Morgunblaðið - 27.04.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 27.04.2021, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2021 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það er hreint út sagt skelfilegt að planta fárveiku fólki eftirlitslausu úti í móa. Með þessu er Reykjavík- urborg einfaldlega að kuska af sér vandann og henda honum til hliðar svo hann sjáist ekki lengur,“ segir Baldur Borgþórsson, varaborgar- fulltrúi Miðflokksins, og vísar til smáhýsaverkefnis borgarinnar. Greint var frá því hér í Morgun- blaðinu um helgina að mikil óregla og sóðaskapur einkennir nýja smá- hýsabyggð í Gufunesi í Reykjavík. Eru útköll lögreglu þangað afar tíð og staðsetning húsanna verið gagn- rýnd af mörgum enda íbúar einangr- aðir frá allri nauðsynlegri þjónustu. Baldur tekur undir þessa gagnrýni og segist hafa varað við uppbygg- ingu húsanna í Gufunesi og eftirlits- leysinu. Segir hann það einungis leiða til enn meiri og harðari neyslu. „Það er ekki hægt að halda því fram að þetta séu skaðaminnkandi úrræði. Eins og þetta er framkvæmt núna er þetta ekkert annað en neyslurými og það eykur einungis vandann. Þetta gerir ekkert gagn. Ég tel nær að koma þessu fólki, sem er jú fárveikt, í alvöruúrræði sem skila einhverjum árangri,“ segir Baldur og bendir á að hann hafi meðal annars talað fyrir viðeigandi meðferðarúrræði fyrir alla aldurs- hópa, strangri eftirmeðferð, ráðgjöf og viðeigandi stuðningi. „Það hefur, að mínu mati, frá degi eitt verið röng nálgun í þessu máli. Og dæmin sanna það, ástandið úti á Granda hefur ekki verið gott og nú er sama staða komin upp í Gufunesi. Þar hefur borgin meira að segja ákveðið að leigja ekki út fimmta hús- ið eins og til stóð. Fullyrt hefur verið að eftirlit sé haft með þessum svæð- um en svo er alls ekki. Ég veit til þess að inn í sum smáhýsi hefur ekki nokkur einasti maður frá borginni komið í um ár. Ef það er eftirlit með fólki þá hreinlega skil ég það ekki.“ Hrúga af ónotuðum smáhýsum Á geymslusvæði Reykjavíkur- borgar í Skerjafirði standa yfir 20 smáhýsi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa þau staðið þar óupphituð og afskipt í rúmt ár. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæð- isflokksins, segir ljóst að smáhýsa- verkefni Reykjavíkurborgar hafi verið illa unnið frá upphafi. „Staðarvalið, kostnaðurinn og fleiri þættir sem þessu tengjast bera það með sér að þetta verkefni er afar illa unnið. Það hefur lítið verið gert allt kjörtímabilið til að koma þessu í gagnið en á sama tíma er búið að setja gríðarlegan pening í þetta.“ Aðspurður segir Eyþór ljóst að hundruð milljóna króna hafi runnið til verkefnisins. „Ég gæti trúað því að fermetraverð smáhýsis sé yfir einni milljón. Svo dagar þau bara uppi á geymslusvæði. Þetta er mjög sorglegt,“ segir hann. Með fleiri staði í sigtinu Heiða Björg Hilmisdóttir, formað- ur velferðarráðs og borgarfulltrúi Samfylkingar, segir smáhýsin mikil- vægt úrræði fyrir marga. Reynslan sýni þó að bæta þurfi þjónustu. „Það er líka betra að hafa svona inni í miðri byggð fremur en í jaðr- inum,“ segir hún og bætir við að hún eigi von á því að uppbygging hverf- isins muni bæta ástandið. Þá segir hún það almennt ganga illa að útvega lóðir undir smáhýsi. Hún eigi þó von á uppbyggingu smá- hýsa í Laugardal, Ártúnshöfða, Vogabyggð og Hlíðahverfi. „Von- andi kemst það fljótlega af stað.