til 28. febrúar 2021 var 315 til- kynningar, sem er um eða yfir hæsta gildi áranna á undan. Því er ljóst að talsverð aukning á tilkynningum vegna ofbeldis og van- rækslu gagnvart börnum hefur orðið síðan faraldur hófst,“ segir í frétt á vefsíðu Barnaverndarstofu. Barnaverndarstofa hefur nú unnið greiningu á tilkynningum til barna- verndarnefnda á tímabili faraldurs- ins til samanburðar við árin á undan. Þar kemur meðal annars fram að til- kynningum vegna ófæddra barna hefur fjölgað. „Á tímabilinu 1. mars 2020 til 28. febrúar 2020 voru tilkynningarnar 3% fleiri en 12 mánuðina fyrir skil- greint upphaf Covid-19-faraldursins. Meðalaukning slíkra tilkynninga á síðastliðnum fimm árum hefur verið 3,5% og er því sú fjölgun tilkynninga sem sést hefur undanfarna 12 mán- uði ekki eins mikil og búast hefði mátt við. Á 12 mánaða tímabili eftir upphaf Covid-19-faraldursins bárust 68,2% fleiri tilkynningar en 12 mánuðina fyrir faraldurinn,“ segir þar. Bent er á að tilkynningar þar sem óttast er að heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu eru almennt fáar, 5-10 í mánuði á landsvísu. Fleiri tilkynntu vanrækslu og ofbeldi - Tilkynningum til barnaverndarnefnda vegna ófæddra barna fjölgaði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.