Morgunblaðið - 27.04.2021, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2021
Netverslun
skornir.is
SMÁRALIND
www.skornir.is
Flex&Go
Í skóna er notað hágæða
leður sem og náttúruleg efni,
sem gerir það að verkum að
skórnir falla vel að fætinum
og eru einstaklega þægilegir.
Verð 17.995
Stærðir 36-42
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við erum í skýjunum með það
hvernig til tókst og ákaflega stolt af
okkar fólki,“ segir Kristján Þór
Magnússon, sveitarstjóri Norður-
þings.
Mikill viðbúnaður var á Húsavík á
sunnudagskvöld þegar Óskars-
verðlaunin voru afhent. Myndband
við lagið Húsavík – My Home Town
úr kvikmyndinni Eurovision Song
Contest: The Story of Fire Saga var
sýnt og lagið átti möguleika á að
hljóta Óskar. Lagið hlaut á endanum
ekki náð fyrir augum óskars-
akademíunnar en heimamenn eru
stoltir af þeirri athygli sem Húsavík
hefur fengið að sögn Kristjáns. Og
hyggjast nýta sér athyglina.
„Það hefði verið algjör rúsína í
pylsuendanum að vinna en eftir
stendur að þetta er búið að vera al-
gjört ævintýri að hafa fengið að taka
þátt í þessu. Það er magnað að hafa
náð að klára þetta verkefni á svo
stuttum tíma. Samtakamátturinn á
staðnum var rosalega mikill. Mér
fannst magnað hvað allir voru til-
búnir að leggja dægurþras til hliðar
þegar raunverulega þurfti á að
halda,“ segir sveitarstjórinn.
Kristján játar því að eitthvað hafi
ævintýrið kostað sveitarfélagið.
Kostnaðurinn hafi þó ekki verið tek-
inn saman „Jújú. Auðvitað fellur
alltaf til einhver kostnaður við
svona. Í beinum kostnaði eru þetta
samt ekki stórar tölur fyrir sveitar-
félagið. Sérstaklega ekki þegar horft
er til þess að þetta er auglýsing fyrir
samfélag okkar, og reyndar Ísland
allt, sem býðst ákaflega sjaldan.
Fyrirtæki og einstaklingar hér
horfðu til þess og létu hlutina ganga
án þess að telja krónur. Það var eng-
inn að hugsa um hvað menn ætluðu
að rukka heldur var horft á þetta
sem tækifæri.“
Fyrst minnst er á fyrirtæki í bæn-
um þótti mörgum gaman að sjá aug-
lýsingar í tengslum við beina út-
sendingu RÚV frá hátíðinni.
Sýningarrétturinn var ekki tryggð-
ur fyrr en undir lok síðustu viku og
því gafst ekki langur tími til auglýs-
ingasölu. Augljóst var þó að norð-
lensk fyrirtæki sáu sér leik á borði
þar. „Sveitarfélagið kom ekkert að
þessu en ég er ánægður fyrir hönd
okkar góðu fyrirtækja. Það var gam-
an að sjá menn gera sig breiða þar.
Ég er líka ánægður með að RÚV
skyldi taka á sig rögg og leysa þetta
með útsendinguna. Það skipti máli.“
Kristján segir að fram undan séu
fundahöld um það hvernig best sé að
hamra járnið og nýta sér þá athygli
sem Húsavík hefur fengið að und-
anförnu.
„Við eigum eftir að setjast yfir
framhaldið og hvernig við munum
nýta okkur þennan meðbyr. Þegar
við höfum hvílt okkur í 2-3 nætur
munum við ná saman innsta kjarn-
anum sem vann að þessu og fara yfir
þær tengingar sem við höfum náð að
mynda. Svo leggjum við á ráðin um
næstu skref. Það er alla vega ljóst að
fyrst í stað munum við vinna með
þetta í ferðaþjónustunni í sumar og
við munum eflaust nýta þetta í
markaðslegu tilliti næstu árin.“
Sveitarstjórinn vill
hamra Óskars-járnið
- Möguleikar fyrir ferðaþjónustu - Kostnaður óverulegur
Gleðistund Sveitarstjórinn Kristján Þór Magnússon og Örlygur Hnefill Ör-
lygsson ferðamálafrömuður brugðu á leik með eftirlíkingar af Óskarnum.
Flateyingar létu margar hendur
standa fram úr ermum um
helgina. Kirkjan var þrifin hátt og
lágt og kirkjustígurinn stunginn
upp og möl borin í hann. Á
fimmtudag var hafist handa við að
taka grunn slökkvistöðvar í Flatey
og síðan tók við mótauppsláttur og
steypuvinna.
Að loknu góðu dagsverki á laug-
ardag var safnast saman í
Bryggjubúðinni í Frystihúsinu þar
sem samheldni og sumri var fagn-
að. aij@mbl.is
Ljósmynd/GÞP
Kirkjustígur Þörf var orðin á að bera í stíginn og var gengið í það af krafti.
Margar hendur að
störfum í Flatey
Ljósmynd/MG
Bygging Ákveðið var í vetur að byggja slökkvistöð til að hýsa tæki og tól.
Sökklar voru steyptir á laugardag og voru þrjár hrærivélar notaðar.
Guðmundur Hall-
grímsson, fv. rafverk-
taki á Fáskrúðsfirði,
lést 24. apríl sl., 84 ára
að aldri.
Guðmundur fæddist
19. maí 1936 í Hafn-
arnesi við Fáskrúðs-
fjörð. Foreldrar hans
voru Hallgrímur
Scheving Bergsson út-
gerðarmaður, d. 1975,
og Valgerður Sigurðar-
dóttir húsfrú, d. 2000.
Systkini Guðmundar
eru Bergur, Svava, Jó-
hanna, Már og Jóna
Hallgrímsbörn. Eftirlifandi eru þær
Svava og Jóna.
Guðmundur vann sem rafverktaki
vel fram yfir sjötugt, auk þess sem
hann var starfandi í slökkviliði Fá-
skrúðsfjarðar, síðar Fjarðabyggðar,
fram að sjötugu.
Útivist, íþróttir og hvers kyns
veiðiskapur var Guðmundi hugleik-
inn alla tíð. Hann vakti athygli fyrir
að keppa á samtals 18 landsmótum
UMFÍ fyrir héraðssamband sitt,
UÍA. Fyrsta landsmótið hans var ár-
ið 1955 á Akureyri og það síðasta
sömuleiðis í höfuðstað Norðurlands,
sumarið 2009, þegar Guðmundur var
73 ára. Eftir það tók hann þátt í
nokkrum landsmótum UMFÍ fyrir
50 ára og eldri. Keppti
Guðmundur jafnan í
hlaupum og stökkum,
vann til fjölda verð-
launa og setti mörg
met á keppnisferlinum.
Íslandsmet hans í 200
m hlaupi í 50 ára flokki
stendur enn, 25,06 sek.
sett 1988.
Í viðtali við Morgun-
blaðið 13. júlí 2009 lét
Guðmundur hafa eftir
sér að hann hefði að-
eins misst af einu
landsmóti, þ.e. á Laug-
arvatni 1965, en þá
hafði hann nýlega eignast tvíbura.
„Ég hef alltaf jafn gaman af þessu.
Þetta er eitt allra skemmtilegasta
mótið, keppnin skemmtileg, um-
gjörðin góð og veðráttan einstök,“
sagði Guðmundur um landsmót
UMFÍ 2009.
Eftirlifandi eiginkona Guðmundar
er Dóra M. Gunnarsdóttir húsmóðir,
f. 1943. Börn þeirra eru Gunnar
Vignir, f. 1963, maki Hugrún Ingi-
marsdóttir, tvíburasysturnar Birna,
f. 1965, maki Kristján Jónsson, og
Kristín, maki Guðlaugur Björn Birg-
isson. Yngst er Jóhanna Vigdís, f.
1969, maki Marteinn Már Guð-
geirsson. Barnabörnin eru 11 og
barnabarnabörnin fimm.
Andlát
Guðmundur
Hallgrímsson