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Langtímageymsla Hér sést hluti þeirra smáhýsa sem geymd eru á svæði Reykjavíkurborgar í Skerjafirði. Smáhýsin „ekkert annað en neyslurými“ - Fermetraverð á smáhýsi sagt vera yfir einni milljón króna Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsnet hefur ákveðið að kæra höfnun Sveitarfélagsins Voga á um- sókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefnd- ar umhverfis- og auðlindamála. Byggir fyrirtækið kæru sína á því að öll skilyrði laga fyrir veitingu fram- kvæmdaleyfis hafi verið uppfyllt og því sé höfnun Voga ólögmæt, auk þess sem hún veki upp mörg álitamál sem nauðsynlegt sé að fá skorið úr um. Landsnet hefur lengi undirbúið styrkingu flutningslína milli höfuð- borgarsvæðisins og Suðurnesja. Niðurstaðan eftir endurtekið um- hverfismat og valkostagreiningu var að leggja loftlínu sem liggja á að mestu meðfram núverandi Suður- nesjalínu. Bæjarstjórnir Hafnar- fjarðar, Grindavíkur og Reykjanes- bæjar höfðu samþykkt að veita framkvæmdaleyfi fyrir lagningu lín- unnar áður en Sveitarstjórn Voga hafnaði því. Vogamenn telja að of mikil umhverfisáhrif fylgi fram- kvæmdinni til þess að hún sé réttlæt- anleg og vilja að lagður verði jarð- strengur meðfram Reykjanesbraut. Flestir landeigendur höfðu sam- þykkt lagningu loftlínunnar. „Fagleg niðurstaða“ „Við erum búnir að fara í endur- tekið ítarlegt umhverfismat og mat á öllum valkostum. Þetta er fagleg niðurstaða,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, þegar hann er spurður hvers vegna fyrirtækið leggi áherslu á loftlínu- kostinn. Hann bætir því við að þegar jarðhræringar hófust á Reykjanesi hafi einnig verið farið að huga sér- staklega að öryggisþættinum. Það mat hafi styrkt fyrri niðurstöður. Landnet nefnir í tilkynningu að loft- línur þoli betur jarðskjálfta en jarð- strengir auk þess sem möguleikar séu á að verja möstur háspennulínu í lofti fyrir hraunrennsli með varnar- görðum. „Við störfum eftir lögum og reglum sem gilda um okkar starf- semi. Loftlínukosturinn uppfyllir all- ar kröfur sem gerðar eru til fram- kvæmda okkar á meðan jarðstrengs- kosturinn gerir það ekki,“ segir Guðmundur Ingi þegar hann er spurður að því hvort tillögur Voga- manna um jarðstreng komi alls ekki til greina. Segir hann að lagning jarðstrengs sé umtalsvert dýrari en loftlínu og samkvæmt stefnu stjórn- valda hafi Landsnet ekki heimildir til að leggja í verulegan umframkostn- að við jarðstreng, nema að gefnum tilteknum forsendum sem ekki séu fyrir hendi á Suðurnesjum. Leggur Guðmundur Ingi áherslu á að val- kostir við Suðurnesjalínu 2 hafi verið metnir á sama hátt og línur um allt land. Öll skilyrði fyrir framkvæmda- leyfi uppfyllt - Landsnet kærir synjun Voga Tölvuteikning/Landsnet Suðurnesjalína Loftlínan á að liggja samsíða núverandi línu. Í baráttu við COVID-19 býður Donnamaska, grímur og andlitshlífar sem eru gæða vara frá DACH og notuð um allan heim. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Öryggið í fyrirrúmi fyrir lærða sem leika Sími 555 3100 www.donna.is Type II 3ja laga medical andlitsgríma FFP3 Respirator Comfort andlitsgríma með ventli FFP3 High-Risk andlitsgríma Andlitshlíf móðufrí C-gríma Pandemic Respirator andlitsgríma Sindrastóll Hönnuður: Ásgeir Einarsson (1927-2001) Sindrastóllinn er bólstraður með íslenskri lambagæru. Verð frá: 199.000 kr. Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